Danir sitja í flóttamannasúpunni

Danmörk
Auglýsing

Öll spjót standa nú á dönsku ríkisstjórninni vegna málefna flóttafólks. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur harðlega gagnrýnt yfirlýsingar danskra ráðherra um að flóttafólki verði gert skylt að afhenda verðmæti, til dæmis peninga og skartgripi við komuna til Danmerkur. Svíar hafa gert Dönum skylt að skoða skilríki allra sem fara yfir sundið, Þjóðverjar neita allri samvinnu um landamæraeftirlit,  Danski þjóðarflokkurinn vill  strangari landamæragæslu og lögreglan segist ekki geta annað eftirlitinu með fullnægjandi hætti vegna manneklu.

Demantar, perlur og skírasta gull

Um miðjan nóvember kynnti Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur lagafrumvarp  dönsku stjórnarinnar sem miðar að því að draga úr straumi flóttafólks til Danmerkur. Áætlun stjórnarinnar var í 34 liðum, mesta athygli vakti að lögreglu og tollgæslu yrði heimilt að leggja hald á verðmæti, til dæmis demanta, gull og reiðufé umfram þrjú þúsund krónur danskar(ca 60 þúsund íslenskar), sem flóttafólk hefði í fórum sínum við komuna til Danmerkur. Fjölmiðlar víða um heim hentu þetta á lofti og töluðu um mannvonsku og útlendingahatur Dana. Spurt var hvort til stæði að rífa gullfyllingar úr tönnum flóttafólks og jafnvel vitnað til síðari heimsstyrjaldar í því sambandi. Ráðherrar,einkum Inger Stöjberg ráðherra innflytjendamála, reyndu að útskýra að reglurnar væru þær sömu og gildi um Dani en allar voru þær útskýringar klaufalegar og urðu ekki til að lægja gagnrýnisöldurnar.

Stjórnin hefur síðan dregið nokkuð í land með hugmyndir sínar í þessum efnum enda talið mjög vafasamt, eða jafnvel útilokað, að frumvarpið um eignaupptöku verði samþykkt í þinginu. Danski þjóðarflokkurinn gagnrýnir hinsvegar stjórnina og vill halda fast við upphaflegu tillöguna um eignaupptöku. Dönsku fjölmiðlarnir hafa flestir fjallað ítarlega um þetta „demantamál”, eins og það er kallað, og nú fyrir helgina var greint frá gagnrýni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna vegna hugmynda dönsku ríkisstjórnarinnar. Yfirmaður Evrópuskrifstofu Flóttamannastofnunarinnar segir fyrirætlanir dönsku stjórnarinnar einsdæmi og hvetur til að allar hugmyndir um eignaupptöku verði dregnar til baka. Frumvarpið kemur væntanlega til kasta þingsins síðar í þessum mánuði.

Auglýsing

Svíar og landamæragæslan

Eins og mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum ákváðu sænsk stjórnvöld að taka upp strangt eftirlit og skilríkjaskoðun á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar. Skilríkjaskoðunin getur ekki farið fram á landamærunum sjálfum því þau liggja úti á miðju Eyrarsundi og á Eyrarsundsbrúnni er til dæmis engin aðstaða til slíkrar skoðunar. Svíar beittu ákvæði Schengen samkomulagsins (flytjandaábyrgð) sem skyldar fyrirtæki sem annast farþegaflutninga milli landa að skoða skilríki farþega við brottför úr einu landi til annars. Þessi skilríkjaskoðun fer fram á Kastrup hjá þeim farþegum sem ætla til Svíþjóðar með lest og í dönskum ferjuhöfnum eins og til dæmis Helsingjaeyri. Danir bera því kostnaðinn, sem er ærinn, af þessu eftirliti. Svíar eru mjög ósáttir við að Danir hleyptu lengi vel öllu flóttafólki áfram til Svíþjóðar og þótt allt sé að mestu slétt og fellt á yfirborðinu eru samskipti þjóðanna „við frostmark” eins og það er svo kurteislega orðað. 

Óhætt er að segja að forsætisráðherra Danmerkur sé undir pressu.

Hvað gerir skilríkjalausa fólkið?

Eftirlitið á Kastrup hófst sl. mánudag 4. janúar. Þann dag og daginn eftir kom þangað talsverður fjöldi skilríkjalausra flóttamanna sem var snúið við. Fljótt flýgur fiskisagan og nú eru það nær eingöngu skilríkjalausir Svíar og Danir sem ekki komast leiðar sinnar, flóttafólkið veit að ekki þýðir að reyna slíkt án skilríkja. Þá vaknar spurningin hvað verður um þetta fólk.  Í raun veit það enginn með vissu, einhverjir eru sjálfsagt á hálfgerðum flækingi án þess að vita hvað tekur við. Þeir eru þó líklega fleiri sem leita annarra lausna. Og hverjar gætu þær verið? Á Eyrarsundsströnd Danmerkur eru fjölmargar (skipta tugum) smábátahafnir og þúsundir smábáta að mestu bundnir við bryggju á þessum árstíma. 

Enginn fylgist með öllum þessum fleytum, eigendum og umráðamönnum er í sjálfsvald sett að halda til hafs, þegar og ef þeim sýnist. Undanfarna daga hafa dönsku fjölmiðlarnir birt viðtöl við bátaeigendur, jafnvel undir nafni, sem segjast með glöðu geði ferja fólk yfir sundið. Það sé beinlínis borgaraleg skylda að hjálpa fólki í neyð. „Nauðsyn brýtur lög” sagði einn viðmælandi Danska útvarpsins, DR.  Svíar hafa tilkynnt að þeir muni auka eftirlit á Eyrarsundi en það veldur smábátaeigendum ekki áhyggjum. „Það er ekki bannað að sigla með fólk um Eyrarsund og hefur sænska strandgæslan heimild til að krefjast skilríkja af mér og vinum mínum? Ég held ekki” sagði áðurnefndur viðmælandi DR.

Danir feta í fótspor Svía

Nokkrum klukkustundum eftir að skilríkjaskoðunin var tekin upp við landamæri Svíþjóðar og Danmerkur tikynnti danska ríkisstjórnin að Danir sæju sig knúna til að gera slíkt hið sama, á landamærum Danmerkur og Þýskalands. „Við gerum þetta af illri nauðsyn” sagði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra við fréttamenn. Landamæri Þýskalands og Danmerkur eru sjötíu kílómetra löng og þar eru þrettán landamærastöðvar, sem segja má að séu að mestu leyti  arfur frá gamalli tíð og flestar þeirra hafa verið ómannaðar um árabil. Auk þess eru þar ótal stígar og minni vegir. Fjöldi Dana sækir daglega vinnu yfir landamærin og sömu sögu er að segja um Þjóðverja sem vinna Danmerkurmegin. Járnbrautin sem tengir löndin tvö liggur um Padborg og þar, ásamt bænum Flensborg, er miðstöð tollafgreiðslu flutningabíla sem fara um landamærin, hundruðum eða þúsundum saman á degi hverjum. 

Sú ákvörðun Dana að taka upp skilríkjaskoðun á landamærunum er ekki auðleyst verkefni. Í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að landamæraeftirlitið er einungis á stærstu stöðvunum, þar sem almenningssamgöngur liggja um og þarf um það bil tvöhundruð lögreglumenn til að sinna eftirlitinu hverju sinni, miðað við þrískiptar vaktir þýðir það samtals um sex hundruð manns. Lögregluþjónar víðsvegar úr Danmörku hafa verið sendir til starfa við landamærin og rætt hefur verið um að herinn verði lögreglunni til aðstoðar og sendi allt að fjögur hundruð hermenn að landamærunum. Ríkisstjórnin miðar eftirlitið við tíu daga en fastlega er gert ráð fyrir að það standi lengur.

Þjóðverjar yppa öxlum

Kostnaðurinn við eftirlitið er mikill og Danir hafa farið fram á það við Þjóðverja að þeir taki að sér skilríkjaskoðun í lestum og farþegarútum, vísuðu til Schengen ákvæðisins um flytjandaábyrgð. Þjóðverjar hafa ekki opinberlega svarað þessu erindi Dana en talsmenn þýsku járnbrautanna hafa sagt, í fjölmiðlum, að þeir taki þetta ekki að sér, frekar muni þeir leggja af lestarsamgöngur yfir landamærin. Einn talsmaður járnbrautanna sagði að útgjöld Þjóðverja vegna flóttafólksins væru gríðarleg og þeir ætli ekki að taka að sér landamæragæslu fyrir Dani.

Framhaldið

Tæp vika er nú liðin síðan landamæraeftirlitið hófst. Engin leið er að segja til um hvernig framhaldið verður. Danska dómsmálaráðuneytið birtir daglega tölur um fjölda þeirra sem fara um landamærin og nýjustu tölur benda til að þeim fari ört fækkandi sem vilja komast frá Þýskalandi til Danmerkur. Í samtali við blaðamann Jótlandspóstsins, Þýskalandsmegin við landamærin, sagði skilríkjalaus sýrlensk fjölskylda ætla að sækja um hæli í Þýskalandi fyrst útilokað væri að komast til Danmerkur og áfram norður.   

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None