Gætu Íslendingar fengið að kjósa forseta eftir bráðabana?

Nokkrar tillögur hafa komið fram um að breyta ákvæðum í stjórnarskrá um forsetakosningar þannig að forseti nái bara kjöri með meirihluta atkvæða, eða yfir 50 prósent. Frumvörp hafa verið lögð fram sem ekki náðu í gegn. En er þetta mögulegt á þessu ári?

Bessastaðir hafa verið aðsetur forseta Íslands síðan hirðstjórar og amtmenn konungs voru æðstu ráðamenn á Íslandi.
Bessastaðir hafa verið aðsetur forseta Íslands síðan hirðstjórar og amtmenn konungs voru æðstu ráðamenn á Íslandi.
Auglýsing

Margt bendir til þess að fjöldi for­seta­fram­bjóð­enda í ár verði sá mesti í sög­unni. Nú þegar hafa yfir tíu manns ýmist gefið form­lega kost á sér, viðrað mögu­leik­ann eða sagst „ekki úti­loka fram­boð.” Ef fram fer sem horfir gæti næsti for­seti verið kjör­inn með ansi fáum atkvæð­um, jafn­vel 10 pró­senta fylgi, þó það telj­ist ólík­legt, eins og Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur hefur bent á

Ekki fyrsta til­lagan

Baldur Guðlaugsson lögfræðingur (mynd/rúv)

Baldur Guð­laugs­son, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, viðrar mögu­leik­ann á breyttu fyr­ir­komu­lagi næstu for­seta­kosn­inga í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Þar leggur hann til að for­seti nái ein­ungis kjöri með meiri­hluta greiddra atkvæða í ljósi þess að margt bendi til þess að fram­bjóð­endur í ár verði fleiri en nokkru sinni áður. Ef eng­inn nær meiri­hluta atkvæða, skuli kosið aftur á milli þeirra tveggja sem ná flestum atkvæð­um.

Auglýsing

Ásta Ragn­heiður Jóhann­es­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Alþingis og þing­maður Sam­fylk­ingar og Þjóð­vaka, lagði fram slíkt frum­varp árið 1995, í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna þegar Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, var kjör­inn.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar og Þjóðvaka. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir: „For­seti Íslands er eini þjóð­kjörni emb­ætt­is­maður rík­is­ins. Þess er kraf­ist að for­set­inn sæki umboð sitt til allra kosn­inga­bærra manna í land­inu. Það er því óeðli­legt að for­set­inn geti náð kjöri með stuðn­ingi lít­ils hluta þjóð­ar­inn­ar.”

Það sama gerðu þing­menn Bjartrar fram­tíðar í októ­ber síð­ast­liðn­um. 

Er þetta raun­hæft? 

Málið er mun flókn­ara en svo að Alþingi geti sam­þykkt breyt­ingu á lögum til að fyr­ir­komu­lagið breyt­ist á þessu ári, fyrir næstu kosn­ing­ar, sem sam­kvæmt stjórn­ar­skrá eiga að fara fram 25. júní næst­kom­andi. Fyr­ir­komu­lag um for­seta­kosn­ingar er nefni­lega bundið í stjórn­ar­skrá og henni breytum við ekki svo glatt. 

En eins og Baldur bendir á í grein sinni, er þetta mögu­leiki, þó að hann sé lít­ill. 

Núver­andi kosn­inga­fyr­ir­komu­lag byggir á ákvæðum stjórn­ar­skrár­innar og verður því ekki breytt nema með breyt­ingu á henni. Henni verður hins vegar ekki breytt nema með sam­þykki tveggja þinga og þing­rofi og nýjum þing­kosn­ingum þar á milli. En árið 2013 var sam­þykkt bráða­birgða­á­kvæði sem opnar á að fram til 30. apríl 2017 megi breyta henni án þessa til­stands.

Hvað þyrfti að gera?

Alþingi yrði að hefj­ast handa um leið og það kemur saman á ný, nú 19. jan­ú­ar. Ákvæði um for­seta­kosn­ingar í stjórn­ar­skrá yrði þá breytt á þann hátt að kjör­inn for­seti þarf að fá meiri­hluta atkvæða í kosn­ingu. Nái eng­inn meiri­hluta, skal kjósa á ný á milli tveggja fram­bjóð­enda sem hlutu flest atkvæði. Þetta verður að ger­ast fyrir 24. eða 25. jan­úar og vera sam­þykkt með tveimur þriðja hluta atkvæða.

Sex mán­uðum síð­ar, 23. eða 24. júlí næst­kom­andi, þarf að bera breyt­ing­una undir þjóð­ina. Nauð­syn­legt er að hún sé sam­þykkt með 40 pró­sentum atkvæða til að hún taki gildi. Breyt­ing­arnar á stjórn­ar­skránni þurfa að hafa verið sam­þykktar frá Alþingi í sex mán­uði áður en þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fer fram.

Á vor­mán­uðum þyrfti Alþingi svo að breyta lögum um tíma­setn­ingu for­seta­kosn­inga svo kosn­ingar fari ekki fram síð­asta laug­ar­dag í júní, heldur í lok júlí.

Ef kjósa þarf á milli tveggja efstu fram­bjóð­anda, myndu hand­hafar for­seta­valds, sem eru for­seti Alþingis og for­seti Hæsta­rétt­ar, fara með for­seta­valdið frá 1. ágúst þar til kosn­ingu er lok­ið, tveimur til þremur vikum seinna, en sam­kvæmt stjórn­ar­skrá lýkur kjör­tíma­bili for­seta 31. júlí. Nýr for­seti sem kjör­inn yrði með meiri­hluta atkvæða tæki þá við þegar seinni kosn­ingu er lok­ið.

Sam­kvæmt þessu fær Alþingi ein­ungis nokkra daga til að fjalla um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá til að halda sig innan tímara­mmans. Til að setja það í sam­hengi hefur stjórn­ar­skrár­nefndin tll að mynda fundað oftar en hægt er að festa tölu á, án þess að nokkrar breyt­ingar hafi náð í gegn. Síð­ast var það núna um jól­in, en stjórn­ar­flokk­arnir settu sig upp á móti breyt­ing­un­um. Það verður því að telj­ast ólík­legt að þetta verði að veru­leika fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2016, þó það sé mögu­leiki.

Björg Thor­ar­in­sen stjórn­sýslu­fræð­ingur sagði í sam­tali við RÚV seinni­part­inn í dag að til­lögur Bald­urs væru óraun­hæf­ar. Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, sagði þær senni­lega tækni­lega mögu­leg­ar, en taldi ólík­legt að það væri póli­tískur vilji til að hrinda þeim í fram­kvæmd. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None