Umgjörð um öðruvísi framtíð

Skipulag mótar fleira en hið byggða umhverfi, skrifar sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun. Það hefur margs konar áhrif á okkar daglegu venjur og ákvarðanir í stóru og smáu, stundum jafnvel án þess að við leiðum hugann að því.

Auglýsing

Þegar fyrstu skipu­lags­lög­in, lög nr. 55/1921 um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorpa, voru sam­þykkt á Alþingi fyrir hund­rað árum stóð íslenskt sam­fé­lag á tíma­mót­um. Þétt­býli var að mynd­ast um allt land og höf­uð­stað­ur­inn Reykja­vík var í örum vexti sam­hliða fram­förum í fisk­veiðum og öðrum atvinnu­grein­um. Fólks­flutn­ingar úr sveit í bæi og menn­ing­ar­straumar sem bár­ust frá meg­in­land­inu höfðu í för með sér gríð­ar­miklar breyt­ingar á þjóð­líf­inu. Að mörgu var að huga í skipu­lagi bæj­anna, enda húsa­kostur á þessum tíma víða ófull­nægj­andi, auk þess sem hrein­læti, frá­veitum og lýs­ingu var svo ábóta­vant að mörgum sýnd­ist ekki „björgu­legt á bæj­ar­möl­inni“ eins og Guð­mundur Hann­es­son læknir orð­aði það í riti sínu, Um skipu­lag bæja, árið 1916.

Lögum um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorpa var ætlað að takast á við þessar áskor­anir og stuðla að því að með vönd­uðu skipu­lagi væri sköpuð góð umgjörð um mann­líf á Íslandi til langrar fram­tíð­ar. Skipu­lag hefur síðan þá gegnt lyk­il­hlut­verki við að móta hið mann­gerða umhverfi okkar sem hér búum; íbúð­ar­hverfi, atvinnu­svæði, gatna­fyr­ir­komu­lag, leik­svæði, úti­vist­ar­svæði og svo mætti áfram telja.

Auglýsing

Skipu­lags­mál mótar ákvarð­anir

En skipu­lag mótar fleira en hið byggða umhverfi. Það hefur margs konar áhrif á okkar dag­legu venjur og ákvarð­anir í stóru og smáu, stundum jafn­vel án þess að við leiðum hug­ann að því. Það hefur til dæmis áhrif á það hvar og hvernig við búum, hvernig við ferð­umst til vinnu og skóla, hvar við nálg­umst nauð­synjar og hvert við förum til að njóta nátt­úru og úti­veru.

Þannig vill til að lofts­lags­mál snú­ast einmitt að miklu leyti um þetta sama; ómeð­vit­aðar ákvarð­anir og venj­ur, val á ferða­mát­um, inn­kaup, neyslu og aðra þætti sem statt og stöðugt knýja áfram ósjálf­bær fram­leiðslu- og orku­kerfi heims­ins. Til að bregð­ast við lofts­lags­vand­anum þarf því að hugsa ýmsa grund­vall­ar­þætti í mann­legu sam­fé­lagi upp á nýtt. Í því sam­bandi er gjarnan notað orðið við­miða­skipti, sem má með nokk­urri ein­földun lýsa sem nýju sam­hengi, nýjum for­sendum og nýrri umgjörð um dag­legar ákvarð­an­ir. Eða, svo að vitnað sé í aðgerða­á­ætlun íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um, þá þarf meðal ann­ars „kerf­is­breyt­ingu í sam­göngum – umbylt­ingu á þeim orku­gjöfum sem sam­fé­lög nota til knýja far­ar­tæki áfram, sem og stór­felldar aðgerðir sem gera fólki kleift að breyta ferða­venjum sínum og neyslu­venj­u­m“.

Skipu­lags­mál eru lofts­lags­mál

Allt þetta getur skipu­lag haft áhrif á, beint eða óbeint, og þess vegna er skipu­lags­gerð meðal mik­il­væg­ustu stjórn­tækja hins opin­bera í lofts­lags­mál­um, eins og Milli­ríkja­nefnd um lofts­lags­breyt­ingar hefur bent á í skýrslum sín­um. Í skipu­lagi er horft langt fram í tím­ann og mörkuð stefna um ótal­marga þætti sem hafa áhrif á hæfni sam­fé­laga til að breyta háttum sínum og venj­um, minnka kolefn­is­spor og draga úr ágangi á tak­mark­aðar auð­lind­ir; þætti eins og sam­göng­ur, atvinnu­mál, byggða­mál, land­bún­að, skóg­rækt og umhverf­is­mál.

Útfærsla byggð­ar­innar og gatn­anna ræður til dæmis miklu um hvaða ferða­máta við veljum og gegnir því mik­il­vægu hlut­verki við að draga úr losun frá vega­sam­göng­um. Vel ígrund­aðar ákvarð­anir um byggð og land­notkun eru einnig mik­il­vægt atriði þegar kemur að því að vernda kolefn­is­forða lands­ins, minnka lofts­lags­á­hrif mann­virkja­gerðar og stuðla að sjálf­bærri auð­linda­nýt­ingu og bættri með­höndlun úrgangs. Þá er skipu­lags­gerð mik­il­vægur vett­vangur til að búa sam­fé­lagið undir lofts­lags­breyt­ingar og verja byggð og sam­fé­lags­lega inn­viði gagn­vart afleið­ingum þeirra, svo sem hækk­andi sjáv­ar­stöðu og auk­inni tíðni flóða og óveðra.

Við­miða­skiptin í verki

Um allan heim má sjá dæmi um breyttar skipu­lags­á­herslur í sam­ræmi við áður­nefnd við­miða­skipti. Skipu­lag sam­gangna er þar gjarnan í brennid­epli, enda má ná miklum árangri í lofts­lags­málum með breyt­ingum á ferða­venj­um, ekki síst með því að auka mögu­leika fólks til að nota aðra ferða­máta en einka­bíl­inn. Á und­an­förum árum hafa borgir og bæir víða um jarð­ar­kringl­una til dæmis horft til hug­mynd­ar­innar um 15 eða 20 mín­útna hverf­ið, meðal ann­ars Par­ís, Mílanó, Ottawa, Seattle og Edin­borg, að ógleymdu skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hér á landi. Slík nálgun felur í sér áherslu á þétta og bland­aða byggð sem stuðlar að því að íbúar geti sinnt flestum þörfum sínum í göngu- eða hjóla­færi eða með því að nýta almenn­ings­sam­göng­ur. Þannig má draga úr lofts­lags­á­hrifum frá bif­reið­um, auk þess að stuðla að bættri heilsu og vellíð­an, bæta loft­gæði og skapa líf­legt og aðlað­andi bæj­ar­um­hverfi.

Þá hafa fjöl­mörg ríki, borgir og bæir sett sér stefnu um hvernig laga megi byggð og land­notkun að afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga. Í Kaup­manna­höfn hefur til dæmis í ára­tug verið unnið eftir ítar­legri áætlun um aðlög­un, sem felur meðal ann­ars í sér að grænir inn­viðir séu nýttir í auknum mæli til að með­höndla ofan­vatn og draga úr hita­mynd­un.

Auglýsing

Ísland er þátt­tak­andi í breyt­ing­unni

Lofts­lags­vand­inn verður án nokk­urs vafa eitt mik­il­væg­asta við­fangs­efni stjórn­valda og almenn­ings hér á landi á kom­andi árum. Íslensk stjórn­völd hafa markað sér stefnu um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 og skuld­bundið sig til að draga hratt úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á allra næstu árum. Viða­mikil vinna á sér nú stað hjá stjórn­völd­um, atvinnu­lífi og almenn­ingi við að inn­leiða við­miða­skipti vegna lofts­lags­mála á öllum sviðum sam­fé­lags­ins.

Sveit­ar­fé­lögin taka virkan þátt í þess­ari þróun og hafa stofnað sér­stakan sam­starfs­vett­vang í lofts­lags­málum til að nýta krafta sína sem best og miðla þekk­ingu og reynslu milli sveit­ar­fé­laga, meðal ann­ars á sviði skipu­lags­mála. Ítar­leg vinna hefur einnig farið fram hjá Skipu­lags­stofnun á síð­ustu miss­erum við end­ur­skoðun lands­skipu­lags­stefnu, þar sem mótuð hefur verið stefna til leið­bein­ingar sveit­ar­fé­lögum um lofts­lags­mið­aða skipu­lags­gerð. Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra lagði til­lög­urnar fram á liðnu þingi og þrátt fyrir að þær hafi ekki hlotið afgreiðslu er víð­tækur stuðn­ingur við þær og því von margra að þær verði lagðar fram að nýju sem fyrst eftir að þing kemur aftur sam­an. Nú stendur einnig yfir und­ir­bún­ingur hjá íslenskum stjórn­völdum fyrir gerð fyrstu áætl­un­ar­innar á lands­vísu um aðlögun að lofts­lags­breyt­ing­um, þar sem sjónum er meðal ann­ars beint að mik­il­vægu hlut­verki skipu­lags­gerð­ar.

Til móts við fram­tíð­ina

Íslenskt sam­fé­lag stendur í marg­vís­legum skiln­ingi á tíma­mót­um, nú þegar öld er liðin frá sam­þykkt fyrstu skipu­lags­lag­anna. Auk lofts­lags­vand­ans blasa ýmsar aðrar áskor­anir við, hvort sem litið er til lýð­fræði­legra og sam­fé­lags­legra breyt­inga, tækni­breyt­inga eða umhverf­is­vanda­mála. Segja má að þessi þróun setji flestar ákvarð­anir um fram­tíð­ina í nýtt sam­hengi, rétt eins og þegar fólk streymdi úr sveit­unum í bæina í upp­hafi 20. ald­ar. Eins og þá skiptir nú höf­uð­máli að nýta sem best þau tæki­færi sem fel­ast í skipu­lags­gerð til að stuðla að því að hið byggða umhverfi geti um langan aldur tek­ist á við við­fangs­efnin sem bíða – og ekki síður til þess að við sjálf verðum í stakk búin til að ganga, eða jafn­vel hjóla, til móts við fram­tíð­ina með öllu sem henni fylg­ir.

Höf­undur er sviðs­stjóri hjá Skipu­lags­stofn­un.

Þessi pist­ill er hluti greinar­aðar í til­efni af því að 100 ár eru liðin frá form­legu upp­hafi skipu­lags­gerðar hér á landi með setn­ingu laga um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorpa árið 1921.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar