Ár rafbíla og efnahagslegra árekstra framundan

Hvað gerist á árinu 2016 í heimi viðskipta og efnahagsmála? Magnús Halldórsson rýndi í ítarlega spá The Economist.

Olía
Auglýsing

Aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn í Bras­ilíu mun vaxa um ell­efu pró­sent ­vegna Ólymp­íu­leik­ana á næsta ári, hvergi verður meiri hag­vöxtur í en í Laos, átta pró­sent, og sala á raf­magns­bílum mun stór­aukast, einkum eftir að ný og ó­dýr­ari teg­und frá Tesla Motors, Model 3, verður kynnt í mars­mán­uði.

Þetta er meðal þess sem má lesa úr spá The Economist fyr­ir­ árið 2016, en í sér­riti um horfur á árinu 2016 er farið ítar­lega yfir stöð­u ­mála í heimi efna­hags­mála, og spáð fyrir um gang mála í hinum ýmsu löndum og at­vinnu­veg­um.

Þau tíu ríki sem munu sýna mesta hag­vöxt­inn telj­ast fæst til­ ­þró­aðra ríkja. Vöxt­ur­inn verður mestur í Asíu en einnig í Afr­íku­ríkjum sem eru ­byrjuð að brjót­ast út úr mik­illi almennri fátækt.

Auglýsing



Þau tíu ríki sem munu sýna mestan hag­vöxt á næsta ári eru eft­ir­far­andi:

1. Laos – 8 pró­sent

2. Túrk­menistan – 8 pró­sent

3. Kam­bó­día – 7,5 pró­sent

4. Síerra Leone – 7,5 pró­sent

5. Mósam­bík – 7,3 pró­sent

6.  Mjan­mar (Búr­ma) – 7,2 ­pró­sent

7. Bútan – 7,1 pró­sent

8. Kongó – 7,1 pró­sent

9. Ind­land – 7,1 pró­sent

10. Fíla­beins­ströndin – 7 pró­sent

Helstu tíð­indin á list­anum eru þau að Kína verður ekki með­al­ ­tíu helstu vaxt­ar­ríkja á kom­andi ári, en ris­inn á list­an­um, Ind­land, mun halda ­miklu hag­vaxt­ar­skeiði sínu áfram. Und­ir­liggj­andi þættir sem munu hafa áhrif á hag­vaxt­ar­þró­un­ina í heim­inum eru styrk­ing Banda­ríkja­dals, ekki síst þar sem ­stýri­vextir voru nýlega hækk­aðir úr 0,25 pró­sentum í 0,5 pró­sent, og lág­t hrá­vöru­verð. Þessi staða er hag­felld sumum þjóð­um, meðal ann­ars mörgum á list­anum hér að ofan, en önnur verða í vand­ræð­um. Meðal ann­ars ríki eins og Brasil­í­a. Hag­vöxtur í þeirri Suð­ur­-Am­er­íku verður 1,3 pró­sent, sam­kvæmt spánni, en í Bras­il­íu verður hann nei­kvæður um 0,7 pró­sent. Það munar um minna fyrir álf­una alla.

Túrk­menistan er hástökkvari á list­anum en vax­and­i gas­fram­leiðslu og utan­rík­is­við­skipti sem henni teng­ist er ástæðan fyrir miklu­m vexti þar.



Asía vex mest

Mesta vaxt­ar­svæðið í ver­öld­inni verður í Asíu en hag­vöxt­ur þar verður 5,4 pró­sent, ef litið er fram­hjá Jap­an. Þar hefur staða mála leng­i ein­kennst af litlum hag­vexti en þó er gert ráð fyrir að vöxtur á kom­andi ári verði 1,7 pró­sent.

Í Evr­ópu verður frekar lít­ill miðað það sem hann þarf að vera, sam­kvæmt umfjöllun The Economist. Í Vest­ur­-­Evr­ópu, þar sem staða efna­hags­mála hefur verið afar ólík vanda­mál­unum í Suð­ur­-­Evr­ópu, þá verð­ur­ hag­vöxtur um 1,8 pró­sent. Í Aust­ur-­Evr­ópu verður enn minni vöxt­ur, 1,2 pró­sent, og krefj­andi tímar framund­an. Ekki síst vegna áhættu sem snýr að póli­tískum á­tökum og flótta­mönn­um. Ef ekki verður haldið vel á spil­unum gæti skapast ­mik­ill vandi í Aust­ur-­Evr­ópu, að því er segir í umfjöllun The Economist.

Mið-Aust­ur­lönd og Norð­ur­-Afr­íka, sem glíma við stríðs­á­tök þessi miss­erin og mikil áhrif vegna þeirra, munu þrátt fyrir allt vaxa í efna­hags­legu til­liti. Hag­vöxtur verður um 3,2 pró­sent, en í Suð­ur­-Afr­íku verð­ur­ enn meiri vöxt­ur, 3, 6 pró­sent.

Banda­ríkin og Kanada sigla lygnan stöðugan sjó, og verð­ur­ þar ásætt­an­legur hag­vöxtur upp á 2,5 pró­sent.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lýkur átta ára valdatíð sinni seinni part ársins 2016. Mynd: EPA.

Hæga­gangur á Norð­ur­lönd­unum nema í Sví­þjóð og Íslandi

Hæga­gangur verður á Norð­ur­lönd­unum á næsta ári miðað við oft áð­ur. Hag­vöxtur í Dan­mörku verður 1,4 pró­sent og Norð­menn halda áfram að finna ­fyrir lágu hrá­vöru­verði, einkum á olíu, og verður hag­vöxtur í Nor­egi 1,2 ­pró­sent. Í Finn­landi verður hag­vöxtur 1,4 pró­sent, en Svíar halda áfram að vaxa til­tölega hratt miðað við flestar aðrar Evr­ópu­þjóð­ir, en sam­kvæmt spá The Economist verður hag­vöxt­ur­inn 2,9 pró­sent þar í landi. Því er einkum þakk­að ­sterkum grunni í iðn­aði, ekki síst á útflutn­ings­hlið hag­kerf­is­ins.

Til sam­an­burðar spáir Hag­stofa Íslands 3,5 pró­sent hag­vext­i á Íslandi á kom­andi ári.

Raf­magns­bílar

En hag­vaxt­ar­töl­urnar segja ekki alla sög­una þegar gang­ur­inn í efna­hags­málum heims­ins er ann­ars veg­ar. Sam­kvæmt spá The Economist verð­ur­ kom­andi ár sér­stak­lega stórt og mikið fyrir raf­magns­bíl­ara­m­leið­end­ur. Gert er ráð fyrir að sala á raf­magns­bílum muni stór­aukast, og þar verð­ur­ lykilaugna­blikið þegar Tesla Motors kynnir nýjasta bíl­inn, Tesla Model 3, í mars. Sá bíll kemur svo í sölu árið 2017 og er gert ráð fyrir að verðið á honum verði frá 35 þús­und Banda­ríkja­döl­um, eða sem nemur 4,5 millj­ónum miðað við núver­andi gengi. Þetta augna­blik, þegar bíll­inn verður kynnt­ur, er sagt lík­legt til þess að auka áhuga á raf­bílum sem val­kosti fyrir fólk úr öllum stétt­um.



Þá er þróun hjá öðrum bíla­fram­leið­endum einnig ör þeg­ar kemur að raf­magns­bílum og ekki úti­lokað að meiri fram­farir náist fram, þeg­ar kemur að þróun raf­magns­batt­ería fyrir bíla.

Gert er ráð fyrir að bíla­sala auk­ist um þrjú pró­sent í Evr­ópu á kom­andi ári, en sala á raf­magns­bílum muni nærri tvölfald­ast miðað við árið í ár.

Tekjur vaxa af kvik­myndum

Gert er ráð fyrir því að árið 2016 verði nokkuð gott fyr­ir­ ­kvik­mynda­iðn­að­inn og munu tekjur vaxa um 5 pró­sent milli ára. Taka verður fram að spá The Economist kom fram áður en nýja Star Wars mynd­in, The Force Awa­kens, var tekin til sýn­inga, en hún hefur á rúm­lega tveimur vikum halað inn meira en einn millj­arð Banda­ríkja­dala í tekj­ur, og er þegar orðin fimmta tekju­hæsta mynd ­sög­unn­ar. Gera má ráð fyrir að tekjur mynd­ar­innar muni aukast mikið á kom­and­i ári, og hafa áhrif á það hvernig heild­ar­myndin verður í kvik­mynda­iðn­aði á ár­inu.

Mestu munar um það í spá The Economist, að tekjur vegna bíó­ferða fólks, muni aukast umtals­vert, eða sem nemur sjö pró­sent­um.

Aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn, sem er næsti bær við ­kvik­mynda­iðn­að­inn og sam­of­inn honum að miklu leyti, mun vaxa lít­il­lega milli­ ára eða sem nemur þremur pró­sent­um. En innan hans verða vaxta­svæði, með­al­ ann­ars í Bras­il­íu, þrátt fyrir að þar verði sam­dráttur í efn­hags­lífi. Því er ­spáð að aug­lýs­ing­ar­mark­að­ur­inn í Bras­ilíu muni vaxa um ell­efu pró­sent vegna á­hrifa af því að Ólymp­íu­leik­arnir fara fram í Ríó. Munar um minna fyr­ir­ ­fjöl­miðla í þessu lang­sam­lega stærsta landi Suð­ur­-Am­er­íku með 200 millj­ón­ir í­búa.

Óvissa vegna stríðs

Eins og alltaf í spám sem þessum er óvissa mikil og vandi um margt að spá. Eitt af því sem er ríkur áhættu­þáttur í gangi efna­hags­mála heims­ins um þessar mundir eru áhrifin af stríðs­á­tökum í Sýr­landi, Írak og Afganist­an. Eins og komið hefur í ljós þá eru þjóðir heims­ins til­búnar að beita við­skipt­þving­unum til að verja hags­muni sína og koma höggi á and­stæð­inga sína, eins og Rússar hafa gert gagn­vart Vest­ur­löndum und­an­farna mán­uði, Íslandi þar á með­al, og Vest­ur­lönd gagn­vart Rúss­um. Allt hefur þetta áhrif á stóru mynd­ina, þó strikin séu mis­jafn­lega stór eftir því hversu djúp­stæð og áhrifa­mikil þau eru. Efna­hags­legir árekstrar geta hafa mikil áhrif ekki síður en stríðs­á­tökin sjálf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None