Yfir helmingur ungs fólks kýs Pírata

Langflestir á aldrinum 18 til 29 ára ætla að kjósa Pírata í næstu Alþingiskosningum, samkvæmt könnun MMR. Tekjuhæsta fólkið kýs flest Pírata og Sjálfstæðisflokk og þeir tekjulægstu aðhyllast Pírata sömuleiðis.

Helgi Hrafn Gunnarsson, formaður þingflokks Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, formaður þingflokks Pírata.
Auglýsing

Meira en helm­ingur ungs fólks, á aldr­inum 18 til 29 ára segj­ast myndu kjósa Pírata í næstu Alþing­is­kosn­ing­um, eða 54 pró­sent. 15 pró­sent aðspurðra í sama ald­urs­hópi segj­ast myndu kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Fylgi ann­arra flokka meðal ungs fólks er undir tíu pró­sent­um; Sam­fylk­ing er með 4 pró­senta fylgi, Vinstri­hreyf­ingin - grænt fram­boð með 9 pró­sent, Fram­sókn­ar­flokkur með 6 pró­sent, Björt fram­tíð 5 pró­sent og „ann­að” með 6 pró­sent.

Þetta eru nið­ur­stöður könn­unnar MMR á fylgi stjórn­mála­flokka sem gerð var á tíma­bil­inu 12. til 20. jan­úar síð­ast­lið­inn.  

Auglýsing

Tekju­hæstu vilja Sjálf­stæð­is­flokk og Pírata

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er með mesta fylgið þegar kemur að elsta ald­urs­hópn­um, 68 ára og eldri, með 25 pró­sent. Píratar koma þar á eftir með 21 pró­sent. Sam­fylk­ingin er með 18 pró­senta fylgi meðal eldra fólks, VG með 17 pró­sent, Fram­sókn­ar­flokkur með 13 pró­sent, Björt fram­tíð með 1 pró­sent og „ann­að” með 3 pró­sent.

Þegar litið er til heim­il­is­tekna er lík­leg­ast að fólk með lægstar tekj­ur, undir 250 þús­und krónum á mán­uði, kjósi Pírata, eða 49 pró­sent. 18 pró­sent þessa tekju­hóps segj­ast myndu kjósa Sjálf­stæð­is­flokk, 7 pró­sent Sam­fylk­ingu, 4 pró­sent VG, 12 pró­sent Fram­sókn­ar­flokk, 1 pró­sent Bjarta framíð og 10 pró­sent segj­ast myndu kjósa „ann­að”.

Þeir sem eru með milljón á mán­uði eða hærra eru lík­leg­astir til að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn eða Pírata, 26 pró­sent og 25 pró­sent. 13 pró­sent kjósa Sam­fylk­ingu, 12 pró­sent VG og Fram­sókn, 8 pró­sent Bjarta fram­tíð og 5 pró­sent vilja aðra kosti.

Fleiri karlar styðja Pírata og konur VG

Karlar voru lík­legri en konur til að styðja Pírata en konur voru hins­vegar lík­legri en karlar til að styðja Vinstri-græna og Bjarta fram­tíð. Þannig sögð­ust 44 pró­sent karla styðja Pírata, borið saman við 29 pró­sent kvenna. 18 pró­sent kvenna sögð­ust styðja Vinstri-græn, borið saman við 8 pró­sent karla og 7 pró­sent kvenna sögð­ust styðja Bjarta fram­tíð, borið saman við 2 pró­sent karla.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None