Tekst loks að upplýsa stærstu morðgátu á Norðurlöndum

scandinavian star
Auglýsing

Danskur skipa­eft­ir­lits­maður hefur nafn­greint tvo menn sem hann full­yrðir að hafi kveikt í far­þega-og bíl­ferj­unni Scand­in­av­ian Star fyrir tæpum 26 árum með þeim afleið­ingum að 159 lét­ust. Margir telja að til­gang­ur­inn hafi verið trygg­inga­svik en eldar kvikn­uðu á mörgum stöð­um. Norsk rann­sókn­ar­nefnd komst á sínum tíma að þeirri nið­ur­stöðu að danskur flutn­inga­bíl­stjóri hefði átt sök á brun­anum en dró þá nið­ur­stöðu til baka í hitteð­fyrra. Bíl­stjór­inn var meðal þeirra sem lét­ust. Nú eru að minnsta kosti tvær rann­sóknir vegna brun­ans í gangi.

Áhöfnin ný og óreynd

Að kvöldi föstu­dags­ins 6. apríl 1990 lét Scand­in­av­ian Star úr höfn í Ósló áleiðis til Frederiks­havn á Jót­landi. Brott­för seink­aði um rúmar tvær klukku­stund­ir. Um borð voru 383 far­þegar og 99 manna áhöfn, einnig tugir flutn­inga-og fólks­bíla. Ástæða þess að brott­för dróst var að áhöfnin var ný og ókunnug skip­inu sem hafði ein­ungis farið örfáar ferðir milli Nor­egs og Dan­merk­ur. Margir far­þeg­anna fengu lykla sem pössuðu ekki að klef­unum og fleira varð til að seinka för skips­ins. Scand­in­av­ian Star hafði nýlega verið breytt í far­þega­ferju en skipið hafði áður hýst spila­víti. Stór hluti far­þeg­anna var fjöl­skyldu­fólk á leið í páska­frí og margir létu sér þessa seinkun í léttu rúmi liggja. Flestir gengu til náða um mið­nætti.

Fyrsti bruni 7. apríl kl. 01.55

Far­þegar sem voru á stjái á fjórða þil­fari sáu að utan við far­þega­klefa 416 log­aði í sæng­ur­fatn­aði og tepp­um. Fólk­inu tókst að slökkva eld­inn í þann mund sem nokkrir úr áhöfn­inni komu aðvíf­andi. Greini­legt var að eld­ur­inn var af mann­völdum en skip­stjór­inn gerði engar sér­stakar ráð­staf­an­ir, til dæmis að hafa vakt­menn á göngum og þil­för­um.

Auglýsing

Annar bruni 7. apríl kl.02.08 - aðal­brun­inn

Ekki voru liðnar tíu mín­útur frá því að fyrsti eld­ur­inn upp­götv­að­ist þangað til vart varð við eld á far­þega­gangi stjórn­borðs­megin á öðru þil­fari. Engir far­þegar voru á þessum gangi vegna þess að verið var að stand­setja klef­ana. Síðar kom í ljós að þarna hafði kviknað í papp­ír, rúm­fötum og tepp­um. Eld­ur­inn breidd­ist mjög hratt út og hit­inn náði víða 200 gráð­um. Vegg-og loft­klæðn­ing­ar, sem voru úr mjög eld­fimum efnum fuðr­uðu upp og eit­ur­gufur og ban­eitr­aður reykur  áttu greiða leið um ganga þar sem flestir far­þeg­anna voru í fasta svefni en eld­varn­ar­dyr stóðu allar opn­ar. Einnig höfðu dyr við bíla­þil­far skips­ins verið opn­aðar og súr­efnið sem þar barst inn magn­aði eld­inn. Sér­stakur kubbur eða klossi hélt dyr­unum opn­um, ein­ungis áhöfnin átti að vita hvar þessi klossi væri geymd­ur. Við rann­sókn kom í ljós að reyk­ur­inn var svo eitr­aður að fólk missti með­vit­und á 30 sek­úndum og lifði í mesta lagi 3 mín­út­ur.  Í skýrslu yfir­valda var full­yrt að 158 hefðu lát­ist á fyrsta hálf­tím­anum eftir að eld­ur­inn braust út, einn til við­bótar lést síðar á sjúkra­húsi. Lang flestir úr reyk­eit­un. Það var því ekki að ástæðu­lausu að þessi elds­voði var síðar kall­aður aðal­brun­inn.  Elsti far­þeg­inn sem lést var 79 ára, sá yngsti nokk­urra mán­aða, 136 þeirra sem lét­ust voru Norð­menn.  Klukkan 04.20 höfðu allir sem lifðu af yfir­gefið skip­ið. Far­þegar og áhöfn.

Slökkvi­liðið kemur

Skömmu eftir að áhöfnin og far­þeg­arnir sem lifðu af yfir­gáfu skipið kom sænskt slökkvi­lið um borð í skip­ið. Fyrsta verk þess var að kanna hvort ein­hverjir væru á lífi um borð. Fljót­lega fund­ust tveir Portú­galar sem sögð­ust hafa verið sof­andi og ekki vaknað fyrr en allir voru farnir frá borði. Þegar þetta var log­aði enn á mörgum stöðum í skip­inu. Þegar sænska slökkvi­lið­ið, og norskt slökkvi­lið sem þá var komið til aðstoð­ar, hafði barist við eld­inn drjúga stund tók skipið að halla, ástæða þess var að mikið vatn safn­að­ist fyrir á efstu þil­förum þess.

Skip­stjór­inn og vél­stjór­inn aftur um borð

Flestir yfir­menn Scand­in­av­ian Star höfðu ásamt áhöfn skips­ins verið fluttir yfir í skipið Stena Saga. Nú gerð­ist það að skip­stjór­inn, yfir­vél­stjór­inn, vél­stjór­inn og raf­virk­inn voru flutt­ir, með þyrlu, til baka á hið brenn­andi skip. Raf­virk­inn taldi að þeir gætu aðstoðað við slökkvi­starfið og veitt ráð­legg­ing­ar. Þegar þre­menn­ing­arnir voru komnir til baka um borð í Scand­in­av­ian Star upp­hófust deil­ur. Yfir­vél­stjór­inn full­yrti að ef dæla ætti vatn­inu sem safn­ast hafði fyrir á efstu þil­förum Scand­in­av­ian Star burt yrði að stöðva slökkvi­dæl­urn­ar. Það var gert en þá bloss­aði eld­ur­inn upp aft­ur. Seinna komst slökkvi­liðs­stjór­inn, Ingvar Bryn­fors, að því að full­yrð­ing yfir­vél­stjór­ans stóðst ekki, dæl­urnar sem dældu burt vatn­inu af þil­för­unum og slökkvi­dæl­urnar gátu sam­tímis verið í gangi. Hann sagði jafn­framt frá því að að yfir­vél­stjór­inn og vél­stjór­inn hefðu um þetta leyti horfið „gu­fað upp“. Rafvirk­inn áður­nefndi hélt því fram að dyrnar á göngum skips­ins yrðu að vera lok­aðar en slökkvi­liðs­menn hefðu opnað þær og sett þar sér­stakan hurða­stopp­ara (fleyg) til að hurð­irnar myndu ekki hindra rennslið í vatns­slöng­un­um. 

Innan úr skipinu. Mynd frá skandinavianstar.dk.

Þriðji eld­ur­inn

Um hádeg­is­bil á laug­ar­deg­inum taldi slökkvi­liðið að tek­ist hefði að ráða nið­ur­lögum elds­ins og drátt­ar­skip sem höfðu tekið Scand­in­av­ian Star í tog stefndu til lands. Slökkvi­liðs­menn voru enn um borð í skip­inu en ein­ungis þrír eða fjórir úr áhöfn­inni. Um þrjúleytið gaus upp eldur á einum far­þega­gang­in­um, rúmum hálfum sól­ar­hring eftir að fyrsti brun­inn varð. Hit­inn var að sögn slökkvi­liðs­manna gíf­ur­legur enda brann allt sem brunnið gat á gang­inum og í klef­unum þar sem lík þeirra sem lét­ust af völdum reyk­eitr­unar í aðal­brun­anum lágu. Ingvar Bryn­fors slökkvi­liðs­stjóri sagði síðar að eng­inn hefði skilið hvernig þessi eldur kvikn­aði og að hann og sínir menn væru hand­vissir um að þetta væri enn ein íkveikj­an.

Fjórði eld­ur­inn

Um klukkan hálf tíu á laug­ar­dags­kvöld­inu, 7. apríl var Scand­in­av­ian Star komið að bryggju í sænska smá­bænum Lyseki. Ingvar Bryn­fors hélt ásamt liði sínu frá borði eftir að hafa farið um allt skipið og full­vissað sig um að hvergi leynd­ist glóð. En ekki var þó allt búið enn; um klukkan hálf fjögur um nótt­ina gaus upp mik­ill eld­ur. Hann kvikn­aði í eða við veit­inga­stað undir brú skips­ins og breidd­ist hratt út til áhafn­ar­klef­anna sem voru á gangi við veit­inga­stað­inn. Slökkvi­lið barð­ist við þennan eld klukku­stundum saman og það var ekki fyrr en undir hádegi á sunnu­deg­inum 8. apríl að tek­ist hafði að ráða nið­ur­lögum hans.

Rann­sóknin

Fljót­lega eftir að tek­ist hafði að slökkva eld­inn á sunn­dags­morgn­inum kom Flemm­ing Thue Jen­sen skipa­eft­ir­lits­maður um borð í ferj­una til að rann­saka verksum­merki. Hann sá strax margt sem vakti grun­semd­ir. Það fyrsta sem hann rak augun í var að rúm­botnar úr járni höfðu  verið lagðir í eld­varna­dyrn­ar, þær lok­uð­ust því ekki þegar skip­stjór­inn ætl­aði að loka þeim með þartil­gerðum bún­aði, úr brúnni. Trekk­ur­inn magn­aði eld­inn og ólok­aðar dyrnar opn­uðu eld­inum leið um skip­ið. Flemm­ing Thue sá líka kloss­ann sem settur hafði verið við hurð­ina til að hún gæti ekki lok­ast og hann vissi hvar þessi klossi var geymdur og jafn­framt að ein­ungis áhöfnin vissi um þann geymslu­stað. 

 Stilla úr öryggismyndavél.

„Mér varð semsé strax ljóst að elds­voð­arnir í ferj­unni væru af manna­völd­um.“ Þegar skipa­eft­ir­lits­mað­ur­inn fór upp næsta þil­far, þar sem þriðji brun­inn varð sá hann að rör sem flytur vökva fyrir lyftu­búnað í skip­inu var í sund­ur. Undir þeim stað voru rúm­botnar úr járni (dýn­urnar sjálfar höfðu brunn­ið) sem eft­ir­lits­mann­inn grun­aði að hefðu verið not­aðar til kom­ast að rör­inu. Síðar fund­ust leifar af olíu, sem Flemm­ing Thue Jen­sen telur að hafi verið dælt í gegnum áður­nefnt rör til að magna eld­inn. Allt sem honum þótti athuga­vert skráði hann í litla bók sem hann hafði í vas­an­um.

Þegar Flemm­ing Thue skipa­eft­ir­lits­maður átt­aði sig á því þegar þriðji eld­ur­inn kvikn­aði voru ein­ungis þrír eða fjórir úr áhöfn skips­ins um borð lagði hann saman tvo og tvo: brennu­varg­ur­inn hlyti að vera einn þess­ara manna. Á þeim tíma vissi hann ekki að skömmu eftir að Scand­in­av­ian Star lagð­ist að bryggj­unni í Lysekil sá fólk nokkra menn fara í mik­illi skynd­ingu frá borði og hraða sér á brott. Eng­inn veit enn þann dag í dag með fullri vissu hvaða menn voru þarna á ferð en margt bendir til að það hafi verið áður­nefndir skip­verj­ar.

 Greindi lög­reglu frá grun­semdum

Þann 10. apríl hafði Flemm­ing Thue Jen­sen lokið rann­sókn sinni og ætl­aði að greina yfir­manni sænsku rann­sókn­ar­lög­regl­unnar í Lysekil frá nið­ur­stöðum sín­um. Yfir­mað­ur­inn var ekki á staðnum en Flemm­ing Thue Jen­sen sagði norskum lög­reglu­manni stutt­lega frá nið­ur­stöðum sín­um. Nefndi sér­stak­lega fleyg­inn sem settur hafði verið við hurð­ina og vökva­rör­ið. „Mitt verk var að skýra frá stað­reynd­um, ekki að álykta.“

Hvort norski lög­reglu­mað­ur­inn kom frá­sögn­inni á fram­færi við yfir­mann­inn veit Flemm­ing Thue ekki. 

Sjó­rétt­ur­inn

Þegar Flemm­ing Thue Jen­sen kom til Kaup­manna­hafnar að kvöldi 10. apríl 1990 hitti hann yfir­menn sína hjá Sigl­inga­mála­stofn­un­inni. Þar var honum sagt að þegar hann kæmi fyrir Sjó­rétt­inn ætti hann að tak­marka frá­sögn sína við aðal­brun­ann (bruna 2) sem varð 159 manns að bana.

Dag­inn eft­ir, í Sjó­rétt­in­um, nefndi hann þó að það væru fleiri atriði sem vert væri að skoða en til­greindi það ekki nán­ar. Hann nefndi líka síðar þetta með rörið og hurða­kloss­ann við norska rann­sókn­ar­menn „en þeir höfðu ekki áhuga fyrir að hlusta á mínar skýr­ing­ar“.

Norska lög­reglan yfir­heyrði Flemm­ing Thue Jen­sen aldrei en það kom í hennar hlut að upp­lýsa mál­ið.

Danski bíl­stjór­inn

Í mars 1991 til­kynnti norska lög­reglan að rann­sókn máls­ins væri lok­ið. Danskur vöru­bíl­stjóri, Erik Mörk And­er­sen, hefði verið valdur að aðal­brun­anum en bíl­stjór­inn var meðal þeirra 159 sem lét­ust. Norska lög­reglan komst líka að þeirri nið­ur­stöðu að síð­ari brun­arnir hefðu verið afleið­ing aðal­brun­ans.

„Ég gapti af undrun þegar ég heyrði og sá yfir­mann norsku lög­regl­unnar segja frá þessu í sjón­varpi“ sagði Flemm­ing Thue Jen­sen síð­ar.  Hann ákvað að tala ekki um málið framar og minnt­ist ekki á það við nokkurn mann árum sam­an. 

Ætt­ingjar mjög ósáttir

Ætt­ingjar margra þeirra sem lét­ust um borð í Scand­in­av­ian Star hafa aldrei sætt sig við nið­ur­stöður norsku lög­regl­unn­ar. Þeir stofn­uðu fyrir þremur árum sam­tök með það fyrir augum að fá málið tekið upp aftur og það tókst á end­an­um. Árið 2014 til­kynnti norska lög­reglan að hún hefði ekki sann­anir fyrir því að danski bíl­stjór­inn Erik Mörk And­er­sen hefði átt sök á brun­an­um. 

Ákvað að segja frá vit­neskju sinni

Flemm­ing Thue Jen­sen sat í stof­unni heima hjá sér í Frederiks­havn og horfði, einsog iðu­lega, á sjón­varps­frétt­irn­ar. ”Ég hróp­aði upp að þeir væru hálf­vitar og var nærri dott­inn af stóln­um”. Þannig lýsir Flemm­ing Thue Jen­sen við­brögðum sínum þegar hann heyrði yfir­mann norsku lög­regl­unnar segja frá því að hún hefði engar sann­anir gegn danska bíl­stjór­an­um. Jafn­framt til­kynnti norska lög­reglan að ný rann­sókn yrði sett í gang. Nið­ur­stöður hennar eiga að liggja fyrir síð­sum­ars.

Þegar þetta lá fyrir ákvað Flemm­ing Thue Jen­sen að segja frá því sem hann vissi. Hann taldi sig þó ekki geta það fyrr en hann yrði kom­inn á eft­ir­laun, nokkrir mán­uðir eru nú síðan það varð. Hann hefur þegar hitt norska rann­sókn­ar­nefnd og nafn­greint tvo menn sem hann kveðst full­viss um að beri ábyrgð á því sem gerð­ist um borð í ferj­unni.

Margir hafa gagn­rýnt Flemm­ing Thue Jen­sen fyrir að hafa ekki rætt um vit­neskju sína fyrr en nú. Hann svarar því til að það hafi hann vissu­lega gert en þá hafi menn ekki viljað hlusta. Sem emb­ætt­is­maður hafi hann ekki getað talað um þetta umfram það sem hann gerði strax í upp­hafi. Nú, þegar hann væri hættur og málið tekið upp aft­ur, gæti hann hins­vegar sagt frá öllu sem hann vissi. Nöfnum mann­anna sem hann telur ábyrga hefur hann þó ein­ungis greint rann­sókn­ar­nefnd­inni frá. Frá­sögn hans, fyrir nokkrum dög­um, rataði sam­stundis í nær alla nor­ræna fjöl­miðla og hefur vakið mikla athygli. 

Trygg­inga­svik?

Strax eftir brun­ann í apríl 1990 heyrð­ust raddir um að brun­inn hefði verið ”pöntuð aðgerð”, til að fá trygg­inga­bæt­ur. Á sínum tíma fékkst eng­inn botn í þessar til­gátur en hugs­an­leg trygg­inga­svik eru meðal þess sem rann­sóknin nú bein­ist að.

Skipið Scand­in­av­ian Star var smíðað í Frakk­landi árið 1971, hét þá Massal­ia. Gat tekið tæp­lega 900 far­þega og allt að 250 bíla. Sigldi fyrstu árin milli Marseil­le, Malaga og Casa­blanca. Skipið var síðan um nokk­urra ára skeið í eigu Stena Cargo Line undir nöfn­unum Stena Balt­ica og Island Fiesta. Árið 1984 fékk skipið nafnið Scand­in­av­ian Star og sigldi þá á milli St. Pét­urs­borgar og Mexíkó. Nýir eig­endur tóku við skip­inu í mars 1990 og það hafði farið nokkrar ferðir milli Óslóar og Frederiks­havn þegar brun­inn varð.  Eftir brun­ann var skipið end­ur­byggt, hóf sigl­ingar á ný 1994 en tekið úr notkun sjö árum síðar og selt í brota­járn árið 2004.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None