Topp tíu - Kvikmyndir ársins 2015

Hvað myndir vinna til Óskarsverðlauna? Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur og kvikmyndaáhugamaður fjallar um bestu myndir ársins 2015.

Kristinn Haukur Guðnason
Leonardo
Auglýsing

Aðfar­arnótt næst­kom­andi mánu­dags verða ósk­arsverð­laun­in veitt og kvik­mynda­árið 2015 þar með gert upp. Árið hefur verið ein­stak­lega gott á flestum sviðum líkt og árið 2014 og má segja að kvik­mynda­gerð sé að rísa úr öskustónn­i eftir mörg mögur ár þar áður. Lítum á rjómann af bíó­ár­inu 2015.

10. Grandma

Grandma er með snjöllust­u gaman­myndum sein­ustu ára. Myndin fjallar um ung­lings­stúlk­una Sage og ömmu hennar sem rúnta um í leit að 630 doll­urum svo hin fyrr­nefnda kom­ist í fóst­ur­eyð­ingu. Hún er stutt og gerð fyrir lít­inn pen­ing en segir þó heil­mikla ­sögu. Þetta er mynd sem fjallar í raun um þrjár kyn­slóðir kvenna og þrjár mjög ó­líkar týp­ur. Sage er sjálf­hverfur ung­lingur sem hugsar lítið um fram­tíð­ina og reiðir sig alfarið á aðra. Móðir hennar er dæmi­gerð frama­kona, ákveðin og hvöss. Amman er svo fyrrum hippi og fem­inískur fræði­maður með kjark á við hnefa­leika­mann. Á ferð þeirra í leit að pen­ing­unum hitta þær margar skraut­leg­ar ­per­sónur en engin þeirra er þó skraut­legri en amman sjálf sem leikin er ó­að­finn­an­lega af Lily Toml­in. Myndin fjallar að miklu leyti um kven­rétt­indi og ­fóst­ur­eyð­ingar en sam­kyn­hneigð er einnig mik­il­vægt þema í henni. Tom­l­in, sem er ­sam­kyn­hneigð sjálf, hefur einmitt verið virk í bar­áttu sam­kynhneigðra í gegn­um ­tíð­ina. En þó að við­fangs­efni mynd­ar­innar séu þung og mik­il­væg þá er Grandma fyrst og fremst gam­an­mynd og kjána­skap­ur­inn aldrei langt und­an.

Auglýsing


9. Le Tout Nou­veau Testa­ment

Glæ­nýja testa­mentið er belgísk mynd þar sem ímynd­un­ar­aflið fær að leika lausum hala. Myndin fjall­ar um Eu sem er dóttir guðs almátt­ugs og býr með honum og móður sinni (sem er ekki ­nefnd á nafn) í annarri vídd. Ea er ein­ungis barn að aldri og ekki mik­ils met­in á heim­il­inu enda hafði hitt barnið (Jésú Krist­ur) ein­ungis skapað vanda­mál ­fyrir guð. Myndin kann að stuða marga þar sem sjálfur guð er settur fram sem hálf­gerður skít­hæll. Hann er ofbeld­is­fullur keðjureyk­ing­ar­maður sem kemur illa fram við fjöl­skyldu sína og jafn­vel verr fram við gjör­vallt mann­kyn­ið. Ea á­kveður því að hrista upp í ver­öld­inni með því að senda öllum jarð­ar­búum SMS ­með áætl­uðum dán­ar­degi þeirra. Svo flýr hún til jarðar í gegnum þvotta­vél til­ að finna nýja læri­sveina og skrifa glæ­nýtt guð­spjall. Eðli­legt, ekki satt? Mynd­in er vissu­lega frum­leg en þrátt fyrir atburð­ar­rás­ina verður hún aldrei óskilj­an­leg. Hand­ritið er gott og leik­ar­arnir afbragð, sér­staklega franska stór­leik­kon­an Catherine Denevue sem leikur einn af læri­sveinum Eu (….og er ást­fangin af ­gór­illu­apa). Myndin er einnig algert augna­konfekt. Hún er lit­rík, fal­leg, vel ­tekin og ákaf­lega skemmti­lega klippt.8. Sicario

Sicario er ­spennu­mynd af bestu sort sem ger­ist í miðju eit­ur­lyfja­stríð­inu á landa­mærum ­Banda­ríkj­anna og Mexíkó. Sagan er séð frá sjón­ar­horni hinnar ungu lög­reglu­kon­u Kate Macer sem starfar fyrir alrík­is­lög­regl­una í Arizona en er fengin til þess að fara í sér­verk­efni með leyni­þjón­ust­unni CIA yfir landa­mærin til Mexík­ó. Á­standið er hrika­lega í mexíkósku borg­inni Juárez, rétt sunnan við Texas, sem ­virkar á mann eins og her­setin borg. Hrotta­skapur er stund­aður af bæð­i eit­ur­lyfja­hringj­unum og lög­regl­unni og laga­bók­staf­ur­inn er að engu hafð­ur­. ­Leik­konan Emily Blunt stendur sig með prýði sem Macer en bestu frammi­stöð­u ­mynd­ar­innar á Ben­icio Del Toro sem virð­ist loks­ins kom­inn aftur í sitt besta ­form. Drunga­legt og þrúg­andi and­rúms­loft ein­kennir mynd­ina ásamt löng­um ­spennu­þrungnum atrið­um. Þetta and­rúms­loft er magnað upp með frá­bærri tón­list Jó­hanns Jóhanns­sonar sem er til­nefndur til ósk­arsverð­launa annað árið í röð. Ann­ars lagið eru sýnd atriði sem fjalla um mexíkóska lög­reglu­mann­inn Sil­vi­o, ­sem vinnur á laun fyrir eit­ur­lyfja­hring, og fjöl­skyldu hans. Þessi atrið­i virð­ast í fyrstu alls ótengd sögu­þræði mynd­ar­innar en þau gefa henni mann­legan tón.7. Going Cle­ar: Sci­entology and the Pri­son of Belief

Alex Gib­ney er einn besti heim­ild­ar­mynda­gerð­ar­mað­ur­ ­sam­tím­ans. Hann hefur á sein­asta ára­tug gert myndir á borð við Enron: The Smart­est Guys in the Room, Taxi to the Dark Side og Cli­ent 9: The Rise and Fall of Eliot Spitzer. Í Going Clear skyggn­ist hann inn í heim hinnar umdeildu vís­inda­kirkju. Það er farið yfir sögu kirkj­unnar frá­ ­upp­hafi og ein­blínt á tvo mik­il­væg­ustu menn­ina sem hafa verið tengdir henn­i. Ann­ars vegar stofn­and­ann L. Ron Hubb­ard sem þekktur var fyrir að skrifa lélegan ­vís­inda­skáld­skap og að vera úr tengslum við raun­veru­leik­ann. Hins veg­ar nú­ver­andi leið­tog­ann, David Mis­cavige , sem breytti illa stæðum og lít­il­megn­ug­um ­sér­trú­ar­söfn­uði í fjár­mála­veldi sem hefur veru­leg ítök í sam­fé­lag­inu þrátt ­fyrir til­tölu­lega fáa safn­að­ar­með­limi. Í mynd­inni fær maður að fylgj­ast með­ hvernig sér­trú­ar­söfn­uðir ná taki á með­limum sínum og hvernig sál­fræðin á bak við þá virka. Myndin er að miklu leyti byggð upp á við­tölum við fyrrum safn­að­ar­með­limi sem sluppu úr kirkj­unni. Þeir hafa þurft að sæta ofsóknum og hót­unum af hálfu kirkj­unnar og hafa misst tengsl við fjöl­skyldu­með­limi og vin­i ­sem ennþá eru virk­ir. Það kemur því ekki á óvart að vís­inda­kirkjan hefur beytt ­sér af hörku gegn dreif­ingu mynd­ar­inn­ar.

 

6. The Big Short

The Big Short er gaman­mynd byggð á sam­nefndri met­sölu­bók hag­fræð­ings­ins Mich­ael Lew­is. Hand­rit ­mynd­ar­innar eru í raun þrjár sam­hang­andi sögur sem fjalla allar um sama hlut­inn, fast­eigna­bóluna á mán­uð­unum og árunum fyrir hrunið 2008. Myndin er einnig sann­sögu­leg eða að minnsta kosti að ein­hverju leyti byggð á alvöru ­fólki, fyr­ir­tækjum og atburð­um. Sög­urnar þrjár fjalla allar um menn sem sáu hvað var í vændum og tóku stöðu gegn fast­eigna­mark­að­in­um, þ.e. veðj­uðu á að ­mark­að­ur­inn myndi á end­anum hrynja. Mun­ur­inn á sög­unum felst því aðal­lega í pen­inga­magn­inu sem menn­irnir hafa til umráða. The Big Short sýnir glöggt sturlun­ina og með­virkn­ina sem átti sér­ ­stað á þessum tíma og fyr­ir­litn­ing kvik­mynd­ar­gerð­ar­mann­ana á öllu fjár­mála­kerf­inu leynir sér ekki. Það fólk sem tók þátt í hruna­dans­inum er sýnt ­sem heimskt, hroka­fullt, hégóma­fullt og mont­ið. Engu að síður virðast að­al­per­sónur mynd­ar­innar heyja óvinn­an­legt stríð gegn kerf­inu. Myndin hef­ur súran und­ir­tón en er þó bráð­fynd­in. Hún skartar einnig ein­vala liði leik­ara á borð við Brad Pitt, Ryan Gos­l­ing og Christ­ian Bale. Það er þó gam­an­leik­ar­inn ­Steve Carell sem skarar algjör­lega fram úr, hann virð­ist vera á barmi ­tauga­á­falls alla mynd­ina.5. Room

Kanadíska myndin Room hefur komið mörgum á óvart í ár. Hún er byggð á sam­nefndri skáld­sögu eft­ir írska rit­höf­und­inn Emmu Donog­hue sem fékk hug­mynd­ina eftir að hafa fylgst með­ hinu hrylli­lega máli mann­ræn­ingj­ans Jos­efs Fritzl í Aust­ur­ríki. Room fjallar um Joy, unga konu sem hef­ur verið læst inni í mörg ár með syni sínum Jack í kofa sem þau kalla “her­berg­ið” og mann­ræn­ing­inn er faðir drengs­ins. Hún hefur gert margar til­raunir til þess að sleppa úr prís­und­inni og leyfir mann­ræn­ingj­anum ekki að koma nálægt Jack. Það sem er athygl­is­verð­ast við kvik­mynd­ina er sál­fræðin á bak við hana. Bæð­i hvernig Joy bregst við því að vera tekin úr blóma lífs­ins og haldið í ánauð og hvernig Jack upp­lifir ver­öld sína sem er ein­ungis örfáir fer­metrar að flat­ar­máli. Myndin er að vissu leyti heill­andi en hún vekur einnig hjá mann­i veru­legan óhug. Fyrir utan sög­una sjálfa er helsti styrkur mynd­ar­inn­ar ­leik­ur­inn. Brie Larson sem fer með hlut­verk Joy er ákaf­lega sann­fær­andi og hefur bæði unnið Golden Globe og BAFTA verð­launin fyrir leik í aðal­hlut­verki. Hún þykir lang­sig­ur­strang­leg­ust til að hreppa ósk­ars­stytt­una. En hinn ung­i Jacob Tremblay sem fer með hlut­verk Jacks á ekki síður heiður skil­in. Það er ekki oft sem maður sér barn leika svona vel.

 

4. Krigen

Danska kvik­myndin Krigen (Stríð­ið) fjallar um danska liðs­for­ingj­ann Claus M. Ped­er­sen sem stýr­ir her­deild í suð­ur­hluta Afghanist­an. Þema mynd­ar­innar er fyrst og fremst ábyrgð her­manna í stríðs­á­tökum og ger­ist myndin bæði á víg­stöðv­unum í Afghanistan og í rétt­ar­sal í Dan­mörku. Ped­er­sen lendir í vanda þegar hann tekur ranga ákvörðun í miðjum bar­daga. Ýmsum sið­ferði­legum spurn­ingum er varpað fram í mynd­inni og ekk­ert virð­ist alger­lega svart eða hvítt. Til að mynda veltir maður því fyr­ir­ ­sér hvort að dóm­stólar séu yfir höfuð færir um að skera úr um mál sem koma upp í stríðs­á­tök­um. Að auki er fylgst með fjöl­skyldu Peder­sens og hvaða áhrif fjar­vera hans og lífs­hætta hefur á hana. Ped­er­sen er lysti­lega leik­inn af Pilou As­bæk sem er Íslend­ingum að góðu kunnur úr sjón­varps­þáttum á borð við For­brydel­sen, Borgen og 1864. Krigen var ein af þeim kvik­myndum sem ­sýnd var á RIFF-há­tíð­inni nú í haust þar sem sér­stök áhersla var lögð á danska ­kvik­mynda­gerð. Myndin er einnig til­nefnd til ósk­arsverð­launa nú í ár sem besta ­kvik­myndin á erlendu tungu­máli.3. The Walk

Þann 6.á­gúst árið 1974 laum­uð­ust hinn franski Phil­ippe Petit og sam­verka­menn hans upp á efstu hæðir tví­bura­t­urn­anna svoköll­uðu í New York sem þá voru nýbyggðir og ekki opn­að­ir. Þeir strengdu vír á milli turn­anna um nótt­ina og um morg­un­inn gekk Petit á milli turn­anna án örygg­i­s­kap­als í um 400 ­metra hæð yfir mal­bik­inu. Þessu afreki (eða fífldirfsku) var gerð góð skil í heim­ild­ar­mynd­inni Man on a Wire sem kom út árið 2008 og hlaut sú mynd ósk­arsverð­laun það árið. The Walk er leikin mynd um göngu­ferð­ina frægu og þykir nokk­uð ­sögu­lega rétt enda var Petit sjálfur þáttak­andi í gerð henn­ar. Hann þjálfað­i að­al­leik­ar­ann Jos­eph Gor­don-­Levitt í að ganga á vír en hefði reyndar mátt taka hann í tal­þjálfun líka því að franski hreim­ur­inn er hreint út sagt skelfi­leg­ur. ­Myndin hefur langan aðdrag­anda þar sem þjálfun og und­ir­bún­ingur Petits er ­sýndur og maður getur hrein­lega ekki beðið eftir göng­unni sjálfri. Gangan sjálf er svo hreinn kvik­mynda­galdur þar sem maður heldur niður í sér andandum og ­getur vart blikkað aug­um. Myndin var sér­stak­lega gerð fyrir þrí­víddar og IMAX á­horf og fregnir hafa borist af því að víða hafi fólk kastað upp í bíó­söl­um. The Walk er ekki bara hefð­bund­in ­kvik­mynd um sögu­legt afrek, að horfa á hana er reynsla.2. Mad Max: Fury Road

Fury Road er fjórða inn­leggið í áströlsku ser­í­unni Mad Max en fyrstu þrjár mynd­irnar komu út á árunum 1979-1985 og skört­uðu Mel Gib­son sem hinum brjál­aða Max. Myndin ger­ist í áströlsku eyði­mörk­inni í hörmu­legri fram­tíð þar sem fólk lifir við ánauð og skort og vatn er verð­mætasta auð­lindin sem til er. Sögu­þráður mynd­ar­innar er ekki flók­inn, hún fjallar um her­for­ingj­ann Furi­osu, sem leikin er af Charlize Ther­on, sem stelur eig­in­kon­um ­stríðs­herr­ans Eilífa Joe til þess að frelsa þær. Furi­osa flýr með þær á bryn­vörðum vöru­bíl  en Joe og banda­menn hans elta. Hinn brjál­aði Max, nú leik­inn af Tom Hardy, flæk­ist svo inn í elt­inga­leik­inn. Myndin er hörku­spenn­andi frá fyrstu mín­útu og áhorf­endur hafa fá augna­blik til að ná and­an­um. En helsti styrkur mynd­ar­innar er hversu glæsi­leg hún er. Leik­mynd­in, bún­ing­arn­ir, förð­un­in, kvik­mynda­takan og fleiri þættir eru ó­að­finn­an­legir og ákaf­lega frum­leg­ir. Myndin tekur það útlit sem var skapað í annarri og þriðju mynd­inni og færir það upp á annað plan. Jafn­vel hræði­leg­ur ljót­leiki verður augna­konfekt í Fury Road.1. The Reven­ant

Mexíkóski leik­stjór­inn Alej­andro Gonzá­lez Inár­ritu var ­sig­ur­veg­ari sein­ustu ósk­arsverð­launa þegar mynd hans Bird­man var valin besta myndin og hann besti leik­stjór­inn. Inár­rit­u er nú aftur lík­leg­astur til að vinna tvenn­una fyrir The Reven­ant sem er mun betri kvik­mynd. Einnig þykir stór­leik­ar­inn ­Le­on­ardo DiCaprio lík­leg­astur til að verða val­inn besti leik­ar­inn en hann hef­ur 5 sinnum áður verið til­nefndur sem leik­ari en aldrei unn­ið. The Reven­ant er byggð á óföru­m ­feld­dýra­veiði­manns­ins Hugh Glass snemma á 19. öld sem var skil­inn eftir af ­fé­lögum sín­um  í óbyggðum Mont­ana eft­ir ­bjarn­ar­árás. Myndin er dimm og harð­neskju­leg og líkt og í Bird­man ein­kenn­ist hún af löngum sam­felldum tök­um. Kvik­mynda­tak­an ­sem hinn marg­verð­laun­aði Emmanuel Lubezki stýrði er einmitt einn helsti styrk­ur ­mynd­ar­inn­ar. Myndin hefur tvö megin þemu. Ann­ars vegar er það vilj­inn til þess að lifa af og þar koma hæfi­leikar DiCaprio best í ljós þar sem hann túlkar raunir Glass af stakri snilld, mest­megnis án þess að segja stakt orð. Hins ­vegar er það hefndin eins og tit­ill mynd­ar­innar gefur til kynna. Þar kom­a hæfi­leikar leik­ar­ans Tom Hardy, sem fer með hlut­verk ill­menn­is­ins, ber­sýni­lega í ljós. Hardy fékk einnig til­nefn­ingu til ósk­arsverð­launa sem kom mörgum á ó­vart en er engu að síður verð­skuld­að.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None