Seðlabanki Evrópu boðar enn eina fjárinnspýtinguna – Léttir á mörkuðum

Fjárfestar róuðust þegar Seðlabanki Evrópu boðaði örvunaraðgerðir. Áhyggjur eru enn af gangi mála, til lengri tíma litið.

draghi12.jpg
Auglýsing

Eftir miklar lækk­anir á mörk­uðum í gær, þar sem tölur sáust ­sem sjaldan sjást þegar þróun mála á einum degi er ann­ars veg­ar, þá er ann­að ­uppi á ten­ingnum í dag. Framan af degi voru flestar tölur rauð­ar, og á­fram­hald­andi lækkun á hluta­bréfum og olíu í kort­un­um. Hluta­bréf á helst­u ­þró­uðu mörk­uðum heims­ins féllu um að með­al­tali 3,3 pró­sent í gær, sam­kvæmt fréttum Wall Street Journal, og verð á hrá­olíu féll um sext pró­sent.

Svona leit markaðsupplýsingatorg Wall Street Journal út í gær. Rauðar tölur, hvers sem litið var.

Draghi til bjargar

Um miðjan dag í dag, skömmu fyrir 14:00, birt­ist yfir­lýs­ing frá Maro Drag­hi, banka­stjóra Seðla­banka Evr­ópu, þar sem opnað var á þann ­mögu­leika að bank­inn myndi grípa til örv­un­ar­að­gerða í mars næst­kom­and­i, ­með fjárinn­spýt­ingu á mörk­uðum og útfærðum aðgerðum til að bæta verð­bólgu­skil­yrði og örva hag­vöxt í Evr­ópu.

Auglýsing

Þessar fréttir fóru eins og eldur í sinu um markði, og unn­u aug­ljós­lega gegn frek­ari lækk­un­um. Svo virð­ist mark­aðir hafi verið í mik­illi þörf fyrir „ró­andi“ skila­boð frá seðla­bönk­um, og því var þessum ann­ars óljósu ­tíð­indum frá Draghi vel tek­ið. Áhrifin á mark­aði eru lík þeim sem áttu sér stað á árunum 2010 og 2012, þegar Seðla­banki Evr­ópu til­kynnti um örv­un­ar­að­gerðir til­ að ýta undir auk­inn hag­vöxt.

Dags­lækk­unin á olíu gengið til baka

Olíu­verð þaut upp, og hefur lækk­unin frá því í gær, um sex pró­sent, að mestu gengið til baka í dag. Verðið er nú rúm­lega 29 Banda­ríkja­dalir á tunn­una. Fyr­ir­ fimmtán mán­uðum var það í 115 Banda­ríkja­döl­um, svo lækk­unin hefur verið hröð og ­mik­il, rúm­lega 70 pró­sent. Spár gera jafn­vel ráð fyrir því, að tunnan geti fari í 20 dali á þessu ári.Und­ir­liggj­andi ótti

Þrátt fyrir miklar sveiflur á verð­bréfa- og eigna­mörk­uðum í byrjun árs­ins, hálf­gerða rús­sí­ban­areið, þá er ekki víst að yfir­lýs­ing­ar ­seðla­banka um að gripið verði til örv­un­ar­að­gerða muni stuðla að til­trú hjá fjár­festum til lengd­ar.

Sér­stak­lega eru það veikar hag­vaxt­ar­tölur í Kína sem valda á­hyggj­um, en þar er nú minnsti hag­vöxtur sem mælst hefur í ald­ar­fjórð­ung, um sjö pró­sent í fyrra. Þá eru ein­stakir geirar í hag­kerf­inu, sem skipta mörg við­skipta­lönd í Evr­ópu miklu máli, einnig með dökkar horf­ur. Bíla­sala er minn­i en spár gerðu ráð fyr­ir, miklar sveiflur hafa ein­kennt verð­bréfa­mark­aði og fast­eigna­mark­að­ur­inn er að ganga í gegnum mikla dýfu, frá því sem áður var. ­Mörgum kann að finn­ast það ein­kenni­legt, að sjö pró­sent hag­vöxtur sé merki um að eitt­hvað sé að í Kína, en þannig er það nú samt, þar sem þetta fjöl­mennasta ­ríki heims­ins, með 1,4 millj­arða íbúa, er að ganga í gegnum miklar inn­viða­breyt­ingar sem kalla á mik­inn hag­vöxt. Og það sama má segja um aukn­ing­u á alþjóð­legum við­skipt­um, sem hefur verið nær stans­laus í ald­ar­fjórð­ung.

Vanda­mál hrann­ast upp

Ríki sem eiga mikið undir olíu­við­skipt­um, eins og Brasil­ía, Nor­eg­ur, Rúss­land og Níger­ía, eru nú að ganga í gegnum mis­jafn­lega ­djúpar efna­hagslægð­ir. Í Nor­egi hefur dregið úr eft­ir­spurn og sam­dráttur í ol­íu­iðn­aði í land­inu er þegar orð­inn tölu­verð­ur. Í ljósi þess hve þjón­usta við ol­íu­fram­leiðslu er stór atvinnu­vegur í Nor­egi, með meira en 30 þús­und ­starfs­menn, þá má gera ráð fyrir að þetta ár muni ein­kenn­ast af hag­ræð­ingu og ­sam­drætti í þeim anga hag­kerf­is­ins. Það kemur ekki síst við Roga­land, þar sem Sta­van­ger er stærsta borg­in. Statoil er með höf­uð­stöðvar sínar þar, og mörg ­fyr­ir­tæki í olíu­iðn­aði sömu­leið­is. Rúm­lega fimm þús­und Íslend­ingar búa á því ­svæði, af um tíu þús­und Íslend­ingum sem búa í Nor­egi.Flestar spár gera ráð fyrir að þreng­ingar séu framundan á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uðum á þessu ári, en eins og ávallt þá er erfitt að sjá fyrir hvernig skamm­tíma­sveifl­urnar verða á næst­unni.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None