Úr tengslum við almenning og raunveruleikann

Auglýsing

Könnun MMR um mat almenn­ings á per­sónu­eig­in­leikum nokk­urra stjórn­mála­leið­toga vakti mikla athygli í vik­unni. Þar kom fram að afar fáir aðspurðra töldu Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra (níu pró­sent) og Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, (tíu pró­sent) vera heið­ar­lega. Þá töldu ein­ungis fimm pró­sent svar­enda að leið­togar sitj­andi rík­is­stjórnar væru í tengslum við almenn­ing.

Bjarni gagn­rýndi könn­un­ina í gær og setti spurn­ing­ar­merki við hvort hægt sé að mæla heið­ar­leika eða tengsl við almenn­ing í svona könn­un­un­um. „Erum við virki­lega í svo slæmum málum að það sé óþarfi að efast þegar „stjórn­mála­stétt­in“ fær fall­ein­kunn?,“ spurði Bjarni.

Allar kann­anir sýna gjáÞað er samt ekki eins og að nýjasta könnun MMR sé eina vís­bend­ing þess að lítið traust sé milli almenn­ings og þeirra stjórn­mála­manna sem stjórna land­inu. Traust á Alþingi Íslend­inga mælist 18 pró­sent. Það þýðir að rúm­lega fjórir af hverjum fimm Íslend­ingum treystir ekki lög­gjafa­sam­kund­unni. Enn færri, 17,4 pró­sent, bera frekar eða mjög mikið traust til rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina mælist síðan 35,9 pró­sent. Það þýðir að tæp­lega tveir að hverjum þremur lands­mönnum styður hana ekki.

Stuðn­ingur við flokk­inn sem leiðir rík­is­stjórn­ina, Fram­sókn­ar­flokk­inn, mælist tíu pró­sent. Níu af hverjum tíu lands­mönnum með kosn­inga­rétt myndi ekki kjósa flokk for­sæt­is­ráð­herr­ans. Ein­ungis tæp­lega einn af hverjum fjórum myndi kjósa sam­starfs­flokk hans, Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Auglýsing

Van­traust líka til staðar á síð­asta kjör­tíma­biliVan­traust á stjórn­málin er raunar ekk­ert nýtt. Traustið hvarf við hrunið og hefur ekki verið til staðar nema að litlu leyti og til skamms tíma í senn síðan þá. Árið 2011 töldu til að mynda ein­ungis 1,8 pró­sent aðspurðra í könnun Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, vera gædda per­sónu­töfrum og 5,4 pró­sent töldu hana ekki vera í tengslum við almenn­ing. Útkoma Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, hinu höfð­inu á síð­ustu rík­is­stjórn, var aðeins skárri, en ekki mik­ið. Sú könnun var reyndar tekin mán­uði fyrir síð­ari Ices­a­ve-­þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una, einu erf­ið­asta máli sem íslensk sam­tíma­stjórn­mál hafa tek­ist á við þar sem ásak­anir um land­ráð gengu á víxl og vin­sældir vinstri stjórn­ar­innar voru meira að segja litlar sem engar innan eigin raða.

Árið 2011 töldu til að mynda ein­ungis 1,8 pró­sent aðspurðra í könnun Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, vera gædda per­sónu­töfrum og 5,4 pró­sent töldu hana ekki vera í tengslum við almenn­ing. Útkoma Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, hinu höfð­inu á síð­ustu rík­is­stjórn, var aðeins skárri, en ekki mik­ið.

Á þessum lág­punkti töldu samt sem áður 20,5-22,1 pró­sent þau Jóhönnu og Stein­grím vera heið­ar­legt fólk. Það eru marg­falt fleiri en telja Bjarna Bene­dikts­son og Sig­mund Davíð Gunn­laugssson vera heið­ar­lega nú. Það sýnir alvar­lega stöðu stjórn­mál­anna í dag.

Hegðun sem skapar tor­tryggniHvað veld­ur? Af hverju treysta Íslend­ingar ekki stjórn­mála­mönn­unum sín­um? Af hverju telja þeir þá ekki heið­ar­lega eða í tengslum við almenn­ing?

Ástæðan er ein­föld. Það er of margt í atferli og ákvörð­unum stjorn­mála­manna sem gefur til­efni til að tor­tryggja til­gang og mark­mið þeirra.

Bara í þess­ari viku er hægt að telja til fjöl­mörg dæmi. Til dæmis var upp­lýst að eig­in­kona þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins myndi fá tug­millj­óna króna mak­ríl­kvóta gef­ins verði frum­varp um að gefa mak­ríl­kvót­ann að lög­um. Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, snéri aftur á þing og fór í við­tal þar sem hún virt­ist líta meira á sig sem fórn­ar­lamb en ger­anda í því dæma­lausa vald­níðslu­máli sem kennt er við leka fyrrum aðstoð­ar­manns hennar á per­sónu­legum upp­lýs­ingum um hæl­is­leit­end­ur.

Eftir að hafa verið þrá­spurður um fjár­hags­leg tengsl sín við orku­út­rás­ar­fyr­ir­tæki í 20 daga upp­lýsti Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, loks að stjórn­ar­for­maður fyr­ir­tæk­is­ins, sem hann veitti stuðn­ing á erlendum vett­vangi, hefði keypt af honum íbúð og leigt aftur til að hjálpa sér í miklum fjár­hags­legum erf­ið­leik­um. En ekki fyrr en að blaða­maður hafði kom­ist að því og beint spurn­ingum til Ill­uga um mál­ið. Sem hann kaus síðan að svara á öðrum vett­vangi sem hafði aldrei spurt hann út í íbúð­ar­kaup­in.

Banka­bónusar og BorgunÍ vik­unni var líka upp­lýst um að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­sonar telji ekk­ert athuga­vert við að starfs­menn í við­skipta­bönkum með rík­is­á­byrgð sem voru end­ur­reistir með inn­stæðum almenn­ings og völdum eignum eftir að fyr­ir­renn­arar þeirra settu Ísland á haus­inn fái allt að 50 pró­sent af árs­launum í bónusa.

Ráðu­neytið sendi frá sér minn­is­blað um þetta í sömu viku þús­undir eru að fara í verk­fall vegna þess að þeir vilja fá lág­marks­laun sem duga fyrir fram­færslu. Það er hins vegar ekki hægt að veita þessu fólki þau lág­marks­laun vegna þess að þá étur verð­bólga upp kaup­mátt. En hærri laun banka­manna, atvinnu­stjórn­ar­setu­manna eða ann­arra í efra lagi íslensks sam­fé­lags virð­ast ekki valda verð­bólgu. Þegar þau hækka er talað um leið­rétt­ingu, ekki launa­hækk­un.

Og loks var í vik­unni skýrt frá nýjasta kafl­anum í hinni ótrú­lega atburð­ar­rás í kringum eign­ar­haldið á Borg­un. Sú hófst í lok síð­asta árs þegar hóp­ur, sem inni­heldur meðal ann­ars skyld­menni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, keypti tæpan þriðj­ung í Borgun af rík­is­bank­anum Lands­banka á bak­við luktar dyr, án aug­lýs­ingar og, að margra mati, á allt of lágu verði. Nokkrum mán­uðum síðar var borg­aður arður út úr Borgun upp á 800 millj­ónir króna. Þar af fóru 250 millj­ónir króna til hóps­ins sem var nýbú­inn að kaupa sig inn í Borg­un.

Ekki þjóð­inni að kenna að hún treystir ekki stjórn­mála­mönnumÞað er alveg rétt hjá Bjarna Bene­dikts­syni að könnun sem mælir heið­ar­leika eða tengsl stjórn­mála­manna við almenn­ing er alls ekki hafin yfir gagn­rýni. En hún, og allar hinar kann­an­irn­ar, sýna að við sem sam­fé­lag glímum við ótrú­lega djúpa stjórn­málakreppu. Einu stjórn­mála­leið­tog­arnir sem taldir eru sterkir eru for­set­inn, sem þjóðin annað hvort elskar eða hat­ar, og Katrín Jak­obs­dótt­ir, sem stýrir flokki sem mælist með minna fylgi en Fram­sókn í könn­un­um.

­Þjóðin treystir ekki stjórn­völdum og það leysir ekki vanda­málið að láta eins og að það sé þjóð­inni að kenna, ekki stjórn­mála­mönn­un­um. Að halda því bara fram að ástæðan sé sú að þjóðin hafi bara ekki náð því hversu góðir stjórn­mála­menn­irnir séu.

Þjóðin treystir ekki stjórn­völdum og það leysir ekki vanda­málið að láta eins og að það sé þjóð­inni að kenna, ekki stjórn­mála­mönn­un­um. Að halda því bara fram að ástæðan sé sú að þjóðin hafi bara ekki náð því hversu góðir stjórn­mála­menn­irnir séu. Eða að sökin liggi í nei­kvæðni fjöl­miðla og ill­mælgi sam­fé­lags­miðla­kóna.

Það skortir algjör­lega alla auð­mýkt gagn­vart því að almenn­ingur sé ekki heimsk hjörð sem fylgi múgæs­ingu í blindni. Almenn­ingur er nefni­lega ekki heimsk­ur. Þvert á móti er hann alltaf að verða upp­lýst­ari með betra aðgengi að upp­lýs­ing­um. Og þá upp­lýs­ingu notar hin vel gefna íslenska þjóð til að und­ir­byggja skoð­anir sínar betur og bet­ur.

Kann­an­irnar sem farið er yfir hér að ofan sýna að íslenskur almenn­ingur er ekki ánægður með það sem stjórn­mála­menn bera á borð fyrir hann. Þær eru að minnsta kosti skýr skila­boð til stjórn­mála­manna um að þeir þurfi að breyta því hvernig þeir vinna vinn­una sína. Sam­an­reikn­aðar sýna þær að stjórn­mál­unum hefur verið gefin fall­ein­kunn.

Ef stjórn­mála­menn­irnir sjá það ekki þá eru þeir ekki bara úr tengslum við almenn­ing, heldur úr tengslum við raun­veru­leik­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None