Seðlabanki Evrópu boðar enn eina fjárinnspýtinguna – Léttir á mörkuðum

Fjárfestar róuðust þegar Seðlabanki Evrópu boðaði örvunaraðgerðir. Áhyggjur eru enn af gangi mála, til lengri tíma litið.

draghi12.jpg
Auglýsing

Eftir miklar lækk­anir á mörk­uðum í gær, þar sem tölur sáust ­sem sjaldan sjást þegar þróun mála á einum degi er ann­ars veg­ar, þá er ann­að ­uppi á ten­ingnum í dag. Framan af degi voru flestar tölur rauð­ar, og á­fram­hald­andi lækkun á hluta­bréfum og olíu í kort­un­um. Hluta­bréf á helst­u ­þró­uðu mörk­uðum heims­ins féllu um að með­al­tali 3,3 pró­sent í gær, sam­kvæmt fréttum Wall Street Journal, og verð á hrá­olíu féll um sext pró­sent.

Svona leit markaðsupplýsingatorg Wall Street Journal út í gær. Rauðar tölur, hvers sem litið var.

Draghi til bjargar

Um miðjan dag í dag, skömmu fyrir 14:00, birt­ist yfir­lýs­ing frá Maro Drag­hi, banka­stjóra Seðla­banka Evr­ópu, þar sem opnað var á þann ­mögu­leika að bank­inn myndi grípa til örv­un­ar­að­gerða í mars næst­kom­and­i, ­með fjárinn­spýt­ingu á mörk­uðum og útfærðum aðgerðum til að bæta verð­bólgu­skil­yrði og örva hag­vöxt í Evr­ópu.

Auglýsing

Þessar fréttir fóru eins og eldur í sinu um markði, og unn­u aug­ljós­lega gegn frek­ari lækk­un­um. Svo virð­ist mark­aðir hafi verið í mik­illi þörf fyrir „ró­andi“ skila­boð frá seðla­bönk­um, og því var þessum ann­ars óljósu ­tíð­indum frá Draghi vel tek­ið. Áhrifin á mark­aði eru lík þeim sem áttu sér stað á árunum 2010 og 2012, þegar Seðla­banki Evr­ópu til­kynnti um örv­un­ar­að­gerðir til­ að ýta undir auk­inn hag­vöxt.

Dags­lækk­unin á olíu gengið til baka

Olíu­verð þaut upp, og hefur lækk­unin frá því í gær, um sex pró­sent, að mestu gengið til baka í dag. Verðið er nú rúm­lega 29 Banda­ríkja­dalir á tunn­una. Fyr­ir­ fimmtán mán­uðum var það í 115 Banda­ríkja­döl­um, svo lækk­unin hefur verið hröð og ­mik­il, rúm­lega 70 pró­sent. Spár gera jafn­vel ráð fyrir því, að tunnan geti fari í 20 dali á þessu ári.Und­ir­liggj­andi ótti

Þrátt fyrir miklar sveiflur á verð­bréfa- og eigna­mörk­uðum í byrjun árs­ins, hálf­gerða rús­sí­ban­areið, þá er ekki víst að yfir­lýs­ing­ar ­seðla­banka um að gripið verði til örv­un­ar­að­gerða muni stuðla að til­trú hjá fjár­festum til lengd­ar.

Sér­stak­lega eru það veikar hag­vaxt­ar­tölur í Kína sem valda á­hyggj­um, en þar er nú minnsti hag­vöxtur sem mælst hefur í ald­ar­fjórð­ung, um sjö pró­sent í fyrra. Þá eru ein­stakir geirar í hag­kerf­inu, sem skipta mörg við­skipta­lönd í Evr­ópu miklu máli, einnig með dökkar horf­ur. Bíla­sala er minn­i en spár gerðu ráð fyr­ir, miklar sveiflur hafa ein­kennt verð­bréfa­mark­aði og fast­eigna­mark­að­ur­inn er að ganga í gegnum mikla dýfu, frá því sem áður var. ­Mörgum kann að finn­ast það ein­kenni­legt, að sjö pró­sent hag­vöxtur sé merki um að eitt­hvað sé að í Kína, en þannig er það nú samt, þar sem þetta fjöl­mennasta ­ríki heims­ins, með 1,4 millj­arða íbúa, er að ganga í gegnum miklar inn­viða­breyt­ingar sem kalla á mik­inn hag­vöxt. Og það sama má segja um aukn­ing­u á alþjóð­legum við­skipt­um, sem hefur verið nær stans­laus í ald­ar­fjórð­ung.

Vanda­mál hrann­ast upp

Ríki sem eiga mikið undir olíu­við­skipt­um, eins og Brasil­ía, Nor­eg­ur, Rúss­land og Níger­ía, eru nú að ganga í gegnum mis­jafn­lega ­djúpar efna­hagslægð­ir. Í Nor­egi hefur dregið úr eft­ir­spurn og sam­dráttur í ol­íu­iðn­aði í land­inu er þegar orð­inn tölu­verð­ur. Í ljósi þess hve þjón­usta við ol­íu­fram­leiðslu er stór atvinnu­vegur í Nor­egi, með meira en 30 þús­und ­starfs­menn, þá má gera ráð fyrir að þetta ár muni ein­kenn­ast af hag­ræð­ingu og ­sam­drætti í þeim anga hag­kerf­is­ins. Það kemur ekki síst við Roga­land, þar sem Sta­van­ger er stærsta borg­in. Statoil er með höf­uð­stöðvar sínar þar, og mörg ­fyr­ir­tæki í olíu­iðn­aði sömu­leið­is. Rúm­lega fimm þús­und Íslend­ingar búa á því ­svæði, af um tíu þús­und Íslend­ingum sem búa í Nor­egi.Flestar spár gera ráð fyrir að þreng­ingar séu framundan á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uðum á þessu ári, en eins og ávallt þá er erfitt að sjá fyrir hvernig skamm­tíma­sveifl­urnar verða á næst­unni.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None