Við getum ekki beðið lengur

Formaður Viðreisnar skrifar um loftslagsmál.

Auglýsing

Lofts­lags­málin verða að vera í brennid­epli hjá næstu rík­is­stjórn enda fékk mann­kynið „rauða aðvör­un“ í nýrri skýrslu IPCC eins og António Guterres aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna orð­aði það. Við­reisn mun berj­ast fyrir því að Ísland geri marg­falt betur en frá­far­andi rík­is­stjórn lagði upp með sinni stöðn­un­arpóli­tík. Kom­ist Við­reisn í rík­is­stjórn myndi flokk­ur­inn leggja áherslu á að ný aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum inni­héldi tíma­sett mark­mið fyrir ár hvert svo hægt verði að veita stjórn­völdum aðhald og sjá til þess að staðið sé við stóru orð­in. Það er ekki nóg að sam­dráttur í losun komi aðeins til vegna heims­far­ald­ur­s. 

Aðgerðir strax

Það er kýr­skýrt í okkar huga að lofts­lags­á­herslur verða að vera í for­grunni allrar ákvarð­ana­töku stjórn­valda. Líkt og við gerðum með jafn­rétt­is­mál­in. Við leggjum jafn­framt áherslu á að Ísland helm­ingi heild­ar­losun (með land­notk­un) á ára­tugs­fresti og verði þannig við ákalli vís­inda­sam­fé­lags­ins um að halda hlýnun innan 1,5C°.

Auglýsing
Það gerum við t.d. með hröðum orku­skiptum (ekki bara í vega­sam­gögnum - hugsum stærra en það), engum inn­flutn­ingi bens­ín- og dísil­bíla frá 2025, inn­leið­ingu hringrás­ar­hag­kerf­is, grænum hvöt­um, stuðn­ingi við virka ferða­máta og almenn­ings­sam­göngur og end­ur­heimt vot­lendis í stórum stíl. Þannig tryggjum við að lífs­nauð­syn­legum mark­miðum verði náð. Við getum ekki beðið leng­ur. 

Nýsköpun og græn störf

Alþjóð­leg sam­vinna er lyk­il­at­riði í lofts­lags­mál­unum t.d. með Evr­ópu­sam­band­inu. Nýsköpun í lofts­lags­geir­anum og græn störf innan hringrás­ar­hag­kerf­is­ins þurfa að vera okkar ær og kýr ef við viljum taka stór skref inn í fram­tíð­ina. Íslend­ingar eiga tölu­vert langa sögu og mikla þekk­ingu á sviði tækni­fram­fara í orku­mál­um. Til­koma Car­bfix, Car­bon Recycl­ing International og Cli­meworks hafa sýnt það skýrt að hér er frjór jarð­vegur fyrir ein­hverjar fram­sækn­ustu hug­myndir heims á þessu sviði. Við eigum að þora að veðja á þessi mik­il­vægu fyr­ir­tæki og hugsa stórt. Til við­bótar við sjálf­bæra orku­vinnslu þarf að end­ur­vinna fangað kolefni í nýjar vörur eða dæla því niður í berg. Þarna er mögu­lega „fjórða stoð hag­kerf­is­ins“ komin sem hefur verið leitað víða.

Brettum upp ermar og tökum stór skref strax!

Höf­undur er for­maður Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar