Til varnar verðtryggingunni

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Það er með ólík­indum hvað sumir ham­ast á móti verð­trygg­ing­unni nú til dags og telja hana rót alls efna­hags­vanda eftir hrunið mikla á fjár­mála­mörk­uð­unum í októ­ber 2008. Hver hefur ekki heyrt slag­orð­ið: „Burt með verð­trygg­ing­una – leið­réttum stökk­breytt lán“? Hér er öllu snúið við satt best að segja. Vísi­tala neyslu­verðs mælir verð­lags­breyt­ing­ar. Ef verð­bólgan er lítil , hækka verð­tryggðu lánin lít­ið. Ef verð­bólgan hverfur þá hækka verð­tryggð lán ekki um krónu. Svo ein­falt er það. Ef verð­bólgan lækkar þá lækka auð­vitað verð­tryggðu lánin sam­svar­andi. Ef verð­bólgan er mikil hækka lánin hins vegar tölu­vert og þá í takt við hækkun vísi­tölu neyslu­verðs.

Vill­andi hug­takarugl­ingurHrafn Magnússon Hrafn Magn­ús­son

Ofan á allt getur hug­takið „verð­trygg­ing“ hins vegar verið vill­andi. Betra væri að nota orðið „verð­leið­rétt­ing“, eins og ágætur vinur minn Guð­mundur Ólafs­son, lektor við Háskóla Íslands og á Bif­röst, hefur lagt til. Guð­mundur bendir á þá stað­reynd að verð­leið­rétt­ing lána við­gang­ist um heim all­an. Hug­takið „óverð­tryggð lán“ er líka vill­andi, því lán eru í sjálfu sér ekki „óverð­tryggð“, því nafn­vextir af slíkum lánum taka breyt­ingum miðað við verð­bólgu­þró­un­ina. Vext­irnir eru sem sagt leið­réttir á láns­tím­an­um. Fyrir daga verð­trygg­ing­ar­innar var einmitt talað um „verð­bóta­þátt vaxta“, sem er sami hlut­ur­inn. Það er hins vegar nokkuð rök­rétt ályktun að stór hluti lands­manna skilji hvorki upp né niður í umræð­unni um verð­tryggð eða óverð­tryggð lán, þegar bæði þessi hug­tök þurfa skýr­inga við, eins og að framan grein­ir.

En umræðan heldur áfram á þessum for­send­um, sam­an­ber stað­hæf­ing­una „burt með verð­trygg­ing­una – leið­réttum stökk­breytt lán.“ Það er ekki nýtt af nál­inni að vin­sælt sé að skjóta boð­bera slæmra tíð­inda. Það á við um verð­trygg­ing­una.

Auglýsing

Á hru­nár­inu 2008 hækk­aði vísi­tala neyslu­verðs mik­ið, aðal­lega vegna veik­ingar íslensku krón­unnar gagn­vart erlendum gjald­miðl­um. Þar með hækk­uðu verð­tryggðu lánin tals­vert og fram komu raddir sem enn eru háværar og sem vilja banna að verð­tryggja neyt­enda­lán með vísi­tölu neyslu­verðs og taka í stað þess upp óverð­tryggð lán með breyti­legum nafn­vöxt­um. Í við­líka efna­hags­um­hverfi sem við búum við hér á landi mundi engin lána­stofnun í heim­inum lána svo­nefnd óverð­tryggð lán með föstum vöxtum til langs tíma.

Launin hafa hækkað meira en neyslu­verðÍ þessu sam­bandi er vert að geta þess að til lengri tíma litið hafa launin hækkað meira en verð­bólg­an. Í með­fylgj­andi línu­riti eru laun og verð­trygg­ing lána borin sam­an. Miðað er ann­ars vegar við launa­vísi­tölu og hins vegar við vísi­tölu neyslu­verðs, sem Hag­stofa Íslands reiknar út mán­að­ar­lega. Upp­hafs­tím­inn er októ­ber 2008 þegar fjár­mála­mark­að­ur­inn hrundi. Frá þeim tíma til loka októ­ber á þessu ári hefur launa­vísi­talan hækkað meira en vísi­tala neyslu­verðs. Sama er upp á ten­ingnum ef staðan er tekin miðað er við árs­byrjun 2008. Launa­vísi­talan hefur hækkað meira í neyslu­verðs­vísi­talan, þ.e. verð­bólg­an. „Stökk­breytt“ verð­tryggð lán er því öfug­mæli í sjálfu sér ef hækk­unin er borin saman við hækkun launa­vísi­töl­unn­ar.

Fast­eigna­bólan mesti skað­vald­ur­innOr­sakir greiðslu­erf­ið­leika lán­tak­enda eftir hrunið í októ­ber liggja ann­ars stað­ar. Mesti skað­vald­ur­inn var upp­sprengt fast­eigna­verð á árunum fyrir hrun sem bank­arnir báru ábyrgð á. Með glanna­legum lán­veit­ingum bank­anna allt upp í 100% af mark­aðs­verði fast­eigna mynd­að­ist hættu­leg verð­bóla sem hlaut að springa fyrr eða síð­ar. Á sama tíma söfn­uð­ust upp fjár­munir hjá Íbúða­lána­sjóði vegna upp­greiðslu lána sjóðs­ins með nýjum lánum bank­anna. Þannig jókst vand­inn enn frek­ar. Til að bæta gráu ofan á svart end­ur­lán­aði Íbúða­lána­sjóður svo aftur pen­ing­ana til bank­anna þannig til að hægt væri að halda leiknum áfram. Þannig mynd­að­ist eins konar svika­milla í fjár­magns­flæð­inu, sem hlaut að enda illa.

Þeir sem verst fóru út úr hrun­inu eru þeir skuld­arar sem fjár­festu í íbúða­hús­næði þegar verð fast­eigna var sem hæst á árunum fyrir hrun. Þá hafa þeir lán­tak­endur þar sem ráð­stöf­un­ar­tekjur hafa dreg­ist saman af ýmsum ástæðum einnig átt við greiðslu­erf­ið­leika að stríða. Fast­eigna­verð hefur á síð­ustu miss­erum hins vegar hald­ist nokkuð í takt við vísi­tölu launa og neyslu­verðs, eins og sést á línu­rit­inu. Til marg­vís­legra ráð­staf­ana hefur einnig verið gripið gagn­vart þessum hópum til að létta á skulda­byrð­inni, m.a. með lækkun höf­uð­stóls skulda og með veru­legri hækkun vaxta­bóta. Margir skuld­arar eiga þó við mik­inn vanda að stríða í kjöl­far hruns­ins, en sökin er ekki verð­trygg­ing­ar­inn­ar, eins og áður segir heldur mis­tök stjórn­enda fjár­mála­stofn­ana.

Kostir verð­trygg­ing­ar­innarFyrir tíma verð­trygg­ing­ar­innar gufaði sparifé lands­manna bók­staf­lega upp í verð­bólg­unni og sparn­að­ur­inn var mjög lít­ill. Skuld­ar­inn fékk fé spari­fjár­eig­enda á silf­ur­fati með því að borga lánið til baka með miklu verð­minni krón­um.   Sann­leik­ur­inn er auð­vitað sá að verð­trygg­ing lána og verð­tryggð inn­lán hald­ast í hend­ur. Í fram­tíð­inni er því mjög mik­il­vægt að sátt ríki milli kyn­slóða um verð­trygg­ingu spari­fjár og fjár­skuld­bind­inga. Þegar lánað er til íbúða­kaupa er nauð­syn­legt að lánið sé til langs tíma, t.d. 40 ára og að hægt sé að dreifa greiðslu­byrð­inni sem jafn­ast á láns­tím­ann. Ekk­ert láns­form upp­fyllir þessi skil­yrði betur en verð­tryggð lán. Það er því firra að leggja til að banna verð­tryggð jafn­greiðslu­lán til langs tíma.

Verð­trygg­ingin skiptir máliGagn­vart sjóð­fé­lögum líf­eyr­is­sjóð­anna skiptir máli að verð­trygg­ingin sé til stað­ar. Því er við hæfi að vitna að lokum til orða dr. Ólafs Ísleifs­son­ar, hag­fræð­ings, í mál­stofu um fjár­hag líf­eyr­is­sjóða í Háskól­anum í Reykja­vík. Hann flutti þar fyr­ir­lestur fyrir troð­fullum sal tveimur vikum eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins í októ­ber 2008. Ólafur sagði eft­ir­far­andi orð­rétt, sem ég ætla að gera að mínum loka­orð­um:

„Þakka ber verð­trygg­ing­unni fyrir að það tókst að koma í veg fyrir að líf­eyr­is­kerfi lands­manna hrundi á sínum tíma. Nú hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir orðið fyrir feikn­ar­legu höggi í fjár­málakrepp­unni og þá má velta fyrir sér hvernig umhorfs væri, þrátt fyrir allt, ef sjóð­irnir ættu ekki verð­tryggðar eign­ir. Ég byði ekki í þá stöð­u.“

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í SORPU
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í SORPU og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None