Danir sitja í flóttamannasúpunni

Danmörk
Auglýsing

Öll spjót standa nú á dönsku rík­is­stjórn­inn­i ­vegna mál­efna flótta­fólks. Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur harð­lega ­gagn­rýnt yfir­lýs­ingar danskra ráð­herra um að flótta­fólki verði gert skylt að af­henda verð­mæti, til dæmis pen­inga og skart­gripi við kom­una til Dan­merk­ur. Svíar hafa gert Dönum skylt að skoða skil­ríki allra sem fara yfir sund­ið, ­Þjóð­verjar neita allri sam­vinnu um landamæra­eft­ir­lit,  Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn vill  strang­ari landamæra­gæslu og lög­reglan seg­ist ekki geta annað eft­ir­lit­inu með full­nægj­andi hætti vegna mann­eklu.

Dem­ant­ar, perlur og ­skírasta gull

Um miðjan nóv­em­ber kynnti Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra D­an­merkur laga­frum­varp  dönsku stjórn­ar­inn­ar ­sem miðar að því að draga úr straumi flótta­fólks til Dan­merk­ur. Áætl­un ­stjórn­ar­innar var í 34 lið­um, mesta athygli vakti að lög­reglu og toll­gæslu yrð­i heim­ilt að leggja hald á verð­mæti, til dæmis dem­anta, gull og reiðufé umfram ­þrjú þús­und krónur danskar(ca 60 þús­und íslenskar), sem flótta­fólk hefði í fórum sínum við kom­una til Dan­merk­ur. Fjöl­miðlar víða um heim hentu þetta á lofti og töl­uðu um mann­vonsku og útlend­inga­hatur Dana. Spurt var hvort til­ ­stæði að rífa gull­fyll­ingar úr tönnum flótta­fólks og jafn­vel vitnað til síð­ar­i heims­styrj­aldar í því sam­bandi. Ráð­herr­ar,einkum Inger Stöjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála, reyndu að útskýra að regl­urnar væru þær sömu og gildi um Dan­i en allar voru þær útskýr­ingar klaufa­legar og urðu ekki til að lægja gagn­rýn­is­öld­urn­ar.

Stjórnin hefur síðan dregið nokkuð í land með hug­myndir sínar í þessum efn­um enda talið mjög vafa­samt, eða jafn­vel úti­lok­að, að frum­varpið um eigna­upp­töku verði sam­þykkt í þing­inu. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn gagn­rýnir hins­vegar stjórn­ina og vill halda fast við upp­haf­legu til­lög­una um eigna­upp­töku. Dönsku ­fjöl­miðl­arnir hafa flestir fjallað ítar­lega um þetta „dem­anta­mál”, eins og það er kall­að, og nú fyrir helg­ina var greint frá gagn­rýni Flótta­manna­stofn­un­ar ­Sam­ein­uðu þjóð­anna vegna hug­mynda dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Yfir­mað­ur­ ­Evr­ópu­skrif­stofu Flótta­manna­stofn­un­ar­innar segir fyr­ir­ætl­anir dönsku ­stjórn­ar­innar eins­dæmi og hvetur til að allar hug­myndir um eigna­upp­töku verð­i ­dregnar til baka. Frum­varpið kemur vænt­an­lega til kasta þings­ins síðar í þessum ­mán­uði.

Auglýsing

Svíar og landamæra­gæslan

Eins og mikið hefur verið fjallað um í fjöl­miðlum ákváðu sænsk ­stjórn­völd að taka upp strangt eft­ir­lit og skil­ríkja­skoðun á landa­mærum D­an­merkur og Sví­þjóð­ar. Skil­ríkja­skoð­unin getur ekki farið fram á landa­mær­un­um ­sjálfum því þau liggja úti á miðju Eyr­ar­sundi og á Eyr­ar­sunds­brúnni er til­ ­dæmis engin aðstaða til slíkrar skoð­un­ar. Svíar beittu ákvæði Schen­gen ­sam­komu­lags­ins (flytj­anda­á­byrgð) sem skyldar fyr­ir­tæki sem annast far­þega­flutn­inga milli landa að skoða skil­ríki far­þega við brott­för úr ein­u landi til ann­ars. Þessi skil­ríkja­skoðun fer fram á Kastrup hjá þeim far­þeg­um ­sem ætla til Sví­þjóðar með lest og í dönskum ferju­höfnum eins og til dæm­is­ Hels­ingja­eyri. Danir bera því ­kostn­að­inn, sem er ærinn, af þessu eft­ir­liti. Svíar eru mjög ósáttir við að D­anir hleyptu lengi vel öllu flótta­fólki áfram til Sví­þjóðar og þótt allt sé að ­mestu slétt og fellt á yfir­borð­inu eru sam­skipti þjóð­anna „við frost­mark” eins og það er svo kurt­eis­lega orð­að. 

Óhætt er að segja að forsætisráðherra Danmerkur sé undir pressu.

Hvað gerir skil­ríkja­lausa fólk­ið?

Eft­ir­litið á Kastrup hófst sl. mánu­dag 4. jan­ú­ar. Þann dag og dag­inn eftir kom þangað tals­verður fjöldi skil­ríkja­lausra flótta­manna sem var snúið við. Fljótt flýgur fiski­sagan og nú eru það nær ein­göngu skil­ríkja­lausir Svíar og Danir sem ekki kom­ast leiðar sinn­ar, flótta­fólkið veit að ekki þýðir að reyna slíkt án skil­ríkja. Þá vakn­ar ­spurn­ingin hvað verður um þetta fólk.  Í raun veit það eng­inn með vissu, ein­hverjir eru sjálf­sagt á hálf­gerðum flæk­ing­i án þess að vita hvað tekur við. Þeir eru þó lík­lega fleiri sem leita ann­arra ­lausna. Og hverjar gætu þær ver­ið? Á Eyr­ar­sunds­strönd Dan­merkur eru fjöl­marg­ar (­skipta tug­um) smá­báta­hafnir og þús­undir smá­báta að mestu bundnir við bryggju á þessum árs­tíma. 

Eng­inn fylgist með öllum þessum fleyt­um, eig­endum og um­ráða­mönnum er í sjálfs­vald sett að halda til hafs, þegar og ef þeim sýn­ist. Und­an­farna daga hafa dönsku fjöl­miðl­arnir birt við­töl við báta­eig­end­ur, jafn­vel undir nafni, sem segj­ast með glöðu geði ferja fólk yfir sund­ið. Það sé bein­línis borg­ara­leg skylda að hjálpa fólki í neyð. „Nauð­syn brýtur lög” sagð­i einn við­mæl­andi Danska útvarps­ins, DR.  Svíar hafa til­kynnt að þeir muni auka eft­ir­lit á Eyr­ar­sundi en það veldur smá­báta­eig­endum ekki áhyggj­um. „Það er ekki bann­að að sigla með fólk um Eyr­ar­sund og hefur sænska strand­gæslan heim­ild til að krefj­ast skil­ríkja af mér og vinum mín­um? Ég held ekki” sagði áður­nefnd­ur við­mæl­andi DR.

Danir feta í fót­spor Svía

Nokkrum klukku­stundum eftir að skil­ríkja­skoð­unin var tekin upp við landa­mæri Sví­þjóðar og Dan­merkur tikynnt­i d­anska rík­is­stjórnin að Danir sæju sig knúna til að gera slíkt hið sama, á landa­mærum Dan­merkur og Þýska­lands. „Við gerum þetta af illri nauð­syn” sagð­i L­ars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra við frétta­menn. Landa­mæri Þýska­lands og D­an­merkur eru sjö­tíu kíló­metra löng og þar eru þrettán landamæra­stöðv­ar, sem ­segja má að séu að mestu leyti  arfur frá­ ­gam­alli tíð og flestar þeirra hafa verið ómann­aðar um ára­bil. Auk þess eru þar ótal stígar og minni veg­ir. Fjöldi Dana sækir dag­lega vinn­u ­yfir landa­mærin og sömu sögu er að segja um Þjóð­verja sem vinna Dan­merk­ur­meg­in­. ­Járn­brautin sem tengir löndin tvö liggur um Pad­borg og þar, ásamt bæn­um Flens­borg, er mið­stöð toll­af­greiðslu flutn­inga­bíla sem fara um landa­mær­in, hund­ruðum eða þús­undum saman á degi hverj­u­m. 

Sú ákvörðun Dana að taka upp­ skil­ríkja­skoðun á landa­mær­unum er ekki auð­leyst verk­efni. Í dönskum fjöl­miðl­u­m hefur komið fram að landamæra­eft­ir­litið er ein­ungis á stærstu stöðv­un­um, þar ­sem almenn­ings­sam­göngur liggja um og þarf um það bil tvö­hund­ruð lög­reglu­menn til­ að sinna eft­ir­lit­inu hverju sinni, miðað við þrí­skiptar vaktir þýðir það sam­tals um sex hund­ruð manns. Lög­reglu­þjónar víðs­vegar úr Dan­mörku hafa verið send­ir til starfa við landa­mærin og rætt hefur verið um að her­inn verði lög­regl­unn­i til aðstoðar og sendi allt að fjögur hund­ruð her­menn að landa­mær­un­um. Rík­is­stjórn­in miðar eft­ir­litið við tíu daga en fast­lega er gert ráð fyrir að það stand­i ­leng­ur.

Þjóð­verjar yppa öxlum

Kostn­að­ur­inn við eft­ir­litið er mik­ill og D­anir hafa farið fram á það við Þjóð­verja að þeir taki að sér skil­ríkja­skoðun í lestum og far­þeg­ar­út­um, vís­uðu til Schengen ákvæð­is­ins um flytj­anda­á­byrgð. ­Þjóð­verjar hafa ekki opin­ber­lega svarað þessu erindi Dana en tals­menn þýsku ­járn­braut­anna hafa sagt, í fjöl­miðl­um, að þeir taki þetta ekki að sér, frekar muni þeir leggja af lest­ar­sam­göngur yfir landa­mær­in. Einn tals­mað­ur­ ­járn­braut­anna sagði að útgjöld Þjóð­verja vegna flótta­fólks­ins væru gríð­ar­leg og þeir ætli ekki að taka að sér landamæra­gæslu fyrir Dani.

Fram­haldið

Tæp vika er nú liðin síð­an landamæra­eft­ir­litið hófst. Engin leið er að segja til um hvernig fram­hald­ið verð­ur. Danska dóms­mála­ráðu­neytið birtir dag­lega tölur um fjölda þeirra sem fara um landa­mærin og nýj­ustu tölur benda til að þeim fari ört fækk­andi sem vilja kom­ast frá Þýska­landi til Dan­merk­ur. Í sam­tali við blaða­mann Jót­land­s­pósts­ins, Þýska­lands­megin við landa­mær­in, sagði skil­ríkja­laus sýr­lensk fjöl­skylda ætla að ­sækja um hæli í Þýska­landi fyrst úti­lokað væri að kom­ast til Dan­merkur og áfram norð­ur.   

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None