Vér mótmælum öll

Dóra Björt Guðjónsdóttir
rikisstjorn.4des2014.jpg
Auglýsing

Árið 1944 sluppum við undan Dönum sem margir telja að hafi ráðskast með okkur í lengri tíð. Um þessar mundir fögnum við því, afmæl­inu hans Jóns og íslensku lýð­veldi. Dan­irnir vildu kannski fyrst og fremst tryggja eigin gróða frá nýlendu­þjóð­inni Íslend­ing­um. Sjálf­stæð­is­bar­áttu­menn með Jón í far­ar­broddi vildu sjálf­stæði til þess að búa til grósku­sam­fé­lag þar sem dugn­aður skil­aði hagn­aði, þar sem hagur borg­ar­anna stjórn­aði ferð­inni, sem getur talist göf­ugt mark­mið.

Hvað var það við Dan­ina sem við kunnum ekki við? Svarið er fremur ein­falt: Við treystum þeim ekki til góðra verka. Við treystum þeim ekki til þess að vinna fyrir hag almenn­ings. Við töldum þá ekki vera í tengslum við raun­veru­leik­ann, okkar raun­veru­leika. Við vorum ekki rík, en það sem við áttum vildum við nýta vel og njóta þess sjálf, lands­ins okkar og vinnu­sem­inn­ar. Jón vildi skapa sam­fé­lag þar sem hinn almenni borg­ari fengi að ráða og þar sem það skipti ekki máli hvort þú nefnd­ist Jón eða séra Jón, eða hvort þú varst Íslend­ingur eða Dani. Hann var alþjóð­lega sinn­aður mað­ur, svo það sem skipti hann mestu máli var ekki þjóð­ernið heldur jafn­rétt­ið.

Jón vildi skapa sam­fé­lag þar sem hinn almenni borg­ari fengi að ráða og þar sem það skipti ekki máli hvort þú nefnd­ist Jón eða séra Jón, eða hvort þú varst Íslend­ingur eða Dani. Hann var alþjóð­lega sinn­aður mað­ur, svo það sem skipti hann mestu máli var ekki þjóð­ernið heldur jafnréttið.

Auglýsing

Í dag stendur landið okkar frammi fyrir miklum erf­ið­leik­um. Almenn­ingur hefur það ekki nógu gott. Kaup­mátt­ur­inn er of rýr og fjöl­margir flýja land til að leita að betra lífi í nágranna­lönd­un­um. Tvennt veldur þessu. Ónóg þjóð­ar­fram­leiðsla og ójöfn­uð­ur. Við mæl­umst með minni þjóð­ar­fram­leiðslu enn þau lönd sem við líkjum okkur við og hana þyrfti að auka. Þetta er meðal ann­ars hægt að gera með auk­inni mennt­un. Nýlega var ákveðið að skera svo niður í náms­lánum nema erlendis að frá og með haustinu 2015 verður full­kom­lega ómögu­legt fyrir hinn almenna borg­ara sem ekki á ríka for­eldra að fara til útlanda í nám. Þetta er gríð­ar­lega alvar­legt. Landið mun tapa og mis­skipt­ing auðs mun aukast. Við höfum ekki úr jafn miklu að moða og frændur okkar í Skand­in­av­íu, sér­stak­lega í ljósi þess að Ísland er ein­angruð eyja langt frá öðrum ríkj­um. En hvað varðar ójöfnuð þá mæl­umst við sem eitt af þeim löndum þar sem jöfn­uður er hvað mest­ur. Ójöfn­uður getur þá ekki verið orsök þessa slæma ástands, eða hvað?

Það verður að muna að ójöfn­uður hefur auk­ist frá hruni. Einnig að þar sem minna er til skiptis hefur allur ójöfn­uður verri áhrif en í rík­ari löndum eins og í Nor­egi og Dan­mörku. Jöfn­uður snýst heldur ekki aðeins um krónur og aura á mann, hann snýst um réttlæti.

Það verður að muna að ójöfn­uður hefur auk­ist frá hruni. Einnig að þar sem minna er til skiptis hefur allur ójöfn­uður verri áhrif en í rík­ari löndum eins og í Nor­egi og Dan­mörku. Jöfn­uður snýst heldur ekki aðeins um krónur og aura á mann, hann snýst um rétt­læti. Við höfum ein­fald­lega ekki efni á neinni ósann­girni eða órétt­læti ef við viljum að allir hafi það gott og séu sáttir á Íslandi. Þess vegna verðum við að gera enn betur hvað varðar jöfn­uð. Það er hægt að sætta sig við tekjumun sem stafar af rétt­látum og eðli­legum ástæð­um, þar sem allir eiga í sig og á og hafa jafna mögu­leika með dugn­aði og vinnu­semi. Það sem ekki er hægt að sætta sig við er lífs­gæða­munur sem stafar af póli­tík sem vinnur fyrir ákveðna sam­fé­lags­hópa á kosnað hins almenna borg­ara. Það er hinn raun­veru­legi ójöfn­uð­ur.

Rík­is­stjórnin er rúin trausti. Borg­ar­arnir trúa því ekki að hún vinni fyrir sig. Að sumu leyti virð­ist ný gerð Dana vera búin að ná helj­ar­krumlu á rík­is­stjórn­inni, en á okkar tímum kall­ast hún ekki Dan­ir, heldur sægreifar og bænda­stétt­in. Þetta kemur til meðal ann­ars vegna ójafns vægis atkvæða. Það er því hægt að segja að arf­leifð sjálf­stæð­is­bar­átt­unn­ar, rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir, séu orðnir Dana­flokkar okkar tíma, sér­hags­muna­flokkar sem ekki er í tengslum við almenn­ing. Hjúkr­un­ar­fræð­inga­verk­fallið var ein­fald­lega bann­að. Kosn­inga­lof­orð sem komu stjórn­inni að eru svik­in. Bænda­stéttin fær enn sem áður að ráða hinum gríð­ar­legu tollum sem lagðir eru á mat­væli. Almenn­ingur tap­ar. Það er vegið að lýð­ræð­inu og ójöfn­uð­ur­inn fer stíg­andi.

Hinn almenni borg­ari er hafður að háði og spotti. Jón yrði sorg­mæddur ef hann yrði vitni að þessu, rík­is­stjórn sprottin af hans arf­leifð sem vinnur gegn öllum hans gild­um. Rétt­læti verður að ráða skipt­ingu auðs, en ekki spill­ing eða ósann­girni. Til þess að tryggja að íslenskar rík­is­stjórnir geti notið trausts til þess að vinna fyrir almenn­ing verður að styrkja lýð­ræðið og þing­ræð­ið. Kosin rík­is­stjórn verður að hafa traust borg­ar­anna, sem þurfa að geta trúað því að hún vinni fyrir sig en ekki ein­hverja aðra. Aðeins þá kemst á frið­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None