Sprengjuhótanir valda usla í Rússlandi

Hryðjuverkaógn er næstum áþreifanleg í Moskvu, þar sem Ómar Þorgeirsson, sagn- og markaðsfræðingur, er búsettur. Viðbúnaðarstig hefur nú verið hækkað í Moskvu vegna vaxandi ógnar.

Ómar Þorgeirsson
Moskva.
Auglýsing

Rússneskir fjölmiðlar greina nú frá miklum fjölda sprengjuhótana sem ýmist hafa borist til löggæsluaðila eða umsjónarmanna samgöngumannvirkja, hótela og verslunarmiðstöðva í Moskvu og fleiri stórum borgum Rússlands síðustu daga. Sérstök deild á vegum rússnesku alríkislögreglunnar FSB, sérhæfð í vörnum gegn hryðjuverkum, tilkynnti að allt öryggiseftirlit hafi nú verið hert í Rússlandi. Viðbúnaðarstig hefur því víða verið hækkað og Interfax-fréttastofan greinir meðal annars frá því að löggæsluaðilar í Moskvu séu að vinna á svokölluðu „neyðarstigi”.

Nú þegar rússnesk stjórnvöld hafa enn fremur „rofið þögnina” og staðfest að um hryðjuverk hafi verið að ræða þegar flug 7K9268 hrapaði á Sínaí-skaga í lok síðasta mánaðar má búast við því að ótti grípi um sig meðal almennings í Rússlandi. Eins og sagði í umfjöllun rússneska vefmiðilsins gazeta.ru um málið. „Morð á saklausum rússneskum borgurum færir stríðsátök, sem áður sýndust vera langt í burtu, beint heim að dyrum til Rússa. Ítrekaðar hótanir Ríki íslams um hryðjuverkaárás í Rússlandi og hryðjuverkaárásir samtakanna í Beirút á fimmtudaginn og París á föstudaginn útskýra einnig hina vaxandi hryðjuverkaógn og óttann sem henni fylgir. 

Smolenskaya-lestarstöðinni var lokað á háannatíma síðdegis á mánudag eftir að sprengjuhótun barst lögreglu. Lestarstöðin er staðsett í miðborg Moskvu en í bakgrunni má sjá glitta í byggingu utanríkisráðuneytis Rússlands. Mynd: Ómar.

Sprengjuhótanir til rannsóknar

RIA Novosti-fréttastofan greinir frá því að um 500 manns hafi verið látnir yfirgefa Kursky-lestarstöðina í Moskvu í flýti í kjölfarið á sprengjuhótun sem barst lögreglu kl. 06.36 að staðartíma á mánudagsmorgun. Seinna um daginn var svo sama upp á teningnum á bæði Yaroslavsky-lestarstöðinni og hinni fjölförnu Smolenskaya-lestarstöð í miðborg Moskvu. Áður höfðu Koltsovo-flugvöllurinn í Ekaterinburg, Kosmos-hótelið í Moskvu og Voroshilov-verslunarmiðstöðin í Volgograd einnig verið rýmd vegna svipaðra sprengjuhótana síðustu daga.

Auglýsing

Ástæður fyrir sprengjuhótunum eru í grunninn aðeins af tvennum toga. Annað hvort veit sá sem tilkynnir hótunina af sprengju og vill að einhverjum sökum láta vita af henni eða að viðkomandi er að ljúga í þeim tilgangi að  valda ótta og ringulreið. Til þessa hafa engar sprengjur fundist á fyrrnefndum stöðum og engan sakað. Í ljósi atburða síðustu daga er sprengjuhótununum þó tekið mjög alvarlega af rússneskum yfirvöldum og rannsókn á þeim stendur nú yfir að sögn Tass-fréttastofunnar.

Rússland yfirlýst skotmark Ríki íslams

Hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi hefur gert það að verkum að Rússland er hvað eftir annað nefnt sem hugsanlegur vettvangur hryðjuverkaárása, ef marka má áróðursmyndbönd á vegum Ríki íslams. Sérstaklega hefur hótununum fjölgað í kjölfarið á ákvörðun Pútíns að heimila framkvæmd loftárása á valin skotmörk í Sýrlandi í lok september.

Á síðasta fimmtudag birtist nýtt tæplega fimm mínútna langt áróðursmyndband frá Ríki íslams undir titlinum „Brátt, mjög brátt mun blóð fljóta eins og haf” en þar beinast hótanir sérstaklega að Rússum. „Evrópa skelfur, Rússland mun deyja. Kremlin verður okkar. Við munum endurheimta Kákasus aftur frá myrkraöflum,” segir meðal annars í myndbandinu. En hótanirnar eru að stórum hluta fluttar á rússnesku, með myndbrotum af rússneskum borgum og byggingum. Athygli vakti hins vegar að ekkert var minnst á flughrap rússnesku farþegaþotunnar á Sínaí-skaga í myndbandinu. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN telur að ástæðan geti hugsanlega verið sú að hryðjuverkaárásin hafi ekki verið skipulögð og framkvæmd af aðilum frá höfuðstöðvum Ríkis íslam. Jafnvel að egypsku hryðjuverkasamtökin Ansar Bait al-Maqdis, sem eru hliðholl Ríki íslams, komi þar til greina en samtökin hafa sjálf lýst yfir ábyrð á flughrapinu.

Mikil þjóðarsorg hefur ríkt í Rússlandi síðan flughrapið á Sínaí-skaga átti sér stað í lok október. Síðar hafa rússnesk stjórnvöld staðfest að hryðjuverkaárás grandaði farþegaþotunni. Í Moskvu voru blóm og bangsar lagðir til minningar um hina 224 sem létust.

Rússnesk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig sérstaklega um efnistök myndbands Ríki íslams en hótanirnar hafa án vafa vakið óhug margra í Rússlandi. Sérstaklega í ljósi þess að um sjö þúsund vígamenn í hersveitum Ríki íslams eru rússneskir ríkisborgarar eða frá löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, samkvæmt heimildum rússnesku alríkislögreglunni. Þekking þeirra á rússneskum landháttum gæti því nýst hryðjuverkasamtökunum vel við skipulagningu hugsanlegra voðaverka sinna í landinu.

Óttinn við hið óþekkta

Rússar hafa marga fjöruna sopið vegna hryðjuverkaárása í gegnum tíðina. Nær árlega berast fregnir af hryðjuverkaárásum þar sem almennir borgarar í Rússlandi láta lífið og oft skammt stórra högga á milli. Á síðustu fimmtán til sextán árum hafa ýmsir uppreisnarhópar frá sjálfstjórnarlýðveldinu Téténíu, í norðurhluta Kákasusfjalla, verið áberandi á meðal þeirra aðila sem lýst hafa ábyrgð á hryðjuverkaárásum í Rússlandi. Í fyrstu voru það aðallega hópar aðskilnaðarsinna sem börðust fyrir sjálfstæði frá Rússlandi. Síðar hafa ýmsir öfgahópar róttækra múslima frá Kákasus-svæðinu látið til sín taka af ýmsum ólíkum ástæðum sem ekki verða útlistaðar hér.

Nú leikur alþjóðasamfélagið hins vegar á reiðiskjálfi útaf ógninni sem stafar af Ríki íslams og Rússland er þar engin undantekning. Rússar hafa grátið og vottað fórnarlömbum hryðjuverkaáraása í París og víðar samúð sína. Á meðan þeir eru sjálfir að sjálfir að syrgja og ná áttum eftir fráfall hinna 224 sem létust á Sínaí-skaga fyrir rúmum tveimur vikum. Enginn andstæðingur hryðjuverkasamtakanna veit með vissu hvort, hvar eða hvenær þau muni beita miskunnarlausum eyðileggingarmætti sínum aftur. Óttinn við hið óþekkta er raunar nú þegar farinn að hafa áhrif á líf almennings í Rússlandi, með meiri eða minni hætti. Þó svo að dæmi þess rati ekki alltaf á síður fjölmiðlanna. Greinarhöfundur hefur til að mynda heimildir fyrir því að forstöðumenn grunnskóla í Moskvu hafi ráðlagt nemendum sínum að forðast með öllu að nota neðanjarðarlestakerfi borgarinnar um sinn. Einnig voru nemendur beðnir um að reyna að komast hjá því að fara í verslunarmiðstöðvar og á aðra fjölfarna staði vegna vaxandi hryðjuverkaógnar og óvissuástandsins sem nú ríkir.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None