Hjónabandið sem ögraði umheiminum

Kynblönduð hjónabönd eru sjálfsögð í dag, en svo var ekki raunin um miðja síðustu öld. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur rýndi í sögu Khama-hjónanna.

Kristinn Haukur Guðnason
Khama
Auglýsing

Kyn­blönduð hjóna­bönd þykja víð­ast hvar ekk­ert til­töku­mál í dag. Áður fyrr þóttu þau mikið tabú og gátu jafn­vel splundrað fjöl­skyld­um. Eitt slíkt hjóna­band um miðja sein­ustu öld var svo eld­fimt að það oll­i milli­ríkja­deilu. Saga Kham­a-hjón­anna er saga af fólki sem gafst ekki upp fyr­ir­ of­ur­valdi og vann sigur fyrir sig og land sitt, Botswana.

Jazzinn batt þau ­saman

Það var á dans­leik hjá Trú­boðs­sam­tökum Lund­úna árið 1947 sem Ruth Willi­ams og Ser­etse Khama hitt­ust í fyrsta skipti. Hún var þá 23 ára göm­ul og hann tveimur árum eldri. Það var fyrir til­stilli Muri­el, systur Ruth, að þau kynntust en Ruth leist ekk­ert á Ser­etse í upp­hafi. Þau átt­u þó eitt sam­eig­in­legt áhug­mál, þ.e. brenn­andi áhuga á jazz-tón­list. Ser­etse varð strax hrif­inn af Ruth og þau héldu áfram að hitt­ast næstu mán­uði. Á end­an­um ­urðu þau ást­fangin frá toppi til táar og árið 1948 giftu þau sig. Þetta hjóna­band var þó sann­ar­lega eng­inn hægð­ar­leikur því að bak­grunnur þeirra hefð­i varla getað verið ólík­ari.

Ruth ólst upp á hefð­bundnu milli­stétt­ar­heim­ili í Lund­ún­um. Faðir hennar George hafði áður verið í breska hernum í Ind­landi en vann síð­ar­ við að mark­aðs­setja kaffi og te. Móðir hennar Dorothy var heima­vinn­and­i hús­móð­ir. Þau voru kirkju­rækið fólk sem fór lítið fyr­ir. Ruth fékk þó að kynn­ast líf­inu strax á ung­lings­aldri þegar seinni heim­styrj­öldin skall á. Heim­ili þeirra varð fyrir loft­stprengju Þjóð­verja og það þurfti að rífa það og Ruth gekk í heima­varn­ar­lið kvenna þar sem hún keyrði sjúkra­bíl í sprengjuregn­inu. Þessi reynsla mót­aði lífs­við­horf hennar og hún átti eftir að verða tengd hjálp­ar­starfi og góð­gerð­ar­málum alla tíð síð­an. Eftir stríðið fékk hún vinn­u hjá trygg­inga­mark­að­inum Lloyds of London sem afgreiðslu­kona.

Auglýsing

Ser­etse Goit­seb­eng Maphiri Khama fædd­ist og ólst upp í suð­ur­hluta Afr­íku, í landi sem í dag heitir Botswana. Á þeim tíma var land­ið ný­lenda sem nefnd­ist Bechu­ana­land og hafði verið undir yfir­ráðum Breta síðan 1885. Líkt og víða ann­ars staðar í Afr­íku er Botswana ætt­bálka­sam­fé­lag og Ser­et­se ­fædd­ist sem prins inn í vold­ug­asta ætt­bálk lands­ins, Bamangwato. Faðir hans var ­Sekonga Khama II, höfð­ingi Bamangwato ætt­bálks­ins og móðir hans drottn­ing­in Te­bogo. Sekonga lést þegar Ser­etse var ein­ungis fjög­urra ára gam­all. Þar sem hann var of ungur til að taka við stjórn ætt­bálks­ins stýrði föð­ur­bróðir hans, Ts­hekedi Khama, í hans stað þar til Ser­etse hafði lokið námi. Ser­etse var ­sendur bæði til Suður Afr­íku og Bret­lands til náms og hann var einmitt í laga­námi við Oxford háskóla þegar hann kynnt­ist Ruth.

Fjöl­skyld­urnar æfar

Á fimmta ára­tug sein­ustu aldar voru hjóna­bönd fólks af ó­líkum kyn­þáttum vita­skuld algjört tabú. Prest­ur­inn sem hafði lofað að gifta þau gugn­aði á sein­ustu stundu þegar nokkrir safn­að­ar­með­limir hót­uðu að mót­mæla við athöfn­ina. Hann vís­aði mál­inu til bisk­ups sem vildi heldur ekki gifta þau. Ruth og Ser­etse þurftu því að leita til sýslu­manns til að binda hnút­inn. ­Kirkjan var ekki eini aðil­inn sem úthýsti hjón­un­um. Þegar Ruth sagði föð­ur­ sínum frá ráða­hagnum brást hann ákaf­lega illa við og rak hana út af heim­il­in­u. Einnig var henni sagt upp hjá Lloyds of London. Hjónin og þá sér­stak­lega Ruth ­lentu ítrekað í því að ókvæð­is­orð voru hrópuð að þeim á götum úti. Fólki bauð við því að sjá hvíta stúlku með svörtum manni og var Ruth oft kölluð ódýr dræsa og þvíum­líkt

Fjöl­skylda Ser­etse tók frétt­unum engu betur og þá ­sér­stak­lega ekki föð­ur­bróðir hans Tshekedi. Þegar Tshekedi komst að hjóna­band­inu heimt­aði hann að Ser­etse kæmi undir eins heim til Bechu­ana­lands og ­gift­ingin yrði dæmd ógild. Innan ætt­bálka­sam­fé­lags­ins er kona höfð­ingj­ans á­litin móðir alls sam­fé­lags­ins. Tshekedi sagði að hvít kona gæti aldrei orð­ið ­móðir Bamangwato fólks­ins. Hann kall­aði því saman svo­kallað kgotla, sem er opin­ber fundur inn­an­ ætt­bálks þar sem skorið er úr um hin ýmsu mál­efni. Ser­etse flaug heim án Ruth til að verja sig á sam­kom­unni en Tshekedi sagði að ef hann kæmi með hvít­u ­kon­una sína myndu þeir frændur þurfa að berj­ast til dauða. Sam­koman var fámenn og 14 af 15 æðstu mönnum höfn­uðu hjóna­band­inu. Ser­etse sneri því aftur til­ Bret­lands án stuðn­ings sam­fé­lags síns og staða hans sem fram­tíð­ar­höfð­ingja í lausu lofti.

Þá barst Ser­etse sá kvittur að Tshekedi hefði alltaf ætl­að að verða höfð­ingi sjálfur og hjóna­band Ser­etse og Ruth hefði verið full­kom­in af­sökun fyrir hann til að ræna völd­um. Ser­etse sneri því aftur til Bechu­ana­lands en nú ásamt eig­in­konu sinni. Þá gerð­ist það að Ruth hrein­lega heill­aði alla upp­ úr skón­um. Ser­etse kall­aði til annað kgotla þar sem þús­undir manna mætt­u. Ser­etse ávarp­aði sam­kom­una og bað þá að standa upp sem ekki sam­þykktu kon­u hans. 40 manns stóðu upp. Þá bað hann þá að standa upp sem sam­þykktu hana. Um 6000 manns stóðu upp og klöpp­uðu í 10 mín­út­ur. Tshekedi var alger­lega sigr­að­ur­ ­maður og neydd­ist til að flytja af svæð­inu. Khama hjónin höfðu nú ótví­ræð­an ­stuðn­ings sam­fé­lags­ins á bak­inu. Auk þess var hjóna­bandið byrjað að gefa ávöxt. Hjónin áttu á kom­andi árum þrjá syni og eina dótt­ur. En vanda­mál þeirra vor­u rétt að hefj­ast því brátt átti hjóna­bandið eftir að verða að alþjóð­leg­u ­þrætu­epli.

Rík­is­stjórnir skipta ­sér af

Árið 1948 var ekki ein­ungis árið þar sem Khama hjónin gift­u ­sig heldur líka árið þar sem Búarnir komust til valda í Suður Afr­íku og komu á hinni alræmdu kyn­þátta­að­skiln­að­ar­stefnu apartheid. Það hafði verið lengi á stefnu­skránni að nýlendan Bechu­ana­land myndi sam­einast ­fyrrum nýlend­unni Suður Afr­íku. Suður Afr­íku­menn sóttu hart að þessu en Bret­ar ­reyndu þó að tefja flutn­ing­inn, sér­stak­lega eftir að apartheid var komið á. ­Leið­togar Suður Afr­íku gátu því ekki þolað það að einn vold­ugast­i ætt­bálka­höfð­ingi á verð­andi land­svæði þeirra ætti hvíta eig­in­konu. Dani­el Francois Malan, for­sæt­is­ráð­herra Suður Afr­íku og einn af hug­mynda­fræð­ing­um ap­artheid, sagði að hjóna­bandið vekti hjá sér ógleði og þrýsti á bresk yfir­völd að beita sér gegn því. Sir God­frey Hugg­ins, for­sæt­is­ráð­herra Suður Rhódesíu (nú Zimbabwe) þar sem einnig var kyn­þátta­að­skiln­að­ar­stefna, mót­mælti ráða­hagn­um einnig og sagði það skelfi­legt að þessi „ná­ung­i“, þ.e. Ser­etse myndi ná völd­um.

Bresk yfir­völd voru komin í mikla klípu vegna máls­ins. Efna­hag­ur­inn var í molum eftir seinni heim­styrj­öld­ina og Bretar voru mjög háðir Suður Afr­ík­u og öðrum sam­veld­is­þjóðum varð­andi versl­un. Auk þess hrædd­ust Bretar það að ­Suður Afr­íku­menn myndu nýta sér málið til þess að taka Bechu­ana­land strax yfir­, ­jafn­vel með her­valdi. Khama hjónin voru því mik­ill þyrnir í síðu breskra ­stjórn­valda. Hvorki verka­mann­stjórn Clem­ents Atlee (1945-1951) né íhalds­stjórn­ Win­stons Chuchill (1951-1955) gat leyst málið með sóma­sam­legum hætti. Þeg­ar K­hama hjónin sneru aftur til Lund­úna var Ser­etse boðin árleg og skatt­frjáls ­pen­inga­upp­hæð, 1000 sterl­ingspund, frá breska rík­inu ef hann afsal­aði sér­ höf­ingja­stöð­unni í heima­land­inu. Hann neit­aði og árið 1951 gerð­i verka­manna­stjórnin hjónin útlæg frá Bechu­ana­landi í fimm ár. Mikil reiði greip um sig í Bechu­ana­landi þegar ljóst var að Khama hjónin fengju ekki að snú­a aft­ur. Óeirðir brut­ust út víða og íbú­arnar harð­neit­uðu að til­nefna ann­an höfð­ingja í stað Ser­etse eins og Bretar höfðu beðið þá um. Einnig var tölu­verð reiði innan Bret­lands og nokkrir þing­menn börð­ust fyrir því að hjónin fengju að ­snúa heim og halda sínum titl­um. Þegar íhalds­menn komust til valda þetta sama ár reyndu þeir að leysa vand­ann með því að bjóða Ser­etse góða stjórn­un­ar­stöðu á Jamaíku. Ser­etse leit ekki við til­boð­inu og var því útlegð hans fram­lengd út í hið óend­an­lega. Auk út­legðar létu bresk yfir­völd gera rann­sókn á hæfi Ser­etse til þess að stýra ­fólki sínu. Þegar rann­sóknin stað­festi hæfni hans til þess var hún þögguð nið­ur­ og inn­sigluð í ára­tugi.

En það var ekki ein­ungis vegna þrýst­ings frá Suður Afr­íku og R­hódesíu sem bresk yfir­völd beittu sér að slíkri hörku gegn Khama hjón­un­um. Því að meðal sumra ann­arra ætt­bálka innan Bechu­ana­lands var veru­legur ótti vegna hjóna­bands­ins. Leið­togi eins ætt­bálks­ins sagði „það sem ljónið gerir mun sjakal­inn apa eft­ir. Þetta hjóna­band er stór­slys fyrir Afr­íku. Það er ávallt hermt eftir höf­ingj­anum og því munum við ­sjá að eftir 25 ár munu margir Bechu­ana-­menn hafa gifst hvítum kon­um, og eft­ir önnur 25 ár verður Bamangwato ætt­bálk­ur­inn horf­inn, þeir verða eins og Cape Coloureds“ (kyn­blandað fólk á vest­ur­strönd Suður Afr­ík­u).“  Bretar lof­uðu því nokkrum ætt­bálka­höfð­ingjum að Ser­etse og kona hans mynd­u brátt „hverfa“.

Þessi þrýst­ingur virt­ist ætla að virka því að árið 1956 af­sal­aði Ser­etse sér höf­ingja­tign Bamangwato ætt­bálks­ins og hjónin fengu í kjöl­farið leyfi til að snúa aftur heim til Bechu­ana­lands. Þau fluttu þetta sama ár og tóku við rekstri naut­gripa­bú­garðs. Það stóð þó ekki lengi yfir því að hjónin átt eftir að leika lyk­il­hlut­verk í til­urð nýs rík­is.

Botswana

Á sjötta og sjö­unda ára­tug sein­ustu aldar voru nýlendu­veld­i Breta, Frakka o.fl. í Afr­íku að lið­ast í sundur og fjöl­mörg sjálf­stæð ríki urð­u til. Þessi sjálf­stæð­is­hreyf­ing fór ekki fram­hjá íbúum Bechu­ana­lands og Ser­et­se K­hama var full­kom­inn fram­bjóð­andi til að leiða hana þar. Hann hafði setið í út­legð í fimm ár og hugs­aði bæði Bretum og Suður Afr­íku­mönnum þegj­andi þörf­ina. Hann stofn­aði því Lýð­ræð­is­flokk Bechu­ana­lands (BDP) árið 1961 með því mark­miði að koma á sjálf­stæðu ríki. Í fyrstu opnu kosn­ingum Bechu­ana­lands árið 1965 unnu BDP með algerum yfir­burð­u­m. Þeir hlutu rúm­lega 80% greiddra atvkæða og Ser­etse Khama varð fyrsti og ein­i ­for­sæt­is­ráð­herra nýlend­unn­ar. Ári seinna fékk landið fullt sjálf­stæði frá­ Bret­landi og var hinu nýja ríki gefið nafnið Botswana. Ser­etse varð fyrsti ­for­seti lýð­veld­is­ins og Ruth fyrsta for­seta­frú­in. Sjálf­stæði var fengið án þess að blóð­dropa væri spillt og Ser­etse var aðlaður af Elísa­betu II Eng­lands­drottn­ingu fyrir vik­ið.

Þegar sir Ser­etse tók við völdum beið hans ærið verk­efn­i. ­Botswana var eitt af fátæk­ustu ríkjum heims. Það er stórt og dreif­býlt og mitt í Kala­harí eyði­mörk­inni. Nú búa þar um 2 millj­ónir íbúa en árið 1966 vor­u í­bú­arnir ein­ungis rúm­lega 600.000 tals­ins. Landið hafði líka verið hrjáð af ætt­bálka­deilum og skærum um alda skeið. Ser­etse var for­seti  til dauða­dags árið 1980 og tími hans er tal­inn eitt helsta blóma­skeið í sögu lands­ins. Efna­hagur lands­ins óx hratt, að­al­lega vegna náma­graftar og naut­gripa­rækt­un­ar, og inn­viði lands­ins voru byggð ­upp. Botswana er einnig eitt af sára­fáum ríkjum Afr­íku þar sem ríkt hef­ur ­sam­felldur friður og lýð­ræði frá sjálf­stæði. Það þýðir ekki að þeir hafi hald­ið ­sér til hlés, þvert á móti þá voru Khama hjónin ein­hverjir mest áber­and­i ­gagn­rýnendur kyn­þátta­að­skiln­aðar í Suður Afr­íku og Rhódesíu og tóku við mörg­um flótta­mönnum frá þessum tveimur ríkj­um.

Ruth Willi­ams Khama, eða lafði Khama eins og hún var gjarn­an köll­uð, var alla tíð mjög sýni­leg for­seta­frú og gríð­ar­lega vin­sæl. Í Botswana var hún kölluð Mohumagadi Mma Kgosi (móðir höfð­ingj­ans) eða ein­fald­lega drottn­inga­móð­ir­in. Hún stýrði ýmsum góð­gerð­ar­málum og var m.a. for­seti Rauða kross deild­ar­ lands­ins. Einnig stýrði hún ýmsum opin­berum við­burðum eins og heim­sókn Elísa­betar II Eng­lands­drottn­ingar til lands­ins árið 1979

Þegar Ser­etse lést árið 1980 bjugg­ust flestir við því að Ruth myndi flytja aftur til Bret­lands. Það kom hins vegar aldrei til greina. Aðspurð sagði hún: „Ég er full­kom­lega ánægð hérna og ég hef enga löngun til að flytja ­neitt, ég hef búið hér meira en helm­ing ævi minn­ar, og börnin mín eru hér­. Þegar ég flutti til þessa lands varð ég Motswana (Botswana-­bú­i).“ Ruth bjó í Botswana allt til ævi­loka árið 2002 en hún lærði reyndar aldrei nein af tungu­málum lands­ins.

Áhrif hjóna­bands­ins umdeilda gæta enn því að árið 2008 var ­sonur hjón­anna, Ian Khama, kjör­inn for­seti Botswana og gegnir hann því emb­ætt­i enn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None