Þorpið í borginni

Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir að til þess að manni finnist maður tilheyra einhversstaðar þá skipti miklu máli að eiga „sitt“. Sitt kaffihús, sína búð, sína sundlaug. Það skipti máli að þekkja fólkið í kringum sig og að það þekki mann.

Auglýsing

Fyrir utan nokkur ár á þrí­tugs­aldri, þegar ég dvaldi í erlendum stór­borg­um, hef ég alltaf búið í Reykja­vík. Ég hef alltaf búið mið­svæðis í borg­inni og hér finnst mér mjög gott að vera. En ég held að mér myndi ekki þykja gott að búa hvar sem er í Reykja­vík. Eftir að Covid skall á hef ég stundum – eins og fleiri býst ég við – látið mig dreyma um að flytja eitt­hvert út á land, í eitt­hvað lítið þorp þar sem allir þekkja alla og sam­fé­lagið er minna og sam­heldn­ara – og smit­hættan auð­vitað minni. Ég hef velt þessu alvar­lega fyrir mér og í fram­haldi af því hef ég lagst í svolitla sjálf­skoðun varð­andi hvað það nákvæm­lega er sem veldur því að mér líður vel í hverf­inu sem ég bý í núna. Og nið­ur­staða mín er: Ég þarf ekki að flytja út á land til að upp­lifa þetta. Því ég bý þegar í þorpi.

Þorpum og borgum er stundum stillt upp sem and­stæð­um. En það er ekki rétt. Það er nefni­lega hægt að búa í báðum á sama tíma. Þorpin í borg­unum eru nefni­lega það sem gerir lífið í borgum bæri­legt. Hverfið sem ég bý í er eins og þorp í borg­inni. Og nú skal ég segja ykkur hvað ég elska við það.

Labbið sem mingl

Flest sem mig van­hagar um er í göngu­færi. Ég geng í búð­ir, ég geng á póst­hús­ið, ég er nokkrar mín­útur að hlaupa í Rík­ið. Heilsu­gæslu­stöðin mín er í næstu götu, öll fjöl­skyldan er hjá sama lækn­in­um. Ég er tvær mín­útur að labba á upp­á­halds skyndi­bita­stað­inn minn. Vert­arnir þar vita hvað ég heiti og hvað ég vil, ég þarf ekki einu sinni að panta. Ég geng í sund. Ég gekk með dætur mínar á leik­skól­ann. Nú fylgi ég þeim í grunn­skól­ann.

Auglýsing

Ég þarf lík­lega ekki að telja hér upp kost­ina við að fara flestra ferða sinna gang­andi. Sumir eru býsna aug­ljós­ir, til dæmis er miklu heilsu­sam­legra að ganga en að keyra, bæði fyrir sál, eigin lík­ama og ann­arra því útblástur hefur bæði slæm áhrif á lofts­lagið og heilsu þeirra sem anda honum að sér. En svo er það sem mér finnst gleym­ast svo­lítið í umræð­unni: Það er miklu skemmti­legra að labba. Því það er hund­leið­in­legt að eiga bíl. Það er leið­in­legt að sitja í bíl í umferð, það er leið­in­legt að skafa rúður í snjó, en leið­in­leg­ast af öllu hlýtur að vera að finna stæði og leggja í það. En það sem mér finnst mik­il­væg­ast við að fara allra ferða minna gang­andi er að þannig hef ég kynnst mörgum í hverf­inu. Ég er nefni­lega alltaf að rekast á sama fólk­ið, sem er á svip­uðum rúnti og ég. Þau fara með börnin á leik­skól­ann eða í skól­ann, fara út að labba með hundana sína eða að leita að kisunum sín­um, þau fara á sama kaffi­hús og ég (sem dætur mínar kalla „kaffi­húsið okk­ar“). Það er bara stað­reynd að gang­andi kynn­ist maður nágrönnum sínum miklu bet­ur.

Labbið sem vörn gegn fas­isma

Við stoppum oft á róló ef veðrið er gott. Það gera aðrir for­eldrar líka – og ömmur og afar – og ég er búin að kynn­ast fullt af fólki á hinum ýmsu rólóum hverf­is­ins. Fólk sem á börn á öðrum leik­skólum og skólum í hverf­inu sem ég hefði aldrei kynnst ef ég keyrði börnin mín fram og til baka á hverjum degi. Ef mig vant­aði bolla af hveiti eitt­hvert kvöldið þá eru margar nálægar dyr sem ég gæti bankað á. Og sam­kvæmt sagn­fræð­ingnum og rit­höf­und­inum Timothy Snyder er það að þekkja nágranna sína og spjalla við þá mik­il­væg leið til að sporna við upp­gangi fas­isma. En skildi mig ein­hvern tím­ann vanta hveiti þá gæti ég reyndar líka hlaupið út í hverf­is­búð­ina, sem vill svo vel til að er á þarnæsta horni.

Hverf­is­búðin

Það er ekk­ert þorp án búð­ar. Hverf­is­búðin okkar heitir Pét­urs­búð. Eig­andi hennar heitir Axel. Hann veit kannski ekki hvað ég heiti en hann þekkir mig. Hann þekkir líka dætur mín­ar. Fyrsta ferðin sem sú yngri fékk að fara upp á eigin spýtur var út í Pét­urs­búð. Stundum fara þær með langa inn­kaupa­lista – af því að ég veit að starfs­fólkið aðstoðar ef þær lenda í vand­ræð­um. Ég er viss um að ef ég myndi ein­hvern­tíma gleyma pen­ing eða fá höfnun á kortið mitt þá gæti ég fengið að skrifa hjá honum og borga bara seinna. Og það er mjög nota­leg til­hugs­un.

Borgin í kringum þorpið

En þótt ég geti nálg­ast flest sem mig vantar í hverf­inu mínu þá þýðir það ekki að ég fari aldrei neitt ann­að. Sam­göngur er mik­il­væg­ar. Og þótt ég eyði megn­inu af tím­anum hérna á þessu til­tölu­lega litla frí­merki þá er ég ekki bara hér. Það er nefni­lega það góða við það að búa í borg, þar eru fleiri en bara eitt kaffi­hús, og ef ég er komin með leið á kaffi­hús­inu „okk­ar“ þá er ekki svo erfitt að kom­ast ann­að. Almenn­ings­sam­göngur úr þorp­inu mínu í aðra borg­ar­hluta eru nefni­lega góð­ar. Og það er stutt að labba út á strætó­stöð.

Fjölgum þorp­unum

Ef við hugsum um aðrar borgir, borg­irnar sem okkur finnst skemmti­leg­ast að heim­sækja, þá eiga þær flestar þetta sam­eig­in­legt. Þær eru ekki bara einn mið­bæj­ar­kjarni með þjón­ustu og svo sof­anda­legum úthverfum þarsem allir keyra allt og engin búð, bar eða kaffi­hús er í göngu­færi. Berlín er sett saman af hverfum sem öll hafa sinn kjarna. París líka. Og Taipei.

Til þess að manni finn­ist maður til­heyra ein­hvers­staðar þá skiptir svo miklu máli að eiga „sitt“. Sitt kaffi­hús, sína búð, sína sund­laug. Það skiptir máli að þekkja fólkið í kringum sig og að það þekki mann. Það skiptir máli að hafa margar dyr að banka á ef eitt­hvað kemur uppá. Reykja­vík á að fjölga þorp­unum í borg­inni sinni. Það þarf ekki svo mikið til – og það myndi gera hana svo miklu betri borg.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Þessi pist­ill er hluti grein­ar­aðar í til­­efni af því að 100 ár eru liðin frá­­ ­­for­m­­legu upp­­hafi skipu­lags­­gerðar hér á landi með setn­ing­u laga um skipu­lag kaup­túna og sjá­v­­­ar­þorp­a árið 1921.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar