Vandi íslensku krónunnar

kronur_vef.jpg
Auglýsing

Vandi heim­il­anna, fyr­ir­tækj­anna og þjóð­ar­innar er krón­an, sem vegna smæðar fram­kallar sveifl­ur, verð­bólgu og miklu hærri vexti en þekkj­ast ann­ars stað­ar. Krónan er mesti óvinur íslenskra launa­manna og heim­ila. Vegna þess að trú­verð­ug­leiki Seðla­banka Íslands og inn­lends hag­kerfis mun seint jafn­ast á við trú­verð­ug­leika seðla­banka stærstu við­skipta­landa heims má búast við að inn­lendir vextir verði hærri en erlendir vextir um ókomna fram­tíð. Það hefur meðal ann­ars það í för með sér að afborg­anir af fast­eigna­lánum eru hærri og að fjár­fest­ingar ein­stak­linga og fyr­ir­tækja eru óhag­stæð­ari. Hátt vaxta­stig á Íslandi hefur orðið til þess að fyr­ir­tæki fjár­magna sig í síauknum mæli í erlendri mynt. Atvinnu­lífið er með öðrum orðum á und­an­haldi frá krón­unni.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_07/34[/em­bed]

Kostn­aður krón­unnar



Á meðan við erum með sjálf­stæða mynt verðum við að halda úti gjald­eyr­is­vara­sjóði, sem við eigum ekki fyrir og verðum þess vegna að taka að láni. Vaxta­kostn­aður vegna gjald­eyr­is­vara­sjóðs­ins er um 33 millj­arðar króna á ári. Krónan veldur því að vaxta­munur á rík­is­skulda­bréfum og hús­næð­is­lánum er allt að 4,5% hærri hér á landi en í nágranna­löndum okk­ar. Þessi vaxta­munur stafar af verð­bólgu og óstöð­ug­leika, sem rekja má beint til krón­unn­ar. Vegna hárra skulda þjóð­ar­bús­ins fara miklir fjár­munir í að greiða niður vaxta­kostnað skulda. Skuldir þjóð­ar­innar allrar (rík­is­sjóðs, heim­ila og fyr­ir­tækja) eru rétt rúm­lega 4.500 millj­arð­ar. Þjóðin öll greiðir því hátt í 200 millj­arða í vaxta­kostnað af krón­unni. Allur

kostn­aður af vöxtum lendir vit­an­lega á almenn­ingi beint eða óbeint. Þannig gæti sparn­aður rík­is­ins farið í að koma til móts við skuld­sett heim­ili og lækk­aðar skuldir fyr­ir­tækja myndu einnig koma heim­ilum til góða, með auk­inni fjár­fest­ingu atvinnu­lífs­ins, hærri launum eða lægra verð­lagi. Útgjöld rík­is­­­sjóðs eru rúm­lega 570 millj­arð­ar, rík­is­sjóður einn og sér borgar um 90 millj­arða króna í vexti. Höf­undur telur það glapræði að ríkið skuli borga um 16% af útgjöldum sínum í vaxta­kostnað af krón­unni.

Allur útflutn­ingur á sjáv­ar­af­urðum er um 230 millj­arð­ar. Árlegur kostn­aður lands­manna vegna krón­unnar sam­svarar því nær öllum útflutn­ings­tekjum sjáv­ar­af­urða. Þessi auka­kostn­aður lands­manna vegna krón­unnar jafn­gildir um 13% af lands­fram­leiðslu. Það hljóta allir stjórn­mála­flokkar að vera sam­mála um að engin þjóð þolir slíkan kostnað af sínum eigin gjald­miðli.

Auglýsing

Mesti sparn­aður Íslands­sög­unnar yrði með því að taka upp annan gjald­mið­il. Þjóð sem notar svo dýran gjald­miðil er langt komin með að gera stóran hluta þegna sinna eigna­lausa. Á síð­ustu fimm árum höfum við greitt yfir 1.000 millj­arða í vaxta­kostnað og við munum þurfa að greiða aðra 1.000 millj­arða næstu fimm árin með áfram­haldi krón­unn­ar.

Verð­bólga og verð­trygg­ing



Krónan veldur einnig hærri verð­bólgu. Verð­bólgan er mikil af því að við erum með litla og veika mynt. Á síð­ustu 60 árum hefur verð­bólga verið um það bil 16% að með­al­tali og verð­lag á Íslandi hefur sexfald­ast frá árinu 1986. Verð­bólga hefur einnig valdið því að kaup­máttur hefur rýrnað afar mikið síð­ustu ára­tugi. Á síð­asta ald­ar­fjórð­ungi hefur kaup­máttur ein­ungis auk­ist um 25-30% á meðan laun hafa hækkað um 355%. Frá árinu 1989 hafa því 92% launa­hækk­ana á Íslandi brunnið upp í verð­bólgu.

Hrun krón­unnar árið 2009 tvö­fald­aði lán í erlendum gjald­miðlum og hækk­aði verð­tryggð hús­næð­is­lán um tugi pró­senta, vegna þess að verð­bólgan rauk af stað við geng­is­hrun­ið. Ímyndum okkur ef skuldir heim­ila hefðu lækkað um 20% árið 2009. Þá hefði 40 millj­óna króna lán farið niður í 32 millj­ón­ir. Út af verð­bólg­unni væri þetta lán hins vegar komið upp í rúm­lega 40 millj­ónir í dag.

Verð­trygg­ingin er afleið­ing af krón­unni, verð­trygg­ingin er þannig óhjá­kvæmi­legur fylgi­fiskur krónn­un­ar. Það er helst í van­þró­uðum ríkj­um, sem búa við óstöðugan gjald­miðil og mikla verð­bólgu, sem almenn verð­trygg­ing tíðkast. Fólk treystir sér hins vegar ekki til þess að lána pen­inga hér­lendis nema lánin séu verð­tryggð eða með mjög háum vöxtum vegna þess að það er svo mikil sveifla í hag­kerf­inu. Það er því ólík­legt að mik­ill áhugi sé á að gera lang­tíma­samn­inga í við­kom­andi mynt án verð­trygg­ing­ar. Það að dæma verð­trygg­ingu ólög­lega leysir ekki lána­vanda heim­il­anna, lána­vand­inn mun ein­fald­lega breyt­ast og ekki endi­lega til hins betra.

Geng­is­sveiflur og gjald­eyr­is­höft



Gjald­eyr­is­höft kall­ast þau höft sem ríkið setur á gjald­eyr­inn. Þetta þýðir að erlendir fjár­festar mega ein­ungis taka ákveðna upp­hæð af pen­ingum úr land­inu. Þetta fælir erlenda fjár­festa og veldur meðal ann­ars því að hér á landi er fjár­fest­ing nú í sögu­legu lág­marki. Höftin hindra það að fjár­munir séu nýttir þar sem þeirra er mest þörf og valda því að inn­lendur fjár­mála­mark­aður missir tengsl við alþjóð­lega fjár­mála­mark­aði. Þannig tak­marka höftin mögu­leika inn­lendra aðila til að sækja sér fjár­magn, sem dregur úr sam­keppn­is­hæfni atvinnu­lífs­ins og hag­vexti. Þrátt fyrir þessa ókosti eru þessi höft hins vegar nauð­syn­leg hér á landi. Einkum vegna þess að höftin koma í veg fyrir að efna­hag­ur­inn á land­inu hrynji og skapar jafn­framt vissan stöð­ug­leika. Þannig getur það verið stór­hættu­legt að afnema gjald­eyr­is­höft og um leið halda í krón­una. Einnig gætu frjáls gjald­eyr­is­við­skipti með núver­andi snjóhengju til staðar leitt til veru­legs geng­is­falls krón­unnar og óða­verð­bólgu.

Saga gengis krón­unnar er sam­felld sorg­ar­saga sveiflna, sem aðal­lega hafa verið niður á við. Geng­is­sveiflur gera alla áætl­un­ar­gerð fyr­ir­tækja sem stunda inn- eða útflutn­ing afar erf­iða. Sífellt flökt krón­unnar hefur hingað til reynst inn- og útflutn­ings­fyr­ir­tækjum hér á landi dýr­keypt því aldrei má vita með fullri vissu hvað fáist fyrir vör­una erlendis eða hvað það á end­anum muni kosta að fá vörur hingað til lands. Þar sem íslenska hag­kerfið er fremur lítið er það háð inn­flutn­ingi. Þar af leið­andi hafa geng­is­sveiflur krón­unnar óhjá­kvæmi­lega áhrif á verð­lag­ið. Þessu hafa lands­menn orðið vitni að á und­an­förnu.

Allt frá upp­hafi íslensku krón­unnar hefur hún aldrei verið til friðs til lengri tíma lit­ið, hvort heldur sem hún var bundin eða látin fljóta. Hér á landi var til að mynda mikil umræða í gangi upp úr alda­mót­unum 2000 í kjöl­farið á ofhitnun efna­hags­lífs­ins. Þá var mik­ill við­skipta­halli og verð­bólgu­þrýst­ing­ur, sem varð meðal ann­ars til þess að gengi íslensku krón­unnar lækk­aði umtals­vert.

Með áfram­haldi krón­unnar þurfum við að sætta okkur við það sem fylgir henni. Við þurfum að búa við háa verð­bólgu­tíðni, miklar geng­is­sveifl­ur, háa vexti og þann kostnað sem fylgir þeim. Við þurfum að sætta okkur við gjald­eyr­is­höft og fjár­fest­ingu í lág­marki, við þurfum að sætta okkur við stökk­breytt hús­næð­is­lán, hátt verð­lag og mikla kaup­mátt­arrýrn­un, einnig þurfum við að sætta okkur við mikla lífs­kjara­skerð­ingu. Eins og staðan er núna notum við mein­gall­aðan gjald­miðil og miklar tak­mark­anir á við­skiptum og geng­is­fell­ingar eru það eina sem getur haldið gjald­miðl­inum okkar gang­andi.

Stöðugt efna­hags­um­hverfi og trú við­skipta­landa á Íslandi eru for­sendur þess að þjóðin geti byggt upp atvinnu­líf sem getur selt verð­mætar vörur og þjón­ustu úr landi. Á Íslandi er hins vegar ekki stöðugt efna­hags­um­hverfi til staðar og hefur í raun aldrei ver­ið. Einnig er trú við­skipta­landa á Íslandi lítil sem eng­in. Ekki má síðan gleyma því að opið hag­kerfi með lít­inn gjald­miðil er auð­veldur skot­spónn spá­kaup­manna. Síaukin hnatt­væð­ing gerir það svo að verkum að smáir gjald­miðlar verða við­kvæm­ari fyrir spá­kaup­mennsku og breyt­ingum í hinu alþjóð­lega fjár­málaum­hverfi.

Að lokum



Krónan er ein helsta við­skipta­hindrun Íslands. Til þess að Ísland hald­ist sam­keppn­is­hæft í fram­tíð­inni verðum við að skipta krón­unni út fyrir annan stöðugri gjald­­mið­il. Íslend­ingar geta ekki leyft frjálsa för fjár­magns, fylgt sjálf­stæðri pen­inga­stefnu og um leið við­haldið stöð­ugu gengi. Flestir Íslend­ingar halda reyndar í þá trú að þetta sé mögu­legt. Það er hins vegar ekk­ert nema tál­sýn. Þegar öllu er á botn­inn hvolft er það því ekki spurn­ing um hvort heldur hvenær við munum taka hér upp nýjan og stöðugri gjald­mið­il.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None