Við eigum öll að berjast fyrir mannréttindum

Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir
9496829913_b0965616cd_o.jpg
Auglýsing

Það er ekki mikið leynd­ar­mál að ég er mik­ill jafn­rétt­is­sinni og ákveðin mann­eskja í því er kemur að því að berj­ast fyrir rétt­indum minni­hluta­hópa. Enda hefur það ein­hvern veg­inn alltaf verið eðli­legt fyrir mér. Ef ég á að vera hrein­skilin finnst mér erfitt að skilja hvernig það er ekki eðli­legt en nýleg umræða hefur svo sann­ar­lega gert mér grein fyrir því að það eru ekki allir á sama báti og ég.

Ég hef verið sér­stak­lega hávær í mínu sam­fé­lagi varð­andi mann­rétt­indi „hinseg­in“ fólks (LG­BTQI­A+) en það er mál­efni sem stendur mér nær vegna fjölda vina sem eru partur af LGBTQIA+ sam­fé­lag­inu. En þessi bar­átta mín og minna vina hefur vakið þær hug­myndir hjá ansi mörgum að sjálf sé ég lesbía. Mér stendur nú alveg á sama um það að fólk leyfi sér að giska á mína kyn­hneigð en ég skil ekki alveg þetta við­horf að þú getir ekki staðið upp fyrir rétt­indum ein­hvers ann­ars án þess að vera partur af hópnum sem staðið er upp fyr­ir. Af hverju þarf það að fylgja sög­unni að þú haldir að ég sé lesbía? Geta hvítir ekki staðið upp fyrir svarta? Geta karlar ekki staðið upp fyrir kon­ur? Getur gagn­kyn­hneigð mann­eskja ekki barist fyrir rétt­indum sam­kyn­hneigðra? Getur mann­eskja ekki barist fyrir mann­rétt­indum ann­arra?

Það vilja margir halda því fram að hómó­fóbía sé ekki lengur til í íslensku sam­fé­lagi. Svo­leiðis afneitun gerir engum gott.

Auglýsing

Sjálf langar mig alla­vega ekki búa í þannig heimi þar sem við berj­umst ekki fyrir rétt­indum hvers ann­ars. Mínir „hinseg­in“ fjöl­skyldu­með­limir og vinir eiga ekki að þurfa að hlusta á og lifa með þess­ari þröng­sýni sem gerir oft vart við sig í sam­fé­lag­inu. Ekki reyna að lít­il­lækka bar­áttu þeirra með því að segja „hún berst bara fyrir þessu því hún er pott­þétt lessa.“ Það er ekki það sem skiptir máli og kyn­hneigð þess er berst fyrir mál­staðnum er ekki meg­in­at­riðið - þínir fór­dómar eru vanda­mál­ið.

Það vilja margir halda því fram að hómó­fóbía sé ekki lengur til í íslensku sam­fé­lagi. Svo­leiðis afneitun gerir engum gott. Aðrir vilja meina að jöfn­uð­ur­inn sé „næg­ur“; að hómó­fóbían sé nógu lítil og þess vegna sé ekki þörf á umræð­unni leng­ur. En hvenær er jafn­rétti nógu mikið jafn­rétti? Alla­vega ekki þegar það er ekki orðið að algjöru jafn­rétti. Jafn­rétti er aldrei „næstum því,“ það verður að vera algjört.

Það sem ég var mest vör við þegar bar­áttan gegn for­dómum fór að gera vart við sig í mínu sam­fé­lagi, með stofnun Hinseg­in­fé­lags í fram­halds­skól­an­um, var hræðsla þeirra gagn­kyn­hneigðu við að taka þátt í henni, þá sér­stak­lega með félag­inu, en margir voru hræddir um það að ef þeir tækju þátt þá „munu allir halda að ég sé sam­kyn­hneigður líka“ - en mig langar að spyrja; væri það í alvör­unni endir­inn á heim­in­um? Skiptir meira máli að ein­hver viti að þú sért 100 pró­sent gagn­kyn­hneigður en að hinsegin fólk hljóti rétt­indin sem þau eiga ekki einu sinni að þurfa að berj­ast fyr­ir? Sjáið þið ekki að þetta segir okkur bara hvað vanda­málið er stórt - ef þið meikið það ekki að ein­hver gruni það að þið séuð hinseg­in, hvaða skila­boð er þá enn þá verið að senda til hinsegin fólks? Við þurfum að útrýma þeirri hugsun að það sé eitt­hvað skrítið við það að vera ekki gagn­kyn­hneigður og það sé endir­inn á heim­inum ef gagn­kyn­hneigð mann­eskja er talin sam­kyn­hneigð.

„Jóna og Stína eru hjón“ ætti að vera alveg jafn eðli­leg setn­ing í kennslu­bók grunn­skóla­nema og „Jón og Jón eru hjón.“

Hinsegin fólk er nefni­lega ekki vanda­mál­ið. Hinsegin fólk eyðir ekki tíma sínum í það að mana upp for­dóma í börnum og öðrum í kringum sig. Hinsegin fólk berst fyrir eigin mann­rétt­ind­um, mann­rétt­indum hvers ann­ars og eru sér­stak­lega núna að berj­ast fyrir því að hinsegin börn muni ekki alast upp við það að þau séu öðru­vísi, skrítin og ekki partur af hópnum eða sam­fé­lag­inu. Það er ekki verið að biðja um mikið - það er ekki verið að biðja um neitt - það er bara verið að benda á það að jafn­rétti ríkir ekki í okkar „full­komna“ sam­fé­lagi og koma með hug­myndir um það hvernig skuli breyta því. Það eru rétt­indi hvers og eins að upp­lifa sig öruggt og sam­þykkt í sínu sam­fé­lagi. Leyfum kom­andi kyn­slóðum að vera laus við for­dóma, þau fæð­ast nefni­lega ekki með þá.

„Jóna og Stína eru hjón“ ætti að vera alveg jafn eðli­leg setn­ing í kennslu­bók grunn­skóla­nema og „Jón og Jón eru hjón.“ Ef við gerum það að „norm­inu“ að það sé jafn eðli­legt að eiga tvo pabba eða tvær mömmur alveg eins og það er að eiga eina mömmu og einn pabba, þá útrýmir vanda­málið sér sjálft og sam­kyn­hneigðir krakkar þurfa aldrei að upp­lifa sig öðru­vísi og þar með mun þung­lyndi og sjálfs­vígs­hugs­anir meðal hinsegin barna snar­minn­ka, en sann­leik­ur­inn er sá að tíðni þeirra er ansi há. Þetta er svo aug­ljós lausn og þetta er svo auð­velt, það eina sem við þurfum að gera er opna aug­un, sjá og fram­kvæma.

Höf­undur er for­seti nem­enda­fé­lags Fram­halds­skól­ans í Austur Skafta­fells­sýslu.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None