burlington.jpg
Auglýsing

Á mið­viku­dag var til­kynnt að hol­lenski seðla­bank­inn hefði selt afgang­inn af Ices­a­ve-­kröfu sinni til Deutsche Bank fyrir um 96 millj­arða króna. Á föstu­dag greindi Kjarn­inn frá því að Deutsche Bank hefði í raun ekk­ert verið kaup­and­inn, heldur milli­göngu­að­ili fyrir ónafn­greinda og and­lits­lausa við­skipta­vini sína sem hafa mik­inn áhuga á að kaupa kröfur á gjald­þrota fyr­ir­tæki frá hafta­sjúkri eyju í miðju ball­ar­hafi sem hýsir jafn­marga og þýska borgin Bielefeld.

Styrkja stöðu sína



Í milli­tíð­inni, á fimmtu­dag, greindi Kjarn­inn frá því að Burlington Loan Mana­gement, írskt skúffu­fyr­ir­tæki sem stýrt er af risa-vog­un­ar­sjóðnum Dav­id­son Kempner, hafi aukið eignir sínar á Íslandi um 70 pró­sent á árinu 2013. Það gerði þessi sjóður þrátt fyrir að hann, og fylgi­hnett­ir, væru þegar langstærsti ktöfu­hafi fall­ina íslenskra banka. Á meðan íslenskir stjón­mála­menn rifust um gjald­þrota- eða samn­inga­leið, hversu mikið ætti að gefa fólki í skulda­nið­ur­fell­ingu fyrir að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn eða hvort seðla­banka­stjór­arnir ættu að vera einn eða þrír þá styrktu þessir aðilar stöðu sína hér­lendis veru­lega.

Eignir Burlington á Íslandi eru gríð­ar­leg­ar. Hann er stærsti ein­staki kröfu­hafi Glitn­is, á meðal stærstu kröfu­hafa Kaup­þings, á umtals­verðar kröfur í bú Lands­bank­ans, er á meðal eig­anda ALMC sem seldi 67 pró­sent hlut sinn í Straumi fjár­fest­inga­banka í júlí síð­ast­liðn­um, á beint 13,4 pró­sent hlut í Klakka (sem á 23 pró­sent í VÍS og allt hlutafé í Lýs­ingu) og keypti 26 millj­arða króna skuldir Lýs­ingar skömmu fyrir síð­ustu ára­mót. Auk þess hefur sjóð­ur­inn verið að kaupa hluti í Bakka­vör í Bret­landi af miklum móð, en þær eignir eru skráðar sem breskar þótt aðrir stórir eig­endur séu að mestu íslenskir og rætur fyr­ir­tæk­is­ins liggi hér­lend­is.

Náin tengsl Burlington og Deutsche Bank



Það fæst ekki upp­gefið hverjir keyptu Ices­a­ve-­kröfu Hol­lend­inga af Deutsche Bank. Það fæst heldur ekki upp­gefið hverjir keyptu Ices­a­ve-­kröfur breskra sveita­fé­laga í febr­úar síð­ast­liðn­um. Við­mæl­end­ur, bæði inn­an­lands og erlend­is, segja þó að ekki sé um mjög stóran hóp að ræða sem hefur brenn­andi áhuga á kröfum eins og þess­um. Þar sé aðal­lega um að ræða stóra fjár­fest­inga- eða vog­un­ar­sjóði sem hafi verið að búa sér til arð­væn­lega stöðu á Íslandi með því að kaupa upp kröfur á hrakvirði allt frá hruni.

Það er líka full­yrt að sjóð­irnir séu mjög dug­legir við að taka þátt í end­ur­fjár­mögnun íslenskra stór­fyr­ir­tækja, meðal ann­ars með því að kaupa hlut í skulda­bréfa­út­áfum þeirra í gegnum þriðja aðila.

Auglýsing

Það liggur líka fyrir að sam­kurl Burlington Loan Mana­gement við Deutsche Bank hefur verið nokkuð mikið und­an­farin miss­eri, sér­stak­lega hvað varðar umsýslu á íslenskum eign­um.

Dótt­ur­fyr­ir­tæki þýska bankarisans, Deutsche Bank AG í Amster­dam, heldur til að mynda á 99 pró­sent af hlut­deild­ars­kirteinum í ALMC. Heim­ildir Burlington, eða sjóðir Dav­id­son Kempner, eru end­an­legir eig­endur hluta þeirra skirteina. Þá keypti Burlington 26 millj­arða króna skuldir Lýs­ingar af Deutsche Bank skömmu fyrir síð­ustu ára­mót.

Auk þess er ljóst að Dav­id­son Kempner sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið, eig­andi Burlington, er í miklum og nánum við­skiptum við Deutsche Bank víða um heim.

Verið að marka sér stöðu fyrir upp­gjörið



Fjár­mála­ráð­herra skip­aði fyrir skemmstu fram­kvæmda­stjórn um rýmkun fjár­magns­hafta og réð fullt af sér­fræð­ingum til að starfa með henni. Þessi hópur á vænt­an­lega að ákveða ein­hvers­konar skil­yrði sem sett verða fyrir því að til greina komi að hleypa föllnu bönk­unum í nauða­samn­inga. Rök­rétt er að áætla að það sé ekk­ert sér­stak­lega langt í að þessi skil­yrði verði lögð fram og í kjöl­farið fari þá fram ein­hvers­konar við­ræður milli stjórn­valda og þrota­búa föllnu bank­anna, sem eiga um 2.500 millj­arða króna eign­ir, þar af um 500 millj­arða í íslenskum krón­um.

Stjórn­völd hafa von­andi nýtt síð­ast­liðið ár í að und­ir­búa þessa lotu vel, því morg­un­ljóst er að stærstu kröfu­haf­arnir hafa gert það. Þeir teygja sig sífellt í fleiri átt­ir. Það er meðal ann­ars full­yrt að þessir aðilar hafi keypt kvikar krónu­eign­ir, sem hægt er að losa út úr íslensku höft­unum í gegnum hin ótrú­legu fjár­fest­ing­ar­leið­ar­út­boð Seðla­bank­ans, sem veita afslætti af íslensku krón­unni. Það er líka full­yrt að sjóð­irnir séu mjög dug­legir við að taka þátt í end­ur­fjár­mögnun íslenskra stór­fyr­ir­tækja, meðal ann­ars með því að kaupa hlut í skulda­bréfa­út­áfum þeirra í gegnum þriðja aðila.

Til­gang­ur­inn er að marka sér sterka stöðu þegar kemur að upp­gjör­inu á Íslandi. Það hefur nefni­lega ekki átt sér stað. Og því meira af íslenskum eign­um, kröfum og skuldum sem vog­un­ar­sjóð­irnir sanka að sér því betri verður staða þeirra til að hafa áhrif á efna­hags­leg örlög okk­ar. Því meira munu þeir hafa að segja um nið­ur­stöð­una. Því mið­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None