Myndin sem varð málgagn öfgamanna

Hvernig endaði mynd af hraðasta táningshlaupara Svíþjóðar í áróðri gegn innflytjendum? Af því hann var 15 ára, með dökka skeggrót og af miðausturlensku bergi brotinn. Ímyndunaraflið sá um rest.

Herdís Sigurgrímsdóttir
Alsaudi
Auglýsing

Þann 19. maí 2011 birt­ist mynd af hlaup­andi hópi barna og dökk­hærðum karl­manni í bæj­ar­blað­inu í Krist­i­an­stad í Suð­ur­-Sví­þjóð. Mað­ur­inn á mynd­inni var efni­legur hlaup­ari. Hann hafði skömmu áður hlaupið 100 metrana á 11,82, sem var besti tím­inn í flokki 14 ára í Sví­þjóð það árið. Það er það eina ­sem Saad Alsaudi hefur unnið sér til frægð­ar. Samt er hann frægur víða um heim. 

Óhætt er að slá föstu að engin frétt bæj­ar­blaðs­ins í Krist­i­an­stad hafi hlotið við­líka athygli. Krist­i­an­stad er á stærð við Kópa­vog ­sem, með fullri virð­ingu fyrir bæði Kópa­vogi og Krist­i­an­stad, telst eng­inn ­bold­ungs bær í Sví­þjóð. Fréttin var hins vegar fljót­lega tekin af vef­síð­u ­blaðs­ins því hún varð fljótt að flökku­sögu á vef­síðum hægriöfga­manna. Ástæð­an? Jú, Saad þótti svo manna­legur á mynd­inni að erfitt var að trúa því að hann væri tán­ing­ur.

Í með­förum fólks sem ekki gest að útlend­ing­um, varð mynd­in af Saad vin­sælt „sönn­un­ar­gagn” þess að hann væri enn eitt dæmið um hæl­is­leit­endur sem ljúga til um ungan aldur til þess að auka lík­urnar á því að fá hæli. Vanda­málið var bara að saga Saads kemur ekki heim og saman við ­lýs­ing­arnar á net­inu. Nafnið hans var ekki einu sinni rétt staf­að.

Auglýsing

Rataði í Daily Mail

Stein­inn tók úr þegar myndin af Saad var prentuð í öðru ­stærsta dag­blaði Bret­lands, götu­blað­in­u Daily Mail. Þar er mynd­inni af Saad slegið fram undir click­bait yfir­skrift­inni: „Hversu gömul heldur þú að þessi ‘flótta­manna­börn’ séu? Rosa­legar myndir ... vitna um vax­andi skandal í flótta­manna­krís­unni í Evr­ópu”. Í inn­gangi frétt­ar­innar getur að lesa að „Sví­þjóð standi ráða­laus frammi fyrir fjölda ‘ólög­ráða’ flótta­manna án fylgd­ar ­full­orð­inna”. Í texta frétt­ar­innar eru svo dregin fram ýmis dæmi um nýleg­t of­beldi og árásir á heim­ilum fyrir ólög­ráða hæl­is­leit­end­ur. Þá er látið í veðri vaka að aug­ljós­lega séu þessir piltar eldri en 18 ára, því allir séu þeir hávaxn­ir og þeim spretti sann­an­lega og ríf­lega grön.    

Það er alveg rétt að margir þeirra hæl­is­leit­enda sem kom­a til Sví­þjóðar þessa dag­ana gefa upp að þeir séu undir lög­aldri og að þeir séu einir á ferð. Árið 2014 voru 8,7% hæl­is­leit­enda ólög­ráða ung­menni án full­ting­is ­fjöl­skyldu­með­lima. Árið 2015 hafði þetta hlut­fall stokkið upp í 21,7%, sam­kvæmt ­tölum frá sænsku útlend­inga­stofn­un­inni Migrations­verket. Af­ganar eru fjöl­menn­astir í fylgd­ar­lausa ung­menna­hópn­um, alls 66,3% í fyrra, eins og Kjarn­inn hefur áður skrifað um.

Senni­legt má telj­ast að þó nokkrir í þessum hópi séu í raun eldri en þeir segj­ast vera. Þó nokkrir láta eflaust freist­ast til að ljúga af því að kerfið veitir ung­mennum meiri aðstoð en full­orðn­um. Aðrir geta í ein­lægni sagt að þeir viti ekki hvað þeir eru gaml­ir.

Höfum hug­fast að í Afganistan fæð­ast um tveir þriðju allra ­barna í stof­unni heima, án þess að heil­brigð­is­kerfið komi þar nálægt, ­þjóð­skrá fylgist með eða umheim­ur­inn viti af því á annan hátt. Margir á lands­byggð­inni eru ólæsir á texta og tölur og daga­töl eru þar af leið­andi ekki á öllum heim­il­um.

Hin raun­veru­legi Saad Alsaudi

Myndin víð­förla er tekin þegar tán­ing­ur­inn Saad Alsaudi heim­sótti gamla barna­skól­ann sinn aftur eftir hlaupa­afrek­ið. Hann hljóp einn hring í kringum skól­ann, eins og er hefð fyrir að börnin geri á hverjum degi í Centralskolen. „Ég var alltaf með í hlaup­un­um,” segir Saad við Krist­i­an­stads­bla­det. “Það var hérna sem ég upp­götv­aði að ég var fljótur að hlaupa.”

Eins og norski pistla­höf­und­ur­inn Øyvind Strømmen bendir á í grein á vef­miðl­inum Minervanett, er ­myndin gott dæmi um það sem á ensku heitir con­firmation bias. (- Stað­fest­ing­ar­til­hneig­ing er ein lipur snörun á íslensku.) Þetta gengur út á að leita ein­göngu að upp­lýs­ing­um ­sem stað­festa þá heims­mynd sem mann­eskjan hefur þeg­ar.

Fyrir þá sem ein­setja sér að finna stað­fest­ingu þess að er­lend ung­menni ljúgi til um aldur til að kom­ast áfram í kerf­inu, þá get­ur ­myndin af hlaupa­hópnum litið þannig út. Saad er dökkur yfir­lit­um, með dökka og grófa skegg­rót. Hálf­op­inn jakk­inn blæs út af lofti á hlaup­unum þannig að Saad, ­sem er í góðri þjálfun, virð­ist enn vöðvaðri yfir brjóst­kass­ann. Hann er að ­auki umkringdur börnum sem eru höfð­inu lægri en hann, skóla­börnum sem líta út fyr­ir­ að geta verið á aldr­inum 10-12 ára. Hann lítur í alvör­unni út fyrir að geta verið eldri en fimmt­án, ef það er það sem maður vill sjá.

Saad Alsaudi hefur hins vegar enga ástæðu til að ljúga til­ um ald­ur. Hann er búinn að búa í Sví­þjóð frá því hann var sex ára, árið 2003. Pabb­i hans flutti fyrstur og fékk fjöl­skyld­una, þ.m.t. Saad sem ungan dreng, til sín eftir að hann hafði fengið var­an­legt dval­ar­leyfi fyrir alla fjöl­skyld­una, eft­ir því sem Saad segir sjálfur frá. Í frétt sænska ­rík­is­sjón­varps­ins blaðar Saad í gegnum myndir af sér barn­ungum í Sví­þjóð, því til sönn­unar hvað hann hefur verið þar lengi. Hann seg­ist geta sýnt göm­ul skil­ríki með fæð­ing­ar­deg­in­um. En það hefur ekk­ert að segja. Saad kom til­ Sví­þjóðar sem barn. Hann sótti ekki um eða fékk dval­ar­leyfi með því að ljúga um ald­ur.

Lifir sjálf­stæðu lífi

Goð­sögnin um hrað­lygna hæl­is­leit­and­ann Saad Alsaudi, (hef­ur einnig verið rang­lega skrifað Alsudi eða Alsaud) lifir hins vegar orð­ið ­sjálf­stæðu lífi. Það mun lík­lega engu máli skipta þótt sænskir, norskir og nú ­ís­lenskir fjöl­miðlar beri frétt­ina til baka. Daily Mail virð­ist ekki einu sinn­i hafa breytt sinni frétt að neinu marki.

Saad hefur lagt hlaupa­skóna á hill­una út af meiðsl­um. Hann er núna á síð­asta ári á nátt­úru­fræði­braut í fram­halds­skóla í Krist­i­an­stad. Hann vildi óska þess að fólk væri gagn­rýnna á þær upp­lýs­ingar sem það sér á net­in­u, ­segir hann við Krist­i­an­stadbla­det í nýrri frétt frá því á þriðju­dag­inn – með nýrri mynd fyrir þá sem vilja vita hvernig hann lítur út í dag. Allra helst óskar hann þess að fólk væri ekki að nota tím­ann í að ræða það sem ekki skiptir máli, heldur þori að taka á vanda­málum eins og ras­isma.

Myndin af honum mun hins vegar lík­lega halda áfram að rúlla í hring um inter­net­ið, þar sem hann er titl­aður skegg­barn eða annað þaðan af verra. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None