Demókratar velja vopnin gegn Trump

Spennan magnast í bandarískum stjórnmálum, þessa dagana. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir hefur fylgst með gangi mála úr návígi í New York, þar sem hún er búsett. Allt stefnir í tvísýna baráttu hjá Demókrötum.

Sanders og Hillary
Auglýsing

,,We love you Hill­ar­y” ­gólar mað­ur­inn mér á hægri hönd að flat­skjánum sem hangir yfir írskum bar í miðbæ Man­hattan á köldu sunnu­dags­kvöld í jan­ú­ar. Konan hans tekur und­ir, “Love Yoooou”. Þriðju og síð­ustu kapp­ræður fram­bjóð­enda Demókrata eru í gangi og við vin­kon­urnar erum staddar í kapp­ræðupartýi á vegum kosn­inga­bar­áttu Hill­ar­y Clint­on. Hjónin snúa sér að okkur og segja frá því í óspurðum fréttum að þau hafi haft ómælda ást á Hill­ary frá því hún var bara konan hans Bill, við kinkum kolli vand­ræða­lega og segjum að okkur þyki hún ágæt líka.

Magn­þrungin spenna

Nú, nokkrum dögum síð­ar­ ­stytt­ist óðum í fyrsta for­val hjá Demókrötum fyrir for­seta­kosn­ing­arnar sem haldnar verða í nóv­em­ber. Hver frétta­tími rekur annan og umræðu­efnið er nær ein­göngu um nýj­ustu könn­un­ina eða síð­ustu upp­á­tæki Trumps. Fyrstu kosn­ing­arn­ar fara fram í Iowa næsta mánu­dag, því næst er kosið í New Hamps­hire þann 9. ­febr­úar og svo í Nevada ríki, 20. febr­ú­ar.  Öll þessi ríki eru svokölluð ,,swing states” sem þýðir að þau hafa ­sögu­lega sveifl­ast á milli þess að kjósa Demókrata og Repúblik­ana í for­seta­kosn­ingum og því ein­stak­lega mik­il­væg fyrir loka­nið­ur­stöðu kosn­ing­anna. Sum­ ­þykja sögu­lega mik­il­væg­ari en önn­ur. Sem dæmi hefur Nevada ríki alltaf kos­ið þann fram­bjóð­anda, Demókrata eða Repúblikana, sem hefur svo orðið for­seti síð­an árið 1912, með aðeins einni und­an­tekn­ingu.

Auglýsing

Bernie Sanders og Hillary Clinton, í sjónvarpskappræðum. Mynd: EPA.

Spennan er mikil þessa dag­ana og fram­bjóð­end­ur eru á útopnu dag og nótt í þeim fylkjum sem fyrst eru í röð­inn­i.  Bernie Sand­ers, sem er öld­ung­ar­deild­ar­þing­mað­ur­ frá Vermont og kennir sig við sós­í­al­isma, hefur komið einna mest á óvart síðust­u ­mán­uð­i.  Nú lítur allt út fyrir að hann ­sigri í New Hamp­hire og jafn­vel í Iowa, þar sem fyrstu for­kosn­ing­arnar eiga sér­ ­stað.  Hill­ary Clint­on, fyrr­ver­and­i ut­an­rík­is­ráð­herra, öld­unga­deild­ar­þing­maður og for­seta­frú,  er þó langt frá því að vera af baki dottin og nú kepp­ast sam­tök á borð við Planned Parent­hood við að lýsa yfir stuðn­ingi við hana, sem og fjöld­inn allur af áhrifa­fólki eins og þessi listi hér sýnir. Þriðji fram­bjóð­and­inn er hinn geð­þekki Martin O’M­al­ley, fyrrum borg­ar­stjóri í Baltimore og fylk­is­stjóri Mar­yland, sem er einna þekkt­astur fyrir að vera efni­við­ur í þætt­ina óvið­jafn­an­legu The Wire, en til­vera hans í kosn­ing­unum mælist hins ­vegar vart í könn­un­um.

Í bolt­ann eða mann­inn?

Í sam­an­burði við fram­bjóð­endur Repúblik­ana eru fram­bjóð­endur Demókra­ta­flokks­ins eins og vel upp­al­in ­börn í skóla­bún­ing sem fara alltaf rak­leiðis í bolt­ann en aldrei í mann­inn eins og góðra stjórn­mála­manna er sið­ur, þó það sé sjald­séð nú til dags. Harkan í kapp­ræðum milli Repúblik­ana fram­bjóð­end­anna er öllu meiri og óvægn­ari þar fer Don­ald Trump fremstur í flokki en hann trónir á toppnum í könn­unum og mælist með 35,8% á lands­vís­u.  Nýjasta útspil Trumps er að ­neita að mæta í kapp­ræður sem voru á sjón­varps­stöð­inni FOX nú í vik­unni af því honum þótti spurn­ingar sjón­varps­kon­unnar Megan Kelly frá fyrri kapp­ræð­u­m dóna­legar og lét svo hafa eftir sér að hún hlyti að hafa verið á blæð­ing­um.  Kelly gerð­ist sek um að spyrja hann út í ósmekk­leg um­mæli sem hann hafði átt um konur í for­tíð­inni og  hvort honum þætti þau sæm­andi fyrir for­seta ­Banda­ríkj­anna.

Þrátt fyrir allt með mikið for­skot

Þrátt fyrir hegðun Trumps er hann með um 18 pró­sentu stiga for­skot á næsta mann  sem er öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur­inn Ted Cruz frá­ Texas.   Fyrir skemmstu sagð­ist Trump ætl­a ­meina múslimum inn­göngu í land­ið, jafn­vel sem ferða­mönn­um, yrði hann for­seti og und­ir­strik­aði það í fyrstu aug­lýs­ingu sinni að auki sem hann segir þar frá­ ­fyr­ir­ætlan sinni ,,að skera haus­inn af ISIS”, sem og að byggja múr við landa­mæri ­Mexík­ó.  Aug­lýs­ingin endar svo á slag­orð­i her­ferð­ar­innar sinnar “We will make Amer­ica great aga­in”.

Mikið vatn runnið til sjávar

Margt hefur því breyst frá því þegar flestir kosn­inga­spek­ingar hér vestra spáðu því í upp­hafi að Hill­ary Clinton myndi sigra for­völin með glæsi­brag án þess að fá mikla ­sam­keppni frá þeim Sand­ers og O’M­alley og lík­legur and­stæð­ingur hennar yrði Jeb Bush sem varla mælist núna í könn­un­um. Enn er þó Hill­ary með um 19 pró­sentu­stiga ­for­skot á lands­vísu, en aðstæður gætu breyst ef Sand­ers nær að sigra fyrst­u ­fylk­in.  Því þar með eykst trú­verð­ug­leik­i hans sem fram­bjóð­anda til muna og lík­legt að fleiri fari að skoða alvar­lega hvor fram­bjóð­end­anna sé lík­legri til að sigra Trump.  En eins og staðan er núna virð­ist fátt geta komið í veg fyrir að Trump verði full­trúi Rebúp­lik­ana.

Í könnun í lok des­em­ber var stór hópur kjós­enda spurður hvern þau myndu kjósa ef nið­ur­staða for­vals ­flokk­ana end­uðu á þessa vegu:

Trump/ Hill­ary

Hill­ary 47%

Trump 40%

Þegar spurt var um það, ef valið stæði á milli Trump og Sand­ers, þá var Sand­ers með afger­andi for­ystu.

Trump / Sand­ers

Sand­ers 51%

Trump 38%

Hnífjafnt var hins vegar þegar Hill­ary Clinton og Cruz var stillt upp sem val­kost­um.

Hill­ary / Cruz

Hill­ary 44%

Cruz 44%

Og nán­ast sama staða var uppi þegar Sand­ers og Cruz voru val­kost­irn­ir, en Cruz var þó með aðeins meira fylg­i. 

Sand­ers / Cruz

Sand­ers 43%

Cruz 44%

Sand­ers sterk­ari gegn Trump

Það sem vekur athygli í þess­ari könnun er að Sand­ers mælist sterk­ari gegn Trump en Hill­ary, en hér er um að ræða könnun yfir allt landið sem tekur ekki til­lit til hins flókna ­kosn­inga­kerfi Banda­ríkj­anna sem byggir á svoköll­uðu kjör­manna­kerfi. Nið­ur­stöður kosn­inga eru alls ekki alltaf þær sömu og ef hvert atkvæði væri talið, eins kom svo eft­ir­minni­lega í ljós þegar Al Gore var með fleiri atkvæð­i en George W. Bush í for­seta­kosn­ing­unum árið 2000, en Bush fékk fleiri kjör­menn og hlaut for­seta­emb­ætt­ið, þó sú nið­ur­staða hafi verið umdeild. Könn­unin gef­ur þó sterka vís­bend­ingu um hvernig kjós­endur vega og meta mögu­lega fram­bjóð­end­ur ­flokk­anna á kjör­dag.

Nýjasta könn­unin frá­ Quinnipiac Uni­versity á lík­legum kjós­endum í for­vali Demókrata í Iowa, þar sem ­fyrst verður kos­ið, mælir Sand­ers með meira fylgi en Hill­ar­y.  Mun fleiri karlar styðja Sand­ers eða 63%, en að­eins 32% karla styðja Hill­ary. Konur eru hlið­holl­ari Hill­ary eða 54% og 40% þeirra segj­ast munu styðja Sand­er­s.  Þá er Sand­ers miklu vin­sælli meðal yngri kjós­enda en Hill­ary hefur sterk­ari ­stuðn­ing meðal minni­hluta­hópa. Útkoman er þá þessi:

Sand­ers 49%

Hill­ary 45%

O’M­alley 4%

Í sam­an­burði við kann­an­ir á lands­vísu eru þó lík­urnar á því að Hill­ary sigri Sand­ers enn yfir­gnæf­andi ef ­marka má heild­ar­tölur úr sam­an­safni kann­ana hjá töl­fræði­gúrúnum Nate Sil­ver.

Hill­ary 53,4%

Sand­ers 34,1%

O’M­alley 3%

En óneit­an­lega minn­ir þessi staða á upp­haf for­vals­ins árið 2008 hjá Demókrötum þegar óþekktur öld­unga­deilda­þing­mað­ur­ frá Chicago, Barack Obama kom flestum á óvart þegar hann sigr­aði Hill­ary í hverju rík­inu á fætur öðru.  

Það kom mörgum á óvart þegar Barack Obama vann Hillary Clinton í hverju ríkinu á fætur öðru, í aðdraganda kosninganna 2008. Mynd: EPA. 

Svipar til stefn­unnar hjá Obama

Í nýlegri grein í vefrit­in­u Polit­ico er bent á hversu mikið stra­tegíu Sand­ers svipar til þeirrar sem Obama lagði svo listi­lega upp árið 2008 sem end­aði með sigri hans. En Sand­ers hef­ur lagt ofurá­herslu á þau fylki sem byggja á svoköll­uðum Caucus eða sem er í mjög ­stuttu máli kjör­fundir þar sem fólk mætir á stað og hópar sig saman með sín­um fram­bjóð­anda og því ekki um leyni­legar hefð­bundnar kosn­ingar að ræða.  Í slíkum til­fellum eru það áköfust­u ­stuðn­ings­menn­irnir sem eru lík­leg­astir til að mæta. Ólíkt þegar um er að ræða hefð­bundna leyni­lega kosn­ingu sem er í mörgum til­fellum opin öllum kjós­end­um þess flokks sem kosið er fyr­ir. 



Þetta vill greina­höf­undur meina sé lík­legt til árang­urs fyrir Sand­ers, en auk þess sé ­sam­setn­ing kjós­enda í fyrstu fylkj­unum í for­val­inu honum einnig hlið­holl, en í þeim er meiri­hlut­inn hvítt milli­stétta­fólk.  Hill­ary sækir fylgið sitt til breið­ari hóps, sér í lagi til kvenna og minni­hluta­hópa. Búist er við því að hún styrki stöðu sína til muna þegar líð­ur á for­valið þegar fylkin sem hún hefur yfir­gnæf­andi meiri­hluta­stuðn­ing í, kjós­a.  Mikil vel­gengni Sand­ers í upp­hafi ­gæti þó haft áhrif á stöðu henn­ar  í þeim ríkjum sem hún er nú mælist með lang­mesta fylgið

En eins og sagan hef­ur ­sýnt gæti margt enn ger­st, sem gæti snar­lega breytt stöð­unn­i.  Það, hversu stór hópur kjós­enda ákveður að ­mæta á kjör­stað hefur mikið að segja, en að jafn­aði kýs aðeins rétt um helm­ingur kjós­enda í for­seta­kosn­ing­unum sjálf­um. 

Flókn­ari staða með nýjum manni

Til að flækja málið enn ­meira hefur hinn vin­sæli fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri New York borgar Michael Bloomberg verið að viðra þá hug­mynd að bjóða sig fram sem óháð­ur­.   Ef Bloomberg býður sig fram munu að öll­u­m lík­indum snar­aukast lík­urnar á þeim mögu­leika að Trump geti raun­veru­lega orð­ið ­for­seti Banda­ríkj­ana, þ.e. ef Hill­ary fær útnefn­ingu Demókrata, þar sem Bloomberg er tal­inn lík­legur að sækja fylgi í sama hóp og hún.  Þannig myndi fylgi hennar minnka og að hluta ­fær­ast yfir til Bloombergs og lík­urnar á að Trump nái yfir þriðj­ung ­at­kvæða aukast.  Varn­ar­menn Bloombergs benda á að hann fari að öllum lík­indum ekki fram nema Sand­ers fái útnefn­ing­u Demókrata.

Miðju­aflið komi og bjargi mál­un­um 

Verði það hins vegar raunin að Sand­ers og Trump fái útnefn­ing­arnar spái menn fyrir um að Bloomberg komi inn í for­seta­kosn­ing­arnar sem miðju aflið til að bjarga land­inu frá öfg­unum úr báðum átt­u­m.  Þetta telur hinn þekkt­i hag­fræð­ingur Paul Krug­man vera full­komna upp­skrift að sigri Trump,  þar með fær­ist hluti Demókrata yfir á Bloomberg og þar með dreif­ist fylgið svo að Trump fær flest atkvæð­i.  Svona má lengi halda áfram með spek­úla­sjón­ir og það gera fjöl­miðla­menn hér vestra allan lið­langan dag­inn í spjall­þátt­um.

End­ur­tekur sagan sig?

Af ótta við að sagan frá­ 2008 end­ur­taki sig er skilj­an­legt að nú virð­ist allt ætla um koll að keyra í her­búðum Hill­ary. Nú fá stuðn­ings­menn tvo til þrjá tölvu­pósta á dag um ástand ­mála í Iowa og New Hamps­hire og ekk­ert verið að spara yfir­lýs­ing­arn­ar.  Tölvu­póst­ur­inn sem mér barst fyrir all­ar aldir í morgun var undir yfir­skrift­inni: “We are runn­ing out of time, Bryn­dís”.  Áður en ég átt­aði mig á sam­hengi hlut­anna var ég komin með hnút í mag­ann og búin að sann­færa sjálfa mig að nú hefði ég gleymt ein­hverju mik­il­væg­u. 

Allt reynt til að eflast kosningamaskínuna.En inni­haldið var að minna mig á að ég hefði ekki gefið krónu til­ ­stuðn­ings Hill­ary og þau þyrftu níu manns til við­bótar í mínu hverfi að styrkja her­ferð­ina fyrir Iowa for­valið sem eru á mánu­dag­inn næsta.  Næsti tölvu­póstur var svo beint úr ­póst­hólf­inu frá Tim sem stýrir sjálf­boða­starf­inu hjá Sand­ers í mínu hverfi. Í honum var verið að minna á göngu sem haldin verður á sunnu­dag til heið­ur­s Sand­ers hér í New York, bara texti og frekar heim­il­is­legt.  

Hvorki Sand­ers né Hill­ar­y ­gera sér grein fyrir því að það er vita gagns­laust að vera að atast í mér, því ég má hvorki gefa pen­ing né kjósa. En spennan magn­ast og það virð­ist ætla að vera mikil hátíð framundan fyrir áhuga­fólk um banda­rísk stjórn­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None