Hvar stendur Ísland í loftslagsmálum?

Ríkisstjórn Íslands kynnti sóknaráætlun sína í loftslagsmálum á miðvikudag. Höfum við forskot á aðra með hreinu orkuna okkar?

Rík­is­stjórn Íslands kynnti stefnu­mót­un­ar­á­ætl­anir sínar í lofts­lags­málum á blaða­manna­fundi í húsa­kynnum Veð­ur­stof­unnar á mið­viku­dag. Eru það fyrstu áherslu­at­riði rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar í lofts­lags­málum til þess að mæta lands­mark­miði Íslands um 40 pró­sent minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda árið 2020 miðað við losun árs­ins 1990.

Áætlun rík­is­stjórn­ar­innar verður ekki útfærð frekar fyrr en að þings­á­lyktun verður lögð fyrir Alþingi í vor. Áætl­un­inni er skipt upp þrjá meg­in­þætti: verk­efni til að draga úr nettólosun á Íslandi, alþjóð­legar áherslur og verk­efni til að draga úr losun á heims­vísu og styrk­ingu inn­viða. Hvergi er minnst á stærsta meng­un­ar­vald­inn; iðn­að- og efna­notk­un. Þar telur álf­ram­leiðsla nærri helm­ing en sam­tals nýtir stór­iðja 79 pró­sent allrar þeirra raf­orku sem fram­leidd er hér á landi.

Ísland er síð­ast Norð­ur­land­anna til þess að leggja fram áætlun á borð við þessa þar sem áherslu­at­riði stjórn­valda í lofts­lags­málum eru list­uð. Sum­staðar hefur áætl­unin legið fyrir í nokkur ár og jafn­vel verið fest í lög eins og í Finn­landi. Lög­gjöf og stefnu­mótun í nágranna­ríkjum okkar er því víð­ast komin vel á veg. Hér á landi hafa þó verið sett lög um lofts­lags­mál en engin síðan mark­mið Íslands um 40 pró­sent minni losun árið 2030 var til­kynnt.

Eftir von­brigðin sem fylgdu lofts­lags­ráð­stefn­unni í Kaup­manna­höfn árið 2009 er erfitt að vera meira en hóf­lega bjart­sýnn um hvort hægt verði að kom­ast að góðu sam­komu­lagi í París á næstu vik­um. Vænt­ing­arnar eru miklar en fund­ur­inn flók­inn og sam­komu­lagið tor­sótt, ef eitt­hvað er að marka reynsl­una frá Kaup­manna­höfn. Þar runnu við­ræður út í sand­inn og fór svo að sam­komu­lagið sem und­ir­ritað var skuld­batt ekk­ert ríki til að draga úr los­un. Samn­ing­ur­inn var ekk­ert annað en yfir­lýs­ing um að þjóðir heims við­ur­kenndu vand­ann. En það var þó eitt­hvað og hefur verið byggt á því sam­komu­lagi í aðdrag­anda ráð­stefn­unnar í Par­ís.

Vald­inu snúið á hvolf

Í aðdrag­anda lofts­lags­ráð­stefn­unnar núna hefur mark­miða­setn­ing­unni verið snúið við. Í stað þess að ráð­stefnan ákveði hversu mikið hvert ríki má losa út í and­rúms­loftið þá hafa öll ríkin lagt fyrir fund­inn eigin stefnu­mót­un­ar­mark­mið í lofts­lags­málum til árs­ins 2030. Með því er ætl­ast til að öll ríki heims gangi sátt­ari að borð­inu þannig að hægt sé að loka kafl­anum um los­un­ar­heim­ildir hratt og örugg­lega. Fleiri umfjöll­un­ar­efni eru á dag­skrá fund­ar­ins sem gæti orðið erf­ið­ara að ná utan um.

Nú hafa nær öll ríkin sem koma til með að senda full­trúa á ráð­stefn­una í París skilað mark­miðum sínum í stefnu­mótun vegna lofts­lags­mála. Á vefnum Climate Act­ion Tracker eru mark­miðin birt og þeim gefin vegin ein­kunn svo hægt sé að meta hvaða áhrif þau muni hafa. Eins og Kjarn­inn hefur þegar fjallað um þá lítur út fyrir að mark­miðin eigi eftir að skila tak­mark­inu um að hita­stig á jörð­inni hækki ekki umfram 2°C árið 2100. Sé eitt­hvað að marka mark­miðin er útlit fyrir að hita­stigið verði búið að hækka um 2,7°C í lok ald­ar­innar miðað við með­al­hita­stig á jörð­inni fyrir iðn­bylt­ingu.

Mat Climate Action Tracker á markmiðum einstakra landa

Grænt merkir nægilega gott markmið, gult merkir hófleg markmið og rautt merkir ófullnægjandi markmið.

+

Ástæða þess að mark­miðin eiga ekki eftir að skila tak­mark­inu er í raun kerf­is­leg. Um er að ræða stefnu­mót­un­ar­mark­mið til fram­tíð­ar; for­virkar reglur og áherslur sem á eftir að setja um eitt­hvað sem talið er að eigi ann­ars eftir að ger­ast eftir ára­tugi. Úr verður að mark­miða­setn­ingin verður mála­miðlun milli við­skipta­legra hags­muna ríkis og fram­tíðar­ör­ygg­is, hvort sem það er fæðu­ör­yggi eða orku­ör­yggi.

Stærstu meng­un­ar­ríki heims­ins fá ein­kun­ina „hóf­legt“ um fram­lag sitt til fund­ar­ins. Mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins er þar á með­al, og þá um leið mark­mið Íslands. Fáein ríki fá ein­kun­ina „nægj­an­legt“ fyrir sín mark­mið. Þá er fjöldi stórra ríkja sem fá ein­kun­ina „ófull­nægj­andi“ fyrir mark­mið sín. Til þess að fá verstu ein­kunn þykir ljóst að núver­andi stefnu­mörkun þurfi nær ekk­ert að breyta til að ná lands­mark­mið­un­um. Meðal þeirra landa sem fá „ófull­nægj­andi“ eru til dæmis Rúss­land, Jap­an, Kana­da, Sádí-­Ar­abía og Indónesía.

Hvar stendur Ísland miðað við Evr­ópu?

Áætlun rík­is­stjórn­ar­innar sem kynnt var á mið­viku­dag er fyrsta skrefið í þeirri vinnu sem á eftir að vinna svo mark­mið­inu um 40 pró­sent minni losun verði mætt. Það gæti hins vegar farið svo að Ísland þurfi ekki að draga svo mikið úr losun því með sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið öðl­umst við rétt til að taka þátt í kaupum og sölu á útblást­urskvóta Evr­ópu­ríkja. Þannig getur Ísland, sem mengar tilltölu­lega lítið miðað við önnur ríki, selt rétt­indi sín annað svo kvót­inn verði nýtt­ur. Hvernig samið verður við Evr­ópu­sam­bandið hefur ekki verið ákveð­ið. Það verður gert eftir ráð­stefn­una í París í sam­starfi við aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­eg.

Í þætt­inum Þukli í Hlað­varpi Kjarn­ans sagði Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, Ísland hafa góða for­gjöf þegar kemur að lofts­lags­breyt­ing­um. Sú orka sem hér er fram­leidd er nær öll sjálf­bær svo Íslend­ingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af breyttri fram­leiðslu á orku. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Orku­stofn­unar var vatns­orka upp­runi 71 pró­sent alls raf­magns sem fram­leitt var á Íslandi 2014. Jarð­varma­virkj­anir fram­leiddu tæp­lega 29 pró­sent. Raf­orku­fram­leiðsla með jarð­efna­elds­neyti var nán­ast eng­in, eða 0,01 pró­sent í fyrra.

Ísland ætti því að geta gert tals­vert betur en ríki Evr­ópu­sam­bands­ins sem reiða sig fyrst og fremst á jarð­efna­elds­neyti til að fram­leiða raf­magn. Árið 2013 fram­leiddu aðild­ar­ríkin 28 helm­ing allrar raf­orku með jarð­efna­elds­neyti (gas, kol og olí­a). Nærri 27 pró­sent orkunnar er fram­leidd með kjarn­orku. 

End­ur­nýj­an­legir orku­gjafar voru upp­runi þess sem eftir stóð árið 2013 og hafði þá auk­ist úr 12,6 pró­sent hlut­deild árið 2003 í 23,2 pró­sent tíu árum seinna. Mest var aukn­ingin með virkjun vind­orku og sól­ar­orku. Raf­orku­fram­leiðsla með jarð­efna­elds­neyti dróst aðeins lítið eitt saman á þessum tíu árum, fór úr 56,4 pró­sentum í 49,8 pró­sent. 

Stefna Íslands

Stefna Íslands í lofts­lags­málum hefur ætíð verið hóf­leg með áherslu á græna orku­fram­leiðslu. Stór­iðja hefur verið stærsti meng­un­ar­vald­ur­inn hér á landi á síð­ustu ára­tugum og með til­komu Kyoto-­bók­un­ar­innar og alþjóð­legs mark­aðs um los­un­ar­kvóta hefur öll losun frá stór­iðj­unni fallið undir við­skipta­kerfi ESB. Lög um lofts­lags­mál fjöll­uðu um losun þess­arar fram­leiðslu þar til þau féllu úr gildi í lok árs 2012 en þá höfðu ný lög verið sam­þykkt til að inn­leiða EES-­gerðir og tengj­ast mark­aði Evr­ópu­ríkja um los­un­ar­heim­ild­ir.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hefur talað skýrt um loft­lags­mál á alþjóða­vett­vangi. Á leið­toga­fundi Sam­einðu þjóð­anna í New York í sept­em­ber 2014 sagði hann að Ísland stefni að því að verða laust við jarð­efna­elds­neyti. „[…] nær öll okkar raf­orka er fram­leidd með end­ur­nýj­an­legum orku­kost­um. Við höfum þegar hafið vinnu við að ná þessu tak­marki,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra. „Við erum til­búin að vinna með ykkur að þessu mik­il­væga máli og við stöndum trygg við yfir­lýs­ing­una —Setjum verð á gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir.“

Í sam­an­tekt Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands síðan á mánu­dag, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er bent á að yfir­lýs­ing Sig­mundar Dav­íðs um að Ísland ætli að hætta notkun jarð­efna­elds­neytis hafi enn ekki birst í lofts­lags­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í sókn­ar­á­ætl­un­inni er það hvergi gert að mark­miði, heldur aðeins talað um að „auka hlut vist­hæfra inn­lendra orku­gjafa á kostnað inn­flutts kolefna­elds­neyt­is“.

For­sæt­is­ráð­herra und­ir­rit­aði yfir­lýs­ingu Alþjóða­bank­ans um nauð­syn þess að verð­leggja losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (e. Putt­ing Price on Car­bon, sjá mynd­band hér að ofan). Það er hins vegar ekki hluti af sókn­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, var spurð að því í hlað­varps­þætt­inum Þukli á mið­viku­dag hvort það hafi komið til greina að hanna skatta­lega hvata til að draga úr losun gróð­ur­húsa­á­hrifa. „Við höfum ekki alveg farið nákvæm­lega út í þannig skatta­kerfi en maður er að treysta líka á að það verði ákveðin hug­ar­fars­breyt­ing hjá ein­stak­ling­um,“ segir hún. 

Í ræðu fyrir Sam­ein­uðu þjóð­unum í sept­em­ber síð­ast­liðnum sagði for­sæt­is­ráð­herra svo Ísland ætla að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 40 pró­sent árið 2030. Þetta sagði hann „af­drátt­ar­laust og án fyr­ir­vara,“ svo notuð séu orð sam­an­tektar Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands. Jóhannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs, dró hins vegar í land og sagði ráð­herran hafa átt við þátt­töku Íslands í mark­miðum ESB. 

Mál­flutn­ing­ur­inn þeirra er ýmist í ökkla eða eyra, annað hvort erum við örsmá með aug­ljósa sér­stöðu sem rétt­lætir sér­með­ferð fyrir Ísland eða þá Ísland er í for­ustu ríkja um nýt­ingu hreinnar orku,“ segir í sam­an­tekt Nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna.

Liðir sókn­ar­á­ætl­unar rík­is­stjórn­ar­innar sem fjalla um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda snú­ast að mestu um að ríkið úthýsi verk­efn­unum til sam­taka á borð við Grænu ork­una og Hafs­ins til að vinna áætl­anir um aðgerðir með ráðu­neytum og hinum ýmsu aðil­um. Þegar kemur að efl­ingu inn­viða svo hægt sé að raf­bíla­væða landið á að setja fjár­magn til hliðar svo hægt verði að útfæra átak um hleðslu­stöðvar fyrir raf­bíla um allt land.

Veg­vísir verður unn­inn þar sem farið verður yfir tæki­færi og hindr­anir fyrir sjáv­ar­út­veg í lofts­lags­mál­um. Stjórn­völd munu kosta gerð þess veg­vísis ásamt sam­tökum í atvinnu­líf­inu. Einnig verður unn­inn veg­vísir um lofts­lagsvænni land­bún­að. Umhverf­is­ráð­herra segir Bænda­sam­tökin hafa sjálft átt frum­kvæði að því, en vinna ekki hafin vegna ann­arra verk­efna.

Land­græðsla og end­ur­heimt vot­lendis hefur verið eitt af lyk­il­at­riðum Íslands í þátt­töku í alþjóð­legu sam­starfi um lofts­lags­mál. Fyrir fáeinum árum fengu íslensk stjórn­völd það við­ur­kennt að að end­ur­heimt vot­lendis væri mót­væg­is­að­gerð sem hægt væri að reikna með í LULUCF (Land­notkun og breyt­ingar á land­notk­un). Um þetta verður sett á fót verk­efni um end­ur­heimt vot­lendis strax næsta sumar og aukið fjár­magn sett til skóg­ræktar og land­græðslu.

Norska mód­elið

Til að bera Ísland saman við önnur lönd er nær­tæk­ast að líta til Nor­egs. Nor­egur hefur svip­aða hnatt­ræna stöðu og Ísland og sam­bæri­legar auð­lindir sem hægt er að nýta til raf­orku­fram­leiðslu. Nor­egur borar þó eftir miklu jarð­efna­elds­neyti (átt­undi stærsti útflytj­andi hrá­olíu árið 2011 og þriðji stærsti útflytj­andi gass) en lang­mestur hluti þess er fluttur úr landi til brennslu ann­ar­stað­ar. 

Það fríar Noreg hins vegar ekki ábyrgð­inni fyrir losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og því sat landið í 30. sæti á lista yfir helstu meng­un­ar­valda í heimi. Raf­orku­fram­leiðsla lands­ins er hins vegar mest í formi vatns­afls­virkj­ana og Nor­egur flytur hluta þess­arar raf­orku út til nágranna­ríkja sinna. 

Jens Stol­ten­berg, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, kynnti árið 2007 áætl­anir Nor­egs um að verða kolefn­is­hlut­laust land árið 2050. Það skyldi gert með svo­kall­aðri yfir­bót, en það er nokkuð umdeild aðferð til að vega upp á móti útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það má gera eftir mörgum leiðum sem eru þó ekki allar við­ur­kenndar af tækni­nefndum Ramma­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál. Sem dæmi um slíkar yfir­bætur er hægt að rækta skóg ein­hver­staðar út í heimi eða fjár­festa í orku­sparn­aði eða sjálf­bærri orku­fram­leiðslu í löndum sem eiga ann­ars ekki fyrir slíkri tækni. Kolefn­is­hlut­leysið hefur síðan fengið byr undir báða vængi því breið póli­tísk sátt virð­ist vera um það mark­mið í Nor­egi.

Noregur dælir mikið af olíu af hafsbotni til dæmis í Barentshafi.
Mynd: EPA

Þegar Nor­egur kynnti mark­mið sín sem yrðu lögð fyrir lofts­lags­ráð­stefn­una í febr­úar lagði Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráð­herra, fram hvít­bók í lofts­lags­mál­um. Þar eru áætl­anir og helstu verk­efni list­uð. Sam­bæri­lega áætlun kynnti umhverf­is­ráð­herra á mið­viku­dag.

Einna skýrastur er mun­ur­inn á milli Íslands og Nor­egs þegar kemur að fram­lögðum mark­miðum ríkj­anna til lofts­lags­ráð­stefn­unnar í Par­ís. Mark­mið Íslands er „leika sann­gjarnt hlut­verk“ (e. fair share) til þess að sam­eig­in­legt mark­mið ESB um 40 pró­sent minni losun náist. Í mark­mið­inu sem sent var Sam­ein­uðu þjóð­unum er einnig að finna fyr­ir­vara um að nán­ari útlist­ingu á mark­mið­unum eigi eftir að útfæra. Þessa fyr­ir­vara er ekki að finna í mark­miði Nor­egs sem ætlar að minnka losun um „að minnsta kosti“ um 40 pró­sent árið 2030 miðað við árið 1990. 

Auk þessa er vísað í mark­mið lands­ins um að verða kolefn­is­hlut­laust árið 2050 og að árið 2030 verði Nor­egur búinn að kaupa nægi­lega mikla yfir­bót til þess að vega upp á móti upp­reikn­aðri losun lands­ins. Það þýðir ekki að Nor­egur muni ekki losa neitt út í and­rúms­loftið árið 2050, heldur losa lítið (e. low emission soci­ety) og bæta það upp með við­ur­kenndum mót­væg­is­að­gerðum eins og land­græðslu.

Atriðin sem Nor­egur kynnti í febr­úar sem vett­vang stefnu­mót­un­ar­innar í loft­lags­málum eru: minni losun af völdum sam­gangna, vist­væn tækni í iðn­aði, bind­ing gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og geymsla, end­ur­nýj­an­leg orka og vist­vænir vöru­flutn­ing­ar.

Loft­lags­mál á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu

Sví­þjóð sem er aðild­ar­ríki að Evópu­sam­band­inu, hefur farið aðra leið en Ísland og Nor­eg­ur. Í Sví­þjóð eru það sveita­stjórnir sem fara með fram­kvæmda­á­ætlun í lofts­lags­mál­um. Það hefur orðið til þess að borgir og bæir vítt og breytt um Sví­þjóð hafa sett sér mark­mið um að verða kolefna­hlut­laus byggða­lög. Sem dæmi má nefna Vaxjö, sem vill verða „græn­asta borg í Evr­ópu“. Lofts­lags­mark­miðum lands­ins verður því náð á lægra stjórn­sýslu­stigi nær íbúum lands­ins. Auk þess að leggja áherslu á þátt­töku sveit­ar­fé­laga hafa stjórn­völd þar tekið höndum saman við iðn­að­inn til að ná kolefn­is­hlut­leysi sem byggir á end­ur­nýj­an­legri orku.

Hér­lendis hefur ríkið markað eigin stefnu í lofts­lags­málum og sveit­ar­fé­lög sína eigin. Stefnu­mótun rík­is­ins hefur þó skar­ast við stefnu­mótun sveit­ar­stjórna. Nýjasta dæmið er áform Reykja­vík­ur­borgar um upp­bygg­ingu og þétt­ingu byggðar í Vatns­mýr­inni. Það verður ekki gert nema Reykja­vík­ur­flug­völlur fari, að hluta eða í heild. 

Rík­is­stjórnin hefur hins vegar ekki staðið við gerða samn­inga um að leggja af flug­brautir svo Reykja­vík­ur­borg hefur höfðað mál fyrir dóm­stól­um. Þétt­ing byggðar er eitt af helstu stefnu­mót­un­ar­tækjum borga og bæja þegar kemur að minnkun los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Sýnt hefur verið fram á að það geri sam­fé­lög minna háð einka­bíl­um, auð­veldi upp­bygg­ingu almenn­ings­sam­gangna og stytti þær vega­lengdir sem íbúar þurfa að ferð­ast á hverjum degi.

Reykjavíkurflugvöllur stendur á landi þar sem aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir íbúðabyggð.
Mynd: Birgir Þór

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar