Spáð er að núverandi stefnur allra ríkja heimsins leiði okkur að tveggja gráðna hlýnun um 2050 og þriggja fyrir lok aldarinnar. En mögulega þriggja um 2050 og fjögurra seinna, ef við erum óheppnir.
Margt er óvisst og óvissa gerir allt erfiðara. En af því að teljandi líkur eru á að þriggja gráðna hlýnun komi í okkar ævi, þurfum við að búa okkur, þjóðina, ríkið og hagkerfið undir fyrir hana. Því snemma, því betra.
Hvernig eigum við að undirbúa? Og fyrir hvað?
Rannsóknir hafa ekki ennþá leitt að skýrum svörum, en ekki utan möguleika er að fjögurra gráðna veröld leyfi aðeins 500-1000 milljónum manns að lifa. Búast megi við milljónum flóttamanna til Evrópu, hungursneyð um heim og innflutningsröskunum á Íslandi.
En óvissan er mikil. Þess vegna þarf einnig að ríkið hefji rannsókn og birti skýrslur um þriggja og fjögurra gráðna veraldir og áhrif þeirra á Ísland. Þó að við Píratar í Sjálfbærnifélaginu hafi rætt margt í þessu máli í talsverðan tíma, er margt sem við vitum ekki og getum ekki áætlað. Aðeins ríkið, líklega, hefir efnið og aðgang að fræðimönnum til að meta málið almennilega.
Ísland hefir rafmagn, hita og menntað fólk, og (sennilega) loftslag sem hlýnar á landinu. Með þeim auðlindum gæti margt verið gert.
Höfundur er í framboði í prófkjöri Pírata í Reykjavík