Myndin sem varð málgagn öfgamanna

Hvernig endaði mynd af hraðasta táningshlaupara Svíþjóðar í áróðri gegn innflytjendum? Af því hann var 15 ára, með dökka skeggrót og af miðausturlensku bergi brotinn. Ímyndunaraflið sá um rest.

Herdís Sigurgrímsdóttir
Alsaudi
Auglýsing

Þann 19. maí 2011 birt­ist mynd af hlaup­andi hópi barna og dökk­hærðum karl­manni í bæj­ar­blað­inu í Krist­i­an­stad í Suð­ur­-Sví­þjóð. Mað­ur­inn á mynd­inni var efni­legur hlaup­ari. Hann hafði skömmu áður hlaupið 100 metrana á 11,82, sem var besti tím­inn í flokki 14 ára í Sví­þjóð það árið. Það er það eina ­sem Saad Alsaudi hefur unnið sér til frægð­ar. Samt er hann frægur víða um heim. 

Óhætt er að slá föstu að engin frétt bæj­ar­blaðs­ins í Krist­i­an­stad hafi hlotið við­líka athygli. Krist­i­an­stad er á stærð við Kópa­vog ­sem, með fullri virð­ingu fyrir bæði Kópa­vogi og Krist­i­an­stad, telst eng­inn ­bold­ungs bær í Sví­þjóð. Fréttin var hins vegar fljót­lega tekin af vef­síð­u ­blaðs­ins því hún varð fljótt að flökku­sögu á vef­síðum hægriöfga­manna. Ástæð­an? Jú, Saad þótti svo manna­legur á mynd­inni að erfitt var að trúa því að hann væri tán­ing­ur.

Í með­förum fólks sem ekki gest að útlend­ing­um, varð mynd­in af Saad vin­sælt „sönn­un­ar­gagn” þess að hann væri enn eitt dæmið um hæl­is­leit­endur sem ljúga til um ungan aldur til þess að auka lík­urnar á því að fá hæli. Vanda­málið var bara að saga Saads kemur ekki heim og saman við ­lýs­ing­arnar á net­inu. Nafnið hans var ekki einu sinni rétt staf­að.

Auglýsing

Rataði í Daily Mail

Stein­inn tók úr þegar myndin af Saad var prentuð í öðru ­stærsta dag­blaði Bret­lands, götu­blað­in­u Daily Mail. Þar er mynd­inni af Saad slegið fram undir click­bait yfir­skrift­inni: „Hversu gömul heldur þú að þessi ‘flótta­manna­börn’ séu? Rosa­legar myndir ... vitna um vax­andi skandal í flótta­manna­krís­unni í Evr­ópu”. Í inn­gangi frétt­ar­innar getur að lesa að „Sví­þjóð standi ráða­laus frammi fyrir fjölda ‘ólög­ráða’ flótta­manna án fylgd­ar ­full­orð­inna”. Í texta frétt­ar­innar eru svo dregin fram ýmis dæmi um nýleg­t of­beldi og árásir á heim­ilum fyrir ólög­ráða hæl­is­leit­end­ur. Þá er látið í veðri vaka að aug­ljós­lega séu þessir piltar eldri en 18 ára, því allir séu þeir hávaxn­ir og þeim spretti sann­an­lega og ríf­lega grön.    

Það er alveg rétt að margir þeirra hæl­is­leit­enda sem kom­a til Sví­þjóðar þessa dag­ana gefa upp að þeir séu undir lög­aldri og að þeir séu einir á ferð. Árið 2014 voru 8,7% hæl­is­leit­enda ólög­ráða ung­menni án full­ting­is ­fjöl­skyldu­með­lima. Árið 2015 hafði þetta hlut­fall stokkið upp í 21,7%, sam­kvæmt ­tölum frá sænsku útlend­inga­stofn­un­inni Migrations­verket. Af­ganar eru fjöl­menn­astir í fylgd­ar­lausa ung­menna­hópn­um, alls 66,3% í fyrra, eins og Kjarn­inn hefur áður skrifað um.

Senni­legt má telj­ast að þó nokkrir í þessum hópi séu í raun eldri en þeir segj­ast vera. Þó nokkrir láta eflaust freist­ast til að ljúga af því að kerfið veitir ung­mennum meiri aðstoð en full­orðn­um. Aðrir geta í ein­lægni sagt að þeir viti ekki hvað þeir eru gaml­ir.

Höfum hug­fast að í Afganistan fæð­ast um tveir þriðju allra ­barna í stof­unni heima, án þess að heil­brigð­is­kerfið komi þar nálægt, ­þjóð­skrá fylgist með eða umheim­ur­inn viti af því á annan hátt. Margir á lands­byggð­inni eru ólæsir á texta og tölur og daga­töl eru þar af leið­andi ekki á öllum heim­il­um.

Hin raun­veru­legi Saad Alsaudi

Myndin víð­förla er tekin þegar tán­ing­ur­inn Saad Alsaudi heim­sótti gamla barna­skól­ann sinn aftur eftir hlaupa­afrek­ið. Hann hljóp einn hring í kringum skól­ann, eins og er hefð fyrir að börnin geri á hverjum degi í Centralskolen. „Ég var alltaf með í hlaup­un­um,” segir Saad við Krist­i­an­stads­bla­det. “Það var hérna sem ég upp­götv­aði að ég var fljótur að hlaupa.”

Eins og norski pistla­höf­und­ur­inn Øyvind Strømmen bendir á í grein á vef­miðl­inum Minervanett, er ­myndin gott dæmi um það sem á ensku heitir con­firmation bias. (- Stað­fest­ing­ar­til­hneig­ing er ein lipur snörun á íslensku.) Þetta gengur út á að leita ein­göngu að upp­lýs­ing­um ­sem stað­festa þá heims­mynd sem mann­eskjan hefur þeg­ar.

Fyrir þá sem ein­setja sér að finna stað­fest­ingu þess að er­lend ung­menni ljúgi til um aldur til að kom­ast áfram í kerf­inu, þá get­ur ­myndin af hlaupa­hópnum litið þannig út. Saad er dökkur yfir­lit­um, með dökka og grófa skegg­rót. Hálf­op­inn jakk­inn blæs út af lofti á hlaup­unum þannig að Saad, ­sem er í góðri þjálfun, virð­ist enn vöðvaðri yfir brjóst­kass­ann. Hann er að ­auki umkringdur börnum sem eru höfð­inu lægri en hann, skóla­börnum sem líta út fyr­ir­ að geta verið á aldr­inum 10-12 ára. Hann lítur í alvör­unni út fyrir að geta verið eldri en fimmt­án, ef það er það sem maður vill sjá.

Saad Alsaudi hefur hins vegar enga ástæðu til að ljúga til­ um ald­ur. Hann er búinn að búa í Sví­þjóð frá því hann var sex ára, árið 2003. Pabb­i hans flutti fyrstur og fékk fjöl­skyld­una, þ.m.t. Saad sem ungan dreng, til sín eftir að hann hafði fengið var­an­legt dval­ar­leyfi fyrir alla fjöl­skyld­una, eft­ir því sem Saad segir sjálfur frá. Í frétt sænska ­rík­is­sjón­varps­ins blaðar Saad í gegnum myndir af sér barn­ungum í Sví­þjóð, því til sönn­unar hvað hann hefur verið þar lengi. Hann seg­ist geta sýnt göm­ul skil­ríki með fæð­ing­ar­deg­in­um. En það hefur ekk­ert að segja. Saad kom til­ Sví­þjóðar sem barn. Hann sótti ekki um eða fékk dval­ar­leyfi með því að ljúga um ald­ur.

Lifir sjálf­stæðu lífi

Goð­sögnin um hrað­lygna hæl­is­leit­and­ann Saad Alsaudi, (hef­ur einnig verið rang­lega skrifað Alsudi eða Alsaud) lifir hins vegar orð­ið ­sjálf­stæðu lífi. Það mun lík­lega engu máli skipta þótt sænskir, norskir og nú ­ís­lenskir fjöl­miðlar beri frétt­ina til baka. Daily Mail virð­ist ekki einu sinn­i hafa breytt sinni frétt að neinu marki.

Saad hefur lagt hlaupa­skóna á hill­una út af meiðsl­um. Hann er núna á síð­asta ári á nátt­úru­fræði­braut í fram­halds­skóla í Krist­i­an­stad. Hann vildi óska þess að fólk væri gagn­rýnna á þær upp­lýs­ingar sem það sér á net­in­u, ­segir hann við Krist­i­an­stadbla­det í nýrri frétt frá því á þriðju­dag­inn – með nýrri mynd fyrir þá sem vilja vita hvernig hann lítur út í dag. Allra helst óskar hann þess að fólk væri ekki að nota tím­ann í að ræða það sem ekki skiptir máli, heldur þori að taka á vanda­málum eins og ras­isma.

Myndin af honum mun hins vegar lík­lega halda áfram að rúlla í hring um inter­net­ið, þar sem hann er titl­aður skegg­barn eða annað þaðan af verra. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None