Verður ekki alveg örugglega leiðrétt aftur eftir næstu kosningar?

Auglýsing

Í skýrslu sér­fræð­inga­hóps rík­is­stjórn­ar­innar um leið­rétt­ingu verð­tryggðra lána, sem var kynnt í árs­lok 2013, kom fram að lækka ætti verð­tryggð lán niður um fjár­hæð sem sam­svar­aði „verð­bótum umfram til­tekið við­mið sem féllu á tíma­bil­inu des­em­ber 2007 til ágúst 2010". Í skýrsl­unni var tíma­bilið skil­greint út frá þeim tíma sem verð­bólga var yfir 4,8 pró­sent.

Þegar lög um leið­rétt­ing­una voru lögð fram í fyrra var búið að breyta þessu við­mið­un­ar­tíma­bili. Í grein­ar­gerð sem fylgdi frum­varp­inu sagði að til­laga sér­fræð­inga­hóps­ins um að leið­rétta ofan­greint tíma­bil hefði verið „háð þeim ann­marka að verð­trygg­ing lána er ekki reiknuð út frá 12 mán­aða verð­bólgu, heldur hækkun á vísi­tölu milli mán­aða. Afleið­ingin er sú að við­mið­un­ar­tíma­bilið var skil­greint of vítt í þings­á­lykt­un­inni. Ef horft er til mán­að­ar­hækk­unar vísi­tölu, eins og verð­tryggð lán eru reiknuð út frá, kemur í ljós að for­sendu­brest­ur­inn hafði ein­göngu áhrif á verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009 og því liggur staða verð­tryggðra lána yfir það tíma­bil til grund­vallar útreikn­ingi sam­kvæmt frum­varp­in­u.“

Í stuttu máli var for­sendu­brest­ur­inn sem sér­fræð­inga­hóp­ur­inn reikn­aði út því rugl og þess vegna var ákveðið að styðj­ast ekki við hann. Þess í stað var ákveðið að gefa bara sömu upp­hæð og hóp­ur­inn hafði reiknað sig niður á, 80,4 millj­arða króna, til þeirra sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009. Þetta var gert til að efna kosn­inga­lof­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Auglýsing

Mark­að­ur­inn löngu búinn að leið­rétta verð­bólgu­skotið



Frá árinu 2010 hefur efna­hags­bati staðið yfir á Íslandi. Heim­ili lands­ins hafa sann­ar­lega ekki farið var­hluta af því. Eigið fé Íslend­inga í fast­eignum sínum jókst úr 1.143 millj­örðum króna í árs­lok 2010 í 1.966 millj­arða króna í árs­lok 2014, sam­kvæmt tölum frá Hag­stof­unni. Það er aukn­ing upp á 72 pró­sent.

Hluta ástæð­unnar er að finna í því að geng­is­lán voru dæmd ólög­mæt (188 millj­arðar króna alls), vegna sér­tækrar skulda­að­lög­unar og 110 pró­sent leið­ar­innar svoköll­uðu (56 millj­arðar króna sam­tals). Þorri þess­arra greiðslna kom frá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Ríkið greiddi engan beinan kostnað vegna þeirra. Það greiddi hins vegar sér­stakar vaxta­bætur til verð­tryggðra fast­eigna­eig­enda upp á 12,3 millj­arða króna.

Helsta ástæða þess að eig­in­fjár­staðan hefur batnað svona mikið er hins vegar sú að fast­eigna­verð hefur hækkað gríð­ar­lega hratt á tíma­bil­inu. Frá því að íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu náði eft­ir­hruns­botni sínum í febr­úar 2010 hefur það hækkað um 43,4 pró­sent. Íbúð sem metin var á 30 millj­ónir króna 2010 er nú metin á 43 millj­ónir króna.

Á sama tíma hefur vísi­tala neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu, hækkað um 19 pró­sent. Fast­eigna­verð hefur því hækkað marg­falt umfram verð­bólgu, sem hefur nú verið undir verð­bólgu­mark­miðum Seðla­banka Íslands í 20 mán­uði. Og grein­ing­ar­að­ilar spá því að fast­eigna­verð mun hækka um 23,5 pró­sent á tíma­bil­inu 2015 til loka árs 2017.

Mark­að­ur­inn er því löngu búinn að leið­rétta verð­bólgu­skot eft­ir­hrunsár­anna með hækkun á fast­eigna­verði. Í nýju Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­banka Íslands kemur til dæmis fram að sé horft fram hjá leið­rétt­ing­unni OG notkun fólks á eigin sér­eign­ar­sparn­aði til nið­ur­greiðslu hús­næð­is­lána hefðu „skuldir heim­ila í hlut­falli við lands­fram­leiðslu lækkað um 9 pró­sentu­stig í stað 12“.

Leið­rétt­ingin var þar af leið­and­i al­gjör­lega óþörf og sagan mun dæma hana fyrir það sem hún var, svæsin kaup á völdum með því að gefa hluta Íslend­inga tugi millj­arða króna.

Alls­konar ríkt fólk fékk fullt af pen­ingum frá rík­inu



Alls fengu 94 þús­und ein­stak­lingar og börn þeirra þessa 80,4 millj­arða króna. Það er sirka helm­ingur Íslend­inga sem er á vinnu­mark­aði. Hlut­falls­lega voru flestir sem fengu leið­rétt á aldr­inum 46 til 55 ára, þorri upp­hæð­ar­innar fór á höf­uð­borg­ar­svæðið og um tekju­hæsti fimmt­ungur lands­manna fékk sam­tals 19,8 millj­arða króna í nið­ur­greiðslur á lánum sín­um. 1.250 manns sem greiddu auð­legð­ar­skatt, og áttu þá yfir 75 til 100 millj­ónir króna í hreinni eign, fékk 1,5 millj­arð króna. Þeir sem voru þegar búnir að borga upp verð­tryggðu hús­næð­is­lánin sín fengu 5,8 millj­arða króna í svo­kall­aðan sér­stakan per­sónu­af­slátt. Sem á manna­máli þýðir bara reiðu­fé. Og hluti leið­rétt­ing­ar­innar fór til fólks sem borgar hvorki skatta hér­lendis né skuldar krónu í verð­tryggðum íslenskum krón­um.

Sá hópur lands­manna sem á dýr­ustu eign­irnar og mesta auð­inn fékk skaða­bætur úr rík­is­sjóði vegna verð­bólgu. Til að sýna hversu mikið þessi hópur þurfti á þessum pen­ingum að halda er hægt að vísa í tölur Hag­stof­unnar um skuldir og eignir ein­stak­linga. Þar kemur fram að eigið fé þeirra 20 pró­sent lands­manna sem er með hæstu tekj­urnar í fast­eignum sínum hafi auk­ist um 536,4 millj­arða króna frá árinu 2010 og til loka árs 2014. Hin 80 pró­sentin hafa séð eigið fé sitt í fast­eignum vaxa um 286,8 millj­arða króna, eða um rúm­lega helm­ingi lægri upp­hæð.

Steypan sem leið­rétt­ing á hús­næð­is­lánum eigna­fólks er sést síðan enn betur þegar heild­ar­eigið fé rík­asta fimmt­ungs­ins er borið saman við það sem hinir eiga í hús­næð­inu sínu. Efsta lagið á nefni­lega eigið fé í fast­eignum upp á 1.536 millj­arða króna á meðan að heild­ar­eigið fé allra hinna í hús­næði sínu er 430 millj­arðar króna, eða rúmur fjórð­ungur af því sem rík­ari hluti lands­manna á.

Stefnir í efna­hags­legt stór­slys



Þessi aðgerð hefur aukið einka­neyslu og hækkað inn­lenda verð­bólgu. Hún hefur vaxið um fjögur til fimm pró­sent milli ára. Inn­flutt verð­bólga hefur hins vegar dreg­ist sam­an, að mestu vegna falls á heims­mark­aðs­verð á olíu, og það hefur falið þessi áhrif.

Og það virðast ­nán­ast allir hag­fræð­ingar og grein­ing­ar­að­ilar sam­mála um að framundan sé ný efna­hags­lega koll­steypa. Það stefnir að óbreyttu í efna­hags­legt stór­slys, sagði fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins nýver­ið. Glóru­lausar launa­hækk­anir allra upp á tugi pró­senta, þensla í ferða­þjón­ustu og bygg­inga­geir­an­um, stór­iðju­verk­efni og losun hafta með til­heyr­andi aukn­ingu á vaxta­muna­við­skiptum eru á meðal þeirra þátta sem valda mestum ótta. Við erum að gera allar vit­leys­urnar sem við höfum áður gert, aft­ur.

Verður for­dæm­inu fylgt?



Nú gera verð­bólgu­spár ráð fyrir ver­bólgu­skoti strax á næsta ári. Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa sent frá sér sviðs­mynd þar sem gert er ráð fyrir að verð­bólga geti farið yfir tólf pró­sent strax á árinu 2017. Gangi sú spá eftir reikn­ast sam­tök­unum til að höf­uð­stóll verð­tryggðra skulda heim­il­anna muni hækka um allt að 475 millj­arða króna fram til loka árs 2018.

Til sam­an­burðar má nefna að hinn svo­kall­aði for­sendu­brest­ur, sem upp­haf­lega var for­senda leið­rétt­ing­ar­inn­ar, átti að hafa orðið á árunum 2007 til 2010. Á því tíma­bili, frá lokum árs 2007 og fram til loka árs 2010, hækk­uðu íbúða­lán Íslend­inga úr 862 millj­örðum króna í 1.207 millj­arða króna, eða um 345 millj­arða króna. Þar er verið að tala um öll lán, ekki bara verð­tryggð.

Því er rök­rétt að velta því fyrir sér hvort leið­rétt­ingar á verð­tryggðum lánum seú ekki komnar til að vera. Það er búið að setja for­dæm­ið, „for­sendu­brest­ur­inn“ sem er framundan er meiri um sig en sá gamli og því auð­velt að rök­styðja nýja skaða­bóta­greiðslu vegna næsta verð­bólgu­skots. Sér­stak­lega vegna þess að efna­hags­lega stór­slysið sem sagt er að stefni í er að ger­ast á vakt þeirra flokka sem bera ábyrgð á því for­dæmi og það eru kosn­ingar sem þarf að kaupa árið 2017.

Kannski munu stjórn­mál fram­tíðar bara snú­ast um þetta. Að flokkar lofi end­ur­tekið stórum milli­færslum úr rík­is­sjóði til val­inna hópa í aðdrag­anda kosn­inga og fái í stað­inn völd til að gera það sem þeim dettur í hug. Aðkoma þjóð­ar­innar verður ein­ungis sú að mæta á kjör­stað á fjög­urra ára fresti með útréttar hendur í von um fjár­hags­legan bit­ling.

Mað­ur­ vonar samt ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None