Verkalýðshreyfing og félagslegt lýðræði

Árni Páll Árnason
14079727391_30106ea5ce_z.jpg
Auglýsing

Í dag fögnum við alþjóð­legum bar­áttu­degi verka­lýðs­ins í skugga meiri átaka á vinnu­mark­aði en dæmi eru um hér á landi í ára­tugi. Við þessar aðstæður er áhugi á verka­lýðs­bar­áttu meiri en ég man eftir í langan tíma. Almennt launa­fólk finnur á eigin skinni afleið­ingar geng­is­falls krón­unnar og þjóðin er ekki til­búin að lifa í friði með sveiflu­kenndum gjald­miðli. Um það vitna átökin nú, rétt eins og óánægja skuldugra Íslend­inga með hækkun verð­tryggðra og geng­is­tryggðra lána und­an­farin ár.

Hin eilífa óvissa um kaupið



Hver er þá leiðin áfram? Það er von að spurt sé. Við Íslend­ingar búum ein vest­rænna þjóða við full­komna óvissu um hver raun­veru­leg laun okkar verða í nán­ustu fram­tíð. Jafn­vel þótt kjara­samn­ingar skili kjara­bótum ræðst raun­veru­legur kaup­máttur af gengi krón­unn­ar. Og það er meiri háttar veð­mál að áætla það rétt fram í tím­ann. Þýskur eða franskur launa­maður veit með þokka­legri vissu hver kaup­máttur launa hans verður á samn­ings­tíma kjara­samn­inga. Það getur íslenskur launa­maður ekki.

Bar­áttan fyrir gjald­gengum gjald­miðli, sem heldur virði sínu, er því hluti stétta­bar­átt­unnar frá upp­hafi. Það er með ólík­indum að sigur í þeirri bar­áttu hafi ekki unn­ist enn.

Árið 1891 lagði Skúli Thorodd­sen fyrst fram á Alþingi frum­varp um greiðslu verk­kaups í gjald­gengum gjald­miðli. Það var sam­þykkt árið 1901. Við tók stutt tíma­bil þar sem fólk fékk greitt í gjald­gengum gjald­miðli, íslenskri krónu sem var jafn­gild þeirri dönsku og sænsku og tryggð með gulli. En með aðskiln­aði íslenskrar krónu frá hinni dönsku 1920 var íslenskt launa­fólk svipt þessum mik­il­væga rétti. Bar­áttan fyrir gjald­gengum gjald­miðli, sem heldur virði sínu, er því hluti stétta­bar­átt­unnar frá upp­hafi. Það er með ólík­indum að sigur í þeirri bar­áttu hafi ekki unn­ist enn.

Auglýsing

Íslensk verka­lýðs­hreyf­ing býr því við aðstæður sem eru ein­stæðar á Vest­ur­löndum og þarf að sýna mikla útsjón­ar­semi til að tryggja umbjóð­endum sínum full­nægj­andi ávinn­ing af kjara­samn­ing­um. Það er af þess­ari ástæðu sem aðkoma rík­is­valds að kjara­samn­ingum er óhjá­kvæmi­leg og bein­línis nauð­syn­leg, því rík­is­valdið hefur bæði skatt­lagn­ing­ar­valdið og ofbeldistólið sem felst í geng­is­skrán­ing­unni. Það er engin leið fyrir laun­þega­hreyf­ing­una að semja um kjara­bætur einar og sér, ef ekki eru settar ein­hverjar hömlur á það hvernig rík­is­stjórnin beitir þeim tækjum sem hún hefur tök á.

Ágrein­ing­ur­inn snýst um skipt­ingu



Við heyrum nú oft þessa dag­ana að launa­fólk þurfi að sýna ábyrgð og stilla kröfum í hóf. Slíkar kröfur eru inni­stæðu­lausar þegar fyr­ir­tækin í þeim greinum sem best standa sýna for­dæma­lausan hagnað og yfir­stjórnir skammta sér laun úr öllu sam­ræmi við það sem venju­legu fólki er boð­ið. Rányrkja vild­ar­vina á rík­is­eign­um, eins og í Borg­un­ar­mál­inu, vekur rétt­láta reiði alls sóma­kærs fólks. Rík­is­stjórnin nýtir ekki tæki­færi til að skapa þjóð­inni allri hámarks­arð af sam­eig­in­legum auð­lind­um.

Nú stendur ágrein­ing­ur­inn um skipt­ingu arðs­ins og um það með hvaða hætti almenn­ingur fær arð af sam­eig­in­legum auðlindum.

Einu sinni þurfti laun­þega­hreyf­ingin að stilla kröfum í hóf til að skapa þjóð­ar­á­tak til að end­ur­skipu­leggja efna­hags­lífið og skapa rekstr­ar­grunn fyrir atvinnu­starf­sem­ina. Þess vegna varð Þjóð­ar­sáttin fræga til. Nú er bless­un­ar­lega ekki þörf á því. Flestar atvinnu­greinar eru arð­samar og geta staðið undir alvöru vel­sæld. Nú stendur ágrein­ing­ur­inn um skipt­ingu arðs­ins og um það með hvaða hætti almenn­ingur fær arð af sam­eig­in­legum auð­lind­um. Ágrein­ing­ur­inn stendur líka við rík­is­stjórn sem hefur létt álögum af fyr­ir­tækjum sem helst geta greitt þær, aukið almenna greiðslu­þátt­töku fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu og skóla­göngu sem ætti að vera greidd úr sam­eig­in­legum sjóðum og flutt skatt­byrði á lægri tekju­hópa með til­færslum í skatt­kerf­inu.

Þennan ágrein­ing er óhjá­kvæmi­legt að leiða til lykta.

Leiðin fram á við



Eina leiðin sem hentar íslenskum aðstæðum og getur skapað ein­hverja von fyrir íslenskt launa­fólk er hið sós­í­alde­mókrat­íska mód­el, módel hins félags­lega lýð­ræð­is. Við eigum að haga hag­stjórn og kjara­samn­ingum með sama hætti og hefur reynst svo afar vel á Norð­ur­lönd­unum enda hefur það aftur og aftur náð best að takast á við bæði upp­sveiflu og sam­drátt. Okkur hefur einnig tek­ist vel til þegar við höfum nýtt þetta kerfi. Til þess að það virki þarf ábyrga hag­stjórn, sem byggir á stöð­ug­leika, góðum aðgangi að erlendum mörk­uð­um. Hluti hennar er sam­ræmd launa­stefna sem ýtir undir hag­vöxt og fulla atvinnu og dregur úr launa­mun og tryggir að eng­inn verði skil­inn eft­ir. Það þarf líka umfangs­mikil vel­ferð­ar­kerfi, sem byggir á afkomu­trygg­ingu og aðgengi að þjón­ustu sem tryggir mikla atvinnu­þátt­töku og hreyf­an­leika launa­fólks, ódýra menntun og heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­þjón­ustu sem fjár­mögnuð er með sköttum og tryggir jafn­rétti í reynd. Og það þarf vel skipu­lagðan vinnu­markað, sem byggir á sam­spili milli laga­setn­ingar og kjara­samn­inga og öfl­ugri verka­lýðs­hreyf­ingu.

Þess vegna höfum við í Sam­fylk­ing­unni sam­þykkt að skuld­binda okkur til að stjórna á þennan veg í anda hins félags­lega lýð­ræð­is: Við munum í rík­is­stjórn setja okkur almenna efna­hags­stefnu með þessi mark­mið að leið­ar­ljósi og leggja hana fyrir sam­ráðs­vett­vang með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins. Að því loknu munum við ­leggja hana fyrir Alþingi og byggja hag­stjórn­ina á víð­tækri stefnu­mörkun til nokk­urra ára í senn. Ný vinnu­brögð og nýtt sam­tal um stefn­una áfram munu von­andi í fram­tíð­inni skapa betri grunn fyrir kjara­bar­áttu en átökin sem við upp­lifum þessar vikur og mán­uði.

Höf­undur er þing­maður og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None