Víða leynist viðurstyggðin

Örn Bárður Jónsson segist ekki skilja „hvers vegna flestir svonefndir guðleysingjar, skuli vera bókstafstrúar þegar kemur að Biblíunni“ og geri kröfu á kristið fólk um að gleypa „í heilu lagi alla Biblíuna með beinum, innyflum og öllu saman“.

Auglýsing

Mér finnst það ögn hryggi­legt að upp­lifa það að sumum guð­leys­ingjum er umhugað um að kristið fólk sé bók­stafstrúað eins og þeir eru sjálfir í afstöðu sinni til helgi­rita Gyð­inga og krist­inna manna, þegar þeir tala um fólk sem þeir fyr­ir­líta. Ég finn til með öll­um, sem eru bók­stafs­trú­ar, hver sem trú­ar­hóp­ur­inn er eða trú­leys­is­hóp­ur­inn.

Gamla testa­mentið er hryggjar­stykkið í bók­mennta­arfi Gyð­inga og þar kennir margra grasa. Þar er að finna sögur um lífs­bar­áttu og land­nám, ættir og ævi karla og kvenna, meið­ingar og mann­dráp, styggð­ar­yrði og stríð, valdaplott, pynt­ingar og frama­pot. Merki­legar sögur sem ætlað er að vera lyklar að skiln­ingi á eðli manna í þessum heimi. Og svo er líka ótrú­lega margt í bók­inni góðu um feg­urð mann­lífs og heims.

Kjarn­inn í bók­mennta­arfi okkar þjóðar eru Íslend­inga­sög­urnar og fleiri rit, bæði heiðin og krist­in. Þar kennir margra grasa og sumt er þar hart undir tönn og við­ur­styggi­legt eins og í Bibl­í­unni.

William Booth, sá merki maður og stofn­andi Hjálp­ræð­is­hers­ins, sagð­ist lesa Bibl­í­una á sama hátt og hann borð­aði ýsu. Hann sagð­ist tína beinin út úr sér og leggja þau á disk­barm­inn, en borða það sem melt­an­legt væri. Hann lét það sem sagt eiga sig sem hann skildi ekki.

Auglýsing

Í bók­mennta­arfi Íslend­inga er margt gott og væn­legt til eft­ir­breytni, en þar er líka ýmis­legt sem vinsa þarf frá og leggja á disk­barm­inn eins og t.d. texta um hefnd­ar­skyldu, barna­út­burð og að varpa öldruðum og lang­veikum fyrir ætt­ern­is­stapa, sem merkti að kasta þeim hrein­lega fyrir björg. 

Margt illt vék fyrir krist­inni mis­kunn og mildi í ald­anna rás, en auð­vitað er mann­skepnan söm við sig á öllum öld­um, for­dóma- og ofbeld­is­full. Þess vegna þarf stöðugt að boða henni feg­urð og halda að henni for­dóma­leysi.

Textar Bibl­í­unnar um sam­kyn­hneigð, bæði í hinu Gamla testa­menti og hinu Nýja, eru börn síns tíma og þeir textar eru ekki þeir einu sem vinsa ber frá og leggja til hlið­ar. Einnig þarfa að túlka þá með aðstoð vís­inda á sviði tungu­mála, félags­fræði, trú­ar­bragða­fræði, mann­fræði og sagn­fræði svo aðeins nokkur svið séu nefnd. 

Bibl­íu­fræð­ingar hafa hin síð­ari árin kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að textar Bibl­í­unnar þar sem sam­kyn­hneigð er for­dæmd séu flestir ef ekki allir um ofbeldi karla gegn öðrum körlum, einkum drengj­um. Text­arnir eru þar með ekki um ást tveggja ein­stak­linga af sama kyni.

Páll post­uli for­dæmdi slíkt ofbeldi á þeirri for­sendu að hann hafði fyrir augum í borg­ar­sam­fé­lagi þess tíma, sér­staka staði þar sem ungir drengir voru hafðir sem leik­föng karl­ar, sem mis­not­uðu þá, með "lög­legum" hætti og leyfi hins heiðna sam­fé­lags. 

Sam­kyn­hneigð í Íslend­inga­sög­un­um 

Særún Lísa Birg­is­dótt­ir, þjóð­fræð­ing­ur, sagði í við­tali í Vísi árið 2014:

„Reyndar er talað um sam­kyn­hneigð í Íslend­inga­sög­un­um, þar var versta níð sem hægt var að segja um mann að hann væri arg­ur, en eftir siða­skipti hverfa þeir gjör­sam­lega úr heim­ild­um.“

For­dóm­arnir voru líka til forðum daga. Mann­fólkið er samt við sig.

Og meira frá henn­i: 

Særún seg­ist munu fjalla [í fyr­ir­lestri sín­um] um hvernig þögg­unin hefur verið fylgi­fiskur sam­kyn­hneigðar frá örófi alda og hvað sam­kyn­hneigðir eru ósýni­legir í íslenskri sögu. „Ég tengi þetta við huldu­fólks- og úti­legu­manna­sög­ur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefni­lega ofið inn í þær, þannig að kannski er hægt, án allrar ábyrgð­ar, að setja á sig gler­augun og skoða sög­urnar okkar út frá þessum sjón­ar­hóli.“

Þöggun var einnig þekkt fyrr á öld­um. Við höfum ekk­ert breyst að eðli til en skoð­anir okkar breyt­ast ef við nennum að reita ill­gresið úr beðum hug­ans.

Með hvaða gler­augum les ég Bibl­í­una? Ég leit­ast við að lesa hana með augum Jesú Krists, ef svo má að orði kom­ast og þá styðst ég við texta, sem lýsa mis­kunn hans og elsku til fólks almennt talað og nota þá mynd af Jesú, sem guð­spjöllin birta til að vinsa svo frá það annað í Bibl­í­unni, sem ekki fellur að kær­leiks­ríkri mynd hans.

Hvers vegna lærir fólk akademíska guð­fræði árum sam­an? Svar mitt er: Til að læra við­ur­kennd­ar, akademískar, aðferðir til að lesa og túlka texta, þýða þá af einu tungu­máli yfir á ann­að, án þess að bjaga merk­ingu text­ans og svo til að geta vinsað úr og haldið hinu góða, en hafna hinu mann­fjand­sam­lega og illa. 

Auglýsing

Undir guð­fræði falla margar aðrar grein­ar, svo sem heim­speki, trú­ar­heim­speki, trú­ar­bragða­fræði, trú­ar­lífs­fé­lags­fræði, sið­fræði, kirkju­saga, forn tungu­mál eins og lat­ína, gríska og hebr­eska og svo sál­gæslu­fræði og margt fleira.

Þannig er það nú í líf­inu yfir­leitt að við veljum á milli skoð­ana, hvort sem þær eru á prenti eða í töl­uðu máli og þess vegna skil ég ekki, hvers vegna flestir svo­nefndir guð­leys­ingjar, skuli vera bók­stafs­trúar þegar kemur að Bibl­í­unni. Þeir krefj­ast þess og heimta, að við sem viljum hafa Krist að fyr­ir­mynd og leið­toga lífs­ins, að við gleypum í heilu lagi alla Bibl­í­una með bein­um, inn­yflum og öllu saman og froðu­fella af van­þóknum ef við segj­umst ekki taka hvað sem er sem gott og gilt úr Bibl­í­unni. Þeir leyfa okkur ekki að hafa val­frelsi, byggt á akademískum for­send­um.

Bók­stafs­trú­ar­menn eru víða og við­ur­styggð slíkrar trúar stingur sér niður í mann­líf­inu enda er hún af sama meiði og for­dómar yfir­höf­uð. Sumar kirkju­deildir eru haldnar alvar­legri trú­ar­villu sem birt­ist einkum í bók­stafs­legri túlkun Bibl­í­unnar og hluti Hæstiréttar Banda­ríkj­anna er t.d. meng­aður af sömu villu.

Þegar „búldu­leit­ir“ guð­leys­ingjar þvinga skoð­unum uppá aðra og heimta að fólk falli að stað­al­mynd bók­stafs­trú­ar­manns­ins, eru þeir í álíka sporum og bók­stafstrú­aðir hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ara vestra. 

Sumir guð­leys­ingjar ger­ast þar með sekir um ofbeldi, sem beitt er með orðum og ljótum yfir­lýs­ingum um fólk, sem hefur aðrar lífs­skoð­anir en þeir sjálf­ir.

Já, víða leyn­ist hún, við­ur­styggð­in.

Höf­undur er fv. sókn­ar­prestur

Hér má hlusta höf­und lesa grein­ina

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar