Ræningjadrottningin sem fór á þing

Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér magnaða sögu Phoolan Devi.

Indland
Auglýsing

Fáar mann­eskjur hafa hrist jafn ræki­lega upp í hin­u í­haldsama ind­verska sam­fé­lagi og Phoolan Devi, betur þekkt sem ræn­ingja­drottn­ing­in. Hún ólst upp í litlu þorpi í sárri fátækt en vann sig upp alla leið á ind­versku lög­gjaf­ar­sam­kom­una í Del­hi. Leiðin var þó þyrnum stráð og harla óhefð­bund­in. ­Saga hennar er blóði drifin og skelfi­leg á köflum en um leið mik­il­væg fyr­ir­ lægstu stétt­irnar í Ind­landi sem um árhund­ruða skeið áttu sér enga málsvara.

Hið eig­in­lega Ind­land

Árið 1947 hélt hinn mikli Mahatma Gandhi ræðu þar sem hann lýsti hinu eig­in­lega Ind­landi. Það er ekki það Ind­land sem ferða­menn sjá í stór­borgum á borð við Del­hi, Mumbai eða Kolkata. Um tveir þriðju Ind­verja búa í litlum þorpum og sveitum í mik­illi ­fá­tækt. Gandhi sjálfur líkti þessum þorpum við mykju­hauga en dáð­ist engu að ­síður að íbúum hins eig­in­lega Ind­lands, hóg­værð þeirra og visku. 

Það var einmitt í einu slíku þorpi, Ghura Ka Purwa, sem Phoolan Devi fædd­ist þann 10. ágúst árið 1963. Ghura Ka Purwa er smá­þorp sem liggur við Yamuna fljót­ið, sem rennur í Gang­hes, í Uttar Pradesh hér­aði. Utt­ar Pradesh er víð­femt svæði í Norð­ur­hluta lands­ins og jafn­framt það fjöl­menn­asta í öllu Ind­landi með um 200 milljón íbúa. Á sein­ustu ára­tugum hefur verið mik­ill ­upp­gangur í Uttar Pradesh en þegar Phoolan Devi var að alast upp var svæð­ið blá­fá­tækt land­bún­að­ar­hér­að. Líf fólks­ins í Ghura Ka Purwa var líkt og í öðrum ­sam­bæri­legum þorpum alger­lega sniðið í kringum stétta­skipt­ing­una. ­Stétta­skipt­ingin í Ind­landi á sér fornar rætur í trú og menn­ingu Hindúa og er mun sterk­ari í dreif­býli en þétt­býli. Fólk sem fæð­ist inn í ákveðna stétt, deyr í henni. Það finnur sér maka úr sömu stétt og vinnur við þau störf sem ætl­ast er til af þeirri stétt. Phoolan Devi fædd­ist inn í Mallah, stétt báta­manna, sem er ein af þeim allra lægst settu á svæð­inu og telj­ast til hinna ósnert­an­legu. Hún fædd­ist einnig inn í sam­fé­lag þar sem stúlkur voru álitnar byrði. For­eldr­ar henn­ar, Devi­din og Moola, voru talin sér­stak­lega óheppin þar sem þau eign­uð­ust fjórar dætur en aðeins einn son. Phoolan var næst elst þeirra systk­ina.

Auglýsing

Upp­reisn­ar­girni Phoolan byrj­aði snemma. Faðir henn­ar, sem hún lýsti sjálf sem ein­feldn­ingi, hafði verið svik­inn um arf eftir for­eldra sína og bróðir hans fékk nán­ast allt fjöl­skyldu­land­ið. Sjálf bjuggu þau á land­i ­sem var um ein ekra að stærð. Tíu ára gömul hóf Phoolan að berj­ast fyr­ir­ ­arf­inum og áreitti meðal ann­ars föð­ur­bróðir sinn og fjöl­skyldu hans. Hún fór ó­boðin inn á landið sett­ist þar niður en sonur föð­ur­bróður hennar kom og barð­i hana með múr­stein þar til hún missti með­vit­und

Ári seinna var hún neydd til að gift­ast. Eig­in­maður hennar Patti Lal var á þrí­tugs­aldri og fjöl­skylda hans greiddi fjöl­skyldu Phoolan eina kú fyr­ir. Patt­i Lal kom hræði­lega fram við Phoolan, hann barði hana og nauðg­aði henni ítrek­að. Hún­ flúði nokkrum sinnum til fjöl­skyldu sinnar en var skilað jafn­harðan aftur til­ ­eign­manns síns. Þetta þótti mikil skömm fyrir fjöl­skyldu Phoolan því að það þótti mikil skömm að yfir­gefa maka sinn. Sama hver ástæðan væri. Að lok­um ­neit­aði fjöl­skylda Patti Lal að taka við henni aftur og þar með var Phoolan orðin að úrhraki innan sam­fé­lags­ins. Þá var hún aðeins 16 ára göm­ul.

Gengja­líf

Fátæk­ustu svæði Ind­lands voru iðu­lega und­ir­lögð af ­glæpa­gengjum sem köll­uð­ust dacoits og það svæði sem Phoolan Devi ólst upp á var engin und­an­tekn­ing. Þessi gengi fóru þung­vopnuð um milli þorpa og rændu íbúa. Yfir­leitt voru gengin stétt­skipt og herj­uðu á þorp þar sem fólk úr öðrum stéttum bjó. Efri stéttar gengi herj­uðu á fá­tæk­ari þorp en neðri stéttar gengi á þau rík­ari. Því gátu þessi gengi öðlast vissan ljóma hjá við­kom­andi stétt­um. Jafn­vel var talað um upp­reisn­ar­menn frem­ur en ræn­ingja. Það var árið 1979, þegar Phoolan var ein­ungis 16 ára göm­ul, sem hún komst í kynni við eitt slíkt gengi. Þetta gengi var þó nokkuð óhefð­bund­ið þar sem með­limir þess voru úr ýmsum stétt­um. Leið­togi þess hét Babu Gujjar, úr efri stétt, og hann vildi gera Phoolan að sinni. Hann var ágengur við hana og ­reyndi eitt sinn að nauðga henni. Þá kom næst­ráð­andi geng­is­ins, Vikram Malla­h, henni til bjargar en hann var úr hennar eigin stétt báta­manna. Vikram dró upp byssu og skaut Babu Gujjar til bana. Þar með var hann orð­inn leið­togi geng­is­ins og í kjöl­farið felldu hann og Phoolan hugi sam­an.

Phoolan varð full­gildur með­limur geng­is­ins. Hún lærði á byssu og tók þátt í ráns­ferð­um. En hún var eina stúlkan í geng­inu og margir ­með­limir þess voru ósáttir við hana og sam­band hennar við leið­tog­ann. Hún hafð­i einnig mikil áhrif á Vikram og það hvernig gengið starf­aði. Þau réð­ust nú ­nán­ast ein­göngu á þorp þar sem fólk úr efri stéttum bjó. Einnig réð­ust þau til­ at­lögu að lög­legum eig­in­manni henn­ar, Patti Lal. Vikram dró hann út á götu og ­stakk hann í mag­ann með hníf fyrir framan alla þorps­búa. Hann lifði þó af.

Allt breytt­ist þó þegar tveir með­limir geng­is­ins, bræð­urn­ir S­hri og Lalla Ram, sneru aftur eftir fang­els­is­vist. Þeir voru úr efri stétt sem ­kall­ast Thakur og voru ósáttir við ­leið­toga­skiptin og ítök Phool­an. Þeir hófu að hrekja Mallah menn úr geng­inu en ­fengu efri stéttar menn inn í stað­inn. Vikram og Phoolan voru orðin ein­angruð í geng­inu og fór svo að Ram bræður drápu Vikram. Þeir fluttu Phoolan svo til­ heima­þorps síns, Behmai. Þar var henni haldið í húsi og hópnauðgað af Thakur mönnum um nokk­urra vikna skeið. Hún­ ­náði þó að flýja frá Behmai með hjálp vini Vikrams, Man Singh Mallah. Þau tvö­ á­kváðu að stofna eigið gengi báta­manna og Phoolan hugði á hefnd­ir.

Val­ent­ínus­ar­dagur

Þann 14. febr­úar árið 1981, sjö mán­uðum eftir að Phoolan Devi slapp frá Behmai, sneri hún aftur til þorps­ins ásamt hinu nýja gengi sín­u. Þau voru öll klædd sem lög­reglu­þjónar og Phoolan fór fremst í flokki. Hún var 17 ára göm­ul, með vara­lit, rautt nagla­lakk og hríð­skota­byssu úr seinn­i heim­styrj­öld­inni hang­andi um sig miðja. Öllum þorps­búum var stefnt að helgiskríni gyðj­unnar Shiva, gyðju eyði­legg­in­ar. Þar ávarp­aði hún þá með gjall­ar­horni:

Hlustið á strák­ar! Ef þið elskið líf ykk­ar, færið okkur þá allt ykk­ar reiðu­fé, silfur og gull. Og hlustið aft­ur! Ég veit að Lala Ram Singh og Shri Ram Singh eru í felum hér í þorp­inu. Ef þið færið mér þá ekki, mun ég stinga riffl­inum upp í rass­inn á ykkur og rífa hann í sund­ur. Þetta er Phoolan Devi ­sem tal­ar. Móðir Durga sigr­ar!“

Ein­ungis tveir með­limir geng­is­ins fund­ust í þorp­inu og Phoolan reidd­ist mjög. Hún lét því safna saman öllum karl­mönnum af Thakur stétt í þorp­inu. Þetta voru alls 22 menn og voru þeir allir skotnir þar á staðn­um.

Fjöldamorðið í Behmai olli straum­hvörfum í ind­versku ­sam­fé­lagi. Ekki ein­ungis vegna hins mikla mann­falls, heldur einnig vegna þess að það var tán­ings­stúlka úr lægstu stétt sem stóð að því og fórn­ar­lömbin vor­u öll karl­menn úr efri stétt. Fátt annað komst að í frétta­tímum ind­verskra ­fjöl­miðla og hneisan þótti svo mikil að ráð­herra Uttar Pradesh hér­aðs þurfti að ­segja af sér. Í kjöl­farið hófst umfangs­mikil lög­reglu­leit að Phoolan og gengi henn­ar og rúm­lega 10.000 doll­ara fund­ar­laun voru í boði fyrir þann sem kæmi upp um þau. En Phoolan komst undan að miklu leyti vegna hjálpar frá báta­mönnum og fólki úr öðrum lægri stéttum sem földu hana. Hún var orðin að hetju fátæka fólks­ins á svæð­inu, nokk­urs konar Hrói hött­ur. Hún fékk við­ur­nefnið ræn­ingja drottn­ingin og sögur af henni fengu goð­sagna­kenndan blæ á svæð­inu. Phoolan Devi var orðin ein umtal­að­asta mann­eskja lands­ins.



Upp­gjöf og fang­elsi

Þann 12. febr­úar árið 1983, tveimur árum eftir fjöldamorð­ið í Behmai, fylgd­ust um 10.000 manns og um 70 frétta­menn með því  þegar Phoolan Devi gaf sig fram við yfir­völd í borg­inni Bhind. Með henni voru Man Singh Mallah sem þá var orð­inn ást­mað­ur­ henn­ar, fjöl­skylda hennar og þeir örfáu úr gengi hennar sem ennþá voru lif­and­i. Phoolan var illa til reika og aug­ljóst að þessi tvö ár í felum fyr­ir­ lög­regl­unni höfðu verið henni erf­ið. Hún hafði þó sett ýmis skil­yrði fyr­ir­ ­upp­gjöf sinni, þar á meðal að eng­inn úr gengi hennar fengi dauða­refs­ingu, að há­marks­refs­ingin yrði 8 ára fang­elsi fyrir hvern með­lim og að hún fengi litla land­spildu til eign­ar. Phoolan og félagar hennar lögðu niður vopn sín og skot­færi fyrir framan tvær mynd­ir. Önnur var af Mahatma Gandhi en hin af hindúa­gyðj­unni Durga sem Phoolan til­bað mest.

Ljóst var að við­burð­ur­inn olli ind­versku lög­regl­unni og ­yf­ir­völdum miklum von­brigð­um. Flestir bjugg­ust við að sjá heill­andi en ­jafn­framt ógn­vekj­andi skæru­liða­drottn­ingu færða í járn. En raunin var sú að Phoolan ­leit meira út eins og lít­ill, frekur og kjaft­for óþekkt­ar­pjakk­ur. Var þetta ­virki­lega mann­eskjan sem hafði haldið gervöllu Uttar Pradesh hér­aði í helj­ar­g­reipum í tvö ár og marg­sinnis kom­ist undan klóm lög­reglu­manna?

Goð­sögnin um ræn­ingja­drottn­ing­una var þó alls ekki dauð og átti meira að segja eftir að efl­ast til muna. Phoolan var færð í fang­elsi og á­kæra með um 50 atriðum birt. En þrátt fyrir mik­inn þrýst­ing frá aðstand­end­um ­fórn­ar­lambanna frá Behmai þorðu yfir­völd ekki að rétta yfir henni. Hún var ó­vænt orðin að hetju hinna ósnert­an­legu og rétt­ar­höld hefðu getað valdið miklu­m ó­eirð­um. Á þessum tíma voru áhrif lægri stétt­anna að efl­ast til muna í stjórn­málum lands­ins og stjórn­mála­menn þurftu að reiða sig á atkvæði þeirra. Því sat Phoolan í fang­elsi án rétt­ar­halda í 11 ár. Lífið í fang­elsi reynd­ist henn­i þó ákaf­lega erfitt. Ítrekað var reynt að ráða hana af dögum og hún veikt­ist einnig af krabba­meini. Árið 1994 var henni loks sleppt og allar ákærur dregn­ar til baka. Þetta kom öllum á óvart en þó ekki nærri jafn mikið á óvart og næst­i kafli í lífi henn­ar.

Þing­maður

Árið 1996 var Phoolan Devi kjörin þing­maður á ind­versku lög­gjaf­ar­sam­kund­una Lok Sabha. Hún­ bauð sig fram í sæti Mirzapur kjör­dæmis í Uttar Pradesh fyrir hinn nýstofn­aða sós­í­alista­flokk Sama­jwadi.  Sama­jwadi flokk­ur­inn sat í skamm­líf­ri ­sam­steypu­stjórn vinstri og sós­í­alista­flokka til árs­ins 1998 þegar boðað var til­ ­kosn­inga og Phoolan missti sæti sitt. Hún vann það þó aftur í kosn­ingum ári ­seinna en sat þá í stjórn­ar­and­stöðu. Fram­boð Phoolan fékk strax mikla athygl­i og hún varð að tákn­mynd fyrir vax­andi áhrif lægstu stétt­anna og þá sér­stak­lega kvenna. Í ljósi for­tíðar hennar gat hún þó ekki málað sig sem neinn frið­ar­post­ula heldur frekar sem hefnd­ar­engil. Hún minnti fólk stöðugt á órétt­læti stétta­skipt­ing­ar­innar og stöðu ungra stúlkna í Ind­landi, sér­stak­lega í dreif­býl­inu. Aldrei fyrr höfðu lægstu stétt­irnar mætt svo vel á kjör­stað og það voru þær sem fleyttu Phoolan inn á þing.

Á þessum tíma var Phoolan orðin gjör­breytt. Hún hafði gif­st ­stjórn­mála­manni að nafni Umed Singh og lifði borg­ara­legu lífi. Hún klædd­ist ­tísku­fatn­aði og sótti snyrti­stof­ur. En hún var enn ólæs og störf hennar innan þings­ins voru mjög tak­mörkuð. Hún var þeim mun meira áber­andi utan þings­ins. Hún ferð­að­ist mikið um, þ.m.t. til­ ­Evr­ópu, og hélt ræður um órætt­læti og bág kjör lægri stétt­anna. Einnig átti hún­ það til að mæta án fyr­ir­vara í ýmis fang­elsi og heimt­aði að fá að hitta félaga sína sem þar sátu inni. Hún var því í meira lagi óvana­legur þing­mað­ur.

Saga Phoolan Devi hlaut svip­legan endi þann 25. júlí árið 2001. Þrír grímu­klæddir menn réð­ust að henni fyrir utan heim­ili hennar í Del­hi og skutu hana til bana. Menn­irnir flúðu vett­vang­inn og komust burt en skömmu ­síðar gaf einn af þeim sig fram. Sá heitir Sher Singh Rana af stétt Thakur og ­full­yrti hann að morðið hafi verið hefnd fyrir atburð­inn í Behmai þorpi 20 árum ­fyrr. Við­brögðin við morði hennar voru hörð og víða brut­ust út óeirðir í Utt­ar Pradesh hér­aði. Leið­togar Sama­jwadi voru fljótir að kenna rík­is­stjórn­inni um og ­sök­uðu stjórn­ar­flokk­inn BJP um að hafa vilj­andi slakað á örygg­is­gæslu henn­ar. Þeim sam­sær­is­kenn­ingum var þó al­ger­lega hafnað af BJP. Sher Singh Rana sat lengi í fang­elsi án rétt­ar­halda en árið 2014 var hann loks dæmdur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyrir morðið á ræn­ingja­drottn­ing­unni.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None