Verðtrygging, okur og fátækragildra

HusVef.jpg
Auglýsing

Anna Jonna Ármannsdóttir, verkfræðingur og  kerfisstjóri UNIX kerfa hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands. Anna Jonna Ármanns­dótt­ir, verk­fræð­ingur og

kerf­is­stjóri UNIX kerfa hjá Reikni­stofnun Háskóla Íslands­.

Verð­bólgu­skotið sem fylgdi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins árið 2008 hefur orðið mörgum þung­bært og þar á meðal und­ir­rit­aðri. Verð­tryggð hús­næð­is­lán eru rukkuð í verð­tryggðri hús­næð­is­lána­krónu, en tekjur heim­il­anna í óverð­tryggðum launa­krón­um.  Oft raskast mikið gengið milli hús­næð­is­lána­krón­unnar ann­ars­vegar og launa­krón­unnar hins­veg­ar. Þetta er það sem veldur heim­il­inum búsifjum til skamms tíma eins og í hrun­inu.

Grein Aðal­steins Hákon­ar­sonar um sann­girni og nauð­syn verð­trygg­ing­ar­inn­ar, í Kjarn­anum varð grein­ar­höf­undi að umhugs­un­ar­efni. Sér­stak­lega sam­an­burður hans við að „Sá sem fengi lán­aðan einn pott af mjólk átti að skila einum potti af mjólk til baka með ein­hverjum vöxt­um, þannig átti kerfið að virka.“

Auglýsing

Nú langar mig að taka þetta mjólk­ur­dæmi Aðal­steins og sýna hvernig það lítur út varð­andi mitt hús­næð­is­lán. Til að vinna með þægi­legar tölur má einn lítri af mjólk tákna eina milljón hús­næð­is­lána­króna frá sept­em­ber 2007.

Lánið hljóð­aði upp á 20 lítra af mjólk sem eru afhentir með afföllum sem fel­ast í að lán­veit­andi svolgrar í sig heilt mjólk­ur­glas upp á 0,2 lítra, á kostnað lán­taka í svo­kallað lán­töku­gjald.

Árlegir vextir eru 6% að und­an­skildri verð­bólgu sem að auki reyn­ist vera um 6% að með­al­tali frá 2004 til 2014. Næstu 40 árin greiðir lán­taki sam­tals um 200 lítra af nýmjólk!

Spurn­ingin er hvort kerfið hafi í raun átt að virka þannig.

Alís­lenskt mjólk­u­r­okurÚt­reikn­ingar þess­ara afborg­ana eru ekki ein­faldir og ólík­legt er að margir lán­tak­endur skilji þá fátækra­gildru sem þeir skrif­uðu und­ir. Fyrstu mán­að­ar­legu afborg­an­irnar af mjólk­ur­lán­inu sam­an­stóðu af 1 des­ilítra í vexti og 1 centilítra til að greiða niður höf­uð­stól mjólk­ur­skuld­ar­inn­ar. Verð­bólgan bætti hins­vegar við 6 centilítrum við skuld­ina á hverjum mán­uði og þannig jókst heild­ar­skuld­in. Næsta mánuð bæt­ist einnig við 6 centilítrar af mjólk við skuld­ina en greiðslan af höf­uð­stólnum er áfram 1 centilítri. Vaxta­greiðslan er 1 des­ilítri að við­bættum vöxtum af þeim hálfa des­ilítra (6 mínus 1 centilítri) sem bætt­ist við skuld­ina mán­uð­inn áður. Lán­tak­andi er með öðrum orðum lát­inn greiða vexti af verð­bættri mjólk sem hann fékk aldrei að láni. Nú þykri lán­tak­anda nóg komið og vill skila höf­uð­stóls­greiðslu, vaxta­greiðslu ásamt verð­bættu mjólk­inni. Tekur lán­veit­andi þá fram risa­stórt mjólkurglas og hellir 3 des­ilítrum í það og fær sér gúl­sopa. Sé ein­hver rest eftir það, neyð­ist lán­veit­andi að taka á móti því en það er ekki vel séð því þar missir lán­veit­andi vexti af verð­bót­un­um.

­Tekur lán­veit­andi þá fram risa­stórt mjólk­ur­glas og hellir 3 des­ilítrum í það og fær sér gúl­sopa. Sé ein­hver rest eftir það, neyð­ist lán­veit­andi að taka á móti því en það er ekki vel séð því þar missir lán­veit­andi vexti af verðbótunum. 

Nú 7 árum seinna er búið að greiða 15 lítra af þessum 20 lítrum en samt er skuldin komin í 30 lítra af nýmjólk. Þá gæti lán­taki reynt að vera snjall og end­ur­fjár­magna lánið en það er ekki hægt því lán­veit­andi lánar að hámarki 24 lítra af nýmjólk.

Ganga af íslenskri alþýðu dauðriÞetta minnir óneit­an­lega á skulda­inn­heimtur kirkj­unnar á 18. öld­inni af leigu fátækra kot­bænda á löngu dauðu sauð­fé. Þegar Árni Magn­ús­son lét dæma slíka verð­trygg­ingu ólög­lega, bak­aði hann sér fjand­skap íslensku eigna­stétt­ar­inn­ar.  Síðan leyfð hann sér þá ósvífni að senda danska kon­ung­inum skýrslu sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska eigna­stéttin og íslenska emb­ætt­is­manna­stéttin væru að ganga af íslenskri alþýðu dauðri. Nú eru aðrir tímar og íslend­ingar stétt­lausir og frjáls­ir.

Þegar verð­trygg­ingin var sett á, voru þess engin for­dæmi að útlána­stofn­anir gætu lánað út pen­inga í hvað sem er alger­lega áhættu­laust, en sett alla áhættu á lántakandann.

Þegar verð­trygg­ingin var sett á, voru þess engin for­dæmi að útlána­stofn­anir gætu lánað út pen­inga í hvað sem er alger­lega áhættu­laust, en sett alla áhættu á lán­tak­and­ann. Með setn­ingu verð­trygg­ing­ar­inn­ar, var öll áhætta færð frá útlána­stofn­unum yfir á lán­tak­end­ur. Þegar fjár­mála­stofn­anir veðj­uðu gegn íslensku laun­þega­krón­unni var það alger­lega áhættu­laust fyrir eignir þeirra í verð­tryggðum hús­næð­is­lána­krón­un­um. Laun­þegar voru hins­vegar blóð­mjólk­aðir og örmögn­uð­ust sumir undan þrælk­un­inni.

Fátækt­ar­gildraÞegar til lengri tíma er lit­ið, er verð­trygg­ingin þess vald­andi að lán­tak­endur fest­ast í fátækra­gildru.  Verð­bólgan og verð­bæt­urnar ásamt verð­bóta­vöxt­um, valda því að þegar lán­taki er orð­inn eft­ir­launa­þegi, eru greiðsl­urnar svo háar að blóð­mjólka þarf kýr lán­taka til að skila mán­að­ar­legum mjólk­ur­greiðsl­um. Slíka með­ferð þola kýrnar ekki lengi og drep­ast á end­an­um, ef yfir­dýra­læknir hefur ekki þegar stöðvað mis­kunn­ar­leys­ið.

Sam­kvæmt útreikn­ingum mín­um, verða greiðslur af verð­tryggðu hús­næð­is­láni mínu, hærri en sem nemur elli­líf­eyri þegar ég kemst á líf­eyr­is­ald­ur. Það kall­ast fátækt­ar­gildra á íslensku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None