Sprengjuhótanir valda usla í Rússlandi

Hryðjuverkaógn er næstum áþreifanleg í Moskvu, þar sem Ómar Þorgeirsson, sagn- og markaðsfræðingur, er búsettur. Viðbúnaðarstig hefur nú verið hækkað í Moskvu vegna vaxandi ógnar.

Ómar Þorgeirsson
Moskva.
Auglýsing

Rúss­neskir ­fjöl­miðlar greina nú frá miklum fjölda sprengju­hót­ana sem ýmist hafa borist til­ lög­gæslu­að­ila eða umsjón­ar­manna sam­göngu­mann­virkja, hót­ela og versl­un­ar­mið­stöðva í Moskvu og fleiri stórum borgum Rúss­lands síð­ustu daga. ­Sér­stök deild á vegum rúss­nesku alrík­is­lög­regl­unnar FSB, sér­hæfð í vörnum gegn hryðju­verk­um, til­kynnti að allt ­ör­ygg­is­eft­ir­lit hafi nú verið hert í Rúss­landi. Við­bún­að­ar­stig hefur því víða verið hækkað og Inter­fax-frétta­stofan greinir meðal ann­ars frá­ því að löggæslu­að­il­ar í Moskvu séu að vinna á svoköll­uðu „neyð­ar­stig­i”.

Nú þegar rúss­nesk stjórn­völd hafa enn fremur „rofið þögn­ina” og stað­fest að um hryðju­verk hafi verið að ræða þegar flug 7K9268 hrap­aði á Sína­í-skaga í lok ­síð­asta mán­aðar má búast við því að ótti grípi um sig meðal almenn­ings í Rúss­landi. Eins og sagði í umfjöllun rúss­neska vef­mið­ils­ins gazeta.ru um mál­ið. „Morð á sak­lausum rúss­neskum ­borg­urum færir stríðs­á­tök, sem áður sýnd­ust vera langt í burtu, beint heim að dyrum til Rússa. Ítrek­að­ar­ hót­anir Ríki íslams um hryðju­verka­árás í Rúss­landi og hryðju­verka­árás­ir ­sam­tak­anna í Beirút á fimmtu­dag­inn og París á föstu­dag­inn útskýra einnig hina ­vax­andi hryðju­verkaógn og ótt­ann sem henni fylg­ir. 

Smolenskaya-lestarstöðinni var lokað á háannatíma síðdegis á mánudag eftir að sprengjuhótun barst lögreglu. Lestarstöðin er staðsett í miðborg Moskvu en í bakgrunni má sjá glitta í byggingu utanríkisráðuneytis Rússlands. Mynd: Ómar.

Sprengju­hót­an­ir til rann­sóknar

RIA Novost­i-frétta­stofan greinir frá því að um 500 manns hafi verið látnir yfir­gefa K­ur­sky-­lest­ar­stöð­ina í Moskvu í flýti í kjöl­farið á sprengju­hótun sem barst lög­reglu kl. 06.36 að stað­ar­tíma á mánu­dags­morg­un. Seinna um dag­inn var svo sama upp á ten­ingnum á bæði Yaroslav­sky-­lest­ar­stöð­inni og hinni fjöl­förn­u Smo­lenska­ya-­lest­ar­stöð í mið­borg Moskvu. Áður höfðu Koltsovo-flug­völl­ur­inn í Eka­ter­in­burg, Kosmos-hót­elið í Moskvu og Voros­hilov-versl­un­ar­mið­stöðin í Vol­gograd einnig verið rýmd vegna svip­aðra sprengju­hót­ana síð­ustu daga.

Auglýsing

Ástæð­ur­ ­fyrir sprengju­hót­unum eru í grunn­inn aðeins af tvennum toga. Annað hvort veit sá sem til­kynnir hót­un­ina af sprengju og vill að ein­hverjum sökum láta vita af henni eða að við­kom­andi er að ljúga í þeim til­gangi að  valda ótta og ringul­reið. Til þessa hafa engar sprengjur fund­ist á fyrr­nefndum stöðum og engan sak­að. Í ljósi atburða ­síð­ustu daga er sprengju­hót­un­unum þó tekið mjög alvar­lega af rúss­neskum ­yf­ir­völdum og rann­sókn á þeim stendur nú yfir að sögn Tass-frétta­stof­unn­ar.

Rúss­land ­yf­ir­lýst skot­mark Ríki íslams

Hern­að­ar­í­hlut­un Rússa í Sýr­landi hefur gert það að verkum að Rúss­land er hvað eftir annað nefn­t ­sem hugs­an­legur vett­vangur hryðju­verka­árása, ef marka má áróð­urs­mynd­bönd á vegum Ríki íslams. Sér­stak­lega hefur hót­un­unum fjölgað í kjöl­farið á ákvörð­un Pútíns að heim­ila fram­kvæmd loft­árása á valin skot­mörk í Sýr­landi í lok sept­em­ber.

Á síð­asta fimmtu­dag birt­ist nýtt tæp­lega fimm mín­útna langt áróð­urs­mynd­band frá­ ­Ríki íslams undir titl­inum „Brátt, mjög brátt mun blóð fljóta eins og haf” en þar bein­ast hót­anir sér­stak­lega að Rúss­um. „Evr­ópa skelf­ur, Rúss­land mun deyja. Kremlin verður okk­ar. Við munum end­ur­heimta Kákasus aftur frá myrkra­öfl­u­m,” ­segir meðal ann­ars í mynd­band­inu. En hót­an­irnar eru að stórum hluta fluttar á rúss­nesku, með mynd­brotum af rúss­neskum borgum og bygg­ing­um. Athygli vakti hins ­vegar að ekk­ert var minnst á flug­hrap rúss­nesku far­þega­þot­unnar á Sína­í-skaga í mynd­band­inu. Banda­ríska sjón­varps­stöðin CNN telur að ástæðan geti hugs­an­lega verið sú að hryðju­verka­árásin hafi ekki verið skipu­lögð og fram­kvæmd af aðil­u­m frá höf­uð­stöðvum Ríkis íslam. Jafn­vel að egyp­sku hryðju­verka­sam­tökin Ansar Bait al-Maqd­is, sem eru hlið­holl Ríki íslams, komi þar til greina en sam­tökin hafa sjálf lýst yfir ábyrð á flug­hrap­inu.

Mikil þjóðarsorg hefur ríkt í Rússlandi síðan flughrapið á Sínaí-skaga átti sér stað í lok október. Síðar hafa rússnesk stjórnvöld staðfest að hryðjuverkaárás grandaði farþegaþotunni. Í Moskvu voru blóm og bangsar lagðir til minningar um hina 224 sem létust.

Rúss­nesk ­stjórn­völd hafa ekki tjáð sig sér­stak­lega um efn­is­tök mynd­bands Ríki íslams en hót­an­irnar hafa án vafa vakið óhug margra í Rúss­landi. Sér­stak­lega í ljósi þess að um sjö þús­und víga­menn í her­sveitum Ríki íslams eru rúss­neskir rík­is­borg­ar­ar eða frá löndum sem áður til­heyrðu Sov­ét­ríkj­un­um, sam­kvæmt heim­ildum rúss­nesku al­rík­is­lög­regl­unni. Þekk­ing þeirra á rúss­neskum land­háttum gæti því nýst hryðju­verka­sam­tök­unum vel við skipu­lagn­ingu hugs­an­legra voða­verka sinna í land­inu.

Ótt­inn við hið óþekkta

Rúss­ar hafa marga fjör­una sopið vegna hryðju­verka­árása í gegnum tíð­ina. Nær árlega ber­ast fregnir af hryðju­verka­árásum þar sem almennir borg­arar í Rúss­landi láta lífið og oft skammt stórra högga á milli. Á síð­ustu fimmtán til sextán árum hafa ýmsir upp­reisn­ar­hópar frá sjálf­stjórn­ar­lýð­veld­inu Tétén­íu, í norð­ur­hluta Kákasus­fjalla, verið áber­andi á meðal þeirra aðila sem lýst hafa ábyrgð á hryðju­verka­árásum í Rúss­landi. Í fyrstu voru það aðal­lega hópar að­skiln­að­ar­sinna sem börð­ust fyrir sjálf­stæði frá Rúss­landi. Síðar hafa ýms­ir öfga­hópar rót­tækra múslima frá Kákasus-­svæð­inu látið til sín taka af ýmsum­ ó­líkum ástæðum sem ekki verða útli­staðar hér.

Nú ­leikur alþjóða­sam­fé­lagið hins vegar á reiði­skjálfi útaf ógn­inni sem stafar af ­Ríki íslams og Rúss­land er þar engin und­an­tekn­ing. Rúss­ar hafa grátið og vottað fórn­ar­lömbum hryðju­verka­ára­ása í París og víðar sam­úð sína. Á meðan þeir eru sjálfir að sjálfir að syrgja og ná áttum eftir frá­fall hinna 224 sem lét­ust á Sína­í-skaga fyrir rúmum tveimur vik­um. Eng­inn and­stæð­ingur hryðju­verka­sam­tak­anna veit með vissu hvort, hvar eða hvenær þau muni beita mis­kunn­ar­lausum eyði­legg­ing­ar­mætti sínum aft­ur. Ótt­inn við hið ó­þekkta er raunar nú þegar far­inn að hafa áhrif á líf almenn­ings í Rúss­land­i, ­með meiri eða minni hætti. Þó svo að dæmi þess rati ekki alltaf á síð­ur­ ­fjöl­miðl­anna. Grein­ar­höf­undur hefur til að mynda heim­ildir fyrir því að ­for­stöðu­menn grunn­skóla í Moskvu hafi ráð­lagt nem­endum sínum að forð­ast með­ öllu að nota neð­an­jarð­ar­lesta­kerfi borg­ar­innar um sinn. Einnig voru nem­end­ur beðnir um að reyna að kom­ast hjá því að fara í versl­un­ar­mið­stöðvar og á aðra ­fjöl­farna staði vegna vax­andi hryðju­verkaógnar og óvissu­á­stands­ins sem nú ­rík­ir.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None