Vegagerð um Teigsskóg – íslensk náttúra á útsölu

Formaður Landverndar vill að samfélagið dragi lærdóm af Teigsskógar-málinu, efli baráttuna fyrir vernd íslenskrar náttúru og að unnið verði í framtíðinni að samgöngubótum í sátt við náttúruna.

Auglýsing

Síð­ustu hindr­unum fyrir vega­gerð um Teig­skóg í Þorska­firði hefur verið rutt úr vegi og fram­kvæmdir komnar á rek­spöl. Bar­áttan fyrir því að vernda nátt­úru svæð­is­ins og leita ann­arra val­kosta við vega­gerð hefur verið löng og á köflum óvæg­in. Nið­ur­staðan var nátt­úru­vernd­ar­fólki mikil von­brigði. Ódýrasta lausnin fyrir Vega­gerð­ina varð fyrir val­inu. Sú lausn er þó að mínu mati sú dýrasta. Það gleymd­ist nefni­lega að meta til fjár þau spjöll sem unnin verða á nátt­úru Íslands. Slík vinnu­brögð eru við­var­andi vandi sem verður að leið­rétta.

Vernd­uðum svæðum á nátt­úru­minja­skrá verður spillt

Teigs­skógur er eitt stærsta sam­fellda skóg­lendi á Vest­fjörð­um. Hann er óslit­inn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar ein­stakt sam­spil með leirum og grunn­sævi. Báðar þessar vist­gerð­ir, birki­skóg­ur­inn og leir­urn­ar, njóta verndar í gild­andi nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Þá er svæðið allt verndað með sér­lögum um Breiða­fjörð og áhrifa­svæði fram­kvæmd­anna eru á nátt­úru­minja­skrá. Veg­ur­inn spillir þessum verð­mætum og er ósam­rým­an­legur fram­an­greindum vernd­un­ar­á­kvæðum

Eyði­legg­ing á nátt­úru Íslands er ekki okkar einka­mál

Veglagn­ing um Teigs­skóg brýtur í bága við ákvæði Bern­ar­samn­ings­ins um verndun teg­unda og búsvæða sem Ísland á aðild að. Málið var tekið upp á vett­vangi samn­ings­ins við lok síð­asta árs og þar var varað við fram­kvæmdum í Teigs­skógi. Í kjöl­farið hefur skrif­stofa Bern­ar­samn­ings­ins og boðað komu sína til lands­ins að kanna stöðu mála.

Auglýsing

Hæsti­réttur dæmdi nátt­úr­unni í vil

Verum þess minnug að áform um vega­gerð um Teigs­skóg voru stöðvuð með dómi Hæsta­réttar árið 2009. Vega­gerðin nýtti því miður ekki dóms­orð Hæsta­réttar til að leita ann­arra og umhverf­is­vænni leiða til að bæta sam­göngur á svæð­inu. Alþingi breytti lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum til að liðka almennt fyrir fram­kvæmdum og draga úr vægi nátt­úru­vernd­ar. Vega­gerðin not­færði sér þá breyt­ingu og gerði nýja atlögu að Teig­skógi, atlögu sem hefur heppn­ast.

Það er aldrei bara ein leið

Land­vernd hefur um langt ára­bil reynt að koma í veg fyrir áform um vega­gerð um Teigs­skóg – eins og sam­tök­unum ber skylda til þegar svo mikil nátt­úru­verð­mæti eru í húfi. Um leið hefur Land­vernd bent á mun betri val­kost frá sjón­ar­horni nátt­úru­verndar fyrir þessar mik­il­vægu vega­bæt­ur. Sú lausn felst í því að leggja jarð­göng undir Hjalla­háls og Gufu­dals­háls (sjá ályktun aðal­fundar 2007 og skýrslu Land­verndar um jarð­göng á Vest­fjörð­u­m). Sveit­ar­fé­lagið Reyk­hóla­hreppur kom enn fremur með til­lögu að brú af Reykja­nesi yfir í Skála­nes (Sveit­ar­stjórn réði ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Viaplan til að vinna skýrsl­una, sem gefin var út í des­em­ber 2018 og upp­færð í febr­úar 2019). Báðum þessum lausnum hafn­aði Vega­gerð­in.

Vega­gerðin valdi lang­versta kost­inn

Mat á umhverf­is­á­hrifum sýndi einnig að fyrir hendi voru raun­hæf­ar, mun betri aðferðir til að útfæra þá leið sem Vega­gerðin vildi. Að mati Land­verndar bar Vega­gerð­inni því að fara að nið­ur­stöðu val­kosta­mats í stað þess að velja Teigs­skóg­ar­leið­ina sem svo miklum skaða veldur á nátt­úru svæð­is­ins.

Vega­gerðin reiknar vit­laust

Vega­gerðin metur ekki til fjár þann skaða sem óneit­an­lega verður á nátt­úru­verð­mæt­um. Þess vegna verða útreikn­ing­arnir rangir og afleið­ingin sú að leið­ar­val byggir á röngum for­send­um.

Spyrja má hvort mat á umhverf­is­á­hrifum sé í raun óþarft ef fram­kvæmd­ar­að­ilar geta þannig sleppt því að meta til fjár þann skaða sem til­tekin fram­kvæmd veld­ur.

Horfum fram á við og gerum betur

En það er ekki ástæða til að dvelja lengi við for­tíð­ina. Nátt­úru­vernd­ar­fólki er brugðið og íbúar á svæð­inu hafa fundið sig svikna af gömlum og marg­ít­rek­uðum lof­orðum um sam­göngu­bæt­ur. Drögum lær­dóm af mál­inu og eflum bar­átt­una fyrir vernd íslenskrar nátt­úru og vinnum að sam­göngu­bótum í sátt við nátt­úr­una. Hlustum eftir ábend­ingum frá Bern­ar­samn­ingnum þegar sú mik­il­væga stofnun hefur kannað máls­á­stæð­ur. Málið verður nú lagt inn í reynslu­bank­ann. Í fram­tíð­inni verður að koma í veg fyrir að kostn­aður við fram­kvæmdir ráði einn um val á vega­stæði. Sá kostn­aður segir aðeins hluta sög­unn­ar. Leggja verður fjár­hags­legt mat á þau nátt­úru­spjöll sem fram­kvæmdum fylgja svo raun­veru­legur kostn­aður komi fram og bera val­kosti saman á þeim grunni. Hag­fræðin býr yfir aðferðum sem beita má í þeim til­gangi og mik­il­vægt að Vega­gerðin til­einki sér þær. Það er löngu tíma­bært að Vega­gerðin meti raun­verulega kostnað við fram­kvæmdir og ákvörðun sé ekki byggð á fölskum grunni eins og vegur um Teig­skóg er dæmi um.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar