LSR tekur ekki þátt í að sækja skaðabætur gegn Kaupþingsmönnum

Stærsti lífeyrissjóður landsins vildi ekki framselja hlut sinn í Kaupþingi til Samtaka sparifjáreigenda svo þau gætu rekið prófmál. Stefna samtakanna beinist að forsvarsmönnum Kaupþings og í henni er farið fram á skaðabætur vegna markaðsmisnotkunar þeirra

Kaupþing
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, hafn­aði því að fram­selja hluti sem hann átti í Kaup­þing­i ­fyrir hrun, og kröfu­rétt­indi sem þeim fylgdu, til Sam­taka spari­fjár­eig­enda ­vegna máls sem þau hafa höfðað gegn fimm fyrrum stjórn­endum og eig­end­um ­Kaup­þings. Sam­tökin stefndu Kaup­þings­mönn­unum þann 9. febr­úar síð­ast­lið­inn í próf­máli þar sem úr því á að fá skorist hvort fyrrum hlut­hafar Kaup­þings eig­i rétt á skaða­bótum vegna mark­aðs­mis­notk­unar og blekk­inga bank­ans, sem for­svars­menn­irn­ir hafa verið dæmdir sekir fyr­ir.

Til þess að geta rekið próf­málið þurftu Sam­tök spari­fjár­eig­enda að fá fram­seld hluta­bréf og kröfu­rétt­indi í Kaup­þingi, enda áttu þau eng­in slík. Þau leit­uðu því til líf­eyr­is­sjóða lands­ins sem átt höfðu hlut í Kaup­þing­i og buðu föl­uð­ust eftir kröf­unni. Í því bréfi kom fram að sam­tökin myndu ber­a ­kostn­að­inn af mála­rekstr­inum en að sjóð­irnir myndu fá ávinn­ing­inn ef mál­ið ­myndi vinn­ast. Einn líf­eyr­is­sjóður ákvað að fram­selja kröfu sína með þessum hætti, Stapi líf­eyr­is­sjóð­ur. Stefnan byggir því að end­ur­heimta mis­mun kaup­verðs ­Staða á bréfum í Kaup­þingi ann­ars vegar og hins vegar sölu­verð og arð af bréf­unum síð­asta árið áður en bank­inn féll. Sú upp­hæð nemur 902 millj­ón­um króna.

LSR, sem var á meðal 20 stærsta eig­enda Kaup­þing fyrir hrun og átti eign í bank­anum sem var metin á 17,3 millj­arða króna við hrun, vildi hins ­vegar ekki taka þátt.

Auglýsing

Hægt er að lesa stefn­una í heild sinni hér.

Fengu álits­gerð lög­fræð­ings

Haukur Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri LSR, stað­festir að sjóð­ur­inn hafi hafnað því að fram­selja ­kröfu sína til Sam­taka spari­fjár­eig­enda þegar þau ósk­uðu eftir því. „Nið­ur­staða okkar var sú að verða ekki við beiðni þeirra. Við fengum meðal ann­ars álits­gerð frá utan­að­kom­andi lög­fræð­ingi og tókum ákvörðun út frá henn­i.“

Hann vill ekki segja af hverju líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi ákveðið að taka ekki þátt í mála­rekstr­in­um. „Það eru ein­hverjir líf­eyr­is­sjóðir og ein­stak­lingar í mála­rekstri. Það er ekki eðli­leg­t að við séum að tjá okkur um þessa ákvörðun á meðan að svo er.“

Stefna Sam­taka spari­fjár­eig­enda ­gengur út á að stjórn­end­urnir fimm sem stefnt er, Hreiðar Már Sig­urðs­son, ­fyrrum for­stjóri Kaup­þings, Sig­urður Ein­ars­son, fyrrum starf­and­i ­stjórn­ar­for­maður bank­ans, Ingólfur Helga­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings á Ís­landi, Magnús Guð­munds­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, og Ólaf­ur Ólafs­son, sem var næst stærsti eig­andi bank­ans, hafi við­haldið of háu ­mark­aðs­verði á hlutum í Kaup­þingi með allskyns gjörð­u­m. 

Hreiðar Már Sigurðsson er á meðal þeirra sem stefnt er.Í stefn­unni segir m.a. að þetta hafi verið gert með end­ur­fjár­mögnun á skuldum Ólafs Ólafs­sonar til að koma í veg fyrir að eign­ar­hlutur hans færi á mark­að, með Al Than­i-­snún­ingn­um, þar sem sjeik frá Katar var lánað til að kaupa 5,01 pró­sent hlut í Kaup­þing­i ­með veði í bréf­unum en látið var líta út sem að um fjár­fest­ingu væri að ræða, ­með því að lána fyrir kaupum á hlut Gnúps í Kaup­þingi þegar það félag fór á hlið­ina án ann­arra veða en í bréf­unum sjálfum og með því að lána tugi millj­arða króna til starfs­manna Kaup­þings svo þeir gætu keypt bréf í bank­an­um, en þau lán voru upp­runa­lega með tak­mark­aðri, og svo engri, per­sónu­legri ábyrgð. Rauði þráð­ur­inn er sá að Kaup­þing hafi lán­að gríð­ar­legar fjár­hæðir til kaupa á eigin bréfum til að halda verði þeirra upp­i­ og ein­ungis tekið veð í bréf­unum sjálf­um.

Í stefn­unni seg­ir: „Veð ­Kaup­þings í eigin hluta­bréfum námu að jafn­aði verð­mæti milli 200 til 300 millj­arða. Þrátt fyrir lækk­andi hluta­bréfa­verð bank­ans árið 2007 hélst mark­aðsvirð­i á eigin bréfum nán­ast stöðugt síð­asta árið fram að falli bank­ans. Er skýr­ing­in skv. Rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis að verð­mæti Kaup­þings í eigin bréfum hafi í lok sept­em­ber 2008 numið alls um 214 millj­örðum króna eða sem nam 42% af öll­u­m hluta­bréfum bank­ans. Sem dæmi má nefnda að síð­asta árið fyrir fall bank­ans keypti bank­inn hluta­bréf í sjálfum sér fyrir 96 millj­arða króna.“

Segja bank­anum hafa verið skugga­stýrt um ára­bil

Hér­aðs­dómur hefur dæmt hluta þeirra manna sem stefnt er í mál­inu seka fyrir stór­fellda mark­aðs­mis­notkun sem staðið hafi yfir um lang­t ­skeið. Sú nið­ur­staða bíður þess að vera tekin fyrir af Hæsta­rétti. Auk þess voru allir stefndu utan Ing­ólfs dæmdir til margra ára fang­els­is­vistar fyr­ir­ ­um­boðs­svik og mark­aðs­mis­notkun í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða.

Á grunni þess­arra nið­ur­staðna stefndu Sam­tök ­spari­fjár­eig­enda mönn­un­um. „Að mati stefn­anda er ljóst af téðum saka­málum á hendur stefndu, sem voru gríð­ar­lega stórir hlut­hafar í Kaup­þingi, hafi haft ­ríkan og ein­beittan ásetn­ing til þess að koma í veg fyrir að mikið magn af hluta­bréfum í bank­anum fær til sölu á almennan verð­bréfa­mark­að. Hafi þeir m.a. beit bank­anum fyrir sig til að koma í veg fyrir að mikið fram­boð af hluta­bréf­um ­bank­ans færi á markað með til­heyr­andi verð­lækkun bréf­anna. Hafi þeir þannig ­tryggt óeðli­legt verð á hluta­bréfum í bank­an­um.“

Eigin hlut­ir, sem Kaup­þing keypti eða fjár­magn­aði, hafi ekki verið dregnir frá eigin fé bank­ans eins og lög­skylt hafi ver­ið. Ef gætt hefð­i verið að þess­ari laga­skyldu hefði eigið fé Kaup­þings verið mun lægra skráð en það var, og jafn­vel undir lög­bundnu mark­miði. Ef gætt hefði verið að þess­ari laga­skyldu hefði eigið fé Kaup­þings verið mun lægra skráð en það var, og ­jafn­vel undir lög­bundnu mark­miði. „Það hefði mögu­lega þýtt svipt­ing­u ­starfs­leyfis og afskrán­ingar strax árið 2006“.

Í stefn­unni segir enn fremur að Hreiðar Már, Sig­urður og Ingólfur hafi borið ríkar trún­að­ar- og eft­ir­lits­skyldur sem stjórn­ar­for­maður og fram­kvæmda­stjórar bank­ans. „Í því fólst ábyrgð og eft­ir­lit með því að starf­sem­i ­bank­ans færi í hví­vetna að lög­um. Stefndu Hreiðar Már og Sig­urður voru auk þess í lána­nefnd bank­ans, en þar gegndi Sig­urður for­mennsku, og báru þeir einnig ­ríka ábyrgð sem slíkir þegar kom að lán­veit­ingum út á eigin bréf félags­ins. ­Stefndi Ólafur var næst stærsti hlut­hafi bank­ans frá önd­verðu og skugga­stýrð­i honum í eigin þágu um ára­bil.“

Al Than­i-við­skiptin efldu til­trú

Leitað var sér­stak­lega til LSR vegna þess að sjóð­ur­inn átti við­skipti með bréf í Kaup­þingi eftir að til­kynnt var um hin svoköll­uðu Al Than­i-við­skipti hinn 22. sept­em­ber 2008. Kaup Al Thani voru talin hafa eflt til­trú á ís­lensku efna­hags­lífi, enda áttu þau að sýna að auð­ugir og umsvifa­miklir er­lendir fjár­festar hefðu trú á því að íslenskur banki myndi lifa af efna­hag­sóværð­ina ­sem geis­aði haustið 2008. Nokkrum dögum síðar var Kaup­þing hins vegar fall­inn.

Haukur segir að LSR hafi í nokkra mán­uði, í aðdrag­anda hruns bank­anna, verið „á sölu­takk­an­um“ þegar kom að bréfum í þeim. „Nokkrum dögum eftir Al Than­i-við­skiptin seljum við smá­vegis og aftur um viku síð­ar. Svo eru ein við­skipti þar sem við keyptum sem áttu sér­ ­stað eilítið seinna. Þá voru við að færa eign milli félaga enda vorum við, eins og aðr­ir, að velta því fyrir okkur hverjir myndu lifa af og hverjir ekki.“

Ríkið ætlar ekki í skaða­bóta­mál vegna Al Than­i-­dóms

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun febr­úar að íslenska ríkið ætl­aði sér ekki að höfða skaða­bóta­mál á hend­ur slita­búi Kaup­þings vegna þess  tjóns sem ríkið varð fyrir í tengslum við fall Kaup­þings. ­Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í kjöl­far dóms Hæsta­réttar í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða fyrir tæpu ári fyrr að hann vild­i ­skoða hvort ríkið ætti mögu­lega bóta­kröfu vegna þessa. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið sagði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hins vegar að það hafi ­metið málið sem svo að ekki væru for­sendur fyrir höfðun skaða­bóta­máls á hend­ur ­þrota­búi Kaup­þings vegna máls­ins þar sem skaða­bætur væru almennar kröfur og lúti van­lýs­ing­ar­á­hrif­um.

Sam­tök ­spari­fjár­eig­enda líta hins vegar svo á, og reka þar af leið­andi ofan­grein­t ­próf­mál fyrir hér­aðs­dómi, að hægt sé að sækja slíkar skaða­bætur beint til­ ­for­svars­manna Kaup­þings.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None