Gætu Íslendingar fengið að kjósa forseta eftir bráðabana?

Nokkrar tillögur hafa komið fram um að breyta ákvæðum í stjórnarskrá um forsetakosningar þannig að forseti nái bara kjöri með meirihluta atkvæða, eða yfir 50 prósent. Frumvörp hafa verið lögð fram sem ekki náðu í gegn. En er þetta mögulegt á þessu ári?

Bessastaðir hafa verið aðsetur forseta Íslands síðan hirðstjórar og amtmenn konungs voru æðstu ráðamenn á Íslandi.
Bessastaðir hafa verið aðsetur forseta Íslands síðan hirðstjórar og amtmenn konungs voru æðstu ráðamenn á Íslandi.
Auglýsing

Margt bendir til þess að fjöldi for­seta­fram­bjóð­enda í ár verði sá mesti í sög­unni. Nú þegar hafa yfir tíu manns ýmist gefið form­lega kost á sér, viðrað mögu­leik­ann eða sagst „ekki úti­loka fram­boð.” Ef fram fer sem horfir gæti næsti for­seti verið kjör­inn með ansi fáum atkvæð­um, jafn­vel 10 pró­senta fylgi, þó það telj­ist ólík­legt, eins og Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur hefur bent á

Ekki fyrsta til­lagan

Baldur Guðlaugsson lögfræðingur (mynd/rúv)

Baldur Guð­laugs­son, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, viðrar mögu­leik­ann á breyttu fyr­ir­komu­lagi næstu for­seta­kosn­inga í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Þar leggur hann til að for­seti nái ein­ungis kjöri með meiri­hluta greiddra atkvæða í ljósi þess að margt bendi til þess að fram­bjóð­endur í ár verði fleiri en nokkru sinni áður. Ef eng­inn nær meiri­hluta atkvæða, skuli kosið aftur á milli þeirra tveggja sem ná flestum atkvæð­um.

Auglýsing

Ásta Ragn­heiður Jóhann­es­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Alþingis og þing­maður Sam­fylk­ingar og Þjóð­vaka, lagði fram slíkt frum­varp árið 1995, í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna þegar Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, var kjör­inn.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar og Þjóðvaka. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir: „For­seti Íslands er eini þjóð­kjörni emb­ætt­is­maður rík­is­ins. Þess er kraf­ist að for­set­inn sæki umboð sitt til allra kosn­inga­bærra manna í land­inu. Það er því óeðli­legt að for­set­inn geti náð kjöri með stuðn­ingi lít­ils hluta þjóð­ar­inn­ar.”

Það sama gerðu þing­menn Bjartrar fram­tíðar í októ­ber síð­ast­liðn­um. 

Er þetta raun­hæft? 

Málið er mun flókn­ara en svo að Alþingi geti sam­þykkt breyt­ingu á lögum til að fyr­ir­komu­lagið breyt­ist á þessu ári, fyrir næstu kosn­ing­ar, sem sam­kvæmt stjórn­ar­skrá eiga að fara fram 25. júní næst­kom­andi. Fyr­ir­komu­lag um for­seta­kosn­ingar er nefni­lega bundið í stjórn­ar­skrá og henni breytum við ekki svo glatt. 

En eins og Baldur bendir á í grein sinni, er þetta mögu­leiki, þó að hann sé lít­ill. 

Núver­andi kosn­inga­fyr­ir­komu­lag byggir á ákvæðum stjórn­ar­skrár­innar og verður því ekki breytt nema með breyt­ingu á henni. Henni verður hins vegar ekki breytt nema með sam­þykki tveggja þinga og þing­rofi og nýjum þing­kosn­ingum þar á milli. En árið 2013 var sam­þykkt bráða­birgða­á­kvæði sem opnar á að fram til 30. apríl 2017 megi breyta henni án þessa til­stands.

Hvað þyrfti að gera?

Alþingi yrði að hefj­ast handa um leið og það kemur saman á ný, nú 19. jan­ú­ar. Ákvæði um for­seta­kosn­ingar í stjórn­ar­skrá yrði þá breytt á þann hátt að kjör­inn for­seti þarf að fá meiri­hluta atkvæða í kosn­ingu. Nái eng­inn meiri­hluta, skal kjósa á ný á milli tveggja fram­bjóð­enda sem hlutu flest atkvæði. Þetta verður að ger­ast fyrir 24. eða 25. jan­úar og vera sam­þykkt með tveimur þriðja hluta atkvæða.

Sex mán­uðum síð­ar, 23. eða 24. júlí næst­kom­andi, þarf að bera breyt­ing­una undir þjóð­ina. Nauð­syn­legt er að hún sé sam­þykkt með 40 pró­sentum atkvæða til að hún taki gildi. Breyt­ing­arnar á stjórn­ar­skránni þurfa að hafa verið sam­þykktar frá Alþingi í sex mán­uði áður en þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fer fram.

Á vor­mán­uðum þyrfti Alþingi svo að breyta lögum um tíma­setn­ingu for­seta­kosn­inga svo kosn­ingar fari ekki fram síð­asta laug­ar­dag í júní, heldur í lok júlí.

Ef kjósa þarf á milli tveggja efstu fram­bjóð­anda, myndu hand­hafar for­seta­valds, sem eru for­seti Alþingis og for­seti Hæsta­rétt­ar, fara með for­seta­valdið frá 1. ágúst þar til kosn­ingu er lok­ið, tveimur til þremur vikum seinna, en sam­kvæmt stjórn­ar­skrá lýkur kjör­tíma­bili for­seta 31. júlí. Nýr for­seti sem kjör­inn yrði með meiri­hluta atkvæða tæki þá við þegar seinni kosn­ingu er lok­ið.

Sam­kvæmt þessu fær Alþingi ein­ungis nokkra daga til að fjalla um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá til að halda sig innan tímara­mmans. Til að setja það í sam­hengi hefur stjórn­ar­skrár­nefndin tll að mynda fundað oftar en hægt er að festa tölu á, án þess að nokkrar breyt­ingar hafi náð í gegn. Síð­ast var það núna um jól­in, en stjórn­ar­flokk­arnir settu sig upp á móti breyt­ing­un­um. Það verður því að telj­ast ólík­legt að þetta verði að veru­leika fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2016, þó það sé mögu­leiki.

Björg Thor­ar­in­sen stjórn­sýslu­fræð­ingur sagði í sam­tali við RÚV seinni­part­inn í dag að til­lögur Bald­urs væru óraun­hæf­ar. Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, sagði þær senni­lega tækni­lega mögu­leg­ar, en taldi ólík­legt að það væri póli­tískur vilji til að hrinda þeim í fram­kvæmd. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None