Vonlaus barátta kvenna?

aku.jpg
Auglýsing

„Á haust­dögum árið 2002 var Aflið stofnað af nokkrum kjörk­uðum kon­um, konum sem sumar eru enn starf­andi þar, jafn­vel með litlum sem engum hléum, nú í 11 ár. Starfið tekur sinn toll og ekki allir þola álagið og í ofaná­lag að þurfa að berj­ast fyrir hverri krónu er ekki boð­leg­t.“Þetta skrif­aði Sig­rún Sig­urð­ar­dótt­ir, dokt­or­snemi í lýð­heilsu­fræð­um, í blaða­grein vorið 2013.

Sóley Björk Stefánsdóttir, gjaldkeri Aflsins. Sóley Björk Stef­áns­dótt­ir, gjald­keri Aflsins.

Þá hafði ég nýlega tekið sæti í stjórn Aflsins. Ég er ein af þeim heppnu konum sem hafa ekki orðið fyrir alvar­legu kyn­ferð­is- eða kyn­bundnu ofbeldi á lífs­leið­inni. Ég hef því mikið lært á síð­ustu tveimur árum en þrátt fyrir að margt mjög slá­andi hafi borið að augum og eyrum þennan tíma stendur eitt upp úr; hversu ótrú­lega tæpt rekstur Aflsins stendur og hversu ótrú­lega blint rík­is­valdið er að trúa því að örfáar konur muni geta sinnt þessum störfum til lengdar af hug­sjón­inni einni sam­an.

Auglýsing

Hvernig hefur þetta þá gengið upp öll þessi ár? Mitt svar er: Það hefur alls ekki gert það. Hvert ár sem líður færir okkur nær því að þessar konur gef­ist upp. Hvernig er til dæmis hægt að kom­ast upp með það að greiða konu 20.000 kr. verk­taka­greiðslu á mán­uði fyrir að sinna síma­vakt allan sól­ar­hring­inn alla daga?

Kon­urnar sem starfa fyrir Aflið hugsa mun meira um skjól­stæð­inga sína en pen­inga og hafa í raun tekið þegj­andi þeim nið­ur­skurði á fram­lagi rík­is­ins sem orðið hefur frá hruni þrátt fyrir að skjól­stæð­ing­arnir séu nú marg­falt fleiri. Það hefur því verið for­gangs­at­riði að koma þeim skila­boðum til stjórn­valda að verði rekstr­arfé ekki aukið er ólík­legt að Aflið muni starfa í mörg ár til við­bót­ar.

Sóknin hófst með því að vel­ferð­ar­nefnd Alþingis kom í heim­sókn til Aflsins, þar sem staðan var kynnt. Það var aug­ljóst að nefnd­ar­fólk var mjög slegið yfir stöðu Aflsins. Fund­inum var fylgt eftir með tölvu­pósti á alla nefnd­ar­með­limi. Í kjöl­farið barst okkur tölvu­póstur frá for­manni nefnd­ar­inn­ar, sem hófst á orð­un­um: „Við í vel­ferð­ar­nefnd gerum okkur grein fyrir að staða Aflsins er alvar­leg.“ Þetta var 7. júlí 2014.

Skemmst er frá því að segja að við glödd­umst mjög við að vel­ferð­ar­nefnd skyldi sýna mál­inu svo mik­inn skiln­ing og tví­efld­umst í þeirri hug­sjón að bjarga starf­semi Aflsins með því að koma ráða­mönnum í skiln­ing um mik­il­vægi starf­sem­innar og alvar­lega fjár­hags­stöðu Aflsins.

Eygló Harð­ar­dóttir vel­ferð­ar­ráð­herra ber ábyrgð á þeirri ákvörðun að skera fjár­fram­lög til Aflsins við nögl. Hver eru skila­boð hennar til lands­byggð­ar­innar með þessu? Er það ekki þess virði fyrir okkur sem sam­fé­lag að berj­ast gegn ofbeldi og styðja þolendur?

 

Við sendum bréf til þing­manna og áttum fundi og sím­töl við þá þing­menn sem sýndu mál­inu áhuga, en þar má sér­stak­lega nefna Bryn­hildi Pét­urs­dóttur og Lilju Raf­n­eyju Magn­ús­dótt­ur. Við skrif­uðum greinar í blöð og töl­uðum okkur hásar á alls konar fund­um, sveit­ar­stjórn­ar­fólk tal­aði máli okkar inni í þing­flokk­um, bæj­ar­stjór­inn á Akur­eyri ræddi málið sér­stak­lega á fundi með þing­mönnum kjör­dæm­is­ins og svo mætti lengi telja.

Á alþjóða mann­rétt­inda­deg­in­um, 10. des­em­ber síð­ast­liðn­um, í kjöl­far 16 daga átaks gegn kyn­bundnu ofbeldi, var sett af stað söfnun und­ir­skrifta við bréf til þing­manna þar sem farið var fram á aukin fjár­fram­lög til Aflsins.

Við söfn­uðum saman umsögnum frá sam­starfs­að­ilum okk­ar, þ.e. lög­regl­unni á Akur­eyri, slysa- og bráða­mót­tök­unni, geð­deild sjúkra­húss­ins, Símey, Kvenna­at­hvarf­inu í Reykja­vík og fleirum, sem stað­festu mik­il­vægi starf­semi Aflsins.

Óhætt er að segja að við höfum fengið sam­fé­lagið til að tala máli okk­ar. Þess vegna urðu von­brigðin ólýs­an­leg þegar bréf barst frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu síð­ast­lið­inn föstu­dag um að fram­lag rík­is­ins til rekstrar Aflsins árið 2015 yrði þrjár millj­ón­ir. Þetta er einni milljón minna en fram­lag rík­is­ins til rekstr­ar­ins árið 2014.

Þetta er ekki síst ein­kenni­legt þegar borin eru saman fram­lög rík­is­ins til Stíga­móta og Kvenna­at­hvarfs­ins í Reykja­vík en þessi sam­tök fengu 150 millj­ónir til að halda úti sinni mik­il­vægu þjón­ustu, og eru ekki ofalin af því.

Eygló Harð­ar­dóttir vel­ferð­ar­ráð­herra ber ábyrgð á þeirri ákvörðun að skera fjár­fram­lög til Aflsins við nögl. Hver eru skila­boð hennar til lands­byggð­ar­innar með þessu? Er það ekki þess virði fyrir okkur sem sam­fé­lag að berj­ast gegn ofbeldi og styðja þolend­ur?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None