Skrautleg saga forsetakosninga

Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur horfði yfir farinn vega í sögu forsetakosninga hér á landi.

Kristinn Haukur Guðnason
ólafur og Dorrit
Auglýsing

For­seta­kosn­ingar hafa verið fátíðar á lýð­veld­is­tím­anum vegna þeirrar hefð­ar­reglu að eng­inn taki slag­inn gegn sitj­andi for­seta. Þetta hef­ur þó verið að breyt­ast á sein­ustu árum sam­fara breyttu almenn­ings­á­liti á stöð­u ­for­set­ans. Í sumar verða haldnar fyrstu for­seta­kosn­ing­arnar í 20 ár þar sem ­sitj­andi for­seti er ekki í fram­boði.

1944 – Klaufa­leg­t ­upp­haf

Fyrstu for­seta­kosn­ing­arnar voru haldnar þann 17. Júní árið 1944 á Þing­völl­um, á sjálfum lýð­veld­is­deg­in­um. For­seti var þó ekki kos­inn af ­þjóð­inni heldur af alþing­is­mönnum og ólíkt þjóð­ar­at­kvæða­greiðslunn­i um stjórn­ar­skránna og sam­bands­slit­unum við Dani þá var kosn­ingin um for­set­ann alls ekki ein­róma. 

Ákveðið var að for­seta­kjörið skyldi fara fram á sama hátt og ­kosn­ing for­seta sam­ein­aðs alþing­is. Sveinn Björns­son hafði verið rík­is­stjóri Ís­lands síðan 1941 og þótti lang­lík­leg­astur til að vera kjör­inn for­seti en hann átti þó marga óvild­ar­menn á þingi. Á þessum tíma hafði utan­þings­stjórn sem ­Sveinn skip­aði setið við völd í u.þ.b. 18 mán­uði vegna þess að leið­tog­ar ­ís­lensku stjórn­mála­flokk­anna gátu ekki myndað starf­hæfa rík­is­stjórn. Fram­boð hans var þó stutt af þing­mönnum Fram­sókn­ar­flokks og Alþýðu­flokks og var hann ­kjör­inn með 30 atkvæðum af 52. 

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­menn og Sós­í­alistar höfðu aftur á móti engan fram­bjóð­anda sem þeir gátu komið sér saman um og því gengu þeir volgir til atkvæða­greiðsl­unn­ar. Jón Sig­urðs­son skrif­stofu­stjóri alþingis til 40 ára (1921-1956) fékk 5 atkvæði til for­seta Íslands. Hann var fyrst og fremst þekktur sem fræði­maður í íslenskum fræðum og þýð­andi og hafði m.a. þýtt verk norska rit­höf­und­ar­ins Knut Hamsun af stakri snilld. 15 þing­menn ákváðu aftur á móti að skila auðu í fyrstu for­seta­kosn­ingum Íslands­sög­unnar og 2 vor­u fjar­ver­andi vegna veik­inda. Því var Sveinn Björns­son kos­inn for­seti Íslands með­ ­sléttum 60% atkvæða á meðan ný stjórn­ar­skrá og afnám sam­bands­lag­anna vor­u ­sam­þykkt með um 99% atkvæða. Þótti þetta viss hneisa. Sveinn fór aftur í fram­boð til for­seta Íslands ári seinna og svo árið 1949 og var þá sjálf­kjör­inn án ­mót­fram­boðs. Þar má segja að skap­ast hafi visst for­dæmi í íslenskri stjórn­mála­sög­u, eins konar hefð­ar­regla um að sitj­andi for­seti fengi ekki mót­framboð.

1952 – For­seta­kosn­ing í skot­gröf­unum

Sveinn Björns­son lést í emb­ætti snemma árs árið 1952 og þar ­sem Íslend­ingar hafa ekki vara­for­seta var blásið til for­seta­kosn­inga þá um ­sum­ar­ið. Mörg fyr­ir­menni voru strax orðuð við emb­ætt­ið, bæði póli­tísk og ópóli­tísk. Má þar helst nefna Hall­dór Kiljan Lax­ness, Jónas frá Hriflu, Thor T­hors, Stein­grím Stein­þórs­son, Jón Pálma­son og Sig­urð Nor­dal. Flest var þetta þó úr lausu lofti grip­ið. Í fram­boði voru loks Ásgeir Ásgeirs­son, séra Bjarn­i Jóns­son og Gísli Sveins­son. Ásgeir og Gísli áttu báðir langan þing­feril að baki. Ás­geir hafði setið sem for­sætis og fjár­mála­ráð­herra á fjórða ára­tugnum fyr­ir­ Fram­sókn­ar­flokk­inn en hafði síðan um langt skeið verið þing­mað­ur­ Al­þýðu­flokks­ins í Vest­ur­-Ísa­fjarð­ar­sýslu. 

Gísli hafði setið fyr­ir­ ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Vest­ur­-Skafta­fells­sýslu og m.a. verið for­seti sam­ein­aðs al­þingis um stund. Séra Bjarni var upp­al­inn Reyk­vík­ingur sem hafði t.a.m. ver­ið ­dóm­kirkju­prestur og síðar vígslu­biskup í Skál­holti frá árinu 1937. Ásgeir var ­tölu­vert yngri en Gísli og séra Bjarni sem báðir voru komnir á átt­ræð­is­ald­ur. ­Kosn­ing­arnar árið 1952 eru alræmdar fyrir það hversu harð­vít­ugar og ­flokkspóli­tískar þær voru og blöðin hrein­lega log­uðu í áróðri. Menn voru vænd­ir um lygar, lág­kúru og stjórn­mála­legt pot. Jafn­vel var talað um að rík­is­stjórn­ ­Sjálf­stæð­is­manna og Fram­sókn­ar­manna segði af sér ef þeirra fram­bjóð­andi yrð­i undir í kosn­ing­unni. Vinstri­menn og þá sér­stak­lega Alþýðu­flokks­menn fylktu sér­ bak­við Ásgeir en Sjálf­stæð­is­menn og Fram­sókn­ar­menn studdu séra Bjarna.

Það fór svo að Ásgeir vann sigur með 48,3% atkvæða en séra Bjarni hlaut 45,5%. Ásgeir hafði mest fylgi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og svo Vest­fjörðum en Bjarni hafði meira ­fylgi á lands­byggð­inni. Gísli fékk ein­ungis 6,2% og þar af lang­mest úr Skafta­fells­sýslum. Það verður þó að telj­ast lík­legt að Gísli hafi “eyði­laggt” kosn­ing­arnar fyr­ir­ ­flokks­fé­lögum sínum og að þorri kjós­enda hans hefði að öðrum kosti kosið sér­a ­Bjarna og þar með tryggt honum sig­ur­inn. Mögu­lega hefur honum þó þótt það mátu­legt á þá fyrir að styðja sig ekki. Í mál­gagni Sjálf­stæð­is­manna, Morg­un­blað­inu stóð m.a. „Allir þjóð­hollir Íslend­ingar kjósa séra Bjarna Jóns­son.” En þó að mik­ill ­styr hafi staðið um kjör Ásgeirs Ásgeirs­sonar í þessum fyrstu lýð­ræð­is­leg­u ­for­seta­kosn­ingum Íslands þá var hefð­inni haldið áfram og hann end­ur­kjör­inn án ­mót­fram­boðs í þrí­gang, árin 1956, 1960 og 1964. Hann gaf ekki kost á sér árið 1968 og lést svo fjórum árum síð­ar.

1968 – Heið­urs­manna­kosn­ing

Kosn­ing­arnar árið 1968 voru að miklu leyti algjör and­staða við kosn­ing­arnar 16 árum áður. Fram­bjóð­end­urnir voru ein­ungis tveir. Ann­ar­s ­vegar Gunnar Thorodd­sen sem átti langan feril í stjórn­málum fyr­ir­ ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hann hafði verið borg­ar­stjóri, fjár­mála­ráð­herra og loks ­sendi­herra í Dan­mörku. Hann hafði einnig sér­stök tengsl við for­seta­emb­ættið þar ­sem Ásgeir Ásgeirs­son frá­far­andi for­seti var tengda­faðir hans. Hins veg­ar Krist­ján Eld­járn, forn­leifa­fræð­ingur og þjóð­minja­vörð­ur, sem engin afskipt­i hafði haft af stjórn­málum en var vin­sæll vegna fræði­þátta sem hann stýrði í Rík­is­sjón­varp­inu. Kosn­inga­bar­áttan var lág­stemmd og virðu­leg og reynt að halda henni utan hins póli­tíska þras. Dag­blöðin tóku ekki ein­arða afstöðu með eða á móti fram­bjóð­end­unum eins og 1952. Engu að síður virt­ust flokkspóli­tískar ­deilur krauma undir niðri og reynt var að spyrða Krist­jáni við vinstri flokk­ana. 

Nú var almenn­ings­á­litið á þá veru að for­seta­emb­ættið ætti að vera hafið yfir­ ­stjórn­mál. For­seti ætti að vera lands­faðir (eða móð­ir) sem tæki á engan hátt þátt í stjórn­málum og væri í raun for­svari allra lands­manna. Ekki tókst að klína neinu á Krist­ján í kosn­inga­bar­átt­unni og hann vann yfir­burða­sigur með­ tæpum 66% atkvæða en Gunnar hlaut rúm 34%. Þessi yfir­burða­sigur kom fólki ­tölu­vert á óvart því að þótt Gunnar ætti langan feril í póli­tík að baki þá þótti hann lands­föð­urs­legur og átti stuðn­ings­menn úr röðum ann­arra flokka. G­unnar fékk mestan stuðn­ing í Reykja­vík þar sem hann var fæddur og upp­al­inn og hafði verið borg­ar­stjóri í 13 ár. Krist­ján, sem ætt­aður var úr Svarf­að­ar­daln­um, ­fékk aftur á móti mestan stuðn­ing á lands­byggð­inni þó hvergi færi fylgi hans undir 60%, ekki einu sinni í Reykja­vík. Líkt og for­verar sínir var Krist­ján end­ur­kjör­inn án mót­fram­boðs árin 1972 og 1976.

1980 – Kosn­ingar í heims­frétt­unum

Krist­ján Eld­járn gaf ekki kost á sér árið 1980 og því ljóst að for­seta­kosn­ingar yrðu haldnar það árið. Senni­lega hefði það þó alltaf ver­ið ó­um­flýj­an­legt því að Albert Guð­munds­son var byrj­aður að skipu­leggja fram­boð áður en Krist­ján til­kynnti ákvörðun sína. Albert var á þessum tíma bæð­i al­þing­is­maður og borg­ar­full­trúi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn og hafði áður ver­ið at­vinnu­maður í knatt­spyrnu víða um Evr­ópu. Hann átti þó stuðn­ings­menn úr öll­u­m ­flokk­um, m.a. vegna starfs síns innan íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar, í við­skipta­líf­in­u og í borg­ar­stjórn­ar­mál­un­um. Þrír aðrir fram­bjóð­endur gáfu kost á sér. Guð­laug­ur Þor­valds­son þáver­andi rík­is­sátta­semj­ari og áður rektor Háskóla Íslands. 

Pét­ur J. Thor­steins­son lög­fræð­ingur sem hafði lengst af starfað í ut­an­rík­is­þjón­ust­unni um víða ver­öld og verið sendi­herra. Loks Vig­dís F­inn­boga­dóttir leik­hús­stjóri Leik­fé­lags Reykja­víkur og frönsku­fræð­ing­ur. Vig­dís ­fékk mestu athygl­ina, ekki ein­ungis vegna þess að hún var fyrsti kven­for­seta­fram­bjóð­and­inn á Íslandi. Heldur einnig vegna þess að hún gat orð­ið ­fyrsti þjóð­kjörni kven­for­seti heims­ins. Kosn­inga­bar­áttan var ekki öll á ljúfu nót­unum og beindust spjótin einna helst að Vig­dísi. Það var t.d. gagn­rýnt að hún væri ein­hleyp og að hún hefði tekið þátt í mót­mælum gegn varn­ar­lið­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli

Hægri­mönn­um, mörgum hverj­um, þótti hún helst til mikið til vinstri þó að hún hefði ekki tekið virkan þátt í stjórn­mála­starfi á ferli sínum heldur ein­göngu sinnt menn­ingu, listum og ­kennslu. Kosn­ing­arnar sjálfar urðu mjög spenn­andi og mjótt var á mun­unum milli­ Vig­dísar og Guð­laugs. Vig­dís var kjörin með ein­ungis þriðj­ungs­fylgi (tæp 34%) en Guð­laugur hlaut rúm 32%. Albert fékk ekki nema tæp­lega 20% og Pétur rúm 14%. ­Þrátt fyrir allt voru ekki nema tæp­lega 20% munur milli efsta og neðsta fram­bjóð­anda. Vig­dís hafði mest fylgi á lands­byggð­inni, þá sér­stak­lega Aust­ur­landi. Guð­laugur hafð­i aftur á móti mest fylgi allra á Reykja­nesi og Norð­ur­landi eystra. Vig­dís var end­ur­kjörin án mót­fram­boðs í tvígang, árið 1984 og 1992. En árið 1988 er ­merki­legt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti kom fram mót­fram­boð gegn sitj­and­i ­for­seta. 

Sig­rún Þor­steins­dóttir hús­móðir úr Vest­manna­eyjum bauð sig fram til­ þess að „virkja for­seta­emb­ætt­ið”, þ.e. nýta valds­heim­ildir stjórn­ar­skrár­innar enn frem­ur. Það er skemmst frá því að segja að fram­boðið sjálft var alger­lega mis­heppn­að. Kosn­inga­þátt­taka var lítil og Sig­rún fékk ein­ungis um 5% fylg­i. ­Fólk var almennt hneykslað á „ósvífni” Sig­rúnar og kostn­að­inum sem fylgd­i þess­ari von­lausu bar­áttu hennar. Eng­u að síður voru þetta tíma­mót, hefð­ar­reglan hafði verið brot­in.



1996-2012 – Breytt­ir ­tímar Ólafs

Árið 1996 var ljóst að Vig­dís Finn­boga­dóttir myndi ekki gefa á­fram kost á sér og því voru haldnar kosn­ing­ar. Fimm fram­bjóð­endur stigu fram á völl­inn en einn af þeim, Guð­rún Pét­urs­dóttir dós­ent við Háskóla Íslands dró fram­boð sitt til baka skömmu fyrir kosn­ing­ar. Fyr­ir­ferða­mesta nafnið á kjör­seðl­in­um var Ólafur Ragnar Gríms­son. Hann hafði komið víða við í póli­tík á tæp­lega 30 ára ferli sínum í ýmsum flokkum og meðal ann­ars setið sem fjár­mála­ráð­herra ­fyrir Alþýðu­banda­lagið um skeið. Hann hafði því breitt póli­tískt fylgi. Hann var þó ekki sá eini sem kom úr heimi stjórn­mál­anna því að Guð­rún Agn­ars­dótt­ir hafði setið sem alþing­is­maður fyrir Kvenna­list­ann. 

Full­trúi hægri­manna var ­Pétur Kr. Haf­stein, hæsta­rétt­ar­dóm­ari og fyrrum sýslu­mað­ur, en hafði þó haft ­lítil bein afskipti af stjórn­mál­um. Þessir þrír fram­bjóð­endur háðu jafna og nokkuð spenn­andi bar­áttu sem lauk með því að Ólafur fékk rúm­lega 41% fylg­i, ­Pétur tæp 30% og Guð­rún rúm 26%. 

Boð­flennan í partí­inu var svo Ást­þór Magn­ús­son sem fékk undir þrjú pró­sent fylgi en fram­boð hans fékk þó þeim mun meiri athygli. Ást­þór, sem kom úr við­skipta­líf­inu, hafði komið á fót mann­úð­ar­sam­tök­unum Friði 2000 og hugð­ist nota for­seta­emb­ættið til að vekja athygli á þeim mál­stað. Ólafur var sjálf­krafa end­ur­kjör­inn árið 2000 eftir að Ást­þóri mistókst að tryggja sér nægi­legan ­fjölda með­mæl­enda. 

Eftir 8 ára setu virt­ist því fer­ill Ólafs ætla að fara í sama far og for­vera hans, þ.e. að halda for­seta­emb­ætt­inu utan stjórn­mál­anna. En árið 2004 kastaði hann sprengju með synjun fjöl­miðla­lag­anna svoköll­uðu. Það var al­ger­lega óheyrt að for­seti beitti stjórn­ar­skrár­legum heim­ildildum sínum á þennan hátt og þetta kom einmitt upp á kosn­inga­ári. Ólafur hafði skyndi­lega ­eign­ast mik­inn fjölda óvina innan rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. 

En þeir gátu þó ekki komið sér saman um fram­bjóð­anda gegn Ólafi. Þó steig hinn til­tölu­lega óþekkti Baldur Ágústs­son fram til­kynnti að hann ætl­aði að “end­ur­heimta virð­ingu for­seta­emb­ætt­is­ins” Ólafur var end­ur­kjör­inn með tveimur þriðju greiddra atkvæða en Baldur hlaut þó tæp­lega 10%. And­stæð­ingar Ólafs kusu frekar að láta óánægju sína í ljós með því að skila auðu, rúm­lega 20% tals­ins. Ást­þór var aftur með en nú náði hann ekki tvö pró­sent mark­inu. Ólafur var end­ur­kjör­inn án mót­fram­boðs árið 2008. 

Eftir að Ólafur hafði synjað fleiri lögum stað­fest­ingar í tíð vinstri stjórn­ar­innar á árunum eftir hrun var ljóst að for­seta­emb­ættið var orðið gjör­breytt og rammpóli­tískt. Nú hafði hann þó ­skipt um aðdá­enda­hóp og vinstri­menn þeir sem höfðu mest horn í síðu hans. Í for­seta­kosn­ing­unum árið 2012 kom því lang­harð­asta atlaga að sitj­andi for­seta frá upp­hafi. Í skoð­ana­könn­unum fyrir kosn­ing­arnar hafði Þóra Arn­órs­dótt­ir, ­fjöl­miðla­kona, tölu­vert for­skot á for­set­ann. En það fylgi dal­aði er nær dró og Ólafur vann end­ur­kjörið með tæpum 53% greiddra atkvæða en Þóra hlaut rúm­lega 33%. Kosn­inga­þát­taka var þó dræm eins og í mörgum öðrum kosn­ingum á síð­ast­liðnum árum. Fjórir aðrir fram­bjóð­endur stigu fram árið 2012 og af þeim ­náði Ari Trausti Guð­munds­son jarð­fræð­ingur lang­mestu fylgi eða tæp­lega 9%. Her­dís Þor­geirs­dóttir lög­fræð­ing­ur, Andrea J. Ólafs­dóttir áður for­mað­ur­ Hags­muna­sam­taka heim­il­anna og Hannes Bjarna­son land­fræð­ingur náðu sam­an­lagt um 5 pró­sent. Fram­boð Ást­þórs var dæmt ógilt vegna form­legra van­kanta.



2016?

For­seta­kosn­ing­ar á Íslandi eru sjald­gæfur hlut­ur. Ein­ungis sjö sinnum hefur þjóðin fengið að velja sér for­seta og ein­ungis í fimm skipti hefur kosn­ingin verið spenn­andi. Það ­sem hefur ein­kennt íslenska for­seta­emb­ættið eru hinar löngu set­ur. 

Sveinn ­Björns­son sat skemmst á for­seta­stóli en samt í u.þ.b. tvö kjör­tíma­bil. Krist­ján sat í þrjú kjör­tíma­bil, Ásgeir og Vig­dís í fjögur og Ólafur í fimm. Vegna þess hversu langt er á milli kosn­ing­anna, hversu ein­stak­lings­bundnar þær eru og að þær liggja ekki í hinum hefð­bundnu flokkslínum þá verða þær allar mjög ­sér­stak­ar. Hið klaufa­lega kjör Sveins Björns­son­ar, hin ill­víga og rætna kosn­ing Ás­geirs Ásgeirs­son­ar, hin virðu­lega kosn­ing Krist­jáns Eld­járns, hin heims­fræga ­kosn­ing Vig­dísar Finn­boga­dóttur og svo hinar bitru kosn­ingar Ólafs Ragn­ar­s Gríms­son­ar. Allt eru þetta merki­legir kaflar í sögu lýð­veld­is­ins Íslands og ­sýna það að emb­ættið er ennþá í þró­un. Það er þó ljóst að reglur og valds­við ­for­set­ans eru ekk­ert sér­stak­lega vel hönnuð eða að minnsta kosti ekki fyrir 21. öld­ina. 

Virð­ing almenn­ings fyrir stofn­unum og emb­ættum er minni en hún var ­fyrir 70 árum síðan og fólk er farið að líta á for­seta­emb­ættið sem verk­færi frekar en virð­ing­ar­stöðu. Fjöl­margir hafa lýst yfir áhuga á fram­boði til­ ­for­seta 2016 og sumir þegar til­kynnt fram­boð. Hvernig þeir hyggj­ast nota vald­ið ­sem þeim yrði falið verður því aðal­spurn­ing kosn­inga­bar­átt­unnar og við verð­u­m að treysta fram­bjóð­endum til að standa við þau lof­orð. Átt­und­u ­for­seta­kosn­ing­arnar verða von­andi skemmti­legar og spenn­andi. Við getum búist við met­fjölda fram­bjóð­enda þetta árið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None