Verkalýðshreyfing og félagslegt lýðræði

Árni Páll Árnason
14079727391_30106ea5ce_z.jpg
Auglýsing

Í dag fögnum við alþjóð­legum bar­áttu­degi verka­lýðs­ins í skugga meiri átaka á vinnu­mark­aði en dæmi eru um hér á landi í ára­tugi. Við þessar aðstæður er áhugi á verka­lýðs­bar­áttu meiri en ég man eftir í langan tíma. Almennt launa­fólk finnur á eigin skinni afleið­ingar geng­is­falls krón­unnar og þjóðin er ekki til­búin að lifa í friði með sveiflu­kenndum gjald­miðli. Um það vitna átökin nú, rétt eins og óánægja skuldugra Íslend­inga með hækkun verð­tryggðra og geng­is­tryggðra lána und­an­farin ár.

Hin eilífa óvissa um kaupiðHver er þá leiðin áfram? Það er von að spurt sé. Við Íslend­ingar búum ein vest­rænna þjóða við full­komna óvissu um hver raun­veru­leg laun okkar verða í nán­ustu fram­tíð. Jafn­vel þótt kjara­samn­ingar skili kjara­bótum ræðst raun­veru­legur kaup­máttur af gengi krón­unn­ar. Og það er meiri háttar veð­mál að áætla það rétt fram í tím­ann. Þýskur eða franskur launa­maður veit með þokka­legri vissu hver kaup­máttur launa hans verður á samn­ings­tíma kjara­samn­inga. Það getur íslenskur launa­maður ekki.

Bar­áttan fyrir gjald­gengum gjald­miðli, sem heldur virði sínu, er því hluti stétta­bar­átt­unnar frá upp­hafi. Það er með ólík­indum að sigur í þeirri bar­áttu hafi ekki unn­ist enn.

Árið 1891 lagði Skúli Thorodd­sen fyrst fram á Alþingi frum­varp um greiðslu verk­kaups í gjald­gengum gjald­miðli. Það var sam­þykkt árið 1901. Við tók stutt tíma­bil þar sem fólk fékk greitt í gjald­gengum gjald­miðli, íslenskri krónu sem var jafn­gild þeirri dönsku og sænsku og tryggð með gulli. En með aðskiln­aði íslenskrar krónu frá hinni dönsku 1920 var íslenskt launa­fólk svipt þessum mik­il­væga rétti. Bar­áttan fyrir gjald­gengum gjald­miðli, sem heldur virði sínu, er því hluti stétta­bar­átt­unnar frá upp­hafi. Það er með ólík­indum að sigur í þeirri bar­áttu hafi ekki unn­ist enn.

Auglýsing

Íslensk verka­lýðs­hreyf­ing býr því við aðstæður sem eru ein­stæðar á Vest­ur­löndum og þarf að sýna mikla útsjón­ar­semi til að tryggja umbjóð­endum sínum full­nægj­andi ávinn­ing af kjara­samn­ing­um. Það er af þess­ari ástæðu sem aðkoma rík­is­valds að kjara­samn­ingum er óhjá­kvæmi­leg og bein­línis nauð­syn­leg, því rík­is­valdið hefur bæði skatt­lagn­ing­ar­valdið og ofbeldistólið sem felst í geng­is­skrán­ing­unni. Það er engin leið fyrir laun­þega­hreyf­ing­una að semja um kjara­bætur einar og sér, ef ekki eru settar ein­hverjar hömlur á það hvernig rík­is­stjórnin beitir þeim tækjum sem hún hefur tök á.

Ágrein­ing­ur­inn snýst um skipt­inguVið heyrum nú oft þessa dag­ana að launa­fólk þurfi að sýna ábyrgð og stilla kröfum í hóf. Slíkar kröfur eru inni­stæðu­lausar þegar fyr­ir­tækin í þeim greinum sem best standa sýna for­dæma­lausan hagnað og yfir­stjórnir skammta sér laun úr öllu sam­ræmi við það sem venju­legu fólki er boð­ið. Rányrkja vild­ar­vina á rík­is­eign­um, eins og í Borg­un­ar­mál­inu, vekur rétt­láta reiði alls sóma­kærs fólks. Rík­is­stjórnin nýtir ekki tæki­færi til að skapa þjóð­inni allri hámarks­arð af sam­eig­in­legum auð­lind­um.

Nú stendur ágrein­ing­ur­inn um skipt­ingu arðs­ins og um það með hvaða hætti almenn­ingur fær arð af sam­eig­in­legum auðlindum.

Einu sinni þurfti laun­þega­hreyf­ingin að stilla kröfum í hóf til að skapa þjóð­ar­á­tak til að end­ur­skipu­leggja efna­hags­lífið og skapa rekstr­ar­grunn fyrir atvinnu­starf­sem­ina. Þess vegna varð Þjóð­ar­sáttin fræga til. Nú er bless­un­ar­lega ekki þörf á því. Flestar atvinnu­greinar eru arð­samar og geta staðið undir alvöru vel­sæld. Nú stendur ágrein­ing­ur­inn um skipt­ingu arðs­ins og um það með hvaða hætti almenn­ingur fær arð af sam­eig­in­legum auð­lind­um. Ágrein­ing­ur­inn stendur líka við rík­is­stjórn sem hefur létt álögum af fyr­ir­tækjum sem helst geta greitt þær, aukið almenna greiðslu­þátt­töku fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu og skóla­göngu sem ætti að vera greidd úr sam­eig­in­legum sjóðum og flutt skatt­byrði á lægri tekju­hópa með til­færslum í skatt­kerf­inu.

Þennan ágrein­ing er óhjá­kvæmi­legt að leiða til lykta.

Leiðin fram á viðEina leiðin sem hentar íslenskum aðstæðum og getur skapað ein­hverja von fyrir íslenskt launa­fólk er hið sós­í­alde­mókrat­íska mód­el, módel hins félags­lega lýð­ræð­is. Við eigum að haga hag­stjórn og kjara­samn­ingum með sama hætti og hefur reynst svo afar vel á Norð­ur­lönd­unum enda hefur það aftur og aftur náð best að takast á við bæði upp­sveiflu og sam­drátt. Okkur hefur einnig tek­ist vel til þegar við höfum nýtt þetta kerfi. Til þess að það virki þarf ábyrga hag­stjórn, sem byggir á stöð­ug­leika, góðum aðgangi að erlendum mörk­uð­um. Hluti hennar er sam­ræmd launa­stefna sem ýtir undir hag­vöxt og fulla atvinnu og dregur úr launa­mun og tryggir að eng­inn verði skil­inn eft­ir. Það þarf líka umfangs­mikil vel­ferð­ar­kerfi, sem byggir á afkomu­trygg­ingu og aðgengi að þjón­ustu sem tryggir mikla atvinnu­þátt­töku og hreyf­an­leika launa­fólks, ódýra menntun og heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­þjón­ustu sem fjár­mögnuð er með sköttum og tryggir jafn­rétti í reynd. Og það þarf vel skipu­lagðan vinnu­markað, sem byggir á sam­spili milli laga­setn­ingar og kjara­samn­inga og öfl­ugri verka­lýðs­hreyf­ingu.

Þess vegna höfum við í Sam­fylk­ing­unni sam­þykkt að skuld­binda okkur til að stjórna á þennan veg í anda hins félags­lega lýð­ræð­is: Við munum í rík­is­stjórn setja okkur almenna efna­hags­stefnu með þessi mark­mið að leið­ar­ljósi og leggja hana fyrir sam­ráðs­vett­vang með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins. Að því loknu munum við ­leggja hana fyrir Alþingi og byggja hag­stjórn­ina á víð­tækri stefnu­mörkun til nokk­urra ára í senn. Ný vinnu­brögð og nýtt sam­tal um stefn­una áfram munu von­andi í fram­tíð­inni skapa betri grunn fyrir kjara­bar­áttu en átökin sem við upp­lifum þessar vikur og mán­uði.

Höf­undur er þing­maður og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None