Um meintan sáttavilja Lýsingar hf.

10016362164_c128ef715b_z.jpg
Auglýsing

Eftir ummæli Þórs Jóns­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Lýs­ingar hf., í fjöl­miðlum í gær er ekki hægt annað en að svara fyrir sig. Það kemur reyndar ekki nema mjög lítið fram í frétt um málið á mbl.is um það sem hægt er að segja.

Raun­veru­leik­inn er sá að í febr­úar 2012 féll dómur um fulln­að­ar­kvitt­anir í Hæsta­rétti. Í kjöl­far þess dóms féllu fleiri slíkir dómar sem leiddu til þess að bank­arnir þurftu að end­ur­reikna geng­is­tryggð lána­söfn sín upp á nýtt. Allir bank­arnir gerðu þetta nema Lýs­ing hf. Það fyr­ir­tæki ákvað að bíða eftir frek­ari for­dæm­um. Meðan þetta ástand varði var ekki verið að stefna Lýs­ingu í neinum fjölda mála til að tala um.

Frá­leitar máls­á­stæður



Síðan þegar komið er fram á mitt ár 2013 lýsa fyr­ir­svars­menn Lýs­ingar því yfir að þeir þurfi ekki að reikna upp á nýtt og héldu fram ýmsum máls­á­stæðum fyrir því. Allar þessar máls­á­stæður voru og eru að mínu mati frá­leit­ar, enda var þeim öllum hafnað með gríð­ar­lega afdrátt­ar­lausum hætti í Hæsta­rétti nú á dög­un­um. Þeim hefur reyndar verið hafnað svo oft í hér­aðs­dómi að ég hef ekki tölu á því, frá því að Lýs­ing fór að halda þeim fram og til dags­ins í dag. Hins vegar tókst Lýs­ingu að koma sér hjá því að láta dæma um þessar máls­á­stæður í Hæsta­rétti þangað til núna árið 2015. Þetta var gert með ýmsum aðferð­um. Stundum greiddu þeir ein­fald­lega þeim aðilum sem unnu dóms­mál í hér­aðs­dómi, og eitt skiptið áfrýj­uðu þeir slíku máli til þess eins að tefja það í gegnum Hæsta­rétt og fella svo niður áfrýjun nokkrum dögum fyrir mál­flutn­ing­inn í Hæsta­rétti. Svo borg­uðu þeir Írisi Fann­eyju í sam­ræmi við dóm hér­aðs­dóms í umræddu máli. Um þennan leik fyr­ir­tæk­is­ins má lesa ítar­lega grein hér eftir Sig­ur­vin Ólafs­son hér­aðs­dóms­lög­mann:

Það sem Þór Jóns­son heldur fram í  frétt mbl.is í gær er að mála­rekst­ur­inn sem við höfum staðið í, hafi verið til­gangs­laus og ekki snú­ist um neitt annað en að sækja í máls­kostn­að­ar­trygg­ing­ar. Sjá hér.

Auglýsing

Þetta er svo frá­leitt að það nær ekki nokk­urri átt. Lýs­ing neit­aði að borga og end­ur­reikna lána­safn sitt. Hins vegar sam­þykkti Lýs­ing að borga á grund­velli fulln­að­ar­kvitt­ana­út­reikn­ings, í þeim til­vikum sem menn voru með hér­aðs­dóm í hönd­un­um. Svo segir Þór Jóns­son að við hefðum bara átt að leysa þessi mál utan rétt­ar. Hvernig áttum við að leysa þau? Við kröfðum Lýs­ingu um greiðslu, og þeir sendu bréf þar sem kröf­unni var end­an­lega hafnað þar sem eng­inn réttur væri til stað­ar.

Lýs­ing hafði áhuga á að greiða ekki millj­arða



En það sem er athygl­is­verð­ast við þetta allt saman er að horfa á dag­setn­ing­una 16. júní 2014. Meiri­hlut­inn af þeim gríð­ar­lega mála­fjölda sem mín lög­manns­stofa hefur stefnt inn í hér­aðs­dóm, var stefnt fyrri part 2014 og fram á vor 2014. Af hverju ætli það sé? Jú, skv. Árna Páls lög­unum svoköll­uðu frá 2010, þá áttu allar end­ur­kröfur vegna geng­is­tryggðra lána að fyrn­ast 16. júní 2014. Alþingi setti síðan sér­stök lög nokkrum dögum áður og lengdi þennan fyrn­ing­ar­frest til 2018. En alveg þangað til að það gerð­ist, vorum við í þeirri stöðu að það stefndi í alls­herj­ar­fyrn­ingu, Lýs­ingu í hag.

Ég skal ekki segja til um það, en margir töldu að planið hjá Lýs­ingu hafi frá upp­hafi verið að láta allar kröf­urnar fyrn­ast í júní 2014. Við reyndum ítrekað að semja við Lýs­ingu en fengum alltaf sömu svör­in, að okkar umbjóð­endur hefðu engan rétt. Þessir umbjóð­endur okkar höfðu ekki mik­inn áhuga á því að tapa kröf­unum sínum í fyrn­ingu. Skilj­an­lega hafði Lýs­ing hins vegar mik­inn áhuga á því að kom­ast undan því að greiða nokkra millj­arða á einu bretti. Þannig að við stefndum Lýs­ingu til greiðslu fyrir þá sem höfðu áhuga á því. Þessir aðilar voru margir með trygg­ingu fyrir svona mála­rekstri og því var sótt í hana og ekk­ert óeðli­legt við það.

Greiða í sam­ræmi við okkar kröfur



Í fram­hald­inu féllu fleiri og fleiri dómar í hér­aði og Hæsta­rétti sem sýndu ítrekað fram á að Lýs­ing var í aug­ljósum órétti. Samt hélt þetta áfram og öllum kröfum var hafn­að. Skila­boðin voru sem sagt: „Það fær eng­inn greitt nema hann sé með dóm í hönd­un­um.“ Þá má það einnig koma fram, að um leið og það lá fyrir að málin tvö væru að fara í Hæsta­rétt, að þá ráð­lagði mín lög­manns­stofa sínum við­skipta­vinum almennt að hætta að stefna, nema í sér­stökum und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um. Við sendum upp frá því ein­fald­lega bara kröfu­bréf á Lýs­ingu til þess að tryggja að drátt­ar­vextir myndu byrja að telja á kröf­urnar þeirra. Við höfðum auð­vitað enga vissu fyrir því að Lýs­ing myndi greiða þrátt fyrir að við myndum vinna í Hæsta­rétti. Samt gáfum við þeim það „br­eak“ að hætta að stefna þeim í marga mán­uði meðan málin voru rekin fyrir Hæsta­rétti. Við hefðum alveg eins getað haldið áfram að stefna, það hefði ekk­ert verið óeðli­legt við það og mínir kúnnar ósk­uðu margir eftir því. Ef við hefðum bara verið á eftir máls­kostn­aði úr trygg­ingum þá hefðum við getað stefnt hund­ruðum mála í við­bót. Það gerðum við hins vegar ekki.

Nú er svo komið að Lýs­ing er að greiða okkar við­skipta­vinum í sam­ræmi við okkar kröf­ur. Við fögnum þeirri nið­ur­stöðu. Allir dóm­arar sem fjallað hafa um mál sem við höfum stefnt inn, hafa stað­fest það sama. Þ.e.a.s að ekk­ert það sem Lýs­ing hefur byggt á í þessum málum hefur nokkurn tíman haldið vatni. Svo leyfir Þór sér að segja þetta:

„Ég spyr bara hvort ekki sé rétt að í eðli­­legu við­skiptaum­hverfi sé gengið frá mál­um utan rétt­ar líkt og kost­ur er,“

Hvers konar spurn­ing er þetta? Hvernig áttum við að ganga frá málum utan rétt­ar? Hvernig áttum við að rjúfa fyrn­ingu? Það væri gaman að sjá Þór Jóns­son svara því.​

Höf­undur er lög­maður umbjóð­enda sem hafa staðið í mála­rekstri við Lýs­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None