Hafið yfir allan skynsamlegan vafa að „Óli“ sé Ólafur Ólafsson

Ólafur Ólafsson
Auglýsing

Í nið­ur­stöðu end­ur­upp­töku­nefndar vegna beiðni Ólafs Ólafs­sonar um end­ur­upp­töku Al Than­i-­máls­ins segir að það sé „hafið yfir allan skyn­sam­legan vafa“ að sá „Óli“ ­sem talað er um í sím­tali milli tveggja lög­manna, og var hluti gagna í mál­in­u, sé Ólafur Ólafs­son. Ólafur byggði end­ur­upp­töku­beiðni sína á því að svo væri ekki heldur að verið væri að ræða annan „Óla“.

Ólafur fór einnig fram á að málið yrði end­ur­upp­tekið vegna þess að tveir dóm­arar í Hæsta­rétti sem dæmdu í Al Than­i-­mál­inu, þeirra Árna Kol­beins­sonar og Þor­geirs Örlygs­son­ar, hefðu verið van­hæfir til að fella dóminn­ ­vegna þess að synir þeirra hefðu starfað hjá slita­stjórn Kauþings. Þess­ari á­stæðu var einnig hafnað af end­ur­upp­töku­nefnd.

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, og ­Sig­urður Ein­ars­son, fyrrum stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, fóru líka fram á end­ur­upp­töku Al Thani máls­ins vegna tengsla dóm­ara við syni sína og vegna þess að sönn­un­ar­gögn hefðu verið metin rangt. Þeirra beiðnum var einnig hafn­að.

Auglýsing

Menn­irnir þrír voru allir dæmdir sekir í Hæsta­rétti í mál­in­u í febr­úar 2015. Þar hlaut Hreið­ar­ Már fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­urður fjögur ár, og Ólafur fjögur og hálf­t ár. Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, var lík­a ­dæmdur í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi í mál­in­u. 

Nokkuð er síðan að úrskurður end­ur­upp­töku­nefndar var kveð­inn ­upp, en það gerð­ist 26. jan­úar 2016. Upp­lýs­ingar um nið­ur­stöð­una urðu hins ­vegar ekki opin­berar fyrr en almanna­tengsla­fyr­ir­tækið KOM, sem starfar fyr­ir­ Ó­laf Ólafs­son, sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu um hana fyrr í dag. Í frétta­til­kynn­ing­unni var gert grein fyrir von­brigðum Ólafs og sjón­ar­miðum hans ­vegna úrskurðar end­ur­upp­töku­nefnd­ar. Úrskurð­ur­inn sjálfur fylgdi hins veg­ar ekki með. Kjarn­inn hefur síðan fengið úrskurð end­ur­upp­töku­nefndar vegna beiðn­i Ólafs Ólafs­sonar í hend­ur. Hann má lesa hér.

Í nefnd­inni sátu Elín Blön­dal, sem var for­maður henn­ar, Berg­lind Svav­ars­dóttir og Krist­björg Steph­en­sen.

Tvær ástæður fyrir end­ur­upp­töku að mati Ólafs

Ólafur óskaði form­lega eftir því í maí 2015 við end­ur­upp­töku­nefnd að Al Than­i-­málið yrði tekið upp að nýju. Ástæðan var sú að hann taldi að í dómi Hæsta­réttar væru sönn­un­ar­gögn í mál­inu rangt met­in.

Þar vísar hann sér­stak­lega í sím­tal sem átti sér stað 17. sept­em­ber 2008 milli­ lög­manns­ins Bjarn­freðar Ólafs­sonar og Egg­ert Hilm­ars­son­ar, sem hafi ver­ið fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs Kaup­þings í Lúx­em­borg. Í sím­tal­inu var talað um „Óla“ og vildi Ólafur Ólafs­son meina að hann hafi verið sak­fellur ein­vörð­ungu á grunni þessa sím­tals. Hann vildi hins vegar einnig meina að umræddur „Óli“ hefði ekki verið hann, heldur Ólafur Arin­björn Sig­urðs­son, lög­mað­ur.  

Hin ástæðan sem Ólafur lagði fyrir end­ur­upp­töku­nefnd, og krafð­ist end­ur­upp­töku máls síns vegna, var sú að tveir synir dóm­ara við Hæsta­rétt sem kveðið hafi upp dóm yfir honum í Al Than­i-­mál­inu hefðu unnið hjá slita­stjórn Kaup­þings og hefðu beinan fjár­hags­legan ávinn­ing af því að sak­fell­ing hefði feng­ist í mál­inu.Hæstiréttur felldi dóm sinn í Al Thani-málinu í febrúar 2015.

Afar ótrú­verð­ugur fram­burður Bjarn­freðs fyrir dómi

Rík­is­sak­sókn­ari skil­aði umsögn í mál­inu og sagði aug­ljóst að í sím­tal­inu sem átti sér stað 17. sept­em­ber 2008 hafi verið rætt um Ólaf Ólafs­son. Þar er meðal ann­ars nefnt að í sím­tal­in­u hafi verið talað um mann sem hafi verið „inni í Eglu“, en Egla er félag sem var í eigu Ólafs og hélt á eign­ar­hlut hans í Kaup­þingi. Í grein­ar­gerð hans seg­ir einnig að í fram­hald­inu hafi Egg­ert og Bjarn­freður rætt að ,,hann meg­i ekki flagga, upp­leggið sé að aðeins Quat­ar­inn flaggi en að Ólafur þurf­i ­nátt­úru­lega að fá sinn part í kök­unn­i". Þar sé ljóst að verið sé að ræða Ó­laf Ólafs­son, eða Quat­ar­inn í þessu sam­hengi er Sjeik Al Thani.

Bjarn­freð­ur, sem var um tíma til rann­sóknar í Al T­han­i-­mál­inu, var skatta­ráð­gjafi Ólafs Ólafs­sonar og stjórn­ar­maður í Kaup­þing­i ­fyrir hrun, sagði fyrir dómi að hann hefði ekki rætt upp­lag Al T­han­i-við­skipt­anna við Ólaf Ólafs­son­ar. Rík­is­sak­sókn­ari segir að taka þurf­i tillit til þess að Bjarn­freður hafi gefið „afar ótrú­verð­ugan og óstöðugan fram­burð fyrir dómi, sem hafi vikið að veru­legu leyti frá fram­burði hans hjá lög­reglu. Hafi raunar verið fjallað sér­stak­lega um það af Hæsta­rétti og þá ­stað­reynd að sumir ákærðu hafi virst vita af því að BÓ[­Bjarn­freð­ur] hygð­ist breyta fram­burði sínum fyrir dómi. Sé því ljóst að ekki sé mikið byggj­andi á því sem fram hafi komið hjá BÓ fyrir dómi um stað­reyndir máls­ins. Öðru máli ­gegni um sím­töl hans við EH [Egg­ert Hilm­ars­son], sem fyrir hafi legið í mál­in­u, enda þar um að ræða sam­tíma­gögn.“

Því taldi rík­is­sakskón­ari ljóst að þau sönn­un­ar­gögn sem Ólafur vís­aði í hafi ekki verið rangt metin í dómi Hæsta­rétt­ar. Þvert â mót­i liggi fyrir að Hæsti­réttur hafi tekið þau til sér­stakrar skoð­unar og kom­ist ­síðan að „rök­studdri og réttri nið­ur­stöðu um þau“.  Jafn­vel þótt umrædd gögn hefðu verið rang­t ­metin hafi það engu skipt um nið­ur­stöðu dóms­ins, enda fjöl­mörg önnur atriði sem hafi rök­stutt sak­fell­ingu.

Hafið yfir allan skyn­sam­legan vafa

Í nið­ur­stöðu end­ur­upp­töku­nefndar er rök­semdum Ólafs Ólafs­sonar fyrir end­ur­upp­töku Al Than­i-­máls­ins hafnað afger­andi. Þar seg­ir að það fái ekki stað­ist „sú rök­semd end­ur­upp­töku­beið­anda að í sím­tal­inu hinn 17. sept­em­ber hafi Bjarn­freður rætt um Ólaf Arin­björn sem „Óla“. Breyt­ir ­yf­ir­lýs­ing Bjarn­freðs sem lögð var fram fyrir end­ur­upp­töku­nefnd ekki þeirri ­nið­ur­stöðu. Á grund­velli fram­an­greinds er að mati end­ur­upp­töku­nefndar haf­ið ­yfir allan skyn­sam­legan vafa að sá „Óli“ ­sem Bjarn­freður kallar svo í sím­tal­inu frá 17. Sept­em­ber 2008 og Egg­ert kallar „Ólaf“ er end­ur­upp­töku­beið­andi Ólafur Ólafs­son.“

Því fellst nefndin ekki á að veru­legar líkur hafi ver­ið ­leiddar að því að sönn­un­ar­gögn, sem færð voru fram í Al Than­i-­mál­inu, hefð­u verið rangt metin þannig að þau hafi haft áhrif á nið­ur­stöðu Hæsta­réttar í mál­inu.

Hvor­ugur dóm­ar­anna van­hæfir til að fara með málið

Ólafur fór einnig fram á að málið yrði end­ur­upp­tekið vegna þess að tveir dóm­arar í Hæsta­rétti sem dæmdu í Al Than­i-­mál­inu, þeirra Árna Kol­beins­sonar og Þor­geirs Örlygs­son­ar, hefðu verið van­hæfir til að fella ­dóm­inn. Ástæðan væri sú að slitabú Kaup­þings hefði höfðað bóta­mál á hend­ur Ólafi og Hreið­ari Má Sig­urðs­syni og krafið þá um 12,9 millj­arða króna í skaða­bæt­ur ­vegna lán­veit­ingar sem er hluti af Al Than­i-­mál­in­u. 

Kolbeinn Árnason er í dag framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hann starfaði áður hjá slitastjórn Kaupþings.Synir dóm­ar­anna, Þeir Kol­beinn Árna­son og Þór­ar­inn Þor­geirs­son, hafi báðir starfað fyrir Kaup­þing og vildi Ólafur meina að báðir hefðu „mikla hags­muni af því að sak­fellt yrði í mál­in­u“.  Þar vís­aði hann sér­stak­lega í frétt sem birt­ist í DV í lok maí 2015 þar sem full­yrt var að núver­andi og ­fyrr­ver­andi starfs­menn slita­bús ­Kaup­þings eigi í vændum háar fjár­hæðir í kaupauka vegna nauða­samn­inga við ­kröfu­hafa.

Nið­ur­staða end­ur­upp­töku­nefndar er hins vegar skýr. Þar seg­ir að ekki sé „unnt að fall­ast á að hags­munir Kol­beins og Þór­ar­ins verði lagðir að ­jöfnu við mögu­lega fjár­hags­lega hags­muni slita­bús Kaup­þings hf. af nið­ur­stöðu í [Al Than­i-­mál­inu] vegna starfa þeira ein­göngu, heldur verður að líta til þess hvort þeir hafi eða muni hafa ein­herra þeirra sér­stöku hags­muna að gæta af úr­lausn hæsta­rétt­ar­máls­ins að valdið geti van­hæfi dóm­ara.“

Í nið­ur­stöð­unni er rakið að Kol­beinn Árna­son hafi starfað ­sem fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs slita­bús Kaup­þings á árunum 2008 til 2013, en hafi látið að störfum sextán mán­uðum áður en faðir hans tók sæti í Al T­han­i-­mál­inu. Þór­ar­inn hafi síðan verið eft­ir­maður Kol­beins í starfi. Í nið­ur­stöðu end­ur­upp­töku­nefndar segir að „hvorki Kol­beinn né Þór­ar­inn sitja, eða hafa set­ið, í slita­stjórn Kaup­þings hf. og hvor­ugur þeirra hefur rek­ið ­bóta­málið sem höfðað var af Kaup­þingi gagna­vart end­ur­upp­töku­beið­anda og Hreið­ari Má Sig­urðs­syn­i[...]Þá hefur ekki verið sýnt fram á að Kol­beinn eða Þór­ar­inn hafi notið eða muni njóta hags­muna, fjár­hags­legra eða ann­arra, af nið­ur­stöðu í [Al Than­i-­mál­in­u].“ Því hafi hvorki Árni né Þor­geir verið van­hæfir til að fara ­með Al Than­i-­mál­ið.

Þar af leið­andi var beiðni Ólafs hafn­að. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None