Krefjandi aðstæður á íbúðamarkaði - Sár vöntun á litlum og meðalstórum íbúðum

Alþýðusamband Íslands hefur tekið saman ítarlega skýrslu um stöðu mála á húsnæðismarkaði, og segir þar að ungt fólk eigi margt erfitt uppdráttar vegna þess hve erfitt er að kaupa fasteign.

reykjavík
Auglýsing

Ungt fólk á í erfiðleikum með að stíga skrefið inn á húsnæðismarkað og dvelur lengur í foreldrahúsum fyrir vikið. Eftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum eykst stöðugt, en framboðið hefur ekki fylgt þeirri þróun, og má meðal annars rekja þær aðstæður til áfallsins sem byggingamarkaðurinn hér á landi varð fyrir við hrunið, þegar fasteignamarkaðurinn nær alveg botnfraus, byggingakostnaður rauk upp og aðgengi að lánsfé varð erfiðara.

„Unga fólkið sem hyggst stíga sín fyrstu spor á húsnæðismarkaðnum verður einna verst úti. Fjöldi fólks kemst ekki úr foreldrahúsum og einnig má ætla að fullorðið fólk sem vill minnka við sig hafi ekki tök á því vegna skorts á litlu húsnæði og lítilli eftirspurn eftir stærri eignum þeirra,“ segir í nýrri skýrslu ASÍ, um stöðu mála á húsnæðismarkaði, sem kom út í dag.

Húsnæðismarkaðurinn á höfuðbrogarsvæðinu. Mynd: ASÍ.

Auglýsing

Af hverju er lítið byggt?

Í henni kemur fram að tiltölulega hröð breyting hafi verið á íbúðamarkaði á Íslandi, þarsem 20,8 prósent þeirra sem á honum eru búi í leiguhúsnæði en hlutfallið var 12,9 prósent árið 2008. Mikil og sár vöntun sé á uppbyggingu íbúða til að mæta aukinni eftirspurn, enda fjölgar fólki tiltölulega stöðugt og stórar árangar að koma út á íbúðamarkað á næstu árum. „Á árunum 2009-2013, var einungis lokið við byggingu 2.000 nýrra íbúða, en almennt er talið að byggja þurfi 1.500-1.800 nýjar íbúðir á ári hverju til þess að svara eðlilegri eftirspurn miðað við þróun samfélagsins. Þrátt fyrir mikið offramboð íbúða sem byggðar voru á árunum fyrir hrun er mikill skortur á litlum íbúðum sem henta til fyrstu kaupa. Þau rök heyrast oft að byggingareglugerð og hátt lóðaverð valdi háum byggingakostnaði og kann það að vera hluti af ástæðu þess að ekki sé farið að byggja meira,“ segir í skýrslu ASÍ.

Fleiri leigja

Þá sýni tölur þar sem þróun á íbúðamarkaði er greind á árunum 2005 til og með 2013 að miklar og hraðar breytingar séu leiðast fram á íbúðamarkaði, sem þurfi að huga vel að hvernig sé best að móta regluverk fyrir. Eitt af því sem setji svip sinn á stöðu leigumarkaðarins þessa stundina, og rýrir framboð almennra leiguíbúða, er fjöldi íbúða sem einstaklingar leigja til ferðamanna. „Eins og staðan er í dag eru yfir 3.500 íslenskir gistikostir á skrá hjá Airbnb sem er fyrirtæki sem gerir fólki kleift að leigja ferðamönnum húsnæði sitt. Þetta hefur þær afleiðingar í för með sér að framboð leiguíbúða til almennings dregst saman og verð hækkar. Hvað varðar fjölda fólks sem býr í leiguhúsnæði samanborið við eigið húsnæði, þá fjölgaði leigjendum hlutfallslega mun meira en þeim sem búa í eigin húsnæði fækkaði í kringum efnahagshrunið. Á árunum 2005-2013 fjölgaði leigjendum um 85% á meðan þeim sem búa í eigin húsnæði fækkaði ekki nema um 4 prósent,“ segir í skýrslunni.

Veruleikinn annar en sýnist


Samanburður á vísitölu leiguverðs, íbúðaverðs og vísitölu launa síðast liðið ár sýnir að leiguverðsvísitalan hefur hækkað hlutfallslega minnst, að því er segir í skýrslunni. Samkvæmt þessum upplýsingum virðist staðan á leigumarkaði því alls ekki vera slæm ef einungis er tekið tillit til verðs. Hins vegar ber að athuga að gæði og magn þeirra upplýsinga sem við höfum um leigumarkaðinn gefa ekki endilega raunhæfa mynd. Vísitala leiguverðs byggist á leiguverði samkvæmt þinglýstum leigusamningum. Það er þó ekki skylda að þinglýsa leigusamningi og hvatinn til að þinglýsa fer oftast eftir því hvort viðkomandi eigi rétt á húsaleigubótum eða ekki. Þinglýstir samningar eru því ekki nema hluti af heildinni.

Húsaleigubætur skerðast eftir því sem tekjur aukast og eru leigjendur í mörgum tilfellum með of háar tekjur til þess að eiga rétt á bótum og láta þess vegna ekki þinglýsa samningum. „Það kemur því ekki á óvart að þegar hagdeild ASÍ fór í gegnum allar leiguauglýsingar á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós mun hærra verð en þinglýstir leigusamningar gáfu til kynna,“ segir í skýrslunni.

Leiguverð. Mynd: ASÍ.

Í september var meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu tæplega 95 þúsund krónur fyrir stúdíó íbúð samkvæmt þinglýstum leigusamningum, rúmlega 127 þúsund krónur fyrir tveggja herbergja íbúð, tæplega 160 þúsund fyrir þriggja herbergja íbúð og 189 þúsund krónur fyrir fjögurra til fimm herbergja íbúð samkvæmt gögnum frá Þjóðskrá.

Farið var í gegnum allar auglýsingar um leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu á leiga.is, hjá Leigulistanum , á husaleiga.is, mbl.is og visir.is þann 17. september s.l. Verðin voru skráð og flokkuð eftir tegund íbúða. Einungis voru teknar til skoðunar auglýsingar um íbúðir þar sem gefið var upp leiguverð, þ.e. ekki þegar óskað var eftir tilboði.

Þær tölur voru bornar saman við verð samkvæmt þinglýstum leigusamningum og í ljós kom mikill verðmunur. Í sumum tilfellum var yfir 30 prósent hærra verð að finna í leiguauglýsingum, að því er segir í skýrslunni. 

Nýtt húsnæðisleigukerfi styrkir stöðu fjölskyldna

Það stendur til að breyta húsaleigubótakerfinu og hækka grunnfjárhæðir ásamt frítekjumörku. Önnur breyting er sú að bæturnar munu fara eftir fjölda heimilismanna en ekki einungis fjölda barna. Þannig vænkast hagur hjóna og sambúðarfólks hlutfallslega mest, segir í skýrslunni.

Eftirfylgni og úrræði þarf að auka

ASÍ segir í niðurstöðukafla skýrslunnar, að mikilvægt sé að efla innviði leigumarkaðarsins, með skýru regluverki og fjölgun búsetuúrræða. Þó boðaðar hafi verið mögulegar úrbætur af hálfu ríkisstjórnarinnar, þá þurfi það ekki endilega að leiða til betri stöðu fyrir markaðinn í heild. „Hækka á húsaleigubætur eins og minnst hefur verið á. Það gæti þó haft þær afleiðingar í för með sér að markaðsöflin líti á það sem svo að greiðslugeta leigjenda hafi aukist sem leiðir til þess að svigrúm myndast til þess að hækka leigu, að öðru óbreyttu. Eftirfylgni af leigumarkaðinum og þróun leiguverðs þarf því að vera mikil og mun áreiðanlegri en hún er nú ásamt því sem fjölga þarf búsetuúrræðum,“ segir í skýrslu ASÍ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None