Tvær ósammála þjóðir saman í samfélagi

Auglýsing

Íslend­ingar ríf­ast. Það er mjög íslenskt. Fólk hefur enda mis­mun­andi skoð­anir á því hvernig sam­fé­lag manna á að vera og í svona miklu návígi og fámenni eins og er hér­lendis þá er kannski eðli­legt að meira beri á þessu enda­lausa karpi en í stærri sam­fé­lög­um.

En hin skörpu skil sem virð­ast vera á milli þeirra með and­stæðar skoð­anir á sam­fé­lags­gerð­inni virð­ast vera að skerp­ast mjög hratt.

Í Jesú og rík­is­ins nafni



Í des­em­ber er, líkt og venju­lega, rif­ist um trú. Er í lagi að opin­berar stofn­anir sendi skólakrakka í kirkju til að hlusta á predík­anir og er boð­legt að RÚV sýni popp­uðu trú­ar­inn­ræt­ing­una Jesús og Jós­efínu dul­búið sem jóla­daga­tal? Upp rís mið­aldra kar­lægur og sjálftitl­aður meiri­hluti og segir já, að sjálf­sögðu. Við erum kristin þjóð og þetta er okkar menn­ing.

Þegar afstaða þjóð­ar­innar til trú­mála eins og hún birt­ist í könn­unum er skoðuð virð­ist samt fjarri vera ein­hugur um þessi mál. Í ald­urs­hópnum 18 til 29 ára eru til dæmis 84 pró­sent hlynntir aðskiln­aði ríkis og kirkju. Þrír af hverjum fjórum á fer­tugs­aldri eru sama sinn­is. Síðan trapp­ast and­staðan við veru trúar á fjár­lögum niður eftir því sem fólk verður eldri og hjá yfir 60 ára er ein­ungis 42 pró­sent hlynnt aðskiln­aði.

Auglýsing

Afstaða til trú­mála fer ekki bara eftir aldri, heldur líka stjórn­mála­skoð­un­um. Alls eru 84 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins á móti aðskiln­aði ríkis og kirkju og sex af hverjum tíu ­Sjálf­stæð­is­mönn­um. Á meðal þeirra sem styðja ekki rík­is­stjórn­ina eru hins vegar tæp­lega átta af hverjum tíu á þeirri skoðun að trú eigi ekk­ert erindi í rík­is­bú­skap­inn.

Eldri karlar með háar tekjur og litla menntun



Raunar er kyn­slóða­bilið mjög sýni­legt í flestum könn­unum sem snúa að afstöðu til stjórn­mála. Erkitýpan af þeim sem eru ánægðir með störf sitj­andi rík­is­stjórnar og ráð­herra hennar eru eldri karl­menn, af lands­byggð­inni með háar tekjur og litla mennt­un. Ungt og menntað fólk er hins vegar veru­lega ósátt. Hjá ald­urs­hópnum 18 til 29 ára eru til dæmis átta af hverjum tíu óánægt með for­sæt­is­ráð­herr­ann Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son. Þeir sem kunna best að meta hann eru 50 ára og eldri.

Heilt yfir er minnst ánægja og mest óánægja með störf ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar á meðal fólks sem er með háskóla­próf.

Bylt­ing í neyslu og tækni skerpir bilið



Það eru ekki bara skoð­anir sem aðskilja kyn­slóð­irn­ar. Það er líka hegð­un. Ungt fólk notar til að mynda fjöl­miðla á allt annan hátt en það sem er eldra. Í nýlegum tölum frá Ofcom kemur  að lang­mik­il­væg­asti mið­ill­inn í lífi fólks á aldr­inum 16 til 34 ára í Banda­ríkj­unum er snjall­sím­inn. Í gegnum hann neytir þessi hópur frétta og afþrey­ing­ar. Snjall­sím­inn spilar hins vegar miklu minni rullu hjá eldri hópum en sjón­varp­ið. Og notkun hans mælist varla hjá þeim sem eru eldri en 65 ára.

Þessi öra breyt­ing á neyslu fjöl­miðl­unnar er líka mjög sýni­leg á Íslandi. Sam­kvæmt sam­an­tekt Kjarn­ans á sjón­varps­á­horfi lands­manna í nóv­em­ber á hverju ári, sem byggir á mæl­ingum Capacent, hefur áhorf lands­manna á línu­lega dag­skrá íslenskra sjón­varps­stöðva dreg­ist saman um 46 pró­sent í ald­urs­hópnum 12 til 49 ára frá árinu 2008. Nokkuð víst er fækk­unin er mest í yngsta lagi þessa hluta þjóð­ar­inn­ar.

Lestur á dag­blöðum hefur líka hríð­fallið und­an­farin ár. Með­al­lestur Morg­un­blaðs­ins, stærsta áskrift­ar­blaðs lands­ins, hefur minnkað um helm­ing frá árinu 2006 og ris­inn Frétta­blaðið hefur misst rúm­lega fimmt­ung les­enda sinna á átta árum. Þegar horft er sér­stak­lega á yngri hluta þjóð­ar­inn­ar, 18-49 ára, þá er lestur Morg­un­blaðs­ins kom­inn niður í 19 pró­sent (úr 33 pró­sent 2009) og Frétta­blaðs­ins í 50 pró­sent (úr 64 pró­sent 2010), þrátt fyrir að vera frítt og vera sett óum­beðið í alla póst­kassa sem fyrir blað­berum þess verða.

Einn Bjartur í Sum­ar­húsum í hverju ein­býl­is­húsi



Ein áhuga­verð­asta könn­unin sem gerð hefur und­an­farið var á heilsu­venjum Íslend­inga. Þar kom meðal ann­ars fram að þeir sem studdu Fram­sókn­ar­flokk­inn væru, að eigin sögn, síður lík­legri til að taka þátt í upp­byggi­legri sam­veru með öðru fólki en aðr­ir. Ótrú­legt en satt þá var ungt fólk líka miklu lík­legra til þess að stunda slíka sam­veru en það sem eldra er.

Í nákvæm­lega þessu, upp­byggi­legri sam­veru, felst kannski stærsti mun­ur­inn á kom­andi kyn­slóðum og þeirri sem er að kveðja bíl­stjóra­sætið í sam­fé­lag­inu. Sú sem er hægt og rólega að troða sér í fram­sætið vill að sam­fé­lagið verði byggt upp með lang­tíma­hags­muni í huga og það að leið­ar­ljósi að Ísland fram­tíðar verði sem álit­leg­ast til að búa og starfa á. Sér­eign­ar­kyn­slóðin sem nú stýrir jepp­an­um, með einn nútíma Bjart í Sum­ar­húsum í hverju afgirtu ein­býl­is­húsi, spyr hins vegar meira hvað þú getir gert fyrir hana en hvað hún geti gert fyrir sam­fé­lag­ið.

Sú næsta alltaf betri en sú síð­asta



Það er kannski ekk­ert skrýtið að ungt fólk sé óánægt og vilji breyt­ing­ar. Það fékk ekki skulda­nið­ur­fell­ingu heldur fast­eigna­bólu vegna hennar sem gerir þeim nán­ast ókleift að flytja út frá mömmu og pabba. Það er ekk­ert í skýj­unum með þá stað­reynd að þurfa að fara til nágranna­landa í fram­tíð­inni til að fá sér­hæfða lækn­is­þjón­ustu vegna þess að allir íslensku lækn­arnir verða fluttir þang­að. Það er ekki að deyja úr spenn­ingi yfir því að líf­eyr­is­kerfið geti ekki staðið við skuld­bind­ingar sínar þegar það verður loks­ins orðið gam­alt vegna þess að sér­eign­ar­kyn­slóðin neit­aði að grípa til aðgerða sem myndu gera kerfið sjálf­bært. Það skilur ekki að Skaga­fjörður sé miðja alheims­ins, að örugg­asta leiðin til að einka­væða rík­is­eignir sé að stýra þeim í fang réttra aðila né af hverju útlend­ingar og mat­ur­inn þeirra séu svo hættu­legir að reglur sam­fé­lags­ins þurfi að vernda íbúa þess fyrir þeim.

Það er svo margt sem ungt fólk skilur ekki. Og eldra fólk skilur ekki unga fólk­ið. Hver kyn­slóð sem fæð­ist er hins vegar upp­lýst­ari, klár­ari og fær­ari en sú sem kom á und­an. Í því felst fram­þróun okkar sem mann­kyns. Mín kyn­slóð er hæf­ari en sú sem kom á undan mér og sú sem kemur næst á eftir tekur mína í nef­ið. Hennar tími mun alltaf koma.

Við það getum við alltaf huggað okk­ur.

Gleði­leg jól.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None