Þjóðpeningakerfi – Hvað breytist og hvað ekki?

Sigurvin Bárður Sigurjónsson
peningar_opt.jpg
Auglýsing

Nokkuð hefur verið rætt og ritað um þjóð­pen­inga­kerfi í kjöl­far birt­ingar skýrslu Frosta Sig­ur­jóns­sonar til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um umbætur í pen­inga­mál­um. Þó sam­bæri­legar hug­myndir og þær sem nú eru settar fram af Frosta og Betra pen­inga­kerfi hafi verið til umfjöll­unar fyrir nokkrum ára­tugum er hér um nýja útfærslu að ræða. Með eft­ir­far­andi inn­leggi vil ég freista þess að skerpa á aðal­at­riðum umræð­unn­ar.

Grund­vall­ar­at­riðin



Upp­taka þjóð­pen­inga­kerfis (Sover­eign Money System) í stað brota­forða­kerfis (Fract­ional Res­erve Bank­ing) felst í eft­ir­far­andi breyt­ing­um:



  • Inn­láns­stofn­unum verði óheim­ilt að búa til raf­ræna pen­inga í formi óbund­inna inn­lána.


  • Raf­rænir pen­ingar verði varð­veittir á reikn­ingum í Seðla­bank­anum og ekki lán­aðir þriðja aðila.


  • Ákvarð­anir um útgáfu nýrra pen­inga verða á höndum pen­inga­magns­nefnd­ar.


  • Ákveði pen­inga­magns­nefnd að búa til nýja pen­inga ráð­stafar Alþingi þeim með fjár­lögum eins og öðrum útgjöldum rík­is­ins. Pen­inga­magns­nefnd hefur einnig heim­ild til að lána nýja pen­inga beint til lána­stofn­ana ef aðstæður krefja.




Inn­leið­ing þess­ara breyt­inga mun hafa í för með sér:



  • Lækkun skulda rík­is­ins og einka­að­ila. Hversu mikil lækk­unin reyn­ist mun m.a. velta á ákvörð­unum stjórn­valda um hvort nýir pen­ingar verði nýttir til nið­ur­greiðslu rík­is­skulda og hversu stór hluti af nýju pen­inga­magni fer í að fjár­magna fjár­mála­kerf­ið.


  • Auk­inn stöð­ug­leika. Bankar hafa hag af miklu pen­inga­magni og þannig hvata til að búa til pen­inga. Of hraður vöxtur pen­inga­magns hefur magnað hag­sveifl­ur, aukið verð­bólgu og veikt gengi krón­unn­ar. Pen­inga­magns­nefnd hefur ekki hag af því að auka pen­inga­magn umfram þarfir hag­kerf­is­ins og því má gera ráð fyrir að stöð­ug­leiki muni aukast.




Það sem breyt­ist ekki



Nokkuð hefur verið um ástæðu­lausar áhyggjur af afleið­ingum breyt­ing­anna. Má þar nefna:



  • Greiðslu­miðl­un. Við­skipta­bank­arnir munu sjá um greiðslu­miðlun líkt og í dag og verða pen­ingar því áfram aðgengi­legir heim­ilum og fyr­ir­tækjum á heima­bönk­um. Meira gegn­sæi felst hins vegar í þjóð­pen­inga­kerfi þar sem bank­arnir myndu inn­heimta þóknun fyrir greiðslu­þjón­ust­una, en sá kostn­aður er fal­inn í vaxta­mun bank­anna í núver­andi brota­forða­kerfi. Þá myndi öryggi greiðslu­miðl­unar aukast, þar sem raf­eyrir er ekki lengur í formi skulda­við­ur­kenn­inga einka­að­ila.


  • Lána­starf­semi verður eftir sem áður á höndum bank­anna og ann­arra sem hana stunda í dag. Hún mun fara fram með sama hætti og víða þekk­ist í dag, þar sem gengið er frá fjár­mögnun áður en lán er veitt.


  • Tímaum­breyt­ing fjár­magns (matu­rity trans­formation) verður áfram hluti af lána­starf­semi. Fjár­mála­fyr­ir­tækjum ber að mæta kröfum um lausa­fjár­hlut­föll o.fl. sem eru hluti af reglu­verki EES, sem tak­markar áhættu vegna tímaum­breyt­ing­ar­inn­ar.




Útfærslu­at­riðin



Fagn­að­ar­efni er hversu stór hluti athuga­semda við hug­mynd­irnar snýr að útfærslu­at­riðum þjóð­pen­inga­kerf­is­ins. Þar fel­ast tæki­færi til að taka til­lit til og nýta öll sjón­ar­mið til að styrkja enn frekar útfærslu þjóð­pen­inga­kerf­is­ins. Helstu útfærslu­at­riðin eru eft­ir­far­andi og ætti leið­ar­ljós þeirra að vera hámarks­stuðn­ingur við efna­hags­lífið og stöð­ug­leika þess.

Skipan pen­inga­magns­nefnd­ar­innar



Í skýrslu Frosta Sig­ur­jóns­sonar var gengið út frá því að pen­inga­magns­nefndin heyri undir Seðla­banka Íslands. Seðla­bank­inn er í eigu rík­is­ins og heyrir þannig undir valds­svið rík­is­stjórnar hvers tíma. Ein­hverjir hafa áhyggjur af því að pen­inga­magns­nefndin geti orðið hand­bendi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Aðrir hafa bent á að seðla­bank­inn sé orð­inn of valda­mik­ill. Í þessu sam­hengi er mik­il­vægt að hafa í huga að fyr­ir­komu­lag núver­andi pen­inga­stefnu­nefndar er með þessum hætti og hefur ekki sætt mik­illi gagn­rýni. Þá er seðla­bank­inn sjálf­stæður sam­kvæmt lög­um.

Standi þó vilji til þess að mæta ofan­greindum sjón­ar­miðum væri hægt að hafa nefnd­ina utan seðla­bank­ans. Unnt væri að tryggja fjöl­breytt sjón­ar­mið við ákvarð­anir nefnd­ar­innar með því að skipa nefnd­ina t.d. full­trúum seðla­bank­ans, háskól­anna, lána­stofn­ana, líf­eyr­is­sjóða, laun­þega, atvinnu­rek­enda og fleiri hags­muna­að­ila. Krafa verði gerð um fullt gegn­sæi ákvarð­ana nefnd­ar­inn­ar.

Tíðni funda pen­inga­magns­nefndar



Til þess að kerfið sé sveigj­an­legt gæti pen­inga­magns­nefndin þurft að bregð­ast skjótt við breyttum aðstæð­um. Fjöldi funda pen­inga­magns­nefnd­ar­innar yrði ákvarð­aður með þetta að leið­ar­ljósi.

Vaxta­stig



Í dag eru stýri­vextir helsta tæki seðla­bank­ans við að fram­fylgja pen­inga­stefnu sinni. Seðla­bank­inn getur áfram sinnt hlut­verki sem lán­veit­andi lána­stofn­ana og haft áhrif á vexti með þeim hætti. Hugs­an­lega vilja menn gera þetta með breyttu sniði.

Pen­inga­í­gildi (near money)



Hugs­an­legt er að hvatar mynd­ist fyrir fjár­mála­stofn­anir til að skapa svo­nefnd pen­inga­í­gildi til þess að halda sem stærstum hluta pen­inga­magns­ins á efna­hags­reikn­ingi sín­um. Þetta yrði t.d. gert með útgáfu ávís­ana á fjár­fest­ing­ar­reikn­inga (In­vest­ment accounts). Ávís­an­irnar gætu síðan gengið kaupum og sölum í við­skiptum með vöru og þjón­ustu og þannig orðið ígildi pen­inga. Tvennt myndi virka letj­andi til slíkrar starf­semi í þjóð­pen­inga­kerfi:



  • Hvorki verður til staðar inn­stæðu­trygg­inga­kerfi eða rík­is­á­byrgð á slíkum pen­inga­í­gild­um. Fólk með slíkar eignir eiga því á hættu að tapa þeim á meðan inn­eignir á færslu­reikn­ingum verða ávallt örugg­ar.


  • Ríkið við­ur­kennir aðeins inn­stæður á færslu­reikn­ingum sem fullnaða­greiðslur skatta. Þannig þyrftu eig­endur pen­inga­í­gilda að skipta þeim reglu­lega í færslu­reikn­inga. Í þessu sam­hengi má nefna að eitt form pen­inga­í­gilda, svo­nefndir hlið­ar­gjald­miðlar (complem­ent­ary cur­rencies), hafa þrátt fyrir tölu­verðar vin­sældir á mörgum stöðum aðeins náð útbreiðslu sem nemur örfáum pró­sentum af pen­inga­magni við­kom­andi þjóðar af þess­ari ástæðu.




Hugs­an­legt er að ofan­greindir hvatar reyn­ist ekki nægj­an­legir í umhverfi hárra vaxta. Þá er unnt að gera færslu­reikn­ing­ana vaxta­ber­andi til þess að draga úr þeim freistni­vanda. Pen­inga­magns­nefndin myndi ákvarða vext­ina og nýir pen­ingar yrðu gefnir út til greiðslu þeirra. Vext­irnir yrðu hóf­legir og ávallt lægri en vextir sem bjóð­ast á fjár­fest­ing­ar­reikn­ing­um.

Nið­ur­lag



Grund­vall­ar­breyt­ingar munu ávallt hafa víð­tækar afleið­ing­ar. Því er efn­is­leg umræða út frá sem flestum sjón­ar­hornum mik­il­væg. Rann­saka þarf mis­mun­andi útfærslur þjóð­pen­inga­kerfis og bera saman við núver­andi kerfi áður en ákvarð­anir eru teknar um upp­töku nýs kerfis eða að við­halda núver­andi kerfi.

Áður en lengra er haldið þarf fræða­sam­fé­lagið að fram­kvæma rann­sóknir á þessu sviði. Hins vegar verður ávallt á hendi lög­gjafans að inn­leiða breyt­ing­arn­ar. Þó einn stjórn­mála­maður hafi fremur öðrum tekið hug­myndir um þjóð­pen­inga­kerfi upp á arma sína hér­lendis end­ur­spegla þær enga póli­tíska stefnu. Þetta eru kerf­is­breyt­ingar sem þjóna hag­kerf­inu og sam­fé­lagi hvers tíma. Ég vil því hvetja alla til þess að kynna sér hug­mynd­irnar vel og vega þær og meta út frá hags­munum þjóð­fé­lags­ins. Núver­andi kerfi er of skað­legt til þess að búandi sé við það til fram­tíð­ar.

Auglýsing

Höf­undur er for­maður Betra pen­inga­kerfis og sér­fræð­ingur á ráð­gjaf­ar­sviði KPMG. Skoð­anir í grein­inni eru settar fram á ábyrgð höf­und­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None