Til varnar verðtryggingunni

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Það er með ólík­indum hvað sumir ham­ast á móti verð­trygg­ing­unni nú til dags og telja hana rót alls efna­hags­vanda eftir hrunið mikla á fjár­mála­mörk­uð­unum í októ­ber 2008. Hver hefur ekki heyrt slag­orð­ið: „Burt með verð­trygg­ing­una – leið­réttum stökk­breytt lán“? Hér er öllu snúið við satt best að segja. Vísi­tala neyslu­verðs mælir verð­lags­breyt­ing­ar. Ef verð­bólgan er lítil , hækka verð­tryggðu lánin lít­ið. Ef verð­bólgan hverfur þá hækka verð­tryggð lán ekki um krónu. Svo ein­falt er það. Ef verð­bólgan lækkar þá lækka auð­vitað verð­tryggðu lánin sam­svar­andi. Ef verð­bólgan er mikil hækka lánin hins vegar tölu­vert og þá í takt við hækkun vísi­tölu neyslu­verðs.

Vill­andi hug­takarugl­ingurHrafn Magnússon Hrafn Magn­ús­son

Ofan á allt getur hug­takið „verð­trygg­ing“ hins vegar verið vill­andi. Betra væri að nota orðið „verð­leið­rétt­ing“, eins og ágætur vinur minn Guð­mundur Ólafs­son, lektor við Háskóla Íslands og á Bif­röst, hefur lagt til. Guð­mundur bendir á þá stað­reynd að verð­leið­rétt­ing lána við­gang­ist um heim all­an. Hug­takið „óverð­tryggð lán“ er líka vill­andi, því lán eru í sjálfu sér ekki „óverð­tryggð“, því nafn­vextir af slíkum lánum taka breyt­ingum miðað við verð­bólgu­þró­un­ina. Vext­irnir eru sem sagt leið­réttir á láns­tím­an­um. Fyrir daga verð­trygg­ing­ar­innar var einmitt talað um „verð­bóta­þátt vaxta“, sem er sami hlut­ur­inn. Það er hins vegar nokkuð rök­rétt ályktun að stór hluti lands­manna skilji hvorki upp né niður í umræð­unni um verð­tryggð eða óverð­tryggð lán, þegar bæði þessi hug­tök þurfa skýr­inga við, eins og að framan grein­ir.

En umræðan heldur áfram á þessum for­send­um, sam­an­ber stað­hæf­ing­una „burt með verð­trygg­ing­una – leið­réttum stökk­breytt lán.“ Það er ekki nýtt af nál­inni að vin­sælt sé að skjóta boð­bera slæmra tíð­inda. Það á við um verð­trygg­ing­una.

Auglýsing

Á hru­nár­inu 2008 hækk­aði vísi­tala neyslu­verðs mik­ið, aðal­lega vegna veik­ingar íslensku krón­unnar gagn­vart erlendum gjald­miðl­um. Þar með hækk­uðu verð­tryggðu lánin tals­vert og fram komu raddir sem enn eru háværar og sem vilja banna að verð­tryggja neyt­enda­lán með vísi­tölu neyslu­verðs og taka í stað þess upp óverð­tryggð lán með breyti­legum nafn­vöxt­um. Í við­líka efna­hags­um­hverfi sem við búum við hér á landi mundi engin lána­stofnun í heim­inum lána svo­nefnd óverð­tryggð lán með föstum vöxtum til langs tíma.

Launin hafa hækkað meira en neyslu­verðÍ þessu sam­bandi er vert að geta þess að til lengri tíma litið hafa launin hækkað meira en verð­bólg­an. Í með­fylgj­andi línu­riti eru laun og verð­trygg­ing lána borin sam­an. Miðað er ann­ars vegar við launa­vísi­tölu og hins vegar við vísi­tölu neyslu­verðs, sem Hag­stofa Íslands reiknar út mán­að­ar­lega. Upp­hafs­tím­inn er októ­ber 2008 þegar fjár­mála­mark­að­ur­inn hrundi. Frá þeim tíma til loka októ­ber á þessu ári hefur launa­vísi­talan hækkað meira en vísi­tala neyslu­verðs. Sama er upp á ten­ingnum ef staðan er tekin miðað er við árs­byrjun 2008. Launa­vísi­talan hefur hækkað meira í neyslu­verðs­vísi­talan, þ.e. verð­bólg­an. „Stökk­breytt“ verð­tryggð lán er því öfug­mæli í sjálfu sér ef hækk­unin er borin saman við hækkun launa­vísi­töl­unn­ar.

Fast­eigna­bólan mesti skað­vald­ur­innOr­sakir greiðslu­erf­ið­leika lán­tak­enda eftir hrunið í októ­ber liggja ann­ars stað­ar. Mesti skað­vald­ur­inn var upp­sprengt fast­eigna­verð á árunum fyrir hrun sem bank­arnir báru ábyrgð á. Með glanna­legum lán­veit­ingum bank­anna allt upp í 100% af mark­aðs­verði fast­eigna mynd­að­ist hættu­leg verð­bóla sem hlaut að springa fyrr eða síð­ar. Á sama tíma söfn­uð­ust upp fjár­munir hjá Íbúða­lána­sjóði vegna upp­greiðslu lána sjóðs­ins með nýjum lánum bank­anna. Þannig jókst vand­inn enn frek­ar. Til að bæta gráu ofan á svart end­ur­lán­aði Íbúða­lána­sjóður svo aftur pen­ing­ana til bank­anna þannig til að hægt væri að halda leiknum áfram. Þannig mynd­að­ist eins konar svika­milla í fjár­magns­flæð­inu, sem hlaut að enda illa.

Þeir sem verst fóru út úr hrun­inu eru þeir skuld­arar sem fjár­festu í íbúða­hús­næði þegar verð fast­eigna var sem hæst á árunum fyrir hrun. Þá hafa þeir lán­tak­endur þar sem ráð­stöf­un­ar­tekjur hafa dreg­ist saman af ýmsum ástæðum einnig átt við greiðslu­erf­ið­leika að stríða. Fast­eigna­verð hefur á síð­ustu miss­erum hins vegar hald­ist nokkuð í takt við vísi­tölu launa og neyslu­verðs, eins og sést á línu­rit­inu. Til marg­vís­legra ráð­staf­ana hefur einnig verið gripið gagn­vart þessum hópum til að létta á skulda­byrð­inni, m.a. með lækkun höf­uð­stóls skulda og með veru­legri hækkun vaxta­bóta. Margir skuld­arar eiga þó við mik­inn vanda að stríða í kjöl­far hruns­ins, en sökin er ekki verð­trygg­ing­ar­inn­ar, eins og áður segir heldur mis­tök stjórn­enda fjár­mála­stofn­ana.

Kostir verð­trygg­ing­ar­innarFyrir tíma verð­trygg­ing­ar­innar gufaði sparifé lands­manna bók­staf­lega upp í verð­bólg­unni og sparn­að­ur­inn var mjög lít­ill. Skuld­ar­inn fékk fé spari­fjár­eig­enda á silf­ur­fati með því að borga lánið til baka með miklu verð­minni krón­um.   Sann­leik­ur­inn er auð­vitað sá að verð­trygg­ing lána og verð­tryggð inn­lán hald­ast í hend­ur. Í fram­tíð­inni er því mjög mik­il­vægt að sátt ríki milli kyn­slóða um verð­trygg­ingu spari­fjár og fjár­skuld­bind­inga. Þegar lánað er til íbúða­kaupa er nauð­syn­legt að lánið sé til langs tíma, t.d. 40 ára og að hægt sé að dreifa greiðslu­byrð­inni sem jafn­ast á láns­tím­ann. Ekk­ert láns­form upp­fyllir þessi skil­yrði betur en verð­tryggð lán. Það er því firra að leggja til að banna verð­tryggð jafn­greiðslu­lán til langs tíma.

Verð­trygg­ingin skiptir máliGagn­vart sjóð­fé­lögum líf­eyr­is­sjóð­anna skiptir máli að verð­trygg­ingin sé til stað­ar. Því er við hæfi að vitna að lokum til orða dr. Ólafs Ísleifs­son­ar, hag­fræð­ings, í mál­stofu um fjár­hag líf­eyr­is­sjóða í Háskól­anum í Reykja­vík. Hann flutti þar fyr­ir­lestur fyrir troð­fullum sal tveimur vikum eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins í októ­ber 2008. Ólafur sagði eft­ir­far­andi orð­rétt, sem ég ætla að gera að mínum loka­orð­um:

„Þakka ber verð­trygg­ing­unni fyrir að það tókst að koma í veg fyrir að líf­eyr­is­kerfi lands­manna hrundi á sínum tíma. Nú hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir orðið fyrir feikn­ar­legu höggi í fjár­málakrepp­unni og þá má velta fyrir sér hvernig umhorfs væri, þrátt fyrir allt, ef sjóð­irnir ættu ekki verð­tryggðar eign­ir. Ég byði ekki í þá stöð­u.“

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None