Seðlabanki Evrópu boðar enn eina fjárinnspýtinguna – Léttir á mörkuðum

Fjárfestar róuðust þegar Seðlabanki Evrópu boðaði örvunaraðgerðir. Áhyggjur eru enn af gangi mála, til lengri tíma litið.

draghi12.jpg
Auglýsing

Eftir miklar lækkanir á mörkuðum í gær, þar sem tölur sáust sem sjaldan sjást þegar þróun mála á einum degi er annars vegar, þá er annað uppi á teningnum í dag. Framan af degi voru flestar tölur rauðar, og áframhaldandi lækkun á hlutabréfum og olíu í kortunum. Hlutabréf á helstu þróuðu mörkuðum heimsins féllu um að meðaltali 3,3 prósent í gær, samkvæmt fréttum Wall Street Journal, og verð á hráolíu féll um sext prósent.

Svona leit markaðsupplýsingatorg Wall Street Journal út í gær. Rauðar tölur, hvers sem litið var.

Draghi til bjargar

Um miðjan dag í dag, skömmu fyrir 14:00, birtist yfirlýsing frá Maro Draghi, bankastjóra Seðlabanka Evrópu, þar sem opnað var á þann möguleika að bankinn myndi grípa til örvunaraðgerða í mars næstkomandi, með fjárinnspýtingu á mörkuðum og útfærðum aðgerðum til að bæta verðbólguskilyrði og örva hagvöxt í Evrópu.

Auglýsing

Þessar fréttir fóru eins og eldur í sinu um markði, og unnu augljóslega gegn frekari lækkunum. Svo virðist markaðir hafi verið í mikilli þörf fyrir „róandi“ skilaboð frá seðlabönkum, og því var þessum annars óljósu tíðindum frá Draghi vel tekið. Áhrifin á markaði eru lík þeim sem áttu sér stað á árunum 2010 og 2012, þegar Seðlabanki Evrópu tilkynnti um örvunaraðgerðir til að ýta undir aukinn hagvöxt.

Dagslækkunin á olíu gengið til baka

Olíuverð þaut upp, og hefur lækkunin frá því í gær, um sex prósent, að mestu gengið til baka í dag. Verðið er nú rúmlega 29 Bandaríkjadalir á tunnuna. Fyrir fimmtán mánuðum var það í 115 Bandaríkjadölum, svo lækkunin hefur verið hröð og mikil, rúmlega 70 prósent. Spár gera jafnvel ráð fyrir því, að tunnan geti fari í 20 dali á þessu ári.


Undirliggjandi ótti

Þrátt fyrir miklar sveiflur á verðbréfa- og eignamörkuðum í byrjun ársins, hálfgerða rússíbanareið, þá er ekki víst að yfirlýsingar seðlabanka um að gripið verði til örvunaraðgerða muni stuðla að tiltrú hjá fjárfestum til lengdar.

Sérstaklega eru það veikar hagvaxtartölur í Kína sem valda áhyggjum, en þar er nú minnsti hagvöxtur sem mælst hefur í aldarfjórðung, um sjö prósent í fyrra. Þá eru einstakir geirar í hagkerfinu, sem skipta mörg viðskiptalönd í Evrópu miklu máli, einnig með dökkar horfur. Bílasala er minni en spár gerðu ráð fyrir, miklar sveiflur hafa einkennt verðbréfamarkaði og fasteignamarkaðurinn er að ganga í gegnum mikla dýfu, frá því sem áður var. Mörgum kann að finnast það einkennilegt, að sjö prósent hagvöxtur sé merki um að eitthvað sé að í Kína, en þannig er það nú samt, þar sem þetta fjölmennasta ríki heimsins, með 1,4 milljarða íbúa, er að ganga í gegnum miklar innviðabreytingar sem kalla á mikinn hagvöxt. Og það sama má segja um aukningu á alþjóðlegum viðskiptum, sem hefur verið nær stanslaus í aldarfjórðung.

Vandamál hrannast upp

Ríki sem eiga mikið undir olíuviðskiptum, eins og Brasilía, Noregur, Rússland og Nígería, eru nú að ganga í gegnum misjafnlega djúpar efnahagslægðir. Í Noregi hefur dregið úr eftirspurn og samdráttur í olíuiðnaði í landinu er þegar orðinn töluverður. Í ljósi þess hve þjónusta við olíuframleiðslu er stór atvinnuvegur í Noregi, með meira en 30 þúsund starfsmenn, þá má gera ráð fyrir að þetta ár muni einkennast af hagræðingu og samdrætti í þeim anga hagkerfisins. Það kemur ekki síst við Rogaland, þar sem Stavanger er stærsta borgin. Statoil er með höfuðstöðvar sínar þar, og mörg fyrirtæki í olíuiðnaði sömuleiðis. Rúmlega fimm þúsund Íslendingar búa á því svæði, af um tíu þúsund Íslendingum sem búa í Noregi.

Flestar spár gera ráð fyrir að þrengingar séu framundan á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á þessu ári, en eins og ávallt þá er erfitt að sjá fyrir hvernig skammtímasveiflurnar verða á næstunni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None