Ár rafbíla og efnahagslegra árekstra framundan

Hvað gerist á árinu 2016 í heimi viðskipta og efnahagsmála? Magnús Halldórsson rýndi í ítarlega spá The Economist.

Olía
Auglýsing

Aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn í Bras­ilíu mun vaxa um ell­efu pró­sent ­vegna Ólymp­íu­leik­ana á næsta ári, hvergi verður meiri hag­vöxtur í en í Laos, átta pró­sent, og sala á raf­magns­bílum mun stór­aukast, einkum eftir að ný og ó­dýr­ari teg­und frá Tesla Motors, Model 3, verður kynnt í mars­mán­uði.

Þetta er meðal þess sem má lesa úr spá The Economist fyr­ir­ árið 2016, en í sér­riti um horfur á árinu 2016 er farið ítar­lega yfir stöð­u ­mála í heimi efna­hags­mála, og spáð fyrir um gang mála í hinum ýmsu löndum og at­vinnu­veg­um.

Þau tíu ríki sem munu sýna mesta hag­vöxt­inn telj­ast fæst til­ ­þró­aðra ríkja. Vöxt­ur­inn verður mestur í Asíu en einnig í Afr­íku­ríkjum sem eru ­byrjuð að brjót­ast út úr mik­illi almennri fátækt.

AuglýsingÞau tíu ríki sem munu sýna mestan hag­vöxt á næsta ári eru eft­ir­far­andi:

1. Laos – 8 pró­sent

2. Túrk­menistan – 8 pró­sent

3. Kam­bó­día – 7,5 pró­sent

4. Síerra Leone – 7,5 pró­sent

5. Mósam­bík – 7,3 pró­sent

6.  Mjan­mar (Búr­ma) – 7,2 ­pró­sent

7. Bútan – 7,1 pró­sent

8. Kongó – 7,1 pró­sent

9. Ind­land – 7,1 pró­sent

10. Fíla­beins­ströndin – 7 pró­sent

Helstu tíð­indin á list­anum eru þau að Kína verður ekki með­al­ ­tíu helstu vaxt­ar­ríkja á kom­andi ári, en ris­inn á list­an­um, Ind­land, mun halda ­miklu hag­vaxt­ar­skeiði sínu áfram. Und­ir­liggj­andi þættir sem munu hafa áhrif á hag­vaxt­ar­þró­un­ina í heim­inum eru styrk­ing Banda­ríkja­dals, ekki síst þar sem ­stýri­vextir voru nýlega hækk­aðir úr 0,25 pró­sentum í 0,5 pró­sent, og lág­t hrá­vöru­verð. Þessi staða er hag­felld sumum þjóð­um, meðal ann­ars mörgum á list­anum hér að ofan, en önnur verða í vand­ræð­um. Meðal ann­ars ríki eins og Brasil­í­a. Hag­vöxtur í þeirri Suð­ur­-Am­er­íku verður 1,3 pró­sent, sam­kvæmt spánni, en í Bras­il­íu verður hann nei­kvæður um 0,7 pró­sent. Það munar um minna fyrir álf­una alla.

Túrk­menistan er hástökkvari á list­anum en vax­and­i gas­fram­leiðslu og utan­rík­is­við­skipti sem henni teng­ist er ástæðan fyrir miklu­m vexti þar.Asía vex mest

Mesta vaxt­ar­svæðið í ver­öld­inni verður í Asíu en hag­vöxt­ur þar verður 5,4 pró­sent, ef litið er fram­hjá Jap­an. Þar hefur staða mála leng­i ein­kennst af litlum hag­vexti en þó er gert ráð fyrir að vöxtur á kom­andi ári verði 1,7 pró­sent.

Í Evr­ópu verður frekar lít­ill miðað það sem hann þarf að vera, sam­kvæmt umfjöllun The Economist. Í Vest­ur­-­Evr­ópu, þar sem staða efna­hags­mála hefur verið afar ólík vanda­mál­unum í Suð­ur­-­Evr­ópu, þá verð­ur­ hag­vöxtur um 1,8 pró­sent. Í Aust­ur-­Evr­ópu verður enn minni vöxt­ur, 1,2 pró­sent, og krefj­andi tímar framund­an. Ekki síst vegna áhættu sem snýr að póli­tískum á­tökum og flótta­mönn­um. Ef ekki verður haldið vel á spil­unum gæti skapast ­mik­ill vandi í Aust­ur-­Evr­ópu, að því er segir í umfjöllun The Economist.

Mið-Aust­ur­lönd og Norð­ur­-Afr­íka, sem glíma við stríðs­á­tök þessi miss­erin og mikil áhrif vegna þeirra, munu þrátt fyrir allt vaxa í efna­hags­legu til­liti. Hag­vöxtur verður um 3,2 pró­sent, en í Suð­ur­-Afr­íku verð­ur­ enn meiri vöxt­ur, 3, 6 pró­sent.

Banda­ríkin og Kanada sigla lygnan stöðugan sjó, og verð­ur­ þar ásætt­an­legur hag­vöxtur upp á 2,5 pró­sent.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lýkur átta ára valdatíð sinni seinni part ársins 2016. Mynd: EPA.

Hæga­gangur á Norð­ur­lönd­unum nema í Sví­þjóð og Íslandi

Hæga­gangur verður á Norð­ur­lönd­unum á næsta ári miðað við oft áð­ur. Hag­vöxtur í Dan­mörku verður 1,4 pró­sent og Norð­menn halda áfram að finna ­fyrir lágu hrá­vöru­verði, einkum á olíu, og verður hag­vöxtur í Nor­egi 1,2 ­pró­sent. Í Finn­landi verður hag­vöxtur 1,4 pró­sent, en Svíar halda áfram að vaxa til­tölega hratt miðað við flestar aðrar Evr­ópu­þjóð­ir, en sam­kvæmt spá The Economist verður hag­vöxt­ur­inn 2,9 pró­sent þar í landi. Því er einkum þakk­að ­sterkum grunni í iðn­aði, ekki síst á útflutn­ings­hlið hag­kerf­is­ins.

Til sam­an­burðar spáir Hag­stofa Íslands 3,5 pró­sent hag­vext­i á Íslandi á kom­andi ári.

Raf­magns­bílar

En hag­vaxt­ar­töl­urnar segja ekki alla sög­una þegar gang­ur­inn í efna­hags­málum heims­ins er ann­ars veg­ar. Sam­kvæmt spá The Economist verð­ur­ kom­andi ár sér­stak­lega stórt og mikið fyrir raf­magns­bíl­ara­m­leið­end­ur. Gert er ráð fyrir að sala á raf­magns­bílum muni stór­aukast, og þar verð­ur­ lykilaugna­blikið þegar Tesla Motors kynnir nýjasta bíl­inn, Tesla Model 3, í mars. Sá bíll kemur svo í sölu árið 2017 og er gert ráð fyrir að verðið á honum verði frá 35 þús­und Banda­ríkja­döl­um, eða sem nemur 4,5 millj­ónum miðað við núver­andi gengi. Þetta augna­blik, þegar bíll­inn verður kynnt­ur, er sagt lík­legt til þess að auka áhuga á raf­bílum sem val­kosti fyrir fólk úr öllum stétt­um.Þá er þróun hjá öðrum bíla­fram­leið­endum einnig ör þeg­ar kemur að raf­magns­bílum og ekki úti­lokað að meiri fram­farir náist fram, þeg­ar kemur að þróun raf­magns­batt­ería fyrir bíla.

Gert er ráð fyrir að bíla­sala auk­ist um þrjú pró­sent í Evr­ópu á kom­andi ári, en sala á raf­magns­bílum muni nærri tvölfald­ast miðað við árið í ár.

Tekjur vaxa af kvik­myndum

Gert er ráð fyrir því að árið 2016 verði nokkuð gott fyr­ir­ ­kvik­mynda­iðn­að­inn og munu tekjur vaxa um 5 pró­sent milli ára. Taka verður fram að spá The Economist kom fram áður en nýja Star Wars mynd­in, The Force Awa­kens, var tekin til sýn­inga, en hún hefur á rúm­lega tveimur vikum halað inn meira en einn millj­arð Banda­ríkja­dala í tekj­ur, og er þegar orðin fimmta tekju­hæsta mynd ­sög­unn­ar. Gera má ráð fyrir að tekjur mynd­ar­innar muni aukast mikið á kom­and­i ári, og hafa áhrif á það hvernig heild­ar­myndin verður í kvik­mynda­iðn­aði á ár­inu.

Mestu munar um það í spá The Economist, að tekjur vegna bíó­ferða fólks, muni aukast umtals­vert, eða sem nemur sjö pró­sent­um.

Aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn, sem er næsti bær við ­kvik­mynda­iðn­að­inn og sam­of­inn honum að miklu leyti, mun vaxa lít­il­lega milli­ ára eða sem nemur þremur pró­sent­um. En innan hans verða vaxta­svæði, með­al­ ann­ars í Bras­il­íu, þrátt fyrir að þar verði sam­dráttur í efn­hags­lífi. Því er ­spáð að aug­lýs­ing­ar­mark­að­ur­inn í Bras­ilíu muni vaxa um ell­efu pró­sent vegna á­hrifa af því að Ólymp­íu­leik­arnir fara fram í Ríó. Munar um minna fyr­ir­ ­fjöl­miðla í þessu lang­sam­lega stærsta landi Suð­ur­-Am­er­íku með 200 millj­ón­ir í­búa.

Óvissa vegna stríðs

Eins og alltaf í spám sem þessum er óvissa mikil og vandi um margt að spá. Eitt af því sem er ríkur áhættu­þáttur í gangi efna­hags­mála heims­ins um þessar mundir eru áhrifin af stríðs­á­tökum í Sýr­landi, Írak og Afganist­an. Eins og komið hefur í ljós þá eru þjóðir heims­ins til­búnar að beita við­skipt­þving­unum til að verja hags­muni sína og koma höggi á and­stæð­inga sína, eins og Rússar hafa gert gagn­vart Vest­ur­löndum und­an­farna mán­uði, Íslandi þar á með­al, og Vest­ur­lönd gagn­vart Rúss­um. Allt hefur þetta áhrif á stóru mynd­ina, þó strikin séu mis­jafn­lega stór eftir því hversu djúp­stæð og áhrifa­mikil þau eru. Efna­hags­legir árekstrar geta hafa mikil áhrif ekki síður en stríðs­á­tökin sjálf.

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None