Seðlabanki Evrópu boðar enn eina fjárinnspýtinguna – Léttir á mörkuðum

Fjárfestar róuðust þegar Seðlabanki Evrópu boðaði örvunaraðgerðir. Áhyggjur eru enn af gangi mála, til lengri tíma litið.

draghi12.jpg
Auglýsing

Eftir miklar lækk­anir á mörk­uðum í gær, þar sem tölur sáust ­sem sjaldan sjást þegar þróun mála á einum degi er ann­ars veg­ar, þá er ann­að ­uppi á ten­ingnum í dag. Framan af degi voru flestar tölur rauð­ar, og á­fram­hald­andi lækkun á hluta­bréfum og olíu í kort­un­um. Hluta­bréf á helst­u ­þró­uðu mörk­uðum heims­ins féllu um að með­al­tali 3,3 pró­sent í gær, sam­kvæmt fréttum Wall Street Journal, og verð á hrá­olíu féll um sext pró­sent.

Svona leit markaðsupplýsingatorg Wall Street Journal út í gær. Rauðar tölur, hvers sem litið var.

Draghi til bjargar

Um miðjan dag í dag, skömmu fyrir 14:00, birt­ist yfir­lýs­ing frá Maro Drag­hi, banka­stjóra Seðla­banka Evr­ópu, þar sem opnað var á þann ­mögu­leika að bank­inn myndi grípa til örv­un­ar­að­gerða í mars næst­kom­and­i, ­með fjárinn­spýt­ingu á mörk­uðum og útfærðum aðgerðum til að bæta verð­bólgu­skil­yrði og örva hag­vöxt í Evr­ópu.

Auglýsing

Þessar fréttir fóru eins og eldur í sinu um markði, og unn­u aug­ljós­lega gegn frek­ari lækk­un­um. Svo virð­ist mark­aðir hafi verið í mik­illi þörf fyrir „ró­andi“ skila­boð frá seðla­bönk­um, og því var þessum ann­ars óljósu ­tíð­indum frá Draghi vel tek­ið. Áhrifin á mark­aði eru lík þeim sem áttu sér stað á árunum 2010 og 2012, þegar Seðla­banki Evr­ópu til­kynnti um örv­un­ar­að­gerðir til­ að ýta undir auk­inn hag­vöxt.

Dags­lækk­unin á olíu gengið til baka

Olíu­verð þaut upp, og hefur lækk­unin frá því í gær, um sex pró­sent, að mestu gengið til baka í dag. Verðið er nú rúm­lega 29 Banda­ríkja­dalir á tunn­una. Fyr­ir­ fimmtán mán­uðum var það í 115 Banda­ríkja­döl­um, svo lækk­unin hefur verið hröð og ­mik­il, rúm­lega 70 pró­sent. Spár gera jafn­vel ráð fyrir því, að tunnan geti fari í 20 dali á þessu ári.Und­ir­liggj­andi ótti

Þrátt fyrir miklar sveiflur á verð­bréfa- og eigna­mörk­uðum í byrjun árs­ins, hálf­gerða rús­sí­ban­areið, þá er ekki víst að yfir­lýs­ing­ar ­seðla­banka um að gripið verði til örv­un­ar­að­gerða muni stuðla að til­trú hjá fjár­festum til lengd­ar.

Sér­stak­lega eru það veikar hag­vaxt­ar­tölur í Kína sem valda á­hyggj­um, en þar er nú minnsti hag­vöxtur sem mælst hefur í ald­ar­fjórð­ung, um sjö pró­sent í fyrra. Þá eru ein­stakir geirar í hag­kerf­inu, sem skipta mörg við­skipta­lönd í Evr­ópu miklu máli, einnig með dökkar horf­ur. Bíla­sala er minn­i en spár gerðu ráð fyr­ir, miklar sveiflur hafa ein­kennt verð­bréfa­mark­aði og fast­eigna­mark­að­ur­inn er að ganga í gegnum mikla dýfu, frá því sem áður var. ­Mörgum kann að finn­ast það ein­kenni­legt, að sjö pró­sent hag­vöxtur sé merki um að eitt­hvað sé að í Kína, en þannig er það nú samt, þar sem þetta fjöl­mennasta ­ríki heims­ins, með 1,4 millj­arða íbúa, er að ganga í gegnum miklar inn­viða­breyt­ingar sem kalla á mik­inn hag­vöxt. Og það sama má segja um aukn­ing­u á alþjóð­legum við­skipt­um, sem hefur verið nær stans­laus í ald­ar­fjórð­ung.

Vanda­mál hrann­ast upp

Ríki sem eiga mikið undir olíu­við­skipt­um, eins og Brasil­ía, Nor­eg­ur, Rúss­land og Níger­ía, eru nú að ganga í gegnum mis­jafn­lega ­djúpar efna­hagslægð­ir. Í Nor­egi hefur dregið úr eft­ir­spurn og sam­dráttur í ol­íu­iðn­aði í land­inu er þegar orð­inn tölu­verð­ur. Í ljósi þess hve þjón­usta við ol­íu­fram­leiðslu er stór atvinnu­vegur í Nor­egi, með meira en 30 þús­und ­starfs­menn, þá má gera ráð fyrir að þetta ár muni ein­kenn­ast af hag­ræð­ingu og ­sam­drætti í þeim anga hag­kerf­is­ins. Það kemur ekki síst við Roga­land, þar sem Sta­van­ger er stærsta borg­in. Statoil er með höf­uð­stöðvar sínar þar, og mörg ­fyr­ir­tæki í olíu­iðn­aði sömu­leið­is. Rúm­lega fimm þús­und Íslend­ingar búa á því ­svæði, af um tíu þús­und Íslend­ingum sem búa í Nor­egi.Flestar spár gera ráð fyrir að þreng­ingar séu framundan á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uðum á þessu ári, en eins og ávallt þá er erfitt að sjá fyrir hvernig skamm­tíma­sveifl­urnar verða á næst­unni.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None