Útgjöld til rannsókna og þróunar 2011 og 2013

Hallgrímur Jónasson
test.214185_1280.jpg
Auglýsing

Þann 22. apríl s.l. birti Hag­stofa Íslands nið­ur­stöðu sína varð­andi útgjöld til rann­sókna og þró­unar (R&Þ) fyrir árið 2013. Nið­ur­staða Hag­stof­unnar er að heild­ar­út­gjöld til R&Þ árið 2013 hafi numið 35.398 millj­ónum og jafn­gildir það 1,88% af lands­fram­leiðslu Íslands það ár.

Rannís hefur und­an­farna ára­tugi ann­ast þessa upp­lýs­inga­söfn­un, eins og kveðið er á um í 12. gr. laga nr. 3/2003, með rekstri Rann­sókna­vog­ar. Ástæða þess að verk­efnið var flutt til Hag­stof­unnar er að kostnað við R&Þ á að færa sem fjár­fest­ingu í þjóð­hags­reikn­ingum sem Hag­stofan sér um. Yfir­færslan fór fram í góðu sam­starfi við Rannís.

Nið­ur­staða Rannís fyrir árið 2011 var að útgjöld til R&Þ námu 42.427 millj­ónum eða 2,5% af lands­fram­leiðslu (talan var 2,6% þegar töl­urnar voru birt­ar, en lands­fram­leiðslan hefur hækkað við end­ur­skoð­un, nú síð­ast í mars 2015). Hér er um að ræða lækkun um fjórð­ung, ef miðað er við hlut af lands­fram­leiðslu. Hér er greini­lega meiri munur á nið­ur­stöðum en sem nemur eðli­legum skekkju­mörkum og því eðli­legt að skoða þennan mis­mun nán­ar. Tekið skal fram að hand­bók sem fylgt er við söfnun upp­lýs­inga er hin sama bæði árin, þ.e. Frascat­i-hand­bók OECD (Frascati Manual 6.0, 2002).

Auglýsing

Þess má geta að allt verk­lag Rannís við Rann­sókna­vog­ina 2011 var end­ur­skoðað og leit­ast við að bæta það eins og kostur var, sem fólst m.a. í ein­földun á spurn­inga­eyðu­blöðum og að færri breytur en áður voru mæld­ar. Hlið­sjón var höfð af spurn­inga­listum frá Nor­egi, Írlandi og Finn­landi.  Af hálfu Rannís var útbú­inn þýð­is­listi yfir fyr­ir­tæki og stofn­anir sem Rannís var kunn­ugt um að stund­uðu rann­sókn­ir. Á umræddum þýð­is­lista voru árið 2012 tæp­lega 1100 fyr­ir­tæki, sem voru mis­virk í R&Þ, og meira en 200 stofn­an­ir. Rannís lagði mikla áherslu á að stað­festa svör sem ber­ast varð­andi umfang R&Þ og bera þau saman við önnur gögn s.s. árs­reikn­inga og árs­skýrslur við­kom­andi aðila, auk þess að bera þau saman við önnur gögn Rannís. Við­töl voru tekin við stjórn­endur fyr­ir­tækja og stofn­ana til að stað­festa skiln­ing og tölu­gildi. Í sam­skiptum við aðila breytt­ist nið­ur­staða oft frá svari í spurn­inga­lista, ýmist til hækk­unar eða lækk­un­ar.

Hér að neðan er gerður sam­an­burður á nið­ur­stöðum Hag­stofu Íslands fyrir 2013 og Rannís 2011. Miðað við sama verð­lag hafa heild­ar­út­gjöld lækkað um tæp 24%, fram­lög fyr­ir­tækja um tæp 25%, háskóla­stofn­anir eru með svipað umfang, en opin­berar stofn­anir og sjálfs­eign­ar­stofn­anir lækka um tæp­lega helm­ing að umfangi.



























































































































Heild­ar­út­gjöld R&Þ árin 2013 og 2011
 Millj­ónir króna Hag­stofa Íslands Rannís
Útgjöld 2013 Útgjöld 2011 Verðl. 2013 Breyt­ing
Fyr­ir­tæki 18.548 22.543 24.632 -24,7%
Háskóla­stofn­anir 11.630 11.189 12.226 -4,9%
Aðrar opin­berar stofn­anir og sjálfs­eign­ar­stofn­anir 5.220 8.695 9.501 -45,1%
Sam­tals allar ein­ingar 35.398 42.427 46.358 -23,6%


Það er lækkun á fram­lagi fyr­ir­tækja sem vegur þyngst. Ein skýr­ing á þessum mun getur verið mis­mun­andi fram­setn­ing á skil­grein­ingum á R&Þ í Rann­sókna­vog 2011 og Rann­sókn Hag­stofu frá 2013. Önnur skýr­ing getur verið raun­veru­legar breyt­ingar á starf­semi fyr­ir­tækj­anna sem hafi lýst sér í minna rann­sóknaum­fangi fyr­ir­tækja. Þennan mis­mun þarf að skýra og greina nán­ar. Í Rann­sókna­vog 2011 voru útgjöld 10 stærstu fyr­ir­tækj­anna 14.928 millj­ónir kr. en í Rann­sókn Hag­stofu 2013 er umfang sömu 10 fyr­ir­tækja ein­ungis 8.707 millj­ónir kr. Úr þessu má lesa að rann­sóknaum­fang stærstu fyr­ir­tækj­anna hefur dreg­ist mikið saman frá 2011.

Í þessu sam­bandi er bent á að í aðgerð­ar­á­ætlun Vís­inda- og tækni­ráðs (V&T) er sér­stak­lega fjallað um skatta­lega hvata til að örva R&Þ hjá fyr­ir­tækj­um, og nýsköpun almennt. Enn­fremur að hlut­fall fyr­ir­tækja í R&Þ er tals­vert lægra hér á landi en í nágranna­lönd­un­um, eða 52% skv. mæl­ingu Hag­stof­unnar en í nágranna­lönd­unum nær 60%. Í aðgerð­ar­á­ætlun V&T var stefnt að hlut­falls­legri aukn­ingu fyr­ir­tækja í fram­lögum til R&Þ upp í 57% árið 2016. Sam­kvæmt nýj­ustu mæl­ingum Hag­stof­unnar stefnum við ekki í þessa átt og þörf er á að skoða hvað veldur minni þátt­töku fyr­ir­tækja í fram­lögum til R&Þ hér á landi miðað við nágranna okk­ar.

Opin­berar stofn­anir lækka veru­lega, þó er nokkuð gott sam­ræmi í mæl­ingum á rann­sókna­út­gjöldum stærstu stofn­an­anna. Hins vegar er mik­ill munur á fjölda þeirra sem telja fram útgjöld til R&Þ. Í Rann­sókna­vog Rannís voru það ríf­lega 100 stofn­anir sem mæld­ust með rann­sókna­út­gjöld en í rann­sókn Hag­stof­unnar eru þær ekki nema tæp­lega þrjá­tíu. Þessi mis­munur er slá­andi og þarfn­ast nán­ari skoðun stjórn­valda. Hvernig stendur á því að rann­sóknaum­fang stofn­ana sem hafa þann yfir­lýsta til­gang að stunda rann­sóknir og fá m.a. fram­lög frá hinu opin­bera til að sinna þeim mælist ekki í Rann­sókn Hag­stofu? Hér þarf atbeina við­kom­andi fagráðu­neyta og Rík­is­end­ur­skoð­unar að mál­inu.

Nið­ur­lag: Það er ljóst að ekki er um að ræða sam­bæri­lega tíma­röð varð­andi útgjöld til R&Þ árin 2011 og 2013. Eðli­legt er að þessar nið­ur­stöður verði skoð­aðar mjög vand­lega til að geta lagt þær til grund­vallar stefnu­mörkun um rann­sóknir og nýsköpun hér á landi. Full­yrð­ingar um að útgjöld til R&Þ í fyrri könn­unum hafi verið ofmetin orka tví­mæl­is. Nær­tækara virð­ist vera að skoða hvað það er í starf­semi stofn­ana og fyr­ir­tækja sem veldur svo mik­illi lækkun R&Þ-út­gjalda frá 2011 til 2013.

Höf­undur er for­stöðu­maður Rannís, Rann­sókna­mið­stöðvar Íslands.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None