Um nauðsyn þess að gera róttækar breytingar á núverandi hagkerfi

Guðrún Schmidt segir að við megum ekki láta hagkerfið stjórna okkur heldur verðum við að stjórna því. Hagkerfið eigi að þjóna hagsmunum okkar en ekki við hagsmunum þess.

Auglýsing

Núver­andi óheft mark­aðs­hag­kerfi styður ekki við sjálf­bæra þróun. Það tekur m.a. ekki með í reikn­ing­inn þá stað­reynd að nátt­úru­legar auð­lindir jarð­ar­innar eru tak­mark­aðar og að við verðum að lifa sam­kvæmt því. Einnig hefur ójöfn­uður og órétt­læti aukist, bæði innan og milli ríkja.

Margir virð­ast álíta að við eigum enga aðra mögu­leika en núver­andi hag­kerfi. Aðal­lega er talað um að gera breyt­ingar innan núver­andi kerfis og heyr­ast í því sam­hengi orð eins og grænn hag­vöxtur og grænar fjár­fest­ing­ar. En mik­il­vægt er að ræða fyrir alvöru það sem þarf að ræða – hvaða breyt­ingar þurfa að eiga sér stað svo hag­kerfið styðji raun­veru­lega við sjálf­bæra þró­un, þ.m.t. við rétt­læti, nátt­úru­vernd og frá verstu sviðs­myndum lofts­lags­ham­fara?

Gildi sam­fé­laga

Gildi og jafn­framt for­sendur sjálf­bærrar þró­unar eru m.a. nægju­semi, sam­fé­lags­hyggja, sam­vinna, lang­tíma­sjón­ar­mið og rétt­læti. Sjálf­bær þróun virðir þol­mörk nátt­úr­unnar og gengur út frá þeirri stað­reynd að nátt­úru­legar auð­lindir eru tak­mark­aðar og mynda lokuð kerfi sem sam­fé­lag og hag­kerfi eru hluti af. Sjálf­bær þróun byggir á jafn­vægi en ekki á hag­vexti og stuðlar að góðu lífi fyrir alla en ekki á hámörkun hagn­aðs fyrir fáa. Eitt af aðal­ein­kennum sjálf­bærrar þró­unar eru rétt­læti innan og milli kyn­slóða.

Auglýsing

Núver­andi óheft mark­aðs­hag­kerfi byggir á gagn­stæðum gild­um. Það þarf á óheftri neyslu­hyggju að halda til þess að knýja áfram hag­vöxt. Kerfið þarf á sam­keppni, efn­is- og ein­stak­lings­hyggju að halda til þess að kynda undir hagn­að­ar­mögu­leik­um. Kerfið byggir á skamm­tíma­sjón­ar­miðum því aug­ljóst er að kerfið getur ekki gengið upp til langs tíma þar sem óend­an­legur vöxtur sem byggir á tak­mörk­uðum auð­lindum jarðar er ómögu­leg­ur. Öll þessi gildi núver­andi hag­kerfis hafa litað sam­fé­lögin okkar og ein­stak­linga, oft meira en við gerum okkur grein fyr­ir.

Hvernig á núver­andi hag­kerfi að stuðla að sjálf­bærri þróun ef hag­kerfið byggir á gildum sem eru í mót­sögn við sjálf­bæra þró­un? Við verðum að koma á nýju og öðru­vísi hag­kerfi sem fyrst sem hefur sömu gildi að leið­ar­ljósi og sjálf­bær þró­un.

Hugs­ana­skekkja

Í dag ein­kenn­ast við­horf til nátt­úr­unnar oft­ast af því hvernig hægt sé að hámarka nýt­ingu og fá sem mest út úr henni með sem minnstum til­kostn­aði. Mark­miðið er skamm­tíma­gróði.

Hingað til eru oft­ast bein tengsl á milli auk­ins hag­vaxtar og auk­innar los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Hvernig hljómar það að horfa á hag­vöxt út frá þeirri for­sendu? Væri ekki kald­hæðn­is­legt að segja að stefnt væri að árlegri aukn­ingu á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, t.d. um a.m.k. 3%?

Margir hafa haldið því fram að tækni­þró­unin bjargi okkur og muni koma okkur á braut sjálf­bærrar þró­un­ar. En tækni­þróun ein og sér getur lítið gert ef gildi núver­andi ríkj­andi hag­kerfis verða áfram þau sömu. Með tækni­þróun má að vísu minnka notkun hrá­efna, vinnu­afls og fjár­muna sem fer í fram­leiðslu vara og einnig minnka meng­un. Tækni­þróun er því hluti af lausn­inni en ekki aðal­at­riði. Vegna virkni núver­andi hag­kerfis og hung­urs manna í að eiga sífellt meira, hefur þessi ávinn­ingur verið „étin upp“ fram að þessu. Þetta kall­ast „aft­ur­kasts­á­hrif“ eða á ensku „Rebound-Effect“. Þannig þurfa bílar í dag minni orku á hverja stærð­ar­ein­ingu og á hvern ekinn km. Á móti kemur að bíl­arnir eru oft stærri og þyngri en áður, auk þess sem að hver fjöl­skylda á fleiri bíla og keyrir meira. Sama gildir um heim­il­is­tæki. Þau þurfa minna raf­magn en fyrir nokkrum ára­tug­um, en á móti kemur að við eigum miklu fleiri tæki og oft eru tækin ekki eins lang­líf og áður. Til þess að geta nýtt tækni­fram­farir til góðs fyrir umhverfið og sam­fé­lög má hag­vöxtur ekki vera meg­in­mark­mið­ið.

Vel­ferð okkar í vest­rænum heimi byggir að hluta til á því að við höfum í gegnum hnatt­væð­ingu getað úthýst bæði ofnýt­ingu auð­linda og mengun til ann­arra landa. Ójöfn­uður í heimunum hefur auk­ist mikið og vel­ferðin sem hefur skap­ast hefur aðal­lega nýst ríkum minni­hluta heims­byggð­ar­innar á kostnað ann­arra og nátt­úr­unn­ar. Þessi vel­ferð og neysla er s.s. að hluta til stolin frá fátækum meiri­hluta og frá fram­tíð­ar­kyn­slóð­um.

Ný hugsun og nýjar skil­grein­ingar

Við þurfum að end­ur­hugsa hvernig hið góða eft­ir­sókn­ar­verða líf á að vera og hvernig við öðl­umst það. Ríkj­andi gildi nútím­ans byggja á þeirri hug­mynd­ar­fræði að vel­ferð og ham­ingja sé afleið­ing og/eða háð auknum kaup­mætti, auk­inni neyslu og val­frelsi. Þar er verið að rugla sam­an, ann­ars vegar skamm­tíma­á­nægju sem fæst m.a. í gegnum neyslu og hins veg­ar, raun­veru­legri ham­ingju sem hefur dýpri rætur og byggir ekki síst á góðum og inni­legum tengslum við aðra þegar grunn­þörfum um fæðu, skjól, menntun og heil­brigði hefur verið náð. Einnig er kom­inn tími til að end­ur­skil­greina hvað við teljum til fram­fara manna. Í núver­andi hag­kerfi eru hag­vöxt­ur, tækni­fram­farir og auk­inn kaup­máttur oft bein­tengdir við almennar fram­farir sam­fé­laga. Hvernig væri að hafa t.d. minni kolefn­islos­un, minni fátækt, meiri jöfn­uð, aukið jafn­rétti, virð­ingu mann­rétt­inda, vernd og end­ur­heimt vist­kerfa og aukna ham­ingju sem fram­tíð­ar­mæli­kvarða á fram­farir mann­kyns?

Það er mik­il­vægt að breyta núver­andi línu­legu hag­kerfi yfir í hringrás­ar­hag­kerfi. En það eitt og sér mun hvorki duga til þess að minnka ofneyslu né stuðla að auknum jöfn­uði og rétt­læti. Ýmsar aðrar útfærslur á hag­kerfi eru í alþjóð­legri umræðu sem ganga lengra en hringrás­ar­hag­kerfið eins og Kleinu­hringja­hag­kerfið, Sæld­ar­hag­kerfið, sós­íal­ískt mark­aðs­hag­kerfi, „degrowt­h“/­nið­ur­vaxt­ar­hag­kerfi o.fl. Sér­fræð­ingar víðs vegar um heim­inn eru búnir að hanna ný og öðru­vísi hag­kerfi sem byggja m.a. á öðrum mæli­kvörðum á vel­gengni þjóðar en hag­vöxt og geta gjör­breytt því hvernig við umgöng­umst nátt­úr­una og hvert ann­að.

Auk þess að hætta notkun á jarð­efna­elds­neyti snú­ast alvöru lofts­lags­að­gerðir um að breyta hag­kerf­inu, breyta fram­leiðslu­háttum með umhverfið og rétt­læti að leið­ar­ljósi, vernda og end­ur­heimta nátt­úru, minnka fram­leiðslu og neyslu, hætta sóun, breyta lífs­stíl og rækta lífs­gildi sem stuðla að sjálf­bærri þró­un.

Við megum ekki láta hag­kerfið stjórna okkur heldur verðum við að stjórna því. Hag­kerfið á að þjóna hags­munum okkar en ekki við hags­munum þess. Til að geta unnið okkur frá lofts­lags­ham­förum og auknu mis­rétti þurfum við rótækar breyt­ingar á ríkj­andi mark­aðs­haf­kerfi nútím­ans, hanna og taka upp nýtt hag­kerfi byggt á grunn­gildum sjálf­bærrar þró­un­ar. Þannig getum við skapað okkur heim sem á fram­tíð­ina fyrir sér.

Höf­undur er sér­fræð­ingur hjá Land­vernd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar