Danir sitja í flóttamannasúpunni

Danmörk
Auglýsing

Öll spjót standa nú á dönsku rík­is­stjórn­inn­i ­vegna mál­efna flótta­fólks. Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur harð­lega ­gagn­rýnt yfir­lýs­ingar danskra ráð­herra um að flótta­fólki verði gert skylt að af­henda verð­mæti, til dæmis pen­inga og skart­gripi við kom­una til Dan­merk­ur. Svíar hafa gert Dönum skylt að skoða skil­ríki allra sem fara yfir sund­ið, ­Þjóð­verjar neita allri sam­vinnu um landamæra­eft­ir­lit,  Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn vill  strang­ari landamæra­gæslu og lög­reglan seg­ist ekki geta annað eft­ir­lit­inu með full­nægj­andi hætti vegna mann­eklu.

Dem­ant­ar, perlur og ­skírasta gull

Um miðjan nóv­em­ber kynnti Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra D­an­merkur laga­frum­varp  dönsku stjórn­ar­inn­ar ­sem miðar að því að draga úr straumi flótta­fólks til Dan­merk­ur. Áætl­un ­stjórn­ar­innar var í 34 lið­um, mesta athygli vakti að lög­reglu og toll­gæslu yrð­i heim­ilt að leggja hald á verð­mæti, til dæmis dem­anta, gull og reiðufé umfram ­þrjú þús­und krónur danskar(ca 60 þús­und íslenskar), sem flótta­fólk hefði í fórum sínum við kom­una til Dan­merk­ur. Fjöl­miðlar víða um heim hentu þetta á lofti og töl­uðu um mann­vonsku og útlend­inga­hatur Dana. Spurt var hvort til­ ­stæði að rífa gull­fyll­ingar úr tönnum flótta­fólks og jafn­vel vitnað til síð­ar­i heims­styrj­aldar í því sam­bandi. Ráð­herr­ar,einkum Inger Stöjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála, reyndu að útskýra að regl­urnar væru þær sömu og gildi um Dan­i en allar voru þær útskýr­ingar klaufa­legar og urðu ekki til að lægja gagn­rýn­is­öld­urn­ar.

Stjórnin hefur síðan dregið nokkuð í land með hug­myndir sínar í þessum efn­um enda talið mjög vafa­samt, eða jafn­vel úti­lok­að, að frum­varpið um eigna­upp­töku verði sam­þykkt í þing­inu. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn gagn­rýnir hins­vegar stjórn­ina og vill halda fast við upp­haf­legu til­lög­una um eigna­upp­töku. Dönsku ­fjöl­miðl­arnir hafa flestir fjallað ítar­lega um þetta „dem­anta­mál”, eins og það er kall­að, og nú fyrir helg­ina var greint frá gagn­rýni Flótta­manna­stofn­un­ar ­Sam­ein­uðu þjóð­anna vegna hug­mynda dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Yfir­mað­ur­ ­Evr­ópu­skrif­stofu Flótta­manna­stofn­un­ar­innar segir fyr­ir­ætl­anir dönsku ­stjórn­ar­innar eins­dæmi og hvetur til að allar hug­myndir um eigna­upp­töku verð­i ­dregnar til baka. Frum­varpið kemur vænt­an­lega til kasta þings­ins síðar í þessum ­mán­uði.

Auglýsing

Svíar og landamæra­gæslan

Eins og mikið hefur verið fjallað um í fjöl­miðlum ákváðu sænsk ­stjórn­völd að taka upp strangt eft­ir­lit og skil­ríkja­skoðun á landa­mærum D­an­merkur og Sví­þjóð­ar. Skil­ríkja­skoð­unin getur ekki farið fram á landa­mær­un­um ­sjálfum því þau liggja úti á miðju Eyr­ar­sundi og á Eyr­ar­sunds­brúnni er til­ ­dæmis engin aðstaða til slíkrar skoð­un­ar. Svíar beittu ákvæði Schen­gen ­sam­komu­lags­ins (flytj­anda­á­byrgð) sem skyldar fyr­ir­tæki sem annast far­þega­flutn­inga milli landa að skoða skil­ríki far­þega við brott­för úr ein­u landi til ann­ars. Þessi skil­ríkja­skoðun fer fram á Kastrup hjá þeim far­þeg­um ­sem ætla til Sví­þjóðar með lest og í dönskum ferju­höfnum eins og til dæm­is­ Hels­ingja­eyri. Danir bera því ­kostn­að­inn, sem er ærinn, af þessu eft­ir­liti. Svíar eru mjög ósáttir við að D­anir hleyptu lengi vel öllu flótta­fólki áfram til Sví­þjóðar og þótt allt sé að ­mestu slétt og fellt á yfir­borð­inu eru sam­skipti þjóð­anna „við frost­mark” eins og það er svo kurt­eis­lega orð­að. 

Óhætt er að segja að forsætisráðherra Danmerkur sé undir pressu.

Hvað gerir skil­ríkja­lausa fólk­ið?

Eft­ir­litið á Kastrup hófst sl. mánu­dag 4. jan­ú­ar. Þann dag og dag­inn eftir kom þangað tals­verður fjöldi skil­ríkja­lausra flótta­manna sem var snúið við. Fljótt flýgur fiski­sagan og nú eru það nær ein­göngu skil­ríkja­lausir Svíar og Danir sem ekki kom­ast leiðar sinn­ar, flótta­fólkið veit að ekki þýðir að reyna slíkt án skil­ríkja. Þá vakn­ar ­spurn­ingin hvað verður um þetta fólk.  Í raun veit það eng­inn með vissu, ein­hverjir eru sjálf­sagt á hálf­gerðum flæk­ing­i án þess að vita hvað tekur við. Þeir eru þó lík­lega fleiri sem leita ann­arra ­lausna. Og hverjar gætu þær ver­ið? Á Eyr­ar­sunds­strönd Dan­merkur eru fjöl­marg­ar (­skipta tug­um) smá­báta­hafnir og þús­undir smá­báta að mestu bundnir við bryggju á þessum árs­tíma. 

Eng­inn fylgist með öllum þessum fleyt­um, eig­endum og um­ráða­mönnum er í sjálfs­vald sett að halda til hafs, þegar og ef þeim sýn­ist. Und­an­farna daga hafa dönsku fjöl­miðl­arnir birt við­töl við báta­eig­end­ur, jafn­vel undir nafni, sem segj­ast með glöðu geði ferja fólk yfir sund­ið. Það sé bein­línis borg­ara­leg skylda að hjálpa fólki í neyð. „Nauð­syn brýtur lög” sagð­i einn við­mæl­andi Danska útvarps­ins, DR.  Svíar hafa til­kynnt að þeir muni auka eft­ir­lit á Eyr­ar­sundi en það veldur smá­báta­eig­endum ekki áhyggj­um. „Það er ekki bann­að að sigla með fólk um Eyr­ar­sund og hefur sænska strand­gæslan heim­ild til að krefj­ast skil­ríkja af mér og vinum mín­um? Ég held ekki” sagði áður­nefnd­ur við­mæl­andi DR.

Danir feta í fót­spor Svía

Nokkrum klukku­stundum eftir að skil­ríkja­skoð­unin var tekin upp við landa­mæri Sví­þjóðar og Dan­merkur tikynnt­i d­anska rík­is­stjórnin að Danir sæju sig knúna til að gera slíkt hið sama, á landa­mærum Dan­merkur og Þýska­lands. „Við gerum þetta af illri nauð­syn” sagð­i L­ars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra við frétta­menn. Landa­mæri Þýska­lands og D­an­merkur eru sjö­tíu kíló­metra löng og þar eru þrettán landamæra­stöðv­ar, sem ­segja má að séu að mestu leyti  arfur frá­ ­gam­alli tíð og flestar þeirra hafa verið ómann­aðar um ára­bil. Auk þess eru þar ótal stígar og minni veg­ir. Fjöldi Dana sækir dag­lega vinn­u ­yfir landa­mærin og sömu sögu er að segja um Þjóð­verja sem vinna Dan­merk­ur­meg­in­. ­Járn­brautin sem tengir löndin tvö liggur um Pad­borg og þar, ásamt bæn­um Flens­borg, er mið­stöð toll­af­greiðslu flutn­inga­bíla sem fara um landa­mær­in, hund­ruðum eða þús­undum saman á degi hverj­u­m. 

Sú ákvörðun Dana að taka upp­ skil­ríkja­skoðun á landa­mær­unum er ekki auð­leyst verk­efni. Í dönskum fjöl­miðl­u­m hefur komið fram að landamæra­eft­ir­litið er ein­ungis á stærstu stöðv­un­um, þar ­sem almenn­ings­sam­göngur liggja um og þarf um það bil tvö­hund­ruð lög­reglu­menn til­ að sinna eft­ir­lit­inu hverju sinni, miðað við þrí­skiptar vaktir þýðir það sam­tals um sex hund­ruð manns. Lög­reglu­þjónar víðs­vegar úr Dan­mörku hafa verið send­ir til starfa við landa­mærin og rætt hefur verið um að her­inn verði lög­regl­unn­i til aðstoðar og sendi allt að fjögur hund­ruð her­menn að landa­mær­un­um. Rík­is­stjórn­in miðar eft­ir­litið við tíu daga en fast­lega er gert ráð fyrir að það stand­i ­leng­ur.

Þjóð­verjar yppa öxlum

Kostn­að­ur­inn við eft­ir­litið er mik­ill og D­anir hafa farið fram á það við Þjóð­verja að þeir taki að sér skil­ríkja­skoðun í lestum og far­þeg­ar­út­um, vís­uðu til Schengen ákvæð­is­ins um flytj­anda­á­byrgð. ­Þjóð­verjar hafa ekki opin­ber­lega svarað þessu erindi Dana en tals­menn þýsku ­járn­braut­anna hafa sagt, í fjöl­miðl­um, að þeir taki þetta ekki að sér, frekar muni þeir leggja af lest­ar­sam­göngur yfir landa­mær­in. Einn tals­mað­ur­ ­járn­braut­anna sagði að útgjöld Þjóð­verja vegna flótta­fólks­ins væru gríð­ar­leg og þeir ætli ekki að taka að sér landamæra­gæslu fyrir Dani.

Fram­haldið

Tæp vika er nú liðin síð­an landamæra­eft­ir­litið hófst. Engin leið er að segja til um hvernig fram­hald­ið verð­ur. Danska dóms­mála­ráðu­neytið birtir dag­lega tölur um fjölda þeirra sem fara um landa­mærin og nýj­ustu tölur benda til að þeim fari ört fækk­andi sem vilja kom­ast frá Þýska­landi til Dan­merk­ur. Í sam­tali við blaða­mann Jót­land­s­pósts­ins, Þýska­lands­megin við landa­mær­in, sagði skil­ríkja­laus sýr­lensk fjöl­skylda ætla að ­sækja um hæli í Þýska­landi fyrst úti­lokað væri að kom­ast til Dan­merkur og áfram norð­ur.   

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None