Verðtrygging, okur og fátækragildra

HusVef.jpg
Auglýsing

Anna Jonna Ármannsdóttir, verkfræðingur og  kerfisstjóri UNIX kerfa hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands. Anna Jonna Ármanns­dótt­ir, verk­fræð­ingur og

kerf­is­stjóri UNIX kerfa hjá Reikni­stofnun Háskóla Íslands­.

Verð­bólgu­skotið sem fylgdi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins árið 2008 hefur orðið mörgum þung­bært og þar á meðal und­ir­rit­aðri. Verð­tryggð hús­næð­is­lán eru rukkuð í verð­tryggðri hús­næð­is­lána­krónu, en tekjur heim­il­anna í óverð­tryggðum launa­krón­um.  Oft raskast mikið gengið milli hús­næð­is­lána­krón­unnar ann­ars­vegar og launa­krón­unnar hins­veg­ar. Þetta er það sem veldur heim­il­inum búsifjum til skamms tíma eins og í hrun­inu.

Grein Aðal­steins Hákon­ar­sonar um sann­girni og nauð­syn verð­trygg­ing­ar­inn­ar, í Kjarn­anum varð grein­ar­höf­undi að umhugs­un­ar­efni. Sér­stak­lega sam­an­burður hans við að „Sá sem fengi lán­aðan einn pott af mjólk átti að skila einum potti af mjólk til baka með ein­hverjum vöxt­um, þannig átti kerfið að virka.“

Auglýsing

Nú langar mig að taka þetta mjólk­ur­dæmi Aðal­steins og sýna hvernig það lítur út varð­andi mitt hús­næð­is­lán. Til að vinna með þægi­legar tölur má einn lítri af mjólk tákna eina milljón hús­næð­is­lána­króna frá sept­em­ber 2007.

Lánið hljóð­aði upp á 20 lítra af mjólk sem eru afhentir með afföllum sem fel­ast í að lán­veit­andi svolgrar í sig heilt mjólk­ur­glas upp á 0,2 lítra, á kostnað lán­taka í svo­kallað lán­töku­gjald.

Árlegir vextir eru 6% að und­an­skildri verð­bólgu sem að auki reyn­ist vera um 6% að með­al­tali frá 2004 til 2014. Næstu 40 árin greiðir lán­taki sam­tals um 200 lítra af nýmjólk!

Spurn­ingin er hvort kerfið hafi í raun átt að virka þannig.

Alís­lenskt mjólk­u­r­okur



Út­reikn­ingar þess­ara afborg­ana eru ekki ein­faldir og ólík­legt er að margir lán­tak­endur skilji þá fátækra­gildru sem þeir skrif­uðu und­ir. Fyrstu mán­að­ar­legu afborg­an­irnar af mjólk­ur­lán­inu sam­an­stóðu af 1 des­ilítra í vexti og 1 centilítra til að greiða niður höf­uð­stól mjólk­ur­skuld­ar­inn­ar. Verð­bólgan bætti hins­vegar við 6 centilítrum við skuld­ina á hverjum mán­uði og þannig jókst heild­ar­skuld­in. Næsta mánuð bæt­ist einnig við 6 centilítrar af mjólk við skuld­ina en greiðslan af höf­uð­stólnum er áfram 1 centilítri. Vaxta­greiðslan er 1 des­ilítri að við­bættum vöxtum af þeim hálfa des­ilítra (6 mínus 1 centilítri) sem bætt­ist við skuld­ina mán­uð­inn áður. Lán­tak­andi er með öðrum orðum lát­inn greiða vexti af verð­bættri mjólk sem hann fékk aldrei að láni. Nú þykri lán­tak­anda nóg komið og vill skila höf­uð­stóls­greiðslu, vaxta­greiðslu ásamt verð­bættu mjólk­inni. Tekur lán­veit­andi þá fram risa­stórt mjólkurglas og hellir 3 des­ilítrum í það og fær sér gúl­sopa. Sé ein­hver rest eftir það, neyð­ist lán­veit­andi að taka á móti því en það er ekki vel séð því þar missir lán­veit­andi vexti af verð­bót­un­um.

­Tekur lán­veit­andi þá fram risa­stórt mjólk­ur­glas og hellir 3 des­ilítrum í það og fær sér gúl­sopa. Sé ein­hver rest eftir það, neyð­ist lán­veit­andi að taka á móti því en það er ekki vel séð því þar missir lán­veit­andi vexti af verðbótunum. 

Nú 7 árum seinna er búið að greiða 15 lítra af þessum 20 lítrum en samt er skuldin komin í 30 lítra af nýmjólk. Þá gæti lán­taki reynt að vera snjall og end­ur­fjár­magna lánið en það er ekki hægt því lán­veit­andi lánar að hámarki 24 lítra af nýmjólk.

Ganga af íslenskri alþýðu dauðri



Þetta minnir óneit­an­lega á skulda­inn­heimtur kirkj­unnar á 18. öld­inni af leigu fátækra kot­bænda á löngu dauðu sauð­fé. Þegar Árni Magn­ús­son lét dæma slíka verð­trygg­ingu ólög­lega, bak­aði hann sér fjand­skap íslensku eigna­stétt­ar­inn­ar.  Síðan leyfð hann sér þá ósvífni að senda danska kon­ung­inum skýrslu sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska eigna­stéttin og íslenska emb­ætt­is­manna­stéttin væru að ganga af íslenskri alþýðu dauðri. Nú eru aðrir tímar og íslend­ingar stétt­lausir og frjáls­ir.

Þegar verð­trygg­ingin var sett á, voru þess engin for­dæmi að útlána­stofn­anir gætu lánað út pen­inga í hvað sem er alger­lega áhættu­laust, en sett alla áhættu á lántakandann.

Þegar verð­trygg­ingin var sett á, voru þess engin for­dæmi að útlána­stofn­anir gætu lánað út pen­inga í hvað sem er alger­lega áhættu­laust, en sett alla áhættu á lán­tak­and­ann. Með setn­ingu verð­trygg­ing­ar­inn­ar, var öll áhætta færð frá útlána­stofn­unum yfir á lán­tak­end­ur. Þegar fjár­mála­stofn­anir veðj­uðu gegn íslensku laun­þega­krón­unni var það alger­lega áhættu­laust fyrir eignir þeirra í verð­tryggðum hús­næð­is­lána­krón­un­um. Laun­þegar voru hins­vegar blóð­mjólk­aðir og örmögn­uð­ust sumir undan þrælk­un­inni.

Fátækt­ar­gildra



Þegar til lengri tíma er lit­ið, er verð­trygg­ingin þess vald­andi að lán­tak­endur fest­ast í fátækra­gildru.  Verð­bólgan og verð­bæt­urnar ásamt verð­bóta­vöxt­um, valda því að þegar lán­taki er orð­inn eft­ir­launa­þegi, eru greiðsl­urnar svo háar að blóð­mjólka þarf kýr lán­taka til að skila mán­að­ar­legum mjólk­ur­greiðsl­um. Slíka með­ferð þola kýrnar ekki lengi og drep­ast á end­an­um, ef yfir­dýra­læknir hefur ekki þegar stöðvað mis­kunn­ar­leys­ið.

Sam­kvæmt útreikn­ingum mín­um, verða greiðslur af verð­tryggðu hús­næð­is­láni mínu, hærri en sem nemur elli­líf­eyri þegar ég kemst á líf­eyr­is­ald­ur. Það kall­ast fátækt­ar­gildra á íslensku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None