Gætu Íslendingar fengið að kjósa forseta eftir bráðabana?

Nokkrar tillögur hafa komið fram um að breyta ákvæðum í stjórnarskrá um forsetakosningar þannig að forseti nái bara kjöri með meirihluta atkvæða, eða yfir 50 prósent. Frumvörp hafa verið lögð fram sem ekki náðu í gegn. En er þetta mögulegt á þessu ári?

Bessastaðir hafa verið aðsetur forseta Íslands síðan hirðstjórar og amtmenn konungs voru æðstu ráðamenn á Íslandi.
Bessastaðir hafa verið aðsetur forseta Íslands síðan hirðstjórar og amtmenn konungs voru æðstu ráðamenn á Íslandi.
Auglýsing

Margt bendir til þess að fjöldi for­seta­fram­bjóð­enda í ár verði sá mesti í sög­unni. Nú þegar hafa yfir tíu manns ýmist gefið form­lega kost á sér, viðrað mögu­leik­ann eða sagst „ekki úti­loka fram­boð.” Ef fram fer sem horfir gæti næsti for­seti verið kjör­inn með ansi fáum atkvæð­um, jafn­vel 10 pró­senta fylgi, þó það telj­ist ólík­legt, eins og Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur hefur bent á

Ekki fyrsta til­lagan

Baldur Guðlaugsson lögfræðingur (mynd/rúv)

Baldur Guð­laugs­son, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, viðrar mögu­leik­ann á breyttu fyr­ir­komu­lagi næstu for­seta­kosn­inga í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Þar leggur hann til að for­seti nái ein­ungis kjöri með meiri­hluta greiddra atkvæða í ljósi þess að margt bendi til þess að fram­bjóð­endur í ár verði fleiri en nokkru sinni áður. Ef eng­inn nær meiri­hluta atkvæða, skuli kosið aftur á milli þeirra tveggja sem ná flestum atkvæð­um.

Auglýsing

Ásta Ragn­heiður Jóhann­es­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Alþingis og þing­maður Sam­fylk­ingar og Þjóð­vaka, lagði fram slíkt frum­varp árið 1995, í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna þegar Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, var kjör­inn.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar og Þjóðvaka. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir: „For­seti Íslands er eini þjóð­kjörni emb­ætt­is­maður rík­is­ins. Þess er kraf­ist að for­set­inn sæki umboð sitt til allra kosn­inga­bærra manna í land­inu. Það er því óeðli­legt að for­set­inn geti náð kjöri með stuðn­ingi lít­ils hluta þjóð­ar­inn­ar.”

Það sama gerðu þing­menn Bjartrar fram­tíðar í októ­ber síð­ast­liðn­um. 

Er þetta raun­hæft? 

Málið er mun flókn­ara en svo að Alþingi geti sam­þykkt breyt­ingu á lögum til að fyr­ir­komu­lagið breyt­ist á þessu ári, fyrir næstu kosn­ing­ar, sem sam­kvæmt stjórn­ar­skrá eiga að fara fram 25. júní næst­kom­andi. Fyr­ir­komu­lag um for­seta­kosn­ingar er nefni­lega bundið í stjórn­ar­skrá og henni breytum við ekki svo glatt. 

En eins og Baldur bendir á í grein sinni, er þetta mögu­leiki, þó að hann sé lít­ill. 

Núver­andi kosn­inga­fyr­ir­komu­lag byggir á ákvæðum stjórn­ar­skrár­innar og verður því ekki breytt nema með breyt­ingu á henni. Henni verður hins vegar ekki breytt nema með sam­þykki tveggja þinga og þing­rofi og nýjum þing­kosn­ingum þar á milli. En árið 2013 var sam­þykkt bráða­birgða­á­kvæði sem opnar á að fram til 30. apríl 2017 megi breyta henni án þessa til­stands.

Hvað þyrfti að gera?

Alþingi yrði að hefj­ast handa um leið og það kemur saman á ný, nú 19. jan­ú­ar. Ákvæði um for­seta­kosn­ingar í stjórn­ar­skrá yrði þá breytt á þann hátt að kjör­inn for­seti þarf að fá meiri­hluta atkvæða í kosn­ingu. Nái eng­inn meiri­hluta, skal kjósa á ný á milli tveggja fram­bjóð­enda sem hlutu flest atkvæði. Þetta verður að ger­ast fyrir 24. eða 25. jan­úar og vera sam­þykkt með tveimur þriðja hluta atkvæða.

Sex mán­uðum síð­ar, 23. eða 24. júlí næst­kom­andi, þarf að bera breyt­ing­una undir þjóð­ina. Nauð­syn­legt er að hún sé sam­þykkt með 40 pró­sentum atkvæða til að hún taki gildi. Breyt­ing­arnar á stjórn­ar­skránni þurfa að hafa verið sam­þykktar frá Alþingi í sex mán­uði áður en þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fer fram.

Á vor­mán­uðum þyrfti Alþingi svo að breyta lögum um tíma­setn­ingu for­seta­kosn­inga svo kosn­ingar fari ekki fram síð­asta laug­ar­dag í júní, heldur í lok júlí.

Ef kjósa þarf á milli tveggja efstu fram­bjóð­anda, myndu hand­hafar for­seta­valds, sem eru for­seti Alþingis og for­seti Hæsta­rétt­ar, fara með for­seta­valdið frá 1. ágúst þar til kosn­ingu er lok­ið, tveimur til þremur vikum seinna, en sam­kvæmt stjórn­ar­skrá lýkur kjör­tíma­bili for­seta 31. júlí. Nýr for­seti sem kjör­inn yrði með meiri­hluta atkvæða tæki þá við þegar seinni kosn­ingu er lok­ið.

Sam­kvæmt þessu fær Alþingi ein­ungis nokkra daga til að fjalla um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá til að halda sig innan tímara­mmans. Til að setja það í sam­hengi hefur stjórn­ar­skrár­nefndin tll að mynda fundað oftar en hægt er að festa tölu á, án þess að nokkrar breyt­ingar hafi náð í gegn. Síð­ast var það núna um jól­in, en stjórn­ar­flokk­arnir settu sig upp á móti breyt­ing­un­um. Það verður því að telj­ast ólík­legt að þetta verði að veru­leika fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2016, þó það sé mögu­leiki.

Björg Thor­ar­in­sen stjórn­sýslu­fræð­ingur sagði í sam­tali við RÚV seinni­part­inn í dag að til­lögur Bald­urs væru óraun­hæf­ar. Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, sagði þær senni­lega tækni­lega mögu­leg­ar, en taldi ólík­legt að það væri póli­tískur vilji til að hrinda þeim í fram­kvæmd. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None