Danski forsætisráðherrann vill hemja öfgamenn

Þættir TV2 í Danmörku um starfsemi í bænahúsum múslima þar í landi hafa vakið mikla athygli. Forsætisráðherrann boðar til fundar eftir páska um það hvernig sé hægt að hemja öfgamenn.

Lars lökke rasmussen
Auglýsing

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur hefur boðað for­menn allra flokka á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, á fund að loknu páska­leyfi þing­manna. For­sæt­is­ráð­herr­ann vill ræða og finna leiðir til að stöðva öfga­menn (eins og hann kemst að orði) í að breiða út boð­skap sinn í Dan­mörku. Slíkt er þó hæg­ara sagt en gert.

Danskir múslimar eiga og reka fjöl­mörg bæna-og sam­komu­hús í Dan­mörku. Sam­kvæmt dönskum lögum er öllum heim­ilt að iðka sína trú og allir trú­ar­hópar eiga sama rétt til starf­semi innan ramma laga og reglna í land­inu. Danskir múslimar eru mjög trú­rækn­ir, standa þétt saman og margir úr þeirra hópi umgang­ast ein­göngu sína eigin trú­bræð­ur. Á und­an­förnum árum hefur múslímum í Dan­mörku fjölgað mjög og þeir hafa iðu­lega orðið að deilu­efni á danska þing­inu.

Sjón­varps­þættir TV2

Fyrir skömmu sýndi danska sjón­varps­stöðin TV2 fjóra þætti um starf­semi í sam­komu- og bæna­húsum (moskum) múslima í Dan­mörku. Félags­starf­semi múslima og bæna­hald þeirra er múslimum einum heim­ilt að sækja og stunda. Starfs­fólk sjón­varps­stöðv­ar­innar gat því ekki fengið leyfi til að vera við­statt, hvorki bæna­stundir né annað það sem fram fer í sam­komu- og bæna­hús­un­um. Til þess að kom­ast að því hvað fram færi á sam­komum múslima var þess vegna brugðið á það ráð að nota falda mynda­vél. Mynda­vélin skráði bæði hljóð og mynd. 

Auglýsing

Kór­an­inn og kon­urnar

Íslamskir trú­ar­leið­tog­ar, og predik­ar­ar, í Dan­mörku verja miklum tíma í að fræða söfnuð sinn um Kór­an­inn, helgi­rit múslíma. Í bæna­hús­unum er Kór­an­inn les­inn og útskýrð­ur, rætt um efni hans og inni­hald. Í áður­nefndum sjón­varps­þáttum vöktu sér­staka athygli Dana útskýr­ingar predik­ara í átta moskum, þar á meðal Abu Bilal, sem starfar við Grim­höj mosk­una í Árósum, um kon­ur. Í Kór­an­inum stendur að karlar megi eiga fleiri en eina konu og einnig að verði kona upp­vís að hjú­skap­ar­broti skuli hún grýtt til bana. Þetta tvennt brýtur algjör­lega í bága við dönsk lög og í upp­tök­unni með földu mynda­vél­inni segir predik­ar­inn frá því en und­ir­strikar svo texta Kór­ans­ins. Abu Bilal er þekktur predik­ari sem var dæmdur til að greiða sekt vegna ummæla í mosku í Berlín sum­arið 2014 þar sem hann hvatti til morða á gyð­ing­um.

Föstudagsbænir í mosku í Kaupmannahöfn. Í sjón­varps­þáttum TV2 var einnig fjallað um félags­starf­semi á vegum sam­taka múslima í Dan­mörku. Sam­kvæmt dönskum lögum eiga slík sam­tök rétt á styrkjum til félags­starf­semi. Þegar útsend­ari TV2, kona, fór í sam­komu­hús og félags­heim­ili múslima og ætl­aði að taka þátt í, og kynna sér, frí­stunda­starf sem aug­lýst var að þar færi fram (og til­greint er í styrkjaum­sókn­um) greip hún í tómt. Þar var engin lík­ams­rækt í boði, ekki heldur kennsla í sauma­skap og ýmsu fleiru sem sam­kvæmt stunda­skrá átti að vera í boði. „Er ekki lík­ams­rækt hér?“ spurði hún á einum staðn­um. „Lík­ams­rækt, nei“ var svar­ið. „Hvað fer hér fram?“ spurði útsend­ar­inn. „Við les­um  Kór­an­inn eins og alltaf á þessum tíma.“    

Mikil athygli og hörð við­brögð

Sjón­varps­þætt­irnir vöktu mikla athygli, langt út fyrir danska land­steina, og danskir stjórn­mála­menn lýstu undrun sinni á því sem þeir höfðu þar heyrt og séð. Sumir þeirra sögðu það með ein­dæmum að danska ríkið og sveit­ar­fé­lög styrktu slíka starf­semi og nokkrir gengu jafn­vel svo langt að krefj­ast þess að bæna-og sam­komu­húsum múslima yrði lokað á stund­inni. Margir rifj­uðu líka upp ummæli sumra for­ystu­manna múslima sem höfðu lýst stuðn­ingi við ISIS sam­tökin svo­nefndu, meðal ann­ars í þætti í DR, danska sjón­varp­inu, í jan­úar í fyrra.

Nokkrum dögum eftir að sein­asti þátt­ur­inn var sýndur í TV2 hitt­ust helstu trú­ar­leið­togar múslima í Dan­mörku (31 tals­ins) til að ræða þætt­ina. Þeir gagn­rýndu sjón­varps­stöð­ina og þætt­ina sem þeir sögðu til þess fallna að ala á óvild í garð múslima. Þessi afstaða varð ekki til að draga úr gagn­rýni stjórn­mála­manna sem sögðu að múslima­leið­tog­arnir væru greini­lega gjör­sneyddir skiln­ingi á dönsku sam­fé­lagi.

For­sæt­is­ráð­herr­ann boðar fund

Við umræður í danska þing­inu síð­ast­lið­inn þriðju­dag bauð Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra for­mönnum stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á þingi til fundar eftir páska. Ráð­herr­ann sagði í þing­inu að það væri deg­inum ljós­ara að margir inn­flytj­end­ur, sem komið hefðu til lands­ins hefðu ekki aðlag­ast dönsku sam­fé­lagi. Ástæður þess væru bæði margar og flóknar og engu einu um að kenna. „Þótt hér í Dan­mörku ríki trú­frelsi og hver og einn hafi rétt á að iðka sína trú getum við ekki unað við að ákveðnir hópar boði kenn­ingar og siði sem fara í bága við stjórn­ar­skrá lands­ins og mann­rétt­ind­i,“ sagði ráð­herr­ann. 

For­sæt­is­ráð­herr­ann nefndi í ræð­unni í þing­inu nokkur atriði sem nefnd hefðu verið í því skyni en sagði jafn­framt að í hita augna­bliks­ins segðu menn ýmis­legt sem ekki væri kannski fram­kvæm­an­legt við nán­ari athug­un. „Ein­hverjir hafa sagt að setja ætti reglur um að allar predik­anir skuli fara fram á dönsku. Þá myndum við vissu­lega skilja hvað mør­kemændene siger! En hvað með frændur okkar Norð­menn og Svía og bresku prestana?“ sagði ráð­herr­ann. Þótt hann nefndi ekki Íslend­inga í þing­ræð­unni yrði sjálf­sagt sama upp á ten­ingnum þar. Predik­anir á dönsku í íslenskum messum í Dan­mörku myndu ekki mæl­ast vel fyr­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None