Þú ert aldrei einn á ferð

Hundruð mynda úr eftirlitsmyndavélum komu lögreglu á sporið við leitina að tilræðismanninum Omar Hussein sem varð tveimur mönnum að bana í Kaupmannahöfn í febrúar í fyrra. Flestar myndanna sem lögreglan notaðist við voru ólöglega teknar.

Að minnsta kosti hálf milljón öryggismyndavéla eru í Danmörku, og eru eftirlitsmyndavélar við og í heimahúsum og sumarhúsum ekki meðtaldar. Hver sem er getur gengið inn í næstu verslun og keypt myndavél án þess að gefa upp ástæður.
Að minnsta kosti hálf milljón öryggismyndavéla eru í Danmörku, og eru eftirlitsmyndavélar við og í heimahúsum og sumarhúsum ekki meðtaldar. Hver sem er getur gengið inn í næstu verslun og keypt myndavél án þess að gefa upp ástæður.
Auglýsing

Eft­ir­lits­mynda­vél­arnar eru alls stað­ar: í versl­un­um, bönkum og fyr­ir­tækj­um, við íbúð­ar­hús, á götum og torg­um,við sum­ar­bú­staði, utan dyra og inn­an. Víða er það svo að fólk getur vart hreyft sig spönn frá rassi án þess að ein mynda­vél, og iðu­lega fleiri, festi það í tölvu­tengdu minni sín­u. 

Talið er að í Dan­mörku séu að minnsta kosti hálf milljón slíkra véla, einn af yfir­mönnum rann­sókn­ar­lög­regl­unnar telur reyndar að þær séu miklu fleiri. Þá eru eft­ir­lits­mynda­vélar við og í heima­húsum og sum­ar­húsum ekki með­tald­ar. Í Kaup­manna­höfn eru hátt á fjórða hund­ruð þús­und slíkra véla sem fylgj­ast með ferðum borg­ar­anna.  Eig­endur versl­ana og bens­ín­stöðva setja upp eft­ir­lits­mynda­vélar til að reyna að draga úr þjófn­uðum og upp­tök­urnar er jafn­framt hægt að nota ef þjófarnir nást. Bank­arnir nota vélar til fylgj­ast með við­skipta­vin­un­um, lög­reglan notar þær, til að fá gleggri mynd af atburða­rásinni ef til rysk­inga kemur á götum úti. Flestir eru á einu máli um gagn­semi mynda­vél­anna og kann­anir sýna að yfir­gnæf­andi meiri­hluti almenn­ings kærir sig koll­óttan þótt fylgst sé með hon­um, telur vél­arnar auka öryggi sitt. 

Engin skrán­ing

Eins og áður sagði eru eft­ir­lits­mynda­vél­arnar yfir og allt um kring og fjölgar ört. Ein­faldar eða með mörg „augu” dýrar og ódýr­ar, úrvalið er mikið og allir geta fundið það sem hent­ar. Í Dan­mörku getur hver sem er gengið inn í næstu verslun og keypt slíkt upp­töku­tæki, án þess að nokkur spyrji til hvers eigi að nota grip­inn. Engin skrán­ing af neinu tagi fer fram, kassa­kvitt­unin gildir sem ábyrgð­ar­skír­teini, eins og lög gera ráð fyr­ir, en það er allt og sumt. Nafn kaup­anda er ekki skráð, nema hann biðji sér­stak­lega um það, og enn síður hvar vélin verði sett upp. Selj­endur hafa enga heim­ild til að spyrja um og skrá slíkt.

Auglýsing

Ekki skortir regl­urnar

Árið 2007 voru í Dan­mörku sett lög um notkun eft­ir­lits­mynda­véla (vid­eoovervågn­ing). Þar er kveðið á um hvar og hvernig megi nota mynda­vél­arn­ar, hvar megi taka upp og varð­veita myndefni, hvar sé leyfi­legt að nota mynda­vélar til að fylgj­ast með án þess að efnið sé varð­veitt. Ef mynda­vélar eru til staðar þar sem almenn­ing­ur, aðrir en starfs­fólk fer um, t.d. í versl­unum er skylt að hafa uppi skilti sem segir að eft­ir­lits­mynda­vélar séu í notk­un. Starfs­fólk á vinnu­stöðum sem almenn­ingur fer ekki um að jafn­aði þarf að sam­þykkja mynda­véla­notkun skrif­lega. Árið 2010 var bætt við lögin ákvæði um að leigu­bílar skuli und­an­tekn­inga­laust vera með upp­töku­bún­að. 

Lög­reglan treysti á eft­ir­lits­mynda­vélar við leit­ina

Rúmt ár er liðið frá til­ræð­unum í Kaup­manna­höfn þar sem Omar Hussein varð tveimur mönnum að bana. 

Strax eftir fyrra til­ræð­ið, síð­degis á laug­ar­degi við sam­komu­hús á Aust­ur­brú hófst mikil leit. Fjöldi fólks hafði næstu klukku­stund­irnar sam­band við lög­reglu sem hafði í fjöl­miðlum aug­lýst eftir upp­lýs­ingum sem að gagni gætu kom­ið. Brátt kom í ljós að helstu hald­reipi lög­regl­unnar voru upp­tökur úr eft­ir­lits­mynda­vél­um, og vitn­is­burður leigu­bíl­stjóra sem ekið hafði til­ræð­is­mann­inum að húsi á Norð­ur­brú eftir morðið á Aust­ur­brú. Þrátt fyrir að lög­reglan hafi fljót­lega vitað hver til­ræð­is­mað­ur­inn var tókst honum að kom­ast að sam­komu-og bæna­húsi gyð­inga í mið­borg Kaup­manna­hafnar skömmu eftir mið­nætti 15. febr­ú­ar. Þar skaut hann gæslu­mann til bana en flúði síð­an. Omar Hussein féll nokkrum klukku­stundum síðar fyrir skotum lög­reglu. 

Engar upp­lýs­ingar til um stað­setn­ingu og eig­endur

Í ljósi þess hve mik­il­vægar myndir úr eft­ir­lits­vélum reynd­ust í leit lög­regl­unnar að Omar Hussein hefur mikil athygli síðan beinst að þessu mik­il­væga ”hjálp­ar­tæki” eins og einn af yfir­mönnum lög­regl­unnar hefur kallað mynda­vél­arn­ar.  Í löngu við­tali við dag­blaðið Berl­ingske sagði þessi sami yfir­maður að vél­arnar væru að sínu mati ómet­an­legar fyrir störf lög­regl­unn­ar. En hann sagði jafn­framt nauð­syn­legt að lög­reglan byggi yfir upp­lýs­ingum um hvar eft­ir­lits­mynda­vélar væru stað­settar og hver hefði aðgang að þeim, slíkt gæti skipt sköpum þegar hver mín­úta skipti máli. Í ljós hefði komið 14. febr­úar í fyrra að litlar sem engar upp­lýs­ingar væru til um þær þrjú til fjögur hund­ruð eft­ir­lits­mynda­vélar sem væru vítt og breytt um Kaup­manna­höfn. ”Það er mynda­vél á hverju horni en lög­reglan hefur ekki hug­mynd um hver á þessa vél og enn síður hvar hægt er að skoða upp­tök­urn­ar”.

Hvað má mynda og hvað ekki?  

Í áður­nefndum lögum frá árinu 2007 er til­greint hvað má mynda og hvað ekki. Mynda­vél í verslun má ekki, sam­kvæmt lög­un­um, vera stillt þannig að á myndum sjá­ist fólk sem gengur um götu eða gang­stétt fyrir fram­an. En það eru einmitt slíkar myndir sem komu lög­regl­unni að mestu gagni við leit­ina að Omari Hussein. Kona, sem á og rekur verslun í mið­borg Kaup­manna­hafn­ar, og veitti mik­il­væga aðstoð með því að hringja til lög­regl­unnar hafði ekki hug­mynd um að myndir sem lög­reglan taldi mjög mik­il­vægar væru í raun ólög­leg­ar. ”Ég fékk fyr­ir­tæki til að setja upp þessa vél í búð­inni og hef aldrei velt því fyrir mér að þetta gæti verið ólög­legt” sagði kon­an. Á upp­töku sést hvar maður sem reynd­ist svo vera Omar Hussein gengur fram­hjá búð­inni. Þetta er ólög­leg upp­taka, mynd­hornið alltof gleitt og ein­skorð­ast ekki við það sem sést inn­an­dyra. Þetta er aðeins eitt dæmi. 

Ráð­herr­ann vill sam­vinnu um skrá

Lög­reglan hefur í við­tölum sagt að það sé algjör­lega úti­lokað að skoða þær mörg hund­ruð þús­und mynda­vélar sem vaka yfir borg­urum Dan­merkur til þess að kanna að þær myndi aðeins til­tekin svæði, til dæmis inni í versl­un­um. Slíkt kosti óhemju mann­afla og fjár­muni, sem lög­reglan ráði ekki yfir, og þar að auki væri eig­endum í lófa lagið að breyta still­ingum vél­ar­innar um leið og ”mynda­véla­eft­ir­lit­ið” væri horfið á braut. Nefnd á vegum lög­regl­unnar hefur und­an­farna mán­uði kannað hvernig eft­ir­lits­mynda­vélar geti best gagn­ast lög­regl­unni. Nefndin skil­aði dóms­mála­ráð­herra áliti sínu í vik­unni. Þar er lagt til að kerf­is­bundið verði skráðar þær vél­ar, sem telj­ast á almanna­færi og jafn­framt hvern lög­reglan geti haft sam­band við til að sjá upp­tökur þegar svo ber und­ir. Nefndin leggur til að þetta verði eins árs til­rauna­verk­efni og dóms­mála­ráð­herr­ann hefur lýst sig fylgj­andi þess­ari hug­mynd. Nefndin nefnir ekki einu orði hvað sé lög­legt varð­andi upp­tök­urn­ar, nokkrir þing­menn hafa í við­tölum sagt að rétt­ast væri að breyta lög­un­um. Þing­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins sagði að eng­inn biði skaða af því þótt á ein­hverjum myndum bregði fyrir fólki á gangi en slíkt gæti gagn­ast lög­regl­unni, eins og komið hefði í ljós 14. febr­úar í fyrra. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None