Hafið yfir allan skynsamlegan vafa að „Óli“ sé Ólafur Ólafsson

Ólafur Ólafsson
Auglýsing

Í nið­ur­stöðu end­ur­upp­töku­nefndar vegna beiðni Ólafs Ólafs­sonar um end­ur­upp­töku Al Than­i-­máls­ins segir að það sé „hafið yfir allan skyn­sam­legan vafa“ að sá „Óli“ ­sem talað er um í sím­tali milli tveggja lög­manna, og var hluti gagna í mál­in­u, sé Ólafur Ólafs­son. Ólafur byggði end­ur­upp­töku­beiðni sína á því að svo væri ekki heldur að verið væri að ræða annan „Óla“.

Ólafur fór einnig fram á að málið yrði end­ur­upp­tekið vegna þess að tveir dóm­arar í Hæsta­rétti sem dæmdu í Al Than­i-­mál­inu, þeirra Árna Kol­beins­sonar og Þor­geirs Örlygs­son­ar, hefðu verið van­hæfir til að fella dóminn­ ­vegna þess að synir þeirra hefðu starfað hjá slita­stjórn Kauþings. Þess­ari á­stæðu var einnig hafnað af end­ur­upp­töku­nefnd.

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, og ­Sig­urður Ein­ars­son, fyrrum stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, fóru líka fram á end­ur­upp­töku Al Thani máls­ins vegna tengsla dóm­ara við syni sína og vegna þess að sönn­un­ar­gögn hefðu verið metin rangt. Þeirra beiðnum var einnig hafn­að.

Auglýsing

Menn­irnir þrír voru allir dæmdir sekir í Hæsta­rétti í mál­in­u í febr­úar 2015. Þar hlaut Hreið­ar­ Már fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­urður fjögur ár, og Ólafur fjögur og hálf­t ár. Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, var lík­a ­dæmdur í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi í mál­in­u. 

Nokkuð er síðan að úrskurður end­ur­upp­töku­nefndar var kveð­inn ­upp, en það gerð­ist 26. jan­úar 2016. Upp­lýs­ingar um nið­ur­stöð­una urðu hins ­vegar ekki opin­berar fyrr en almanna­tengsla­fyr­ir­tækið KOM, sem starfar fyr­ir­ Ó­laf Ólafs­son, sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu um hana fyrr í dag. Í frétta­til­kynn­ing­unni var gert grein fyrir von­brigðum Ólafs og sjón­ar­miðum hans ­vegna úrskurðar end­ur­upp­töku­nefnd­ar. Úrskurð­ur­inn sjálfur fylgdi hins veg­ar ekki með. Kjarn­inn hefur síðan fengið úrskurð end­ur­upp­töku­nefndar vegna beiðn­i Ólafs Ólafs­sonar í hend­ur. Hann má lesa hér.

Í nefnd­inni sátu Elín Blön­dal, sem var for­maður henn­ar, Berg­lind Svav­ars­dóttir og Krist­björg Steph­en­sen.

Tvær ástæður fyrir end­ur­upp­töku að mati Ólafs

Ólafur óskaði form­lega eftir því í maí 2015 við end­ur­upp­töku­nefnd að Al Than­i-­málið yrði tekið upp að nýju. Ástæðan var sú að hann taldi að í dómi Hæsta­réttar væru sönn­un­ar­gögn í mál­inu rangt met­in.

Þar vísar hann sér­stak­lega í sím­tal sem átti sér stað 17. sept­em­ber 2008 milli­ lög­manns­ins Bjarn­freðar Ólafs­sonar og Egg­ert Hilm­ars­son­ar, sem hafi ver­ið fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs Kaup­þings í Lúx­em­borg. Í sím­tal­inu var talað um „Óla“ og vildi Ólafur Ólafs­son meina að hann hafi verið sak­fellur ein­vörð­ungu á grunni þessa sím­tals. Hann vildi hins vegar einnig meina að umræddur „Óli“ hefði ekki verið hann, heldur Ólafur Arin­björn Sig­urðs­son, lög­mað­ur.  

Hin ástæðan sem Ólafur lagði fyrir end­ur­upp­töku­nefnd, og krafð­ist end­ur­upp­töku máls síns vegna, var sú að tveir synir dóm­ara við Hæsta­rétt sem kveðið hafi upp dóm yfir honum í Al Than­i-­mál­inu hefðu unnið hjá slita­stjórn Kaup­þings og hefðu beinan fjár­hags­legan ávinn­ing af því að sak­fell­ing hefði feng­ist í mál­inu.Hæstiréttur felldi dóm sinn í Al Thani-málinu í febrúar 2015.

Afar ótrú­verð­ugur fram­burður Bjarn­freðs fyrir dómi

Rík­is­sak­sókn­ari skil­aði umsögn í mál­inu og sagði aug­ljóst að í sím­tal­inu sem átti sér stað 17. sept­em­ber 2008 hafi verið rætt um Ólaf Ólafs­son. Þar er meðal ann­ars nefnt að í sím­tal­in­u hafi verið talað um mann sem hafi verið „inni í Eglu“, en Egla er félag sem var í eigu Ólafs og hélt á eign­ar­hlut hans í Kaup­þingi. Í grein­ar­gerð hans seg­ir einnig að í fram­hald­inu hafi Egg­ert og Bjarn­freður rætt að ,,hann meg­i ekki flagga, upp­leggið sé að aðeins Quat­ar­inn flaggi en að Ólafur þurf­i ­nátt­úru­lega að fá sinn part í kök­unn­i". Þar sé ljóst að verið sé að ræða Ó­laf Ólafs­son, eða Quat­ar­inn í þessu sam­hengi er Sjeik Al Thani.

Bjarn­freð­ur, sem var um tíma til rann­sóknar í Al T­han­i-­mál­inu, var skatta­ráð­gjafi Ólafs Ólafs­sonar og stjórn­ar­maður í Kaup­þing­i ­fyrir hrun, sagði fyrir dómi að hann hefði ekki rætt upp­lag Al T­han­i-við­skipt­anna við Ólaf Ólafs­son­ar. Rík­is­sak­sókn­ari segir að taka þurf­i tillit til þess að Bjarn­freður hafi gefið „afar ótrú­verð­ugan og óstöðugan fram­burð fyrir dómi, sem hafi vikið að veru­legu leyti frá fram­burði hans hjá lög­reglu. Hafi raunar verið fjallað sér­stak­lega um það af Hæsta­rétti og þá ­stað­reynd að sumir ákærðu hafi virst vita af því að BÓ[­Bjarn­freð­ur] hygð­ist breyta fram­burði sínum fyrir dómi. Sé því ljóst að ekki sé mikið byggj­andi á því sem fram hafi komið hjá BÓ fyrir dómi um stað­reyndir máls­ins. Öðru máli ­gegni um sím­töl hans við EH [Egg­ert Hilm­ars­son], sem fyrir hafi legið í mál­in­u, enda þar um að ræða sam­tíma­gögn.“

Því taldi rík­is­sakskón­ari ljóst að þau sönn­un­ar­gögn sem Ólafur vís­aði í hafi ekki verið rangt metin í dómi Hæsta­rétt­ar. Þvert â mót­i liggi fyrir að Hæsti­réttur hafi tekið þau til sér­stakrar skoð­unar og kom­ist ­síðan að „rök­studdri og réttri nið­ur­stöðu um þau“.  Jafn­vel þótt umrædd gögn hefðu verið rang­t ­metin hafi það engu skipt um nið­ur­stöðu dóms­ins, enda fjöl­mörg önnur atriði sem hafi rök­stutt sak­fell­ingu.

Hafið yfir allan skyn­sam­legan vafa

Í nið­ur­stöðu end­ur­upp­töku­nefndar er rök­semdum Ólafs Ólafs­sonar fyrir end­ur­upp­töku Al Than­i-­máls­ins hafnað afger­andi. Þar seg­ir að það fái ekki stað­ist „sú rök­semd end­ur­upp­töku­beið­anda að í sím­tal­inu hinn 17. sept­em­ber hafi Bjarn­freður rætt um Ólaf Arin­björn sem „Óla“. Breyt­ir ­yf­ir­lýs­ing Bjarn­freðs sem lögð var fram fyrir end­ur­upp­töku­nefnd ekki þeirri ­nið­ur­stöðu. Á grund­velli fram­an­greinds er að mati end­ur­upp­töku­nefndar haf­ið ­yfir allan skyn­sam­legan vafa að sá „Óli“ ­sem Bjarn­freður kallar svo í sím­tal­inu frá 17. Sept­em­ber 2008 og Egg­ert kallar „Ólaf“ er end­ur­upp­töku­beið­andi Ólafur Ólafs­son.“

Því fellst nefndin ekki á að veru­legar líkur hafi ver­ið ­leiddar að því að sönn­un­ar­gögn, sem færð voru fram í Al Than­i-­mál­inu, hefð­u verið rangt metin þannig að þau hafi haft áhrif á nið­ur­stöðu Hæsta­réttar í mál­inu.

Hvor­ugur dóm­ar­anna van­hæfir til að fara með málið

Ólafur fór einnig fram á að málið yrði end­ur­upp­tekið vegna þess að tveir dóm­arar í Hæsta­rétti sem dæmdu í Al Than­i-­mál­inu, þeirra Árna Kol­beins­sonar og Þor­geirs Örlygs­son­ar, hefðu verið van­hæfir til að fella ­dóm­inn. Ástæðan væri sú að slitabú Kaup­þings hefði höfðað bóta­mál á hend­ur Ólafi og Hreið­ari Má Sig­urðs­syni og krafið þá um 12,9 millj­arða króna í skaða­bæt­ur ­vegna lán­veit­ingar sem er hluti af Al Than­i-­mál­in­u. 

Kolbeinn Árnason er í dag framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hann starfaði áður hjá slitastjórn Kaupþings.Synir dóm­ar­anna, Þeir Kol­beinn Árna­son og Þór­ar­inn Þor­geirs­son, hafi báðir starfað fyrir Kaup­þing og vildi Ólafur meina að báðir hefðu „mikla hags­muni af því að sak­fellt yrði í mál­in­u“.  Þar vís­aði hann sér­stak­lega í frétt sem birt­ist í DV í lok maí 2015 þar sem full­yrt var að núver­andi og ­fyrr­ver­andi starfs­menn slita­bús ­Kaup­þings eigi í vændum háar fjár­hæðir í kaupauka vegna nauða­samn­inga við ­kröfu­hafa.

Nið­ur­staða end­ur­upp­töku­nefndar er hins vegar skýr. Þar seg­ir að ekki sé „unnt að fall­ast á að hags­munir Kol­beins og Þór­ar­ins verði lagðir að ­jöfnu við mögu­lega fjár­hags­lega hags­muni slita­bús Kaup­þings hf. af nið­ur­stöðu í [Al Than­i-­mál­inu] vegna starfa þeira ein­göngu, heldur verður að líta til þess hvort þeir hafi eða muni hafa ein­herra þeirra sér­stöku hags­muna að gæta af úr­lausn hæsta­rétt­ar­máls­ins að valdið geti van­hæfi dóm­ara.“

Í nið­ur­stöð­unni er rakið að Kol­beinn Árna­son hafi starfað ­sem fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs slita­bús Kaup­þings á árunum 2008 til 2013, en hafi látið að störfum sextán mán­uðum áður en faðir hans tók sæti í Al T­han­i-­mál­inu. Þór­ar­inn hafi síðan verið eft­ir­maður Kol­beins í starfi. Í nið­ur­stöðu end­ur­upp­töku­nefndar segir að „hvorki Kol­beinn né Þór­ar­inn sitja, eða hafa set­ið, í slita­stjórn Kaup­þings hf. og hvor­ugur þeirra hefur rek­ið ­bóta­málið sem höfðað var af Kaup­þingi gagna­vart end­ur­upp­töku­beið­anda og Hreið­ari Má Sig­urðs­syn­i[...]Þá hefur ekki verið sýnt fram á að Kol­beinn eða Þór­ar­inn hafi notið eða muni njóta hags­muna, fjár­hags­legra eða ann­arra, af nið­ur­stöðu í [Al Than­i-­mál­in­u].“ Því hafi hvorki Árni né Þor­geir verið van­hæfir til að fara ­með Al Than­i-­mál­ið.

Þar af leið­andi var beiðni Ólafs hafn­að. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None