Táningar á flótta frá Afganistan

Herdís Sigurgrímsdóttir
Meirihluti afganskra flóttamanna sem hafa sótt um hæli í Evrópu á þessu ári eru táningsstrákar undir 18 ára aldri sem koma án forráðamanna.
Meirihluti afganskra flóttamanna sem hafa sótt um hæli í Evrópu á þessu ári eru táningsstrákar undir 18 ára aldri sem koma án forráðamanna.
Auglýsing

Síð­ustu vik­urnar hefur nýtt land verið að sigla fram úr Sýr­landi í flótta­manna­töl­fræð­inni. Það er reyndar varla hægt að tala um nýtt flótta­manna­land, því Afganistan tróndi lengi vel á toppi list­ans yfir flesta lands­menn á flótta utan eigin landamæra. Fyrir tæpu ári síðan tók Sýr­land þetta dap­ur­lega topp­sæti, sem Afganistan hafði þá haldið óslitið í rúma þrjá ára­tug­i. Sýr­lend­ing­arnir voru lengi vel fjöl­menn­astir í yfir­fylltum gúmmí­bát­unum til Grikk­lands, en nú eru Afg­an­irnir líka farnir að fjöl­menna til Evr­ópu. Á öðrum árs­fjórð­ungi í ár komu 13% hæl­is­um­sókna í ESB-lönd­unum frá Afgön­um, en á tíma í fyrra voru Afg­anir ein­ungis um 5% hæl­is­leit­enda. Þetta helst í hendur við vax­andi ofbeldi og von­leysi í Afganist­an. Meiri­hluti afganskra flótta­manna sem hafa sótt um hæli í Evr­ópu á þessu ári eru tán­ings­strákar undir 18 ára aldri sem koma án for­ráða­manna. 

Börn og ung­lingar í meiri­hluta

Í Sví­þjóð eru 64% þeirra Afgana sem hafa sótt um hæli fyrstu tíu mán­uði árs­ins undir 18 ára aldri og komu án fylgdar full­orð­inna. Þó að sýr­lenskir flótta­menn séu á heild­ina litið 80% fleiri en afganskir, þá eru börn og tán­ingar án fylgd­ar nærri 5 sinnum fleiri frá Afganistan en frá Sýr­landi. Í Nor­egi lætur nærri að 6 sinnum fleiri afgönsk börn og tán­ingar hafi sótt um hæli án for­ráða­manna, held­ur en sýr­lenskir jafn­aldrar þeirra. 55% afganskra hæl­is­leit­enda í Nor­egi á þessu ári eru ólög­ráða og fylgd­ar­laus­ir. 

Flestir hinna fylgd­ar­lausu eru strákar á aldr­inum 14-17 ára en stúlkum fer fjölg­andi. Sumir lögðu upp í ferð­ina án fylgdar full­orð­inna en aðrir hafa mis­st fjöl­skyld­una á leið­inni. Fyrri hóp­ur­inn stendur betur að vígi en sá síð­ari; er bet­ur búinn undir það sem fyrir hendi ber. Þeir sem glíma við ást­vina­missi til við­bót­ar við minn­ingar um martraða­kennt ferða­lag eru ber­skjald­aðri og eiga erf­ið­ara með að fóta sig.  

Auglýsing

Graf

Ofbeld­issagan end­ur­tekur sig

Í Afganistan hafa verið vopnuð átök óslitið frá 1980, hvort heldur sem er stað­bundin eða alltum­lykj­andi. Fólk sem nú er 35 ára hefur aldrei upp­lifað að það ríki friður í land­inu þeirra. Vonin sem margir höfðu eftir 2001 er nú að blikna. Alþjóða­að­stoðin fer þverr­andi, stríðs­á­tökin breiða úr sér og hríð­in harðn­ar. Tali­banar eru að klofna í tvær fylk­ing­ar, íslamska ríkið að sækja í sig drengir veðrið og aðrir hryðju­verka­hópar, gamlir og nýir, halda áfram að berj­ast bæði inn­byrðis og allir sem einn við örygg­is­sveitir afganska rík­is­ins. Við þetta bæt­ist að gamlir stríðs­herrar eru farnir að safna liði og fægja riffl­ana. 

Vara­for­seti lands­ins, hinn alræmdi Ras­hid Dost­um, er á ný lagstur í hernað með sínum einka­sveitum gegn hryðju­verka­hópum á heima­slóð­unum í Norð­vest­ur-Afganist­an. Staðan er í stuttu máli flókin og versn­and­i. 

Sífellt fleiri óbreyttir borg­arar missa lífið í átök­un­um. 2014 var metár og allt bendir til að enn fleiri verði fyrir kúlum og sprengjum í ár. Að auki færast mann­rán og morð á grund­velli þjóð­ar­brots og trúar í auk­ana. Þjóð­flokk­ur­inn Haz­ara er sér­stak­lega ugg­andi. Þeir eru flestir sjíamúslimar og hafa því iðu­lega orðið fyrir ofsóknum ofbeld­is­hópa. Þess gætir nú þeg­ar, enn á ný. 

Afg­anir eru brennda barnið sem forð­ast eld­inn. Þeir sjá í hvað stefn­ir; þekkja það allt of vel af sárri raun. Þeir sem hafa á því nokkur tök eru farnir að hugsa sér til hreyf­ings. Gleymum því ekki að margir með afganskt rík­is­fang hafa lengi verið flótta­menn í nágranna­lönd­unum Íran og Pakistan, sem og öðrum lönd­um. Það er mjög ótrygg staða, erfitt að draga fram lífið og stöðugar hót­anir um að verða sendur heim. Í síð­ustu viku til­kynnti Pakistan að nú væri nóg komið og kynnti tveggja ára áætlun um að senda alla afganska flótta­menn aftur til heima­lands­ins. Margir þess­ara hafa verið í Pakistan í 30 ár. Guar­dian sagði einnig nýlega frá því að Íran sendi afganska flótta­menn til Sýr­lands til að berj­ast við hlið sýr­lenska hers­ins.  

Hvers vegna flýja svona margir ungir?

Í Afganistan hefur fjöl­skyldan mikil áhrif í lífi ein­stak­ling­anna og eldri með­lim­ir taka gjarnan stórar ákvarð­anir fyrir hönd hinna yngri eða hefur í það minnsta mikil áhrif á þeirra eigin ákvarð­an­ir. Þannig er það í til­viki margra þess­ara ung­linga. Fjöl­skyldan hefur sent þá af stað, safnað pen­ingum eða fengið lán­að, til þess að einn úr fjöl­skyld­unni eigi mögu­leika á betri fram­tíð. Vonir um betri atvinnu­mögu­leika og rýmri fjár­for­ráð í nýju landi eru hluti af ástæð­unni. Margir hugsa sér eflaust einnig að sá sem fer, geti unnið og sent pen­inga heim þeg­ar harðnar í ári hjá fjöl­skyld­unn­i. En þetta er ekki bara gróða­á­ætl­un. Farid Ghi­ami vinnur með ósjálf­ráða tán­ings­flótta­mönnum sem fengið hafa hæli í Nor­egi. Hann útskýrir fyr­ir Kjarn­anum að það að senda unga menn úr landi sé í og með hugsað til að bjarga lífi þeirra og fram­tíð. Afganskar fjöl­skyldur vita af sárri raun að þegar átök­in harðna, þá eru ungir menn bæði skot­skífur og mark­hópar ofbeld­isafl­anna. Þeg­ar ofbeld­is­menn kveðja dyra, þá er ungum mönnum stillt fyrst upp við vegg­inn. Í nauð eða af nauð­ung ganga margir til liðs við hópana, af því það er enga aðra vinnu að fá eða af því ann­ars bíður þeirra bráður dauði. Farid kom sjálfur til Nor­egs sem flótta­maður frá Afganistan í lok síð­ustu ald­ar.

Glans­sögur á Face­book

Margir í Afganistan gera sér ekki grein fyrir öllum hætt­unum sem leyn­ast á veg­in­um, útskýrir Farid, og aðrir Afg­anir sem Kjarn­inn ræðir við taka undir það. 

Á sam­fé­lags­miðl­unum kemur nán­ast ein­vörð­ungu fram að grasið sé grænna hinu meg­in, ekki að leiðin þangað sé háska­leg. Margir sem að heiman fara finnst þeir bera skyldu gagn­vart fjöl­skyld­unni; þetta verði að heppn­ast. Þeir freist­ast til að leyna erf­ið­leik­unum á leið­inni og fegra mynd­ina af nýju lífi á nýjum stað. Smygl­arar sem hafa lifi­brauð af að sel­flytja fólk birta glans­sögur af gulli og grænum skógum sem bíða á Vest­ur­lönd­um. Þeir gefa vill­andi upp­lýs­ingar um útlend­inga­lög­gjöf Evr­ópu­land­anna, til að láta sem mögu­leik­arnir á hæli og land­vist­ar­leyfi séu meiri en þeir eru. 

Sagan af Ali Farid segir okkur einnig sög­una af hinum 16 ára Ali, sem kom nýverið til Nor­egs, aleinn. Fjöl­skyldan hans og hann tóku ákvörð­un­ina í sam­ein­ingu. Þegar tali­ban­ar voru við völd 1994-1996 flúðu for­eldr­arnir frá Kabúl til Maz­ar-e-S­harif í Norð­ur-Afganist­an. Lífið var erfitt. Nú þykir for­eldr­unum staðan í Afganistan farin að líkj­ast þeim tímum ugg­væn­lega mik­ið. Þau vita að ung­lings­strákar eins og Ali eiga á hættu að vera þving­aðir til að ganga í upp­reisn­ar­sveitir eða hrein­lega að vera drepnir af því þeir til­heyra ákveðnu þjóð­ar­broti eða þjóð­fé­lags­hópi. Saga Alis speglar veru­leika margra af fylgd­ar­lausu tán­ings­flótta­mönn­un­um.

 

For­eldrar hans líta sem svo á að með því að senda hann úr landi séu þau ekki ein­ungis að gefa honum mögu­leika á bjart­ari fram­tíð, heldur hrein­lega að gefa honum líf. Þau eru að bjarga honum frá hætt­unum sem þau þekkja. Þau grun­ar ekki hvaða hættur bíða hans á för­inn­i. Ali ferð­ast með bíl­um, bát­um, vöru­bíl­um, rút­um, lestum og á tveimur jafn­fljót­u­m. 

Leiðin liggur gegnum Íran, Tyrk­land, Grikk­land, Búlgar­íu, Rúm­en­íu, Aust­ur­rík­i, Þýska­land, Dan­mörku, Sví­þjóð og loks til Nor­egs. Á leið­inni upp­lifir ung­ling­ur­inn Ali margt sem ásækir hann síð­an. 

Martraða­kenndar minn­ingar

Á tíu tíma göngu frá Íran til Tyrk­lands liggur leiðin í gegnum skóg og yfir fjall í kolniða­myrkri. Það eru engin ljós, til að landamæra­verðir sjái ekki til þeirra. Ali er þar í hópi 50 flótta­manna á öllum aldri. Fátt af göngu­fólk­inu var und­ir­bú­ið undir svo langa og erf­iða göngu en smygl­ar­arnir slógu fólk sem var að þrot­um kom­ið. Allur matur og vatn var búið og eng­inn vissi hversu langa leið þau ættu fyrir hönd­um. Fáir þorðu að spyrja smyglar­ana, bæði út af tungu­mála­örð­ug­leikum en þó sér­stak­lega til að forð­ast bar­smíðar að óþörfu. 

Og svo var það báts­ferðin til Grikk­lands. Fjöl­skylda Alis sendi smygl­ur­un­um pen­inga, 2500 doll­ara. Þeir lof­uðu góðum og öruggum báti. Ekki fleiri en 10 far­þeg­ar, sögðu þeir, en þá kostar farið líka meira. Á strönd­inni það kvöld er samt rúm­lega 23 flótta­mönnum hrúgað saman í lít­inn gúmmí­bát. Enn á ný ferð­ast fólkið í niða­myrkri. Mönn­unum í hópnum er skipað að róa frá landi, til að mót­or­hljóðið kæmi ekki lög­regl­unni á spor­ið. Þeir róa í drjúga stund og eru komnir langt frá landi þegar fólkið upp­götvar að það er alls eng­inn utan­borðs­mótor á bátn­um. Þarna er orðið verra í sjó­inn og fólkið eys með öllu til­tæku. Allir um borð eru orðnir gegn­drepa og kald­ir. Það kemur til slags­mála og ein­hver eða ein­hverjir detta í sjó­inn. 

Þá tekur fólkið eftir að loftið er að leka úr gúmmí­bátn­um. Allir lenda í köldum og dimmum sjón­um. Ali missir þá litlu von sem hann átti eft­ir, hatar for­eld­rana, sjálfan sig og lífið allt. Getur lífið í Evr­ópu verið svona mik­ils virði? Í kring­um hann öskrar dauð­hrætt fólkið og biður bæn­ir. Börnin gráta hástöf­um. 

Þau halda hóp­inn, fljót­andi í björg­un­ar­vestum í myrkum sjónum og eftir drjúga stund heyra þau þyrlu­hljóð. Þeim er bjargað í land af tveimur grískum lög­reglu­bát­um. Lög­reglu­menn­irnir vilja helst skila þeim aftur í land í Tyrk­landi en fólkið biður um hæli, svo það er sent til eitt af risa­stórum skrán­ing­ar­stöðum á grísku strönd­inni. Ali stansar stutt og heldur áfram ferð­inni. Eftir sex mán­aða ferða­lag kemur hann til Nor­egs, aleinn með erf­iðar minn­ing­ar, til­finn­ingar og áhyggj­ur.

Erfitt og auð­mýkj­andi ald­urs­mat Í stað­inn fyrir hina öruggu höfn sem hann hélt að Nor­egur myndi verða, upp­lifir hann mót­tök­urnar sem auð­mýkj­andi. Hann er yfir­heyrður og þukl­aður af örygg­is­fólki. Hann þarf að fara í ýmiss konar rann­sóknir á lík­ama og sál til að reyna að stað­festa hversu gam­all hann er. Síðan er hann sendur á milli hæl­is­leit­enda­húsa án þess að hafa neina stjórn yfir eigin örlögum eða íveru­stað. Norskar reglur skylda hæl­is­leit­endur til að búa á þar til gerðum gisti­stöðum á vegum rík­is­ins. 

Hvað ertu eig­in­lega gam­all? 

New York Times hefur eftir þýskum landamæra­vörðum að 1. jan­úar 1999 sé áber­andi algengastur skráðra afmæl­is­daga hæl­is­leit­enda þessa dag­ana. „Einmitt! Þú og allir vinir þínir eru 17 ára,” segir lög­reglu­maður á landamæra­stöð­inni í Passau í Þýska­landi. “Veistu hvað ég heyri þetta oft á dag?” Í grein New York Times er einnig góð lýs­ing á algengum aðferðum við ald­urs­mat á tán­ing­um. Margir hæl­is­leit­endur segj­ast vera undir 18 ára aldri. Sumir eru í alvöru svo ung­ir. Aðrir nota það efa­laust sem yfir­skyn. Ólög­ráða hæl­is­leit­endur fá mild­ari með­ferð og meiri stuðn­ing; hversu mik­ill mun­ur­inn er fer eftir mót­tök­u­lönd­um. Í Afganistan er heldur alls ekki óal­gengt að fólk viti ekki hvenær það var fætt. Þar er engin þjóð­skrá eða ígildi kirkju­bóka sem halda utan um fæð­ing­ar­daga eða aldur fólks. 

Það er hins vegar engin þörf á að draga í efa að það eru margir óharðn­að­ir ung­lingar og börn, margir á aldr­inum 11-14 ára, sem koma einir til Vest­ur­landa þessa dag­ana. Sumir fóru einir af stað eða með jafn­aldra. Aðrir hafa mis­st for­eld­rana á leið­inni. Þeir eiga það sam­eig­in­legt að þurfa mikla aðstoð til að kom­ast yfir erf­iða lífs­reynslu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None