Kröfuhafar gætu fengið hundruð milljarða um jólin

Rúmum sjö árum eftir bankahrunið stefnir í að slitum föllnu bankanna ljúki á allra næstu dögum eða vikum. Stöðugleikaframlög verða líklega greidd fyrir áramót og kröfuhafar fá sínar greiðslur um svipað leyti. Það er þó ekki eining um niðurstöðuna.

ríkispakki
Auglýsing

Einum stærsta eft­ir­stand­andi anga hruns­ins mun brátt ljúka þegar slitabú Glitn­is, Land­bank­ans og Kaup­þings ljúka nauða­samn­ingi sín­um. Við það munu þau breyt­ast í venju­leg end­ur­skipu­lögð eign­ar­halds­fé­lög og greiða kröfu­höfum sín­um, að mestu banda­rískum fjár­fest­inga- og vog­un­ar­sjóð­um, út hund­ruð millj­arða króna. Á sama tíma mun rík­is­sjóður fá greidd stöð­ug­leika­fram­lög úr slita­bú­unum sem notuð verða til að greiða niður skuldir rík­is­ins, og þar af leið­andi skuldir allra lands­manna. Það verður jóla­gjöfin í ár.

Þótt þessi nið­ur­staða sé mjög skammt und­an, og allt bendi til þess að kröfu­haf­arnir fái greitt í kringum kom­andi jóla­há­tíð, þá verður ekki sagt að það ríki ein­ing í sam­fé­lag­inu um þá nið­ur­stöðu sem er nú að verða að veru­leika.

Þvert á móti.

Auglýsing

For­dæma­lausar aðgerðir

Í júní síð­ast­liðnum var hald­inn kynn­ing­ar­fundur þar sem for­dæma­lausar aðgerðir stjórn­valda til að losa um fjár­magns­höft voru kynnt­ar. Á þeim fundi var svo­kall­aður stöð­ug­leika­skattur upp á 39 pró­sent kynntur og sagt að hann myndi leggj­ast á slita­búin ef þau klár­uðu ekki nauða­samn­ing sinn fyrir ára­mót. Áður en fund­ur­inn hófst höfðu öll slita­búin lagt fram til­lögur um hvernig þau væru til­búin að mæta svoköll­uðum stöð­ug­leika­fram­lögum stjórn­valda til að fá að klára nauða­samn­ings­gerð sína. Til­lög­urnar voru afrakstur við­ræðna milli stærstu kröfu­hafa föllnu bank­anna og fram­kvæmda­hóps um losun hafta sem höfðu staðið yfir frá því í lok febr­úar 2015. Búið var að sam­þykkja til­lög­urnar með fyr­ir­vara áður en kynn­ing­ar­fund­ur­inn hófst.

Lyk­il­at­riði við að klára málið var að Seðla­banki Íslands kláraði grein­ingu á greiðslu­jöfn­uði og fjár­mála­stöð­ug­leika til að tryggja að greiðslur úr slita­bú­unum myndu ekki ógna þeim. Á end­anum þurfti að gera breyt­ingar á stöð­ug­leika­fram­lagi slita­bú­anna, sem fólu að mestu í sér að Íslands­banki, nú í eigu Glitn­is, verður afhentur rík­inu í heilu lagi. Áður stóð til að selja bank­ann og skipta ágóð­anum á milli kröfu­hafa Glitnis og rík­is­sjóðs.

Már Guðmundsson bíður eftir því að Bjarni Benediktsson ljúki sér af á kynningarfundi um lokaskref við losun hafta.Seðla­banki Íslands sam­þykkti breyttar til­lögur slita­búa föllnu bank­anna um stöð­ug­leika­fram­lag í lok októ­ber síð­ast­lið­ins. Sam­kvæmt kynn­ingu sem fram fór 28. októ­ber síð­ast­lið­inn áttu bein stöð­ug­leika­fram­lög slita­bú­anna að vera sam­tals 379 millj­arðar króna. Sú tala breyt­ist þó dag frá degi, meðal ann­ars vegna geng­is­breyt­inga íslensku krón­unn­ar. Sam­kvæmt nýj­ustu fréttum mun Glitnir greiða um 223 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag.

Þurfa að fá sam­þykki dóm­stóla

Frá því að þessi kynn­ing­ar­fundur var haldin hafa slita­búin unnið hörðum höndum að því að klára slit sín. Búið er að fá sam­þykki kröfu­hafa fyrir nauða­samn­ingi þeirra allra. Það var gert á fundum sem haldnir voru síð­ari hluta nóv­em­ber­mán­aðar og nán­ast allir kröfu­hafar allra bank­anna þriggja sem greiddu atkvæði sam­þykktu þá.

Næsta skref var að leggja nauða­samn­ing­inn fyrir hér­aðs­dóm Reykja­víkur til stað­fest­ing­ar. Glitnir lagði sinn samn­ing fram til sam­þykktar 4. des­em­ber síð­ast­lið­inn og fimm dögum síðar var dóm­stóll­inn búin að sam­þykkja nauða­samn­ings­frum­varp bank­ans. Síð­degis á mánu­dag rann síðan út kæru­frestur vegna hans.

Nauða­samn­ingur Kaup­þings var tek­inn fyrir í hér­aðs­dómi á þriðju­dag í síð­ustu viku en mál­inu var þá frestað. Ástæðan var sú að það vant­aði íslenska þýð­ingu á skjölum sem Kaup­þing lagði fram. Sú við­bót­ar­þýð­ing var lögð fram dag­inn eftir þegar málið var tekið aftur fyr­ir. Frum­varpið var svo sam­þykkt í gær. Lands­bank­inn lagði sitt nauða­samn­ings­frum­varp fram fyrir hér­aðs­dóm til sam­þykktar í gær, 15. des­em­ber. Ekki er búist við öðru en að nauða­samn­ings­frum­varp Lands­bank­ans verði sam­þykkt á nokkuð skömmum tíma, líkt og gerð­ist hjá Glitni og Kaup­þingi.

Ferl­inu er þó ekki að fullu lokið þá.

Stöð­ug­leika­fram­lög greidd fyrir ára­mót

Þegar Glitn­ir, Kaup­þing og Lands­bank­inn fengu greiðslu­stöðvun haustið 2008 hlaust sjálf­krafa laga­leg vernd gagn­vart fjár­námi og öðru slíku í Evr­ópu, á grund­velli til­skip­anna sem Ísland hefur  inn­leitt í lög á grund­velli EES-­samn­ings­ins. Þar sem íslensku bank­arnir gáfu einnig út skulda­bréf í Banda­ríkj­unum þurfti hins vegar einnig að sækja um svo­kallað Chapter 50 þar í landi og í kjöl­farið að fá við­ur­kenn­ingu á íslensku slita­með­ferð­inni fyrir banda­rískum dóm­stól­um.

Áður en að hægt verður að klára nauða­samn­ing slita­bú­anna verða þau að upp­lýsa banda­ríska dóm­stóla um að slita­með­ferð sé lokið og að greiðslur til kröfu­hafa séu á næsta leyti. Glitnir gerði það fyrst íslenska slita­bú­anna í gær og hin tvö slita­búin munu gera það í kjöl­far­ið.

Þá vantar end­an­lega und­an­þágu Seðla­banka Íslands frá gjald­eyr­is­höft­u­m,­sem hann hefur þegar sagt að hann muni veita, til að hægt verði að heim­ila útgreiðslur úr slita­bú­un­um. Í til­felli Glitn­is, sem er nokkrum dögum á undan í sínu ferli en hin slita­bú­in, gætu slíkar útgreiðslur haf­ist strax og þing­haldi fyrir banda­rískum dóm­stólum er lok­ið, en það verður lík­ast til í þess­ari viku. Eignir Glitnis voru 981,1 millj­arður króna um mitt þetta ár. Miðað við áætlað stöð­ug­leika­fram­lag má ætla að um 758 millj­arðar króna renni á end­anum til kröfu­hafa bank­ans. Til að byrja með verður allt laust fé bús­ins, um 400 millj­arðar króna, greitt út. Þeir munu allt í allt fá um 32 pró­sent af kröfum sínum greidd­ar. Það er meira en vænt­ingar kröfu­hafa gerðu ráð fyrir framan af þessu ári, ef mið er tekið af verði skulda­bréfa á Glitni, sem ganga kaupum og söl­um. Sam­kvæmt því voru áætl­aðar end­ur­heimtir í voru 27 til 29 pró­sent. Þorri eigna Glitn­is, eða um 73 pró­sent þeirra, er reiðufé eða ígildi þess.

Steinunn Guðbjartsdóttir, sem situr í slitastjórn Glitnis.Kaup­þing mun lík­ast til þurfa að greiða um 127 millj­arða króna í stöðu­leika­fram­lag og gamli Lands­bank­inn um 23 millj­arða króna. End­ur­heimtir kröfu­hafa Kaup­þings eru í efri mörkum þess sem þeir hafa búist við á und­an­förnum árum og end­ur­heimtir kröfu­hafa Lands­bank­ans verður hærra en vænt­ingar kröfu­hafa stóðu til.

Stöð­ug­leika­fram­lögin verða greidd áður en að kröfu­höfum verður greitt út. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sagði á kynn­ing­ar­fundi vegna stýri­vaxt­ar­á­kvörð­unar Seðla­banka Íslands í síð­ustu viku að greiðsla á stöð­ug­leika­fram­lögum gæti átt sér stað fyrir ára­mót. Starfs­menn Íslands­banka geta því farið að búa sig undir rík­is­starfs­manna­brand­ara á sinn kostnað strax á nýju ári.

Í kjöl­farið verða slita­stjórn­irnar lagðar niður og stjórnir sem helstu kröfu­hafar hafa valið  taka við stjórn end­ur­skipu­lagðra eign­ar­halds­fé­laga sem munu halda á þeim eignum sem slita­búin eiga enn.

Gagn­rýni úr mörgum áttum

Ljóst er að það er ekki ein­ing um þá leið sem valið hefur verið að fara. InDefence-­sam­tök­in hafa til dæmis gagn­rýnt stjórn­völd harð­lega fyrir sam­komu­lag þeirra við stjórn­völd og sagt að kröfu­hafar séu að fá ódýra leið út úr íslenskum höft­um. Þau hafa einnig gagn­rýnt stjórn­völd fyrir að setja fram vill­andi fram­setn­ingu á stöð­ug­leika­fram­lag­inu sem fellur rík­is­sjóði í skaut. Í umsögn InDefence um mat á und­an­þágu­beiðnum slita­búa sagði m.a.: „Þessi vandi bygg­ist á því að kröfu­höfum slita­bú­anna verður hleypt út úr höftum með allt að 500 millj­arða króna í erlendum gjald­eyri. Fyrir vikið sitja almenn­ing­ur, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðir á Íslandi eftir með mikla efna­hags­lega áhættu og verða að treysta á bjart­sýna hag­vaxt­ar­spá Seðla­banka Íslands. Stand­ist hún ekki, munu lífs­kjör á Íslandi skerð­ast og áfram­hald­andi fjár­magns­höft til margra ára. Það er óásætt­an­legt að fyr­ir­hug­aðar aðgerðir tryggi hags­muni kröfu­hafa, en skapi efna­hags­lega áhættu fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki á Ísland­i.“

Stjórn­ar­and­stæð­ingar hafa einnig gagn­rýnt stjórn­völd fyrir lausn þeirra á mál­efnum slita­bú­anna. Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði m.a. að stjórn­völd hefðu búið til „þykjustu­mynd“ sem sýndi gríð­ar­háar fjár­hæðir í stöð­ug­leika­fram­lag og sagt að erlendir kröfu­hafar sleppi létt frá höft­um.

Hin stór­kost­lega rit­deila

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, gagn­rýndi rík­is­stjórn­ina einnig vegna máls­ins í grein sem hann skrif­aði í Frétta­blaðið á fimmtu­dag í síð­ustu viku. Þar sagði Kári m.a. að hann vilji að ríkið sæki 150 millj­arða króna til við­bótar frá slita­búum þeirra banka sem settu sam­fé­lagið á hlið­ina og setji í heil­brigð­is­kerf­ið. „Fyrr á árinu gáfu Sig­mundur og Bjarni það í skyn að ríkið myndi sækja allt að 850 millj­arða króna í þrota­búin en þegar upp er staðið virð­ist það ætla að verða um 300 millj­arð­ar. Ekki hafa feng­ist hald­góðar skýr­ingar á því hvers vegna þeir sætta sig við svo skarðan hlut en eitt er víst að 500 millj­arð­arnir sem á milli ber hefðu gert gott betur en að laga íslenskt heil­brigð­is­kerfi. Það lítur helst út fyrir að nægju­semi flokks­for­ingj­anna tveggja eigi rætur sínar í því að þeir hafi ekki viljað taka þá áhættu að styggja aðra kröfu­hafa í þrota­búin með því að taka meira. Það er dap­ur­legt að sitja uppi með korn­unga leið­toga sem ættu aldur síns vegna að vera hungr­að­ir, kraft­miklir og hug­rakkir en þora ekki að taka það sem við þurfum og eigum skil­ið. [...]Og Sig­mundur og Bjarni standa hoknir í hnjánum fyrir framan kröfu­haf­ana sem eru full­trúar hins erlenda auð­valds, og eru hreyknir yfir því að þeir kvört­uðu ekki undan dílnum sem þeir fengu og virð­ast ekki gera sér grein fyrir því að það voru ekki bara kröfu­haf­arnir sem glöt­uðu allri virð­ingu fyrir þeim þegar bux­urnar þeirra fóru að blotna heldur hið alþjóð­lega sam­fé­lag allt og ekki síst íslensk þjóð.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur staðið í ritdeilu við Kára Stefánsson, sem meðal annars hefur snert á meintri linkind stjórnvalda gagnvart kröfuhöfum.Sig­mundur Dav­íð svar­aði Kára reiður í aðsendri grein á föstu­dag og sagði að ávirð­ingar Kára um að upp­gjör slita­búa föllnu bank­anna og losun fjár­magns­hafta skili bara 300 millj­örðum króna í rík­is­sjóð en ekki 850, likt og boðað hafi ver­ið, sé  „eitt ómerki­leg­asta bull þeirra sem gremst að stjórn­völdum skuli hafa tek­ist það sem áður var sagt ómögu­legt við losun hafta og upp­gjör bank­anna[...]Þótt losun hafta sé flókið mál vita flestir sem hafa gefið sér 5 mín­útur eða svo í að kynna sér málið að þetta er ósatt. Stöð­ug­leika­skattur myndi m.v. núver­andi gengi skila um 622 millj­örðum í fjár­fram­lög­um, auk ann­arra ráð­staf­ana, en stöð­ug­leika­fram­lag skilar um 500-600 millj­örðum (og meiru ef með þarf) í formi pen­inga og eigna auk ann­arra ráð­staf­ana upp á nokkur hund­ruð millj­arða sem styrkja stöðu efna­hags­lífs­ins og rík­is­sjóðs. Sú leið tryggir að fram­lögin verða næg til að takast á við vand­ann, sem þeim er ætlað að leysa, sama hversu stór hann reyn­ist.“

Bar­áttan um bank­ana eftir

Ef fram fer sem horfir mun þess­ari bar­áttu þó ljúka á for­sendur rík­is­stjórn­ar­innar og við mun taka önnur bar­áttu, í þetta sinn um eign­ar­hald á end­ur­reistu bönk­un­um. Rík­is­stjórnin hefur þegar gert það ljóst að til standi að selja 30 pró­sent hlut í Lands­bank­anum á árinu 2016. Sam­hliða stendur til að skrá Lands­bank­ann á mark­að.

Þá hefur Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lýst því yfir að það sé ekki heilla­væn­legt að ríkið eigið Íslands­banka til lengri tíma. Það má því telja nokkuð öruggt að hann verði settur í sölu­ferli í náinni fram­tíð.

Slagur er þegar haf­inn um Arion banka, þrátt fyrir að Kaup­þing, eig­andi 87 pró­sent hlutar í hon­um, hafi þrjú ár til að selja hann. Sá slagur hófst fyrir ára­mót þegar Virð­ing og Arct­ica Fin­ance reyndu að mynda hóp til að kaupa bank­ann og tók óvænta beygju þegar líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, með þrjá stærstu sjóð­ina í fara­broddi, til­kynntu að þeir ætl­uðu bara að kaupa bank­ann án aðkomu milli­liða.

Þeir hefðu þó betur borið áform sín undir slita­stjórn Kaup­þings því Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, sem situr í henni og mun sitja í stjórn Kaup­þings eftir að slitum verður lok­ið, sagði í við­tali við Morg­un­blaðið í vik­unni að sá verð­miði á Arion banka sem hafi verið í umræð­unni sé mun lægri en Kaup­þing meti bank­ann á. Jóhannes Rúnar sagði mik­inn erlendan áhuga á Arion banka og að til greina kæmi að selja hann í hlut­um.

Ljóst er að almenn­ingur mun fylgj­ast náið með þessu sölu­ferli, enda mjög brenndur af einka­væð­ingu banka frá því að slík var fram­kvæmd síð­ast hér­lend­is, á árunum 2002 og 2003. Í könnun sem birt var í Frétta­blað­inu í dag kom fram að 61,4 pró­sent lands­manna treysta ekki Fram­sókn­ar­flokknum og Sjálf­stæð­is­flokknum til að selja hluti rík­is­ins í þeim bönkum sem það á. Ein­ungis 21,5 pró­sent treysta stjórn­ar­flokk­unum vel fyrir verk­efn­inu en 17,2 pró­sent svara hvorki né. Háskóla­mennt­aðir treysta þeim minnst ásamt íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og yngra fólki, í ald­urs­hópnum 25 til 34 ára.

Óljóst hver myndi selja bank­ana

Það er ekki bara kaup­enda­hliðin sem hefur verið á reiki þegar kemur að sölu bank­anna. Mjög óljóst hefur verið hver það er sem muni sjá um sölu þeirra. Í apríl var lagt fram frum­varp sem gekk út á að færa verk­efni Banka­sýslu rík­is­ins til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is. Ráð­herra þess átti í kjöl­farið að setja sér­staka eig­enda­stefnu rík­is­ins sem tekur til þeirra fjár­mála­fyr­ir­tækja sem ríkið á eign­ar­hluti í, skipa þriggja manna ráð­gjafa­nefnd, án til­nefn­ing­ar, til að veita honum ráð­gjöf um með­ferð eign­ar­hluta í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og und­ir­búa sölu og sölu­með­ferð þeirra hluta. Lögin áttu, sam­kvæmt frum­varpi, að taka gildi í byrjun næsta árs.

Í fjár­laga­frum­varpi 2016 átti banka­sýslan ekki að fá krónu. Eitt­hvað mikið hefur hins vegar breyst í milli­tíð­inni því sam­kvæmt ný­birtum breyt­ing­ar­til­lögum við fjár­laga­frum­varp næsta árs fær hún þrefalt hærri upp­hæð en á fjár­lögum árs­ins 2015 og á að setja sig í stell­ingar til að taka á móti Íslands­banka, þegar kröfu­hafar föllnu bank­anna afhenda rík­inu hann. 

Banka­sýsla rík­is­ins hefur farið frá því að vera óþörf stofnun í að verða ein áhrifa­mesta stofnun lands­ins á örfáum mán­uð­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None