Tíu staðreyndir um Landsvirkjun

Landsvirkjun er langsamlega stærsta orkufyrirtæki landsins. Það fer með stóran hluta af orkuauðlindum þjóðarinnar. Magnús Halldórsson rýndi í efnahag fyrirtækisins.

landsvirkjun virkjun burfell bu
Auglýsing

1.       Lands­virkjun á eignir sem metnar eru á 557 millj­arða króna, eða 4.285 millj­ónir Banda­ríkja­dala (Dalur = 130 ISK). Fyr­ir­tæk­ið ­gerir upp í Banda­ríkja­dal, en stærstu hluti tekna fyr­ir­tæk­is­ins er í þeirri ­mynt. Þetta er miðað við stöð­una í lok árs 2015. Skuldir fyr­ir­tæk­is­ins námu þá 2.300 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 299 millj­örðum króna, en lang­tíma ­vaxta­ber­andi skuldir eru nú komnar niður fyrir tvö þús­und millj­ón­ir ­Banda­ríkja­dala, í fyrsta skipti síðan 2005. Eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins nam um 1.900 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 254 millj­örðum króna, í lok árs í fyrra.

2.       Aðeins eitt fyr­ir­tæki á Íslandi er með meira eigið fé í sínum efna­hags­reikn­ingi en Lands­virkj­un. Það er Lands­bank­inn en eigið fé hans er nú um 260 millj­arðar króna. Efna­hags­reikn­ingar Lands­virkj­un­ar og Lands­bank­ans, sem bæði eru í eigu rík­is­ins (Lands­bank­inn 98,2 pró­sent), eru þó erf­iðir í sam­an­burði, enda mat á ein­stökum rekstr­ar­þáttum breyti­legt á milli­ orku­iðn­aðar og fjár­mála­geirans.

3.       Rekstr­ar­tekjur Lands­virkj­unar námu 421,5 millj­ónum Banda­ríkja­dala á árinu 2015 sam­an­borið við 438,3 millj­ón­ir ­Banda­ríkja­dala árið á und­an. Tekjur lækka því um 16,8 millj­ónir Banda­ríkja­dala. ­Rekstr­ar­gjöld námu 215,5 millj­ónum Banda­ríkja­dala á árinu 2015 en voru 220,2 millj­ón­ir ­Banda­ríkja­dala árið 2014. Rekstr­ar­hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins var því 206,0 millj­ónir Banda­ríkja­dala á árinu 2015 sam­an­borið við 218,1 millj­ón ­Banda­ríkja­dala árið á und­an.

Auglýsing

Raforkumannvirki. Mynd: Birgir.

4.       Með­al­tals­verðið sem Lands­virkjun fékk á mega­vatt­stund var 24,5 Band­ar­kja­dal­ir. Það er lægsta verð sem fyr­ir­tækið hef­ur ­fengið í fimm ár, en verðið ræðst meðal ann­ars af þróun heims­mark­aðs­verðs á áli.

5.       Stærsti ein­staki við­skipta­vinur Lands­virkj­un­ar er banda­ríska fyr­ir­tækið Alcoa, sem rekur álverið á Reyð­ar­firði í gegn­um dótt­ur­fé­lag­ið, Alcoa Fjarð­arál. Fyr­ir­tækið kaupir um 37,5 pró­sent af raf­orkunn­i ­sem fyr­ir­tækið fram­leið­ir. Kára­hnjúka­virkj­un, stærsta vatns­afls­virkjun Evr­ópu, var byggð til þess að geta afhent álver­inu raf­magn sem nauð­syn­legt er til­ fram­leiðslu.

6.       Lands­virkj­un, undir for­ystu Harðar Arn­ar­son­ar ­for­stjóra, hefur haft þá stefnu að draga úr vægi álverðs í efna­hag sín­um, á und­an­förnum árum, og end­ur­nýj­aði meðal ann­ars samn­ing sinn við Rio Tinto árið 2010 með það að leið­ar­ljósi. Um 1/3 af rekstr­ar­tekjum er nú tengdur álverði, en árið 2009 voru hlut­föllin 2/3. Framundan er end­ur­nýjun samn­inga við Cent­ury Alu­m­inum, sem rekur dótt­ur­fé­lagið Norð­urál á Grund­ar­tang, og má gera ráð fyr­ir­ að Lands­virkjun hafi fyrr­nefnda stefnu sem leið­ar­ljós.

7.       Eins og sést á þess­ari mynd, þá er fjár­hag­ur Lands­virkj­unar bein­tengdur þróun mála á álmörk­uðum í heim­in­um. Hæsta verð sem Lands­virkjun hefur fengið á und­an­förnum ára­tug, er 30,8 Banda­ríkja­dalir á mega­vatt­stund árið 2008. Framan af ári hækk­aði þá álverð mik­ið, sam­hliða ­mik­illi hækkun á olíu, en hrundi svo þegar þrengja tók veru­lega að fjár­mála­mörk­uðum um haust­ið.

Raforkuverð Landsvirkjunar. Mynd: Landsvirkjun.

8.       Lands­net er dótt­ur­fé­lag Lands­virkj­unar (64,7 pró­sent eign­ar­hlut­ur). Verð­mæti eigna Lands­nets jókst mik­ið milli áranna 2014 og 2015, en virði tengi­virkja og háspennu­lína, sem eru hlut­i af eigna­safni fyr­ir­tæk­is­ins, jókst um 23 millj­arða króna. Þetta má lesa út úr árs­reikn­ingi Lands­nets, en end­ur­mat á eignum félags­ins skil­aði sér í þessum ­miklu breyt­ing­um. Háspennu­línur eru metnar á 49,5 millj­arða, sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyrir árið í fyrra, en á árinu 2014 voru lín­urnar metnar á 37,5 millj­arða. Þá eru tengi­virki metin á 34 millj­arða, sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyr­ir­ árið í fyrra, en sömu eignir voru metnar á 23,2 millj­arða í lok árs 2014.

9.       Eig­in­fjár­hlut­fall Lands­virkj­unar er nú 44,7 pró­sent sem er það hæsta í sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Frá­ hruni hefur fyr­ir­tækið ein­blínt á að greiða niður skuld­ir, og styrkja láns­hæfi sitt með marg­hátt­uðum aðgerðum til að bæta rekstr­ar­af­kom­una. Frá árinu 2010 hefur fyr­ir­tækið greitt niður skuldir fyrir um 800 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 107 millj­örðum íslenskra króna.

10.   Tveir nýir við­skipta­vinir munu bæt­ast við á þessu ári, í flokki iðn­aðn­ar. Ráð­gert er að United Sil­icon verði með 35 mega­vött vegna sinnar starf­semi, og árið 2017 þá muni PCC þurfa 58 mega­vött vegna sinnar starf­semi á Bakka við Húsa­vík­. Vikj­ana­fram­kvæmdir Lands­virkj­unar á Þeistar­reykj­um, eru nú í gangi, en um jarð­hita­virkj­an­ir er að ræða þar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None