Sápuópera úthverfakarla býður upp á sinn óvæntasta söguþráð

Jamie Vardy
Auglýsing

Það er óhætt að segja að vend­ingar í ensku úrvals­deild­inn­i, vin­sæl­ustu knatt­spyrnu­deild ver­ald­ar, hafi orðið aðrar en búist var við ­fyr­ir­fram. Frá því að deildin var sett á fót árið 1992 þá hefur verið hægt, með­ nokk­urri vissu, að spá fyrir um hvaða lið það verði sem berj­ast um tit­il­inn hverju sinni, hvaða lið það séu sem kljást um Evr­ópu­sætin og hverjir séu lík­leg­astir til að falla. Stærstu frá­vikin frá þessu hafa verið þau þegar Way­ne Roo­ney-­laust Everton náði óvænt fjórða sæt­inu fyrir rúmum ára­tug síðan og þeg­ar Brad­ford City hélt sér uppi í deild­inni um síð­ustu ald­ar­mót.

Það hafa enda ein­ungis fimm lið unnið ensku úrvalds­deild­ina. ­Fjögur þeirra hafa gert það oftar en einu sinni: Manchester liðin United og City, Chel­sea og Arsenal. Eina liðið sem hefur troðið sér í þetta partý er Black­burn Rovers, sem hirti doll­una árið 1995 með góðri hjálp frá pen­ing­un­um hans Jack Wal­ker. Það sem meira er þá hefur ein­ungis Liver­pool lent í einu af ­þremur efstu sætum deild­ar­innar frá árinu 2003 þegar frá eru talin ofan­greind ­fjögur lið.

Allar spár sem sér­fræð­ingar í enskri knatt­spyrnu, og þeir ­skipta þús­und­um, lögðu fram í aðdrag­anda þessa tíma­bils spáðu því að þessi ­upp­á­halds­sápu­ópera hvítra, bjór-úr-dós-drekk­andi úthverfa­karla sem klæða sig í bún­inga og öskra á sjón­varpið hverja helgi, myndi spil­ast út með sam­bæri­leg­um hætti og þátt­arað­irnar á und­an. Flestir spáðu Chel­sea titl­inum en að Manchester-liðin og Arsenal gætu verið með vesen. Margir spáðu nýlið­unum í deild­inni, ásamt Leicester City sem bjarg­aði sér á ævin­týr­an­legan hátt árið áð­ur, falli.

Auglýsing

Ekk­ert af þessu hefur auð­vitað gengið eft­ir.

Hefur spil­ast á allt annan hátt en nokkur átti von á

Þvert á móti hefur deildin spil­ast á hátt sem eng­inn spáð­i ­fyrir um. Það reikn­aði eng­inn með því að Chel­sea væri búið að tapa níu leikjum af 18 né að Manchester United væri búið að tapa fimm og væru aðeins þremur stig­um ­fyrir ofan liðið í ell­efta sæti, sem er hið mjög ókyn­þokka­fulla Stoke City. Eng­inn átti von á því að West Ham ynni nán­ast öll fyr­ir­fram ákveðnu topp­liðin á úti­velli á fyrstu vikum tíma­bils­ins. Eng­inn átti von á því að Crys­tal Palace og Watford væru að berj­ast um meist­ara­deild­ar­sæti og eng­inn átti von á því að Everton og Liver­pool yrðu um miðja deild þegar tíma­bilið væri hálfnað en væru ­samt bara fimm og sex stigum frá meist­ara­deild­ar­sæti.

Hinn sérstaki Jose Mourinho er einn af fimm stjórum sem fengið hefur að fjúka það sem af er tímabilinu. Og það sem allir áttu minnst von á var auð­vitað að Leicester City, sem bjarg­aði sér með undra­verðum hætti frá falli á síð­asta tíma­bili, sem rak þjálf­ar­ann sinn eftir kyn­lífsskandall sonar hans í Tælandi skömmu fyr­ir­ ­tíma­bil­ið, sem réð fyrrum þjálf­ara gríska lands­liðs­ins í knatt­spyrnu sem náð­i þeim ein­staka árangri að tapa fyrir Fær­eyjum og sem eyddi mestum pen­ingum fyr­ir­ ­tíma­bilið í að kaupa hinn jap­anska Shinji Okazaki, væri á toppnum um jól­in. En þannig er samt sem áður stað­an. 

Hrein­stefnu­menn byrj­að­ir að trúa á ný

Margir bíða eftir því að Leicester bólan springi. Sagan ­segir okkur hins vegar að margir megi bíða lengi. Það er nefni­lega þannig að lið sem er á toppnum um jólin hefur aldrei ekki náð meist­ara­deild­ar­sæti. Í fjögur af síð­ustu fimm árum hefur liðið á toppnum um jólin unnið tit­il­inn.

Það er ekki ofsögum sagt að Leicester-æv­in­týrið sé að end­ur­vekja trú margra hrein­stefnu­manna á því að enn sé von fyrir knatt­spyrnu­heim­inn ­þrátt fyrir inn­reið og yfir­töku óheyri­legra pen­inga á und­an­förnum árum sem hafa, því mið­ur, allt of oft gert nið­ur­stöður deild­ar­keppna allt of ­fyr­ir­sjá­an­lega.

Það er Mighty Ducks-fí­língur í kringum Leicester og all­ir á­han­gendur liða sem eru ekki að berj­ast í toppnum vona að þeir vinni deild­ina. Liðið er frá mið-Englandi, frá lít­illi borg sem er þekkt­ust fyrir að fram­leiða Wal­kers-kart­öflu­flög­ur. Svæðið þykir afar óspenn­andi og helstu fjendur liðs­ins eru Nott­ing­ham For­est. Liðið er í eigu tælensku Srivadd­hanaprabha-fjöl­skyld­unn­ar og er stýrt af fikt­ar­anum fræga, Claudio Rani­eri, sem hefur aldrei unn­ið ­deild­ar­titil á um 30 ára ferli sem þjálf­ari þrátt fyrir að hafa stýrt stór­liðum á borð við Napoli, Fi­or­ent­ina, Val­encia, Atlet­ico Madrid, Chel­sea, Parma, Juventus, Roma, Inter Milan og Monaco.

Byrj­un­ar­liðið er sam­an­sett af mönnum eins og Danny Simp­son, D­anny Drinkwa­ter, Robert Huth og Kasper Sch­meichel sem náðu aldrei að sanna sig hjá stærri lið­um, ódýrum erlendum leik­mönnum á borð við N´Golo Kanté, Christ­i­an Fuchs og Riyad Mahrez sem stærri lið í ensku deild­inni litu ekki við fyr­ir­ ör­fáum mán­uðum síðan en eru nú til­búin að borga tugi millj­óna punda fyrir og auð­vitað verka­manna­stétt­ar­hetj­unni sjálfri, Jamie Var­dy.

„Chat shit get banged“

Margir sem fylgj­ast með enskri knatt­spyrnu vita að Vardy var að leika með Fleetwood í utandeild­inni fyrir þremur árum síð­an. Að hann var að ­leika með Stocks­bridge Park Steels í sjö­undu efstu deild fyrir sjö árum síð­an. Að hann var dæmdur fyrir hlut­deild í lík­ams­árás árið 2007 og þurfti að ber­a ökkla­band í sex mán­uði í kjöl­far­ið. Að hann setti inn óskilj­an­lega ­stöðu­upp­færslu á Twitter haustið 2011 þar sem stóð „Chat shit get banged“ og að sá frasi hafi fylgt honum alla tíð síð­an. Að hann hafi kallað jap­anskan mann ítrek­að „Jap“ á spila­víti í aðdrag­anda tíma­bils­ins sem leiddi til þess að hann þurfti að biðjast op­in­ber­lega afsök­unar á kyn­þátta­hatri sínu.

Hin fræga Twitter-færsla Jamie Vardy, sem er enn jafn dásamlega óskiljanleg í dag og hún var þá.En það sem allir aðdá­endur enskrar knatt­spyrnu vita er að Ja­mie Vardy er marka­hæstur í deild­inni með 15 mörk í 18 leikj­um. Að Vardy er ein­ungis fimmti leik­mað­ur­inn í sögu ensku úrvals­deild­ar­innar til að vera val­inn ­leik­maður mán­að­ar­ins tvo mán­uði í röð. Að hann hafi bætt met Ruud Van Ni­stel­rooy með því að skora í ell­efu deild­ar­leikjum í röð og með því að ver­a val­inn í enska lands­lið­ið, og spila sína fyrstu leiki með því, 28 ára gam­all ­síð­asta sum­ar. Var­dy, sem verður 29 ára í jan­ú­ar, er nú orð­aður við Chel­sea, Manchester United og Manchester City í jan­ú­ar­glugg­an­um. Talið er að hann mynd­i ­kosta um 30 millj­ónir punda. Og Hollywood er að und­ir­búa kvik­mynd um hann. 

Hér að neðan má sjá Vardy skora fyrir Stock­bridge fyrir sex árum síð­an: 

Óvænt­ustu úrslit sög­unnar (stað­fest)

En það er ekki bara Leicester og Vardy sem hafa snúið öllu á haus í ensku deild­ar­keppn­inni. Það virð­ist vera eins og allir geti raun­veru­lega unnið alla. Þ.e. nema Aston Villa, eitt þeirra sjö liða sem aldrei hefur fall­ið úr úrvalds­deild­inni. Þeir virð­ast ekki geta unnið neinn og ef/þegar Aston Villa ­fellur þá verður það einn við­burð­ur­inn sem verður sögu­legur við yfir­stand­and­i ­tíma­bil.

The Economist tók nýverið saman ítar­lega grein­ingu á þeim úr­slitum sem orðið hafa á þessu tíma­bili og kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þau ­séu þau óvænt­ustu í sög­unni. Þ.e. út frá veð­mála­stuðl­um. Þegar greinin birtist 19. des­em­ber höfðu 42 af 160 leikjum sem þegar höfðu verið leiknir í ensku úr­vals­deild­inni unn­ist af lið­inu sem var með verri vinn­ings­líkur sam­kvæmt ­stuðlum veð­mála­fyr­ir­tækj­anna. 

Margir velta fyrir sér hvað valdi. Og margir kom­ast að söm­u ­nið­ur­stöðu: pen­ing­ar.

Gjör­breytt staða

Und­an­farna rúma tvo ára­tugi hafa pen­ingar getað keypt ár­ang­ur. Það er stað­reynd. Skamm­vinnur árangur Black­burn á tíunda ára­tugn­um, og ár­angur Chel­sea og Manchester City á und­an­förnum árum er lif­andi sönnun þess. ­Syk­ur­pabbar hafa dælt fé inn í félögin sem hafa gert þeim kleift að kaupa marga af bestu leik­mönnum heims, ráð­ast í stór­kost­legar inn­viða­fjár­fest­ingar og eyða ­for­múu í ýmis­konar mark­aðs­setn­ingu til að auka tekju­streymið.

Þessi staða hefur á und­an­förnum árum gert það að verkum að „minn­i“ liðin í deild­inni, og er þar átt við c.a. 15 lið af 20, hafa ekki getað hald­ið sínum bestu leik­mönnum þegar „stærri“ liðin bönk­uðu upp á. Fjár­hags­stað­an, sem var nán­ast án und­an­tekn­ingar í járnum vegna þeirra launa sem þarf að greiða ­leik­mönnum í efstu deild, leyfði ein­fald­lega ekki ann­að.

Það var sama hvað Chelsea bauð í John Stones. Hann var einfaldlega ekki til sölu.Þetta hefur nú breyst. Í dag eru vissu­lega sum lið miklu rík­ari en önnur í deild­inni. En öll liðið eru samt sem áður rík, geta leyft sér að kaupa ­leik­menn fyrir tugi millj­óna punda á hverju ári og ýtt frá sér risa­stórum til­boðum í stjörnu­leik­menn sína. Það sást vel í fyrra­sumar þegar Everton tók ekki í mál að selja John Sto­nes til Chel­sea fyrir á fjórða tug millj­óna punda og þegar WBA stóð fast í lapp­irnar gagn­vart til­raunum Totten­ham til að kaupa Saido Bera­hino.

Ástæða þess­arrar breyt­ingar er ein­föld: Stærsti ­sjón­varps­rétt­ar­samn­ingur í sögu evr­ópskrar íþrótta­deildar sem tekur gildi að loknu þessu tíma­bil­i. 

Pen­ing­arnir bjarga knatt­spyrn­unni frá pen­ing­unum

Umfang ­sjón­varps­rétt­ar­samn­inga hefur eðli­lega auk­ist gríð­ar­lega sam­hliða aukn­um vin­sældum ensku úrvals­deild­ar­innar og fleiri kepp­ast nú um að kom­ast yfir­ rétt­inn en áður. Í byrjun þessa árs var gerður nýr samn­ingur sem er að mörg­um talin nærri gal­in. Þá var rétt­ur­inn fyrir árin 2016-2019 seldur fyrir 5,2 millj­arða punda. Það þýðir að Sky Sports og BT Sport, sem keyptu rétt­inn, borga ­meira en tíu milljón pund fyrir hvern leik sem stöðv­arnar sýna.

Til sam­an­burðar má ­nefna að samn­ing­ur­inn sem var í gildi fyrir árin 2013 til 2016 kost­aði um þrjá millj­arða punda. Og þegar úrvals­deildin var sett á fót árið 1992 var ­sjón­varps­rétt­ur­inn seldur til sex ára fyrir 191 milljón punda. Til að setj­a þann vöxt á sölu­tekjum sjón­varps­réttar í sam­hengi þá fengu liðin í deild­inn­i ­sam­tals 32 millj­ónir punda á með­al­tali á árið á tíma­bil­inu 1992 til 1997. Á ár­unum 2016 til 2019 fá þau um 1,3 millj­arða punda til skipt­anna.

Til við­bótar segja enskir fjöl­miðlar að salan á alþjóð­legum sýn­ing­ar­rétti á enska bolt­anum mun­i skila ensku úrvals­deild­inni þremur millj­örðum punda á samn­ings­tím­an­um. Sam­tals verður rétt­ur­inn því seldur fyrir um eitt þús­und og sex­hund­ruð millj­arða ­ís­lenskra króna. Eina íþrótta­deildin í heim­inum sem þénar meira vegna seldra ­sjón­varps­rétta er banda­ríska NFL-­deild­in.

Það má því vel velta því fyrir sér, í ljósi þess sem á hefur gengið í ensku úrvalds­deild­inni á þessu tíma­bili, hvort pen­ingar hafi bjargað knatt­spyrn­unni frá pen­ing­un­um. Sama afl og mörgum fannst vera að eyði­leggja knatt­spyrn­una virð­ist nú vera að breyta henni á ný. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None