Við getum ekki beðið lengur

Formaður Viðreisnar skrifar um loftslagsmál.

Auglýsing

Lofts­lags­málin verða að vera í brennid­epli hjá næstu rík­is­stjórn enda fékk mann­kynið „rauða aðvör­un“ í nýrri skýrslu IPCC eins og António Guterres aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna orð­aði það. Við­reisn mun berj­ast fyrir því að Ísland geri marg­falt betur en frá­far­andi rík­is­stjórn lagði upp með sinni stöðn­un­arpóli­tík. Kom­ist Við­reisn í rík­is­stjórn myndi flokk­ur­inn leggja áherslu á að ný aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum inni­héldi tíma­sett mark­mið fyrir ár hvert svo hægt verði að veita stjórn­völdum aðhald og sjá til þess að staðið sé við stóru orð­in. Það er ekki nóg að sam­dráttur í losun komi aðeins til vegna heims­far­ald­ur­s. 

Aðgerðir strax

Það er kýr­skýrt í okkar huga að lofts­lags­á­herslur verða að vera í for­grunni allrar ákvarð­ana­töku stjórn­valda. Líkt og við gerðum með jafn­rétt­is­mál­in. Við leggjum jafn­framt áherslu á að Ísland helm­ingi heild­ar­losun (með land­notk­un) á ára­tugs­fresti og verði þannig við ákalli vís­inda­sam­fé­lags­ins um að halda hlýnun innan 1,5C°.

Auglýsing
Það gerum við t.d. með hröðum orku­skiptum (ekki bara í vega­sam­gögnum - hugsum stærra en það), engum inn­flutn­ingi bens­ín- og dísil­bíla frá 2025, inn­leið­ingu hringrás­ar­hag­kerf­is, grænum hvöt­um, stuðn­ingi við virka ferða­máta og almenn­ings­sam­göngur og end­ur­heimt vot­lendis í stórum stíl. Þannig tryggjum við að lífs­nauð­syn­legum mark­miðum verði náð. Við getum ekki beðið leng­ur. 

Nýsköpun og græn störf

Alþjóð­leg sam­vinna er lyk­il­at­riði í lofts­lags­mál­unum t.d. með Evr­ópu­sam­band­inu. Nýsköpun í lofts­lags­geir­anum og græn störf innan hringrás­ar­hag­kerf­is­ins þurfa að vera okkar ær og kýr ef við viljum taka stór skref inn í fram­tíð­ina. Íslend­ingar eiga tölu­vert langa sögu og mikla þekk­ingu á sviði tækni­fram­fara í orku­mál­um. Til­koma Car­bfix, Car­bon Recycl­ing International og Cli­meworks hafa sýnt það skýrt að hér er frjór jarð­vegur fyrir ein­hverjar fram­sækn­ustu hug­myndir heims á þessu sviði. Við eigum að þora að veðja á þessi mik­il­vægu fyr­ir­tæki og hugsa stórt. Til við­bótar við sjálf­bæra orku­vinnslu þarf að end­ur­vinna fangað kolefni í nýjar vörur eða dæla því niður í berg. Þarna er mögu­lega „fjórða stoð hag­kerf­is­ins“ komin sem hefur verið leitað víða.

Brettum upp ermar og tökum stór skref strax!

Höf­undur er for­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar