Verðhækkanir atvinnuhúsnæðis líklegar til að halda áfram

Gunnar Bjarni Viðarsson
14932775807-7d53d2dfb1-z.jpg
Auglýsing

Und­an­farið hefur borið á umfjöllun um að atvinnu­hús­næði eigi eftir að hækka í verði og hafa nokkrir sjóðir þegar verið stofn­aðir til að halda utan um fjár­fest­ingar í atvinnu­hús­næði. Grein­ing­ar­að­ilar og aðrir mark­aðs­að­ilar gera ráð fyrir hækk­unum á verði atvinnu­hús­næðis og telja upp eft­ir­far­andi atriði sem helstu rök fyrir því: Auk­inn hag­vöxt, lítið árlegt bygg­ing­ar­magn atvinnu­hús­næðis og minnk­andi fram­boð. Það er hins vegar skoðun höf­undar að lítið af gögnum fylgi þess­ari rök­semda­færslu og er ætl­unin hér á eftir að kafa aðeins dýpra í mál­ið.

Mark­miðið með grein­inni er að tengja saman verð­gögn, bygg­ing­ar­magn og fram­boð atvinnu­hús­næðis (sam­kvæmt fast­eigna­aug­lýs­ing­um), ásamt því að nota sögu­legar sveiflur til þess að setja núver­andi stöðu í sögu­legt sam­hengi og styðja þannig full­yrð­ing­una um að atvinnu­hús­næði eigi eftir að hækka í verði.

Gögnin af skornum skammti



Vert er að taka fram að opin­ber gögn yfir atvinnu­hús­næði (verð, bygg­ing­ar­magn, fram­boð og leigu­verð) eru varla til stað­ar. Seðla­bank­inn reiknar árs­fjórð­ungs­lega verð­vísi­tölu fyrir atvinnu­hús­næði sem er virð­ing­ar­vert miðað við hversu erfitt er að nálg­ast verð­gögn í þing­lýstum samn­ingum með atvinnu­hús­næði þar sem sjaldan koma fram verð í þeim. Fast­eigna­skrá birtir mán­að­ar­lega upp­lýs­ingar um umsvif á mark­aði með atvinnu­hús­næði miðað við fast­eigna­mat, en ekki mark­aðsvirði. Umfram þetta þekkir höf­undur ekki neinar tölur af atvinnu­hús­næð­is­mark­aði sem birtar eru reglu­lega.

Úr gögnum Fast­eigna­skrár Rík­is­ins er hins­vegar hægt að reikna út, með ákveð­inni fyr­ir­höfn, bygg­ing­ar­magn í fer­metrum eftir skrán­ing­ar­ári, fast­eigna­mati, til­gangi hús­næð­is­ins auk stað­setn­ingar þess. Í fram­haldi er árlegt bygg­ing­ar­magn reiknað út frá eignum sem eru með bruna­bóta­mat og voru í fast­eigna­skrá mán­að­ar­mótin febr­ú­ar-mars 2015. Fast­eignir með bruna­bóta­mat eru að minnsta kosti komnar á bygg­ing­ar­stig 4. Í heild­ina eru um 100 þús­und eignir á skrá en ein­ungis lít­ill hluti þess atvinnu­hús­næði. Verð­gögn atvinnu­hús­næðis eru úr hag­vísum Seðla­bank­ans. Auk þess eru notuð gögn úr fast­eigna­aug­lýs­ingum sem höf­undur safnar reglu­lega.

Auglýsing

Raun­verðs­breyt­ingar og árlegt bygg­ing­ar­magn



gbv

Mynd 1 sýnir árlega raun­verðs­breyt­ingu á atvinnu­hús­næði (blá lína) ásamt árlegum skráðum fer­metrum (rauð lína). Horft á þróun atvinnu­hús­næð­is­mark­að­ar­ins (versl­un­ar-, skrif­stofu- og iðn­að­ar­hús­næði)  þá sýna gögnin að bygg­ing­ar­magn sveifl­ast í takt við hag­sveifl­una, þ.e. fram­kvæmdir taka við sér í upp­sveiflu, magnið eykst frá ári til árs og raun­verð hækk­ar, þar til fram­kvæmdir nán­ast stöðvast í reglu­legum sam­drátt­ar­skeiðum (sjá litlar bygg­ing­ar­fram­kvæmdir í kringum árin 1996 og 2003). Nýbygg­ingar atvinnu­hús­næðis hafa nú nær stöðvast vegna mik­ils bygg­ing­ar­magns rétt fyrir hrun og lít­illar eft­ir­spurnar í kjöl­far­ið. Sam­kvæmt sögu­legum gögn­unum má segja að kauptæki­færi hafi falist í atvinnu­hús­næði þegar árlegt bygg­ing­ar­magn var í kringum eða fór undir 50 þús­und fer­metra. Und­an­farin fimm ár sýna gögnin að árlegt bygg­ing­ar­magn atvinnu­hús­næðis hafi verið langt undir 50 þús­und fer­metrum fyrir utan árið 2011, sem skýrist vegna bygg­ingar á Hörp­u­nni.

atvinnuhus

Mynd 2 sýnir bygg­ing­ar­magn á þremur tíma­bilum miðað við fjar­lægð frá turn­inum við Höfða­torg. Til­gang­ur­inn með því að sýna bygg­ing­ar­magn miðað við fjar­lægð frá einum ákveðnum stað, er að auð­velda les­and­anum að átta sig á byggð­ar­dreif­ingu á mis­mun­andi tíma­bil­um. Þannig er hægt að sjá á ein­faldan hátt hvar mesta upp­bygg­ingin hefur átt sér stað eftir tíma­bil­um. Bláa línan sýnir bygg­ing­ar­magn skráð í síð­ustu upp­sveiflu, þ.e. 2003-2014 og rauða línan sýnir bygg­ing­ar­magn frá og með 1980. Græna línan er bygg­ing­ar­magn árin 2010-2014. Svörtu pró­sentu­töl­urnar neð­ar­lega á mynd­inni eru hlut­fall bygg­ing­ar­magns áranna 2003-2014 af heild­ar­magni atvinnu­hús­næðis skráð frá og með árinu 1980, þ.e. segir hvar var byggt í síð­ustu upp­sveiflu.  Áhuga­vert er að sjá að í 0-1 kíló­metra fjar­lægð frá turn­inum Höfða­torgi voru tæp­lega 40% atvinnu­hús­næð­is­fer­metra byggðir í síð­ustu upp­sveiflu. Horft lengra frá Höfðatorg­inu þá lækkar hlut­fallið þar til í um 7-9 kíló­metra fjar­lægð, þar er hlut­fall atvinnu­hús­næðis byggt í síð­ustu upp­sveiflu tæp­lega 60% heildar bygg­ing­ar­magns en lækkar síðan aft­ur.

Fram­boð og ásett verð í fast­eigna­aug­lýs­ingum



Á mynd 3 má sjá ásett fer­metra­verð atvinnu­hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fast­eigna­aug­lýs­ingum eftir fjar­lægð frá turn­inum Höfða­torgi (blá lína). Rauða línan sýnir sömu útreikn­inga miðað við gögn frá því í ágúst 2013. Ef við gefum okkur að ásett verð í fast­eigna­aug­lýs­ingum gefi vís­bend­ingu um verð­þróun atvinnu­hús­næðis (þ.e. að hækkun ásetts verðs í fast­eigna­aug­lýs­ingum þýði hækkun fast­eigna­verðs í raun­veru­leik­an­um) , þá er hægt að sjá að fer­metra­verð hefur hækkað á nær öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þó það virð­ist hafa hækkað mest í 0 til 5 kíló­metra fjar­lægð frá turn­inum Höfða­torgi.

mynd3

Á mynd 4 má sjá fram­boð atvinnu­hús­næðis sem er til sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­kvæmt fast­eigna­aug­lýs­ingum miðað við fjar­lægð frá turn­inum við Höfða­torg. Rauða línan sýnir fram­boð eins og það leit út í ágúst 2013 og bláa línan er fram­boð í mars 2015. Helsta breyt­ingin er að fram­boð í um 0-4 kíló­metra fjar­lægð hefur minnkað en fram­boð lengra frá Höfða­torgi hefur að með­al­tali auk­ist. Vís­bend­ingar um aukið fram­boð í úthverfum þrátt fyrir litla skrán­ingu bygg­ing­ar­magns þar á und­an­förnum árum, bendir til þess að verið sé að full­klára eignir og koma þeim á mark­að, þ.e. hækk­andi verð og aukin umsvif hvetja eig­endur til að koma þeim í verð.

atvh

Verð­hækk­anir í kort­un­um?



Í „venju­leg­um“ hag­sveiflum þá eykst bygg­ing­ar­magn sam­fara hag­vexti en slíkt hefur ekki gerst enn af sama krafti og áður. Miðað við nán­ast engar bygg­inga­fram­kvæmdir á atvinnu­hús­næði, auk­inn hag­vöxt (með til­heyr­andi jákvæðum áhrifum á eft­ir­spurn atvinnu­hús­næð­is) og minna atvinnu­hús­næði á sölu­skrá, þá er lík­legt að hækk­anir á verði atvinnu­hús­næðis eigi eftir að halda áfram. Þó að fram­boðið virð­ist vissu­lega vera að aukast á ákveðnum svæð­um, þá hefur það dreg­ist saman á öðrum svæðum auk þess sem tölur Fast­eigna­skrár benda til þess að mjög lítið er verið að byggja af atvinnu­hús­næði.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None