Seðlabanki Evrópu boðar enn eina fjárinnspýtinguna – Léttir á mörkuðum

Fjárfestar róuðust þegar Seðlabanki Evrópu boðaði örvunaraðgerðir. Áhyggjur eru enn af gangi mála, til lengri tíma litið.

draghi12.jpg
Auglýsing

Eftir miklar lækk­anir á mörk­uðum í gær, þar sem tölur sáust ­sem sjaldan sjást þegar þróun mála á einum degi er ann­ars veg­ar, þá er ann­að ­uppi á ten­ingnum í dag. Framan af degi voru flestar tölur rauð­ar, og á­fram­hald­andi lækkun á hluta­bréfum og olíu í kort­un­um. Hluta­bréf á helst­u ­þró­uðu mörk­uðum heims­ins féllu um að með­al­tali 3,3 pró­sent í gær, sam­kvæmt fréttum Wall Street Journal, og verð á hrá­olíu féll um sext pró­sent.

Svona leit markaðsupplýsingatorg Wall Street Journal út í gær. Rauðar tölur, hvers sem litið var.

Draghi til bjargar

Um miðjan dag í dag, skömmu fyrir 14:00, birt­ist yfir­lýs­ing frá Maro Drag­hi, banka­stjóra Seðla­banka Evr­ópu, þar sem opnað var á þann ­mögu­leika að bank­inn myndi grípa til örv­un­ar­að­gerða í mars næst­kom­and­i, ­með fjárinn­spýt­ingu á mörk­uðum og útfærðum aðgerðum til að bæta verð­bólgu­skil­yrði og örva hag­vöxt í Evr­ópu.

Auglýsing

Þessar fréttir fóru eins og eldur í sinu um markði, og unn­u aug­ljós­lega gegn frek­ari lækk­un­um. Svo virð­ist mark­aðir hafi verið í mik­illi þörf fyrir „ró­andi“ skila­boð frá seðla­bönk­um, og því var þessum ann­ars óljósu ­tíð­indum frá Draghi vel tek­ið. Áhrifin á mark­aði eru lík þeim sem áttu sér stað á árunum 2010 og 2012, þegar Seðla­banki Evr­ópu til­kynnti um örv­un­ar­að­gerðir til­ að ýta undir auk­inn hag­vöxt.

Dags­lækk­unin á olíu gengið til baka

Olíu­verð þaut upp, og hefur lækk­unin frá því í gær, um sex pró­sent, að mestu gengið til baka í dag. Verðið er nú rúm­lega 29 Banda­ríkja­dalir á tunn­una. Fyr­ir­ fimmtán mán­uðum var það í 115 Banda­ríkja­döl­um, svo lækk­unin hefur verið hröð og ­mik­il, rúm­lega 70 pró­sent. Spár gera jafn­vel ráð fyrir því, að tunnan geti fari í 20 dali á þessu ári.Und­ir­liggj­andi ótti

Þrátt fyrir miklar sveiflur á verð­bréfa- og eigna­mörk­uðum í byrjun árs­ins, hálf­gerða rús­sí­ban­areið, þá er ekki víst að yfir­lýs­ing­ar ­seðla­banka um að gripið verði til örv­un­ar­að­gerða muni stuðla að til­trú hjá fjár­festum til lengd­ar.

Sér­stak­lega eru það veikar hag­vaxt­ar­tölur í Kína sem valda á­hyggj­um, en þar er nú minnsti hag­vöxtur sem mælst hefur í ald­ar­fjórð­ung, um sjö pró­sent í fyrra. Þá eru ein­stakir geirar í hag­kerf­inu, sem skipta mörg við­skipta­lönd í Evr­ópu miklu máli, einnig með dökkar horf­ur. Bíla­sala er minn­i en spár gerðu ráð fyr­ir, miklar sveiflur hafa ein­kennt verð­bréfa­mark­aði og fast­eigna­mark­að­ur­inn er að ganga í gegnum mikla dýfu, frá því sem áður var. ­Mörgum kann að finn­ast það ein­kenni­legt, að sjö pró­sent hag­vöxtur sé merki um að eitt­hvað sé að í Kína, en þannig er það nú samt, þar sem þetta fjöl­mennasta ­ríki heims­ins, með 1,4 millj­arða íbúa, er að ganga í gegnum miklar inn­viða­breyt­ingar sem kalla á mik­inn hag­vöxt. Og það sama má segja um aukn­ing­u á alþjóð­legum við­skipt­um, sem hefur verið nær stans­laus í ald­ar­fjórð­ung.

Vanda­mál hrann­ast upp

Ríki sem eiga mikið undir olíu­við­skipt­um, eins og Brasil­ía, Nor­eg­ur, Rúss­land og Níger­ía, eru nú að ganga í gegnum mis­jafn­lega ­djúpar efna­hagslægð­ir. Í Nor­egi hefur dregið úr eft­ir­spurn og sam­dráttur í ol­íu­iðn­aði í land­inu er þegar orð­inn tölu­verð­ur. Í ljósi þess hve þjón­usta við ol­íu­fram­leiðslu er stór atvinnu­vegur í Nor­egi, með meira en 30 þús­und ­starfs­menn, þá má gera ráð fyrir að þetta ár muni ein­kenn­ast af hag­ræð­ingu og ­sam­drætti í þeim anga hag­kerf­is­ins. Það kemur ekki síst við Roga­land, þar sem Sta­van­ger er stærsta borg­in. Statoil er með höf­uð­stöðvar sínar þar, og mörg ­fyr­ir­tæki í olíu­iðn­aði sömu­leið­is. Rúm­lega fimm þús­und Íslend­ingar búa á því ­svæði, af um tíu þús­und Íslend­ingum sem búa í Nor­egi.Flestar spár gera ráð fyrir að þreng­ingar séu framundan á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uðum á þessu ári, en eins og ávallt þá er erfitt að sjá fyrir hvernig skamm­tíma­sveifl­urnar verða á næst­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None